Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 8

Morgunblaðið - 12.05.1995, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SÍLDARSTEMMNING skapaðist á bryggjunni á Siglufirði I gær þegar fyrsta síldin barst þar að landi í langan tíma, en í gamla síldarbænum hefur ekki verið brædd síld síðan 1968. Fyrsta síldin er komin á land á Siglufirði síðan árið 1968 Hátíðarblær á bænum Siglufirði, Morgunblaðið FYRSTI síldarfarmurinn í tæplega þijá áratugi barst til Siglufjarðar í gær. Hólmaborgin SU landaði þá 1.580 tonnum sem bræða á hjá SR-mjóli á Siglufirði. Síðast var brædd síld á Siglufirði árið 1968. Hátíðarstemmning ríkti í hugum margra bæjarbúa í gær þegar Hólmaborgin sigldi inn fjörðinn, drekkhlaðin síld og var því fjöl- menni á bryggjunni til þess að fagna komu síldarinnar. Félagar úr Leikfélagi Siglufjarð- ar brugðu á leik, sungu og dönsuðu undir harmonikuspili Sturlaugs Kristjánssonar og síldarspekúlant- inn Ómar Hauksson lét sig heldur ekki vanta. Hólmaborgin hélt á veiðar um hádegi sl. sunnudag frá Eskifirði eftir að hafa landað fyrsta síldar- farmi sínum þar, alls 1.564 tonn- um. Nálgast ísland Aflinn nú veiddist 120 mílur norðaustur af Færeyjum innan lög- sögu eyjanna og að sögn Kristgeirs Friðgeirssonar stýrimanns er síldin á mikilh ferð i suðvestur og nálg- ast því ísland frekar en hitt. Aflinn fékkst í átta köstum, þar af feng- ust 850 tonn í einu kasti. Síldin, sem er full af átu, er stór og góð og er fituinnihald hennar nú um 10%. Kristgeir sagði að hingað til hefði síldin aðallega veiðst á dag- inn, en nú hefði það eitthvað breyst og væri hún nú farin að veiðast allan sólarhringinn og kæmi alveg upp'á yfírborð sjávar. Færeysk skip eru einnig á miðunum og hafa þau aflað vel, en það hefur háð þeim hversu löng löndunarbiðin í Færeyjum er. lyómaterta í tilefni dagsins Vorverkin IÐNAÐARMENN eru hvar- vetna teknir til við þau útiverk sem ávallt fylgja sumrinu. Skólahús Menntaskólans í Reykjavík fær andlitslyftingu nú í sumar og eru málararnir þegar byrjaðir að hressa upp á útlit þess. Vegna þessarra merku tíma- móta færði forseti bæjarstjórnar, Kristján L. Möller, áhöfninni væna ijómatertu. Að lokinni löndun mun Hólmaborgin halda á síldarmiðin að nýju. Skipveijarnir létu allvel af dvölinni og voru að sögn mjög ánægðir með siglfirskar móttökur. Forseti Alþingis fær 75.000 kr. álagsþóknun FORSETI Alþingis fær 75 þúsund krónurt álagsþóknun á mánuði ofan á föst mánaðarlaun sín og hefur því samtals um 271 þúsund krónur í föst mánaðalaun. Að auki á for- seti rétt á að fá greiddan ferða- kostnað og dagpeninga búi hann ekki í Reykjavík. Þá fær forseti Alþingis þriðjung af launum forseta íslands þann tíma sem hann er handhafi forsetavalds. Samkvæmt kjaradómi fær forseti Alþingis 195.898 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða um 18 þúsund krónum meira en venjulegt þingfar- arkaup. Einnig fær forseti 75 þús- und krónur á mánuði í álagsþóknun fyrir stjórnunarstörf. Þá fær for- seti, eins og aðrir þingmenn, greidd- an svonefndan starfskostnað sem er mismunandi eftir kjördæmum. Fráfarandi forseti var þingmaður Reykjaneskjördæmis og þingmenn þess kjördæmis fá 24 þúsund