Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SÍLDARSTEMMNING skapaðist á bryggjunni á Siglufirði I gær þegar fyrsta síldin barst þar að landi í langan tíma, en í gamla síldarbænum hefur ekki verið brædd síld síðan 1968. Fyrsta síldin er komin á land á Siglufirði síðan árið 1968 Hátíðarblær á bænum Siglufirði, Morgunblaðið FYRSTI síldarfarmurinn í tæplega þijá áratugi barst til Siglufjarðar í gær. Hólmaborgin SU landaði þá 1.580 tonnum sem bræða á hjá SR-mjóli á Siglufirði. Síðast var brædd síld á Siglufirði árið 1968. Hátíðarstemmning ríkti í hugum margra bæjarbúa í gær þegar Hólmaborgin sigldi inn fjörðinn, drekkhlaðin síld og var því fjöl- menni á bryggjunni til þess að fagna komu síldarinnar. Félagar úr Leikfélagi Siglufjarð- ar brugðu á leik, sungu og dönsuðu undir harmonikuspili Sturlaugs Kristjánssonar og síldarspekúlant- inn Ómar Hauksson lét sig heldur ekki vanta. Hólmaborgin hélt á veiðar um hádegi sl. sunnudag frá Eskifirði eftir að hafa landað fyrsta síldar- farmi sínum þar, alls 1.564 tonn- um. Nálgast ísland Aflinn nú veiddist 120 mílur norðaustur af Færeyjum innan lög- sögu eyjanna og að sögn Kristgeirs Friðgeirssonar stýrimanns er síldin á mikilh ferð i suðvestur og nálg- ast því ísland frekar en hitt. Aflinn fékkst í átta köstum, þar af feng- ust 850 tonn í einu kasti. Síldin, sem er full af átu, er stór og góð og er fituinnihald hennar nú um 10%. Kristgeir sagði að hingað til hefði síldin aðallega veiðst á dag- inn, en nú hefði það eitthvað breyst og væri hún nú farin að veiðast allan sólarhringinn og kæmi alveg upp'á yfírborð sjávar. Færeysk skip eru einnig á miðunum og hafa þau aflað vel, en það hefur háð þeim hversu löng löndunarbiðin í Færeyjum er. lyómaterta í tilefni dagsins Vorverkin IÐNAÐARMENN eru hvar- vetna teknir til við þau útiverk sem ávallt fylgja sumrinu. Skólahús Menntaskólans í Reykjavík fær andlitslyftingu nú í sumar og eru málararnir þegar byrjaðir að hressa upp á útlit þess. Vegna þessarra merku tíma- móta færði forseti bæjarstjórnar, Kristján L. Möller, áhöfninni væna ijómatertu. Að lokinni löndun mun Hólmaborgin halda á síldarmiðin að nýju. Skipveijarnir létu allvel af dvölinni og voru að sögn mjög ánægðir með siglfirskar móttökur. Forseti Alþingis fær 75.000 kr. álagsþóknun FORSETI Alþingis fær 75 þúsund krónurt álagsþóknun á mánuði ofan á föst mánaðarlaun sín og hefur því samtals um 271 þúsund krónur í föst mánaðalaun. Að auki á for- seti rétt á að fá greiddan ferða- kostnað og dagpeninga búi hann ekki í Reykjavík. Þá fær forseti Alþingis þriðjung af launum forseta íslands þann tíma sem hann er handhafi forsetavalds. Samkvæmt kjaradómi fær forseti Alþingis 195.898 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða um 18 þúsund krónum meira en venjulegt þingfar- arkaup. Einnig fær forseti 75 þús- und krónur á mánuði í álagsþóknun fyrir stjórnunarstörf. Þá fær for- seti, eins og aðrir þingmenn, greidd- an svonefndan starfskostnað sem er mismunandi eftir kjördæmum. Fráfarandi forseti var þingmaður Reykjaneskjördæmis og þingmenn þess kjördæmis fá 24 þúsund krón- ur á mánuði í ferðakostnað. Þá eiga þingmenn, sem búa utan Reykjavík- ursvæðisins, rétt á 25 þúsund krón- um á mánuði í dagpeninga. Loks fær forseti Alþingis einn þriðja af launum forseta íslands þann tíma sem hann er, ásamt for- sætisráðherra og forseta Hæsta- réttar, handhafi forsetavalds vegna fjarvista forsetans. Laun forseta íslands eru 334.319 á mán- uði samkvæmt kjaradómi og eru þau skattfijáls. A síðasta ári var forseti íslands samtals 39 daga fjarverandi vegna ferðalaga til út- landa og það sem af er þessu ári nema íjarvistirnar 13 dögum sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta íslands. Umræða um launakjör Salome Þorkelsdóttir fráfarandi forseti Alþingis skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún gerir grein fyrir launakjörum for- seta. Þar segir hún að til sanns vegar megi færa að greiðslur til forseta séu sambærilegar við þau launakjör sem ráðherrar njóta. En í sínum huga snúist málið ekki um hvað forseti Alþingis telji upp úr launaumslaginu og hvaða sporslur hann fái heldur hvar honum sé skip- aður sess í röðum æðstu embættis- manna ríkisins. Nokkur umræða hefur spunnist um launakjör forseta Alþingis í kjöl- far þess að Ólafur G. Einarsson verður væntanlega kjörinn næsti forseti og talað hefur verið um að laun forseta verði hækkuð þannig að þau jafngildi ráðherralaunum. 