Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 180. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+
IMEYTENDUR
Islenskt grænmeti
og næringarefnin
UM 170 hitaeiningar eru í lOOg
af gulrótum. Þær eru trefjaríkar
og innihalda A-C- og K-vítamín auk
steinefnanna kalíum og mangan.
Þetta kemur fram í kafla um gul-
rætur í bæklingi um íslenskt græn-
meti sem Hagkaup gaf nýlega út.
Þar segir einnig að gulrætur séu
með því grænmeti sem mest er
notað, en mikilvægt sé að ofsjóða
þær ekki þegar nota á þær sem
meðlæti, því þá tapi þær miklu af
næringarefnum og vítamínum.
„Setjið þær í sjóðandi vatn með
örlitíu salti og sykri og sjóðið í 1-2
mínútur, eftir stærð bitanna. Takið
þær upp úr og berið annað hvort
strax á borð eða kælið í ísköldu
vatni, allt eftir því hvernig og hve-
nær á að nota þær. Einnig má kljúfa
gulræturnar eftir endilöngu, ská-
skera í frekar þunnar sneiðar og
snöggsteikja þær.
Spergilkál
Spergilkál er einnig vinsælt með-
læti og í 100 g af því eru 150 hita-
einingar. Spergilkál er trefjaríkt og
auðugt af C-vítamíni, samkvæmt
upplýsingum úr Hagkaups-bækl-
ingnum. Einnig er talsvert magn
af B2,B6, fólasíni og K-vítamínum,
auk þess sem kalsíum, mangan og
kalíum er í spergilkáli. Upplýsingar
eru gefnar um bestu leið til að sjóða
kálið: „Pottur með miklu vatni og
smávegis salti er settur yfir til suðu.
Meðan vatnið er að hitná eru sperg-
ilkálknúpparnir skornir af stönglum
og blöðin hreinsuð af þeim. Þegar
sýður eru knúpparnir settir út í
vatnið, suðan látin koma upp og
þeir soðnir í 1 mínútu. Þeir eru
bornir strax á borð eða kældir í
ísköldu vatni eftir því hvernig á að
nota þá. Hita má spergilkálknúpp-
ana upp í soðinu ef þess gerist þörf.
Þá eru þeir settir í sjóðandi vatnið
í '/2 mínútu og færðir strax upp úr
að því loknu.
Agúrkur
Aðeins 48 hitaeiningar eru í 100
g af agúrkum, sem eru góðar í
salöt og sem álegg með osti, tómöt-
um eða hangikjöti. Þær eru einnig
notaðar í vaxandi mæli í kaldar
sósur, sem gerðar eru úr jógúrt,
sýrðum rjóma eða súrmjólk. Þá eru
þær ómissandi í agúrkusalat sem
borið er fram með heitum mat eða
kæfum. í Hagkaupsbæklingnum er
gefin uppskrift að kaldri sósu, sem
fær sérstök meðmæli með grillmat.
í sósuna er notuð 1 dós af hreinni
jógúrt, '/2 tsk. af fimmkryddi, 1
tsk. af karrý, 1 tsk. af sítrónusafa,
'A agúrka og salt ef vill. Agúrkan
er afhýdd, klofin að endilöngu og
kjarni skafinn úr henni. Þá er ag-
úrkan skorin í þunnar sneiðar.
Kryddi og sítrónusafa er hrært
saman við jógúrt ásamt sítrónusafa.
Smakkað til óg saltað ef þarf. Ag-
úrkusneiðum blandað við sósuna og
hún látin standa í a.m.k. 1 klukku-
stund áður en hún er borin fram.
Hægt er að geyma sósuna í nokkra
daga í ísskáp, í krukku með loki.
Rabarbari
Rabarbari er mikið notaður hér
á landi og fátt er betra en fyrstu
rabarbaraleggirnir sem teknir eru
úr garðinum og borðaðir á staðnum.
í Hagkaupsbæklingnum er gefín
uppskrift að rabarbaraböku:
í fyllinguna fara 400 g rabarbari,
2'/2 dl sykur, '/2 dl hveiti, 75-100 g
möndlumassi og 2 egg. I bökudeig-
ið fara VA dl hveiti, IV2 dl púður-
sykur og 50 g smjör.
Rabarbari er þveginn og skorinn
í bita. Hveiti, sykri og eggjum hrært
saman. Rabarbari og möndlumassi
sett saman við. Látið í smurt, eld-
fast mót, um 24 sm. í þvermál.
Bökudeigið er gert þannig að hveiti,
púðursykur og smjör er mulið sam-
an og dreift jafnt yfír fyllinguna.
Bakað við 200 gráðu hita í 40-45
mínútur. Mælt er með þeyttum
rjóma eða ís með bökunni.
Síðustu út-
söludagarnir
ÞAÐ fara að verða síðustu forvöð
að kaupa á útsölum og strax í
næstu viku fara eigendur margra
verslana að taka upp haustvör-
urnar. Þegar hafa ýmsar búðir
lækkað verð enn frekar og t.a.m.
er nú viðskiptavinum Hagkaups
boðinn 25% aukaafsláttur af út-
söluvarningi. Útsölum í Kringl-
unni lýkur formlega 17. 18. og
19. ágúst næstkomandi með
götumarkaði. Ýmsar verslanir við
Laugaveg bjóða viðskiptavinum
sínum enn frekari verðlækkun í
dag, á löngum laugardegi, og í
Borgarkringlunni verður verðið
lækkað síðustu dagana eða um
17. eða 18. ágúst.
v
Höfum opnað nýjan, betri og endurbættan söluturn.