krón- ur á mánuði í ferðakostnað. Þá eiga þingmenn, sem búa utan Reykjavík- ursvæðisins, rétt á 25 þúsund krón- um á mánuði í dagpeninga. Loks fær forseti Alþingis einn þriðja af launum forseta íslands þann tíma sem hann er, ásamt for- sætisráðherra og forseta Hæsta- réttar, handhafi forsetavalds vegna fjarvista forsetans. Laun forseta íslands eru 334.319 á mán- uði samkvæmt kjaradómi og eru þau skattfijáls. A síðasta ári var forseti íslands samtals 39 daga fjarverandi vegna ferðalaga til út- landa og það sem af er þessu ári nema íjarvistirnar 13 dögum sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta íslands. Umræða um launakjör Salome Þorkelsdóttir fráfarandi forseti Alþingis skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún gerir grein fyrir launakjörum for- seta. Þar segir hún að til sanns vegar megi færa að greiðslur til forseta séu sambærilegar við þau launakjör sem ráðherrar njóta. En í sínum huga snúist málið ekki um hvað forseti Alþingis telji upp úr launaumslaginu og hvaða sporslur hann fái heldur hvar honum sé skip- aður sess í röðum æðstu embættis- manna ríkisins. Nokkur umræða hefur spunnist um launakjör forseta Alþingis í kjöl- far þess að Ólafur G. Einarsson verður væntanlega kjörinn næsti forseti og talað hefur verið um að laun forseta verði hækkuð þannig að þau jafngildi ráðherralaunum. 1 grein sem Ólafur skrifaði í Morgun- blaðið í gær fjallar hann um þessi mál og upplýsir hann að mánaðar- laun hans sem ráðherra námu 293.728 krónum. Að auki voru bíla- hlunnindi metin á 18.648 krónur á mánuði. ■ Launakjör/27 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga Þjóðarauður veltur á heil- brigði kvenna ;,;,; ■;, ■■■■■„v.. .. Ásta Möller Alþjóðadagur hjúkrunarfræð- inga er haldinn hátíðlegur í dag, 12. maí, á fæðingardegi Florence Nightingale og er dagurinn helgaður heilbrigði kvenna að þessu sinni. Alþjóðasam- band hjúkrunarfræðinga velur yfirskrift dagsins og kynnir nokkur mál- efni til að setja á oddinn, sem skiptast í eftirfar- andi efnisþætti; konur eru meira en mæður, stúlkubamið, að temja sér heilbrigðan lífsstíl á unglingsárum, kynferð- islegt heilbrigði alla ævi, varnarleysi kvenna gegn HlV-veirunni, ofbeldi gegn konum, vinnuálag, öldrunarferlið, geðheilbrigði kvenna, aðstæður fátækra, far- and- og flóttakvenna og innrás í stjórnmálaheiminn. I tilefni af alþjóðadegi hjúkrun- arfræðinga ætlar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að efna til dagskrár þar sem fjallað verður um yfírskrift dagsins, auk þess að boðið verður upp á heilbrigðis- ráðgjöf. Verður meðal annars efnt til fýrirlestra í Ráðhúsi Reykjavík- ur og á Hótel Húsavík og einnig verður fýrirlestur í Gmnnskólan- um á Þórshöfn 17. maí. Jafnframt verða gerðar blóð- þrýstingsmælingar víðs vegar um land. A Akureyri verður veitt ráðgjöf um tóbaksvarnir og veitt- ar upplýsingar um öldrunarþjón- ustu og einnig munu hjúkrunar- fræðingar á Selfossi, Hellu og í Hveragerði standa fyrir skyndi- könnun á heilbrigði kvenna. - Af hverju er þörf á þessari yfirskrift? „Alþjóðasamband hjúkrunar- fræðinga orðar þetta mjög skemmtilega en þar segir: Þjóðar- auður veltur á heilbrigði kvenna. Ef konur