1 grein sem Ólafur skrifaði í Morgun- blaðið í gær fjallar hann um þessi mál og upplýsir hann að mánaðar- laun hans sem ráðherra námu 293.728 krónum. Að auki voru bíla- hlunnindi metin á 18.648 krónur á mánuði. ■ Launakjör/27 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga Þjóðarauður veltur á heil- brigði kvenna ;,;,; ■;, ■■■■■„v.. .. Ásta Möller Alþjóðadagur hjúkrunarfræð- inga er haldinn hátíðlegur í dag, 12. maí, á fæðingardegi Florence Nightingale og er dagurinn helgaður heilbrigði kvenna að þessu sinni. Alþjóðasam- band hjúkrunarfræðinga velur yfirskrift dagsins og kynnir nokkur mál- efni til að setja á oddinn, sem skiptast í eftirfar- andi efnisþætti; konur eru meira en mæður, stúlkubamið, að temja sér heilbrigðan lífsstíl á unglingsárum, kynferð- islegt heilbrigði alla ævi, varnarleysi kvenna gegn HlV-veirunni, ofbeldi gegn konum, vinnuálag, öldrunarferlið, geðheilbrigði kvenna, aðstæður fátækra, far- and- og flóttakvenna og innrás í stjórnmálaheiminn. I tilefni af alþjóðadegi hjúkrun- arfræðinga ætlar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að efna til dagskrár þar sem fjallað verður um yfírskrift dagsins, auk þess að boðið verður upp á heilbrigðis- ráðgjöf. Verður meðal annars efnt til fýrirlestra í Ráðhúsi Reykjavík- ur og á Hótel Húsavík og einnig verður fýrirlestur í Gmnnskólan- um á Þórshöfn 17. maí. Jafnframt verða gerðar blóð- þrýstingsmælingar víðs vegar um land. A Akureyri verður veitt ráðgjöf um tóbaksvarnir og veitt- ar upplýsingar um öldrunarþjón- ustu og einnig munu hjúkrunar- fræðingar á Selfossi, Hellu og í Hveragerði standa fyrir skyndi- könnun á heilbrigði kvenna. - Af hverju er þörf á þessari yfirskrift? „Alþjóðasamband hjúkrunar- fræðinga orðar þetta mjög skemmtilega en þar segir: Þjóðar- auður veltur á heilbrigði kvenna. Ef konur eru ekki heilsuhraustar geta þær ekki sinnt viðfangsefn- um sem einungis hvíla á þeim, til dæmis umönnun barna, maka, foreldra og gamals fólks, eða frætt fjölskyldu sína, samfélag eða þjóðfélag. Rætur þjóðarhags- ins_ liggja víða. í tilefni alþjóðadagsins vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar teygja sig út til almennings og bjóða honum að hlusta á fræðslu- erindi í dag. Meðal annars verða kynntar niðurstöður úr rannsókn- um hjúkrunarfræðinga í fyrirlestrum og sú þekking sem þeir hafa aflað sér til þess að bæta heilbrigði kvenna. Við viljum nota daginn til þess að vekja athygli almennings á því hvað hjúkrunarfræðingar eru að gera og hvert þeirra framlag er til bætts heilbrigðis." - Eru íslendingar ekki al- mennt við góða heilsu? „Það eru margir góðir Jþættir og margir slæmir í heilsu Islend- inga. Það hefur til dæmis komið fram að íslenskar konur eru með hæsta tíðni lungnakrabbameins meðal kvenna í heiminum og í starfi sínu hafa hjúkrunarfræð- ingar lagt mjög mikla áherslu á tóbaksvarnir. Einnig hafa hjúkr- unarfræðingar lagt sitt af mörk- um varðandi slysavarnir og hvatningu til heilbrigðs lífs.“ ► ÁSTA Möller fæddist í Reykjavík 12. janúar 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1976 og BSc-prófi í hjúkrunar- fræði frá Háskóla Islands árið 1980. Ásta starfaði sem hjúkr- unarfræðingur á Borgarspít- ala 1980-82 og gegndi stöðu deildarstjóra 1984-86. Hún var fræðslustjóri Borgarspít- ala 1987-92, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga frá 1989 og síðan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga frá 1994. Jafnframt hefur hún verið stundakennari við HÍ síðan 1981. Ásta er gift Hauki Þór Haukssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau þijú börn á lífi. - Finnst þér hafa verið gerðar nægilega margar rannsóknir á heilsufari kvenna og þeim sjúk- dómum sem hijá þær eingöngu, til dæmis bijósta- og legháls- krabbameini? „Um þetta heíur verið mikið fjallað að undanförnu og á dag- skrá í dag eru þrír fyrirlestrar sem þetta varða, til dæmis um líðan kvenna eftir bamsburð. Í honum eru mjög sláandi niður- stöður. Hjúkmnarfræðingar á íslandi eru kvennastétt og þeirra rann- sóknir hafa beinst mjög að kon- um, til dæmis um heilbrigðisvit- und þeirra, um líðan þeirra í kringum tíðir og hvaða úrræði þær nota til þess að bæta líðan. Það hafa líka verið gerðar rann- sóknir á konum sem hafa gengist undir að- gerðir vegna krabba- meins í brjósti og þessu viljum við miðla. Florence Nighting- ale valdi þá leið til að bæta heil- brigði fólks að fara út á meðal þess og með það í huga má nefna að við gerðum samkomulag við HM ’95 nefndina um að hjúkrun- arfræðingar sæju um heilsugæslu á leikjum keppninnar í Laugar- dalshöll. Þar verða tveir hjúkr- unarfræðingar til staðar til að veita áhorfendum fyrstu hjálp. Þetta er nýmæli og ákveðið ör- yggisatriði. Einnig kom hjúkrun- arfræðingur og gerði úttekt á slysavörnum í húsunum. Hún veitti ráðleggingar um það sem betur mátti fara og lét lagfæra. Þetta er hluti af forvarnarstarfi sem hjúkrunarfræðingar vinna einnig." Með heilsu- gæslu á HM í Höllinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.