Bjóðum sælgæti fyrir sælkera, Ijúffengar
Settu samlokur, og nauðsynlegar matvörur.
Líftu inn, sjáðu, smakkaðu...
WV®synlegastQ á e.
emum sto
SUPER VIDEO
Opið daglega frá kl. 9.00-23.30
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIÐSKIPTAVINIR geta komið með eigin hugmyndir
og fengið þær útfærðar.
Handmálað
skiltiáhúsið
SKILTIN sem búin eru til hjá
Hellu í Hafnarfirði eru aðallega
höfð á sumarbústaði og íbúðar-
hús. Það eru hjónin Anna Rósa
Sigurgeirsdóttir og Halldór
Leif sson sem eru hugmynda-
smiðirnir. Upphaflega var ætlun-
in að búa bara til fallegt skilti á
eiginn sumarbústað og láta þar
við sitja en þar sem þau voru
ánægð með útkomuna ákváðu
þau að prófa framleiðslu.
Þau eru svo sem engir nýgræð-
ingar í skiltagerð því fyrirtæki
sem þau eiga með öðrum hjónum,
Málmsteypan Hella, hefur fram-
Ieitt skilti á leiði og vegvísa í um
fjörutíu ár.
En þessi framleiðsla er með
öðrum hætti. Skiltin eru skreytt
með litríkum húsum, blómum,
trjám, fólki og svo framvegis.
Frummyndirnar eru búnar til
úr leir og Anna Rósa segir að
þau hjónin dundi sér við að leira
í sumarbústaðnum um helgar.
Leirmyndirnar eru afsteyptar í
sand og síðan steyptar í ál. Þá á
eftir að mála og Anna Rósa situr
og málar, einn lit í einu því hver
litur þarf að þorna áður en sá
næsti er notaður. Hvert skilti
tekur því nokkra daga í fram-
leiðslu.
Flestir vilja hafa hús á sínum
ANNA Rósa að leggja loka-
hönd á skilti.
skiltum, líka blóm og tré og síðan
eru oft höfð nöfn viðkomandi,
götuheiti og húsnúmer. Einstaka
lætur setja sögu hússins síns á
skilti.
Nýlega hófu þau að framleiða
vegvísa með þessum hætti og þau
segja reyndar að möguleikarnir
séu óteljandi komi f ólk með hug-
myndir. Þá er hægt að fá skiltin
framleidd úr bronsi líka.
Starrinn hafður
fyrir rangri sök
STARRAR hafa oft verið litnir óhýru
auga þar sem þeir hafa flögrað yfir
höfðum fólks. Kemur þar til starra-
flóin sem dregur nafn sitt af fuglin-
um og mun valda óþægilegum kláða
ef hún berst á menn. Blaðamaður
Neytendasíðunnar ákvað að kanna
málið og talaði við Kristin H. Skarp-
héðinsson, líffræðing hjá Náttúru-
fræðistofnun.
„Allir fuglar bera á sér ýmiss kon-
ar sníkjudýr bæði útvortis og innvort-
is. En hvað varðar starraflóna þá er
visindaheiti hennar hænsnafló og er
flóin líka á hænsnum og ýmsum fleiri
tegundum fugla t.d. dúfum. Iðulega
gerir fólk of mikið úr starraflónni
og undarlegt er hversu miklum of-
sjónum fólk sér starrann miðað við
aðra fugla. Reyndar sækir starrinn
frekar að vera í návistum við menn
og hreiðrar oft um sig í byggingum.
Starrafló berst mjög sjaldan í
menn og kemur það helst fyrir þegar
fuglinn býr sér til hreiður í húsum,
t.d. í loftræstikerfum, og er mest um
flær á meðan á varptímanum stend-
ur, snemma á vorin og fram á sum-
ar. Einnig eru gömul hreiður var-
hugaverð því þegar starrinn snýr
ekki aftur þá klekjast flóanit út og
geta ekki sest að á starranum og
verða því að leita sér næringar og
lífsviðurværis annars staðar. Best er
fyrir fólk að byrgja vel loftræstikerfi
I^jósmynd/Hjáimar R. Bárðarson
STARRI.   Mynd   úr   bókinni
Fuglar íslands eftir Hjálmar
R. Bárðarson.
að húsum sinum svo að starrinn geti
ekki komist þar inn.
Sníkjudýr eiga greiða leið að fólki
gegnum gæludýr eins og af köttum
og hundum. Það er ekki útilokað að
fá starrafló af ketti sem rétt áður
hefur verið að leika sér með fugl,
eins og köttum er von og vísa."
Kristinn varar við því að fólk klóri
sér þótt það klæi í stungurnar, það
gerir aðeins illt verra. Hægt er að fá
í öllum apótekum lyf sem slá á
kláðann.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52