eru ekki heilsuhraustar geta þær ekki sinnt viðfangsefn- um sem einungis hvíla á þeim, til dæmis umönnun barna, maka, foreldra og gamals fólks, eða frætt fjölskyldu sína, samfélag eða þjóðfélag. Rætur þjóðarhags- ins_ liggja víða. í tilefni alþjóðadagsins vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar teygja sig út til almennings og bjóða honum að hlusta á fræðslu- erindi í dag. Meðal annars verða kynntar niðurstöður úr rannsókn- um hjúkrunarfræðinga í fyrirlestrum og sú þekking sem þeir hafa aflað sér til þess að bæta heilbrigði kvenna. Við viljum nota daginn til þess að vekja athygli almennings á því hvað hjúkrunarfræðingar eru að gera og hvert þeirra framlag er til bætts heilbrigðis." - Eru íslendingar ekki al- mennt við góða heilsu? „Það eru margir góðir Jþættir og margir slæmir í heilsu Islend- inga. Það hefur til dæmis komið fram að íslenskar konur eru með hæsta tíðni lungnakrabbameins meðal kvenna í heiminum og í starfi sínu hafa hjúkrunarfræð- ingar lagt mjög mikla áherslu á tóbaksvarnir. Einnig hafa hjúkr- unarfræðingar lagt sitt af mörk- um varðandi slysavarnir og hvatningu til heilbrigðs lífs.“ ► ÁSTA Möller fæddist í Reykjavík 12. janúar 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1976 og BSc-prófi í hjúkrunar- fræði frá Háskóla Islands árið 1980. Ásta starfaði sem hjúkr- unarfræðingur á Borgarspít- ala 1980-82 og gegndi stöðu deildarstjóra 1984-86. Hún var fræðslustjóri Borgarspít- ala 1987-92, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga frá 1989 og síðan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga frá 1994. Jafnframt hefur hún verið stundakennari við HÍ síðan 1981. Ásta er gift Hauki Þór Haukssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau þijú börn á lífi. - Finnst þér hafa verið gerðar nægilega margar rannsóknir á heilsufari kvenna og þeim sjúk- dómum sem hijá þær eingöngu, til dæmis bijósta- og legháls- krabbameini? „Um þetta heíur verið mikið fjallað að undanförnu og á dag- skrá í dag eru þrír fyrirlestrar sem þetta varða, til dæmis um líðan kvenna eftir bamsburð. Í honum eru mjög sláandi niður- stöður. Hjúkmnarfræðingar á íslandi eru kvennastétt og þeirra rann- sóknir hafa beinst mjög að kon- um, til dæmis um heilbrigðisvit- und þeirra, um líðan þeirra í kringum tíðir og hvaða úrræði þær nota til þess að bæta líðan. Það hafa líka verið gerðar rann- sóknir á konum sem hafa gengist undir að- gerðir vegna krabba- meins í brjósti og þessu viljum við miðla. Florence Nighting- ale valdi þá leið til að bæta heil- brigði fólks að fara út á meðal þess og með það í huga má nefna að við gerðum samkomulag við HM ’95 nefndina um að hjúkrun- arfræðingar sæju um heilsugæslu á leikjum keppninnar í Laugar- dalshöll. Þar verða tveir hjúkr- unarfræðingar til staðar til að veita áhorfendum fyrstu hjálp. Þetta er nýmæli og ákveðið ör- yggisatriði. Einnig kom hjúkrun- arfræðingur og gerði úttekt á slysavörnum í húsunum. Hún veitti ráðleggingar um það sem betur mátti fara og lét lagfæra. Þetta er hluti af forvarnarstarfi sem hjúkrunarfræðingar vinna einnig." Með heilsu- gæslu á HM í Höllinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.