Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 17 Jaruzelski sleppur við ákæru PÓLSK þingnefnd mælti í gær með því að ekki yrði borin fram ákæra á hendur Wojciech Jaruzelski, fyrrver- andi hers- höfðingja. Hann lét setja her- lög í land- inu 1981 i von um að geta kveðið verka- lýðshreyfinguna Samstöðu í kútinn. Margir gamlir Sam- stöðuleiðtogar vildu að Jaruz- elski yrði dreginn fyrir sér- stakan ríkisrétt en hann segir herlögin hafa verið nauðsynleg til að hindra sovéska innrás. Þungaðar fá kauphækkun DÓMSTÓLL Evrópusam- bandsins úrskurðaði í gær að vinnuveitendur yrðu að greiða konum, sem notfært hefðu sér rétt til barnsburðarleyfis, sömu kauphækkanir og aðrir starfsmenn hefðu fengið með- an á leyfinu stóð. Hópur írskra kvenna fór með málið fyrir dómstólinn. Arangursrík- ar tilraunir HELSTI vopnasérfræðingur Frakklands, Jacques Bouc- hard, sagði í gær að kjarn- orkusprengingar Frakka á Kyrrahafi hefðu borið góðan árangur og veitt mikilvægar upplýsingar. Vegna tilraun- anna myndu Frakkar halda varnarmætti sínum næstu tvo áratugina án fleiri sprenginga. Réttarhöld- um frestað RÉTTARHÖLDUM yfir 46 liðsmönnum fyrrverandi stjómar marxista í Eþíópíu var frestað í gær um tvo mánuði vegna þess að fulltrúar ákæru- valdsins voru ekki búnir að ljúka undirbúningi sínum. Marxistarnir voru við völd frá 1974 til 1991 og eru m.a. sak- aðir um þjóðarmorð. Plúton var frá Rússlandi í NÝJU bréfi frá rússneskum stjórnvöldum er þýska leyni- þjónustan, BND, hreinsuð af ásökunum um að hafa sett á svið smygl á geislavirku plú- tóni frá Rússlandi 1994, að sögn fulltrúa þýskra stjórn- valda á mánudag. Þjóðveijar fundu plútonið í flugvél er lenti í Munchen. Mælir með Stankevicius ALGIRDAS Brazauskas, for- seti Litháens, mælti á mánu- dag með því að starfandi for- sætisráðherra, Mindaugas Stankevicius, myndaði næstu ríkisstjórn. Stankevicius tók nýlega við af Adolfas Slezevic- ius sem varð að víkja vegna meints fjármálamisferlis. ERLEIMT Kjörfundur repúblikanaflokksins í Iowa BOB Dole fagnar sigri í gær. Stjórnmálaskýrandi í Washington sagði Dole vera „haltrandi forystu- sauð“, sigurinn væri svo naumur að hann sýndi hve veik staða Dole væri. Þetta er í þriðja sinn sem hann reynir að verða forsetaframbjóðandi repúblikana. Sigrir Dole naumur o g lítt sannfærandi Des Moines í lowa. Reuter. LEIÐTOGI meirihlutans í öldunga- deild Bandaríkjaþings, Bob Dole, varð efstur á kjörfundi repúblikana í Iowa á mánudag með 26% en á hæla honum kom Pat Buchanan er hlaut 23%. Sigur Dole, sem hefur lengi verið langefstur meðal væntanlegra frambjóðenda repú- blikana, þykir ekki sannfærandi og er ljóst að vinni hann ekki með yfir- burðum í prófkjörinu í New Hamps- hire á þriðjudag á hann erfiða bar- áttu fyrir höndum. Bill Clinton for- seti vann fyrirhafnarlausan sigur á kjörfundi demókrata, hann var einn í framboði. Fréttaskýrendur segja að niður- staðan á kjörfundi repúblikana hafi fyrst og fremst haft þau áhrif að styrkja Clinton í sessi. Hann hlaut atkvæði allra þeirra 50.000 demó- krata sem mættu á kjörstaði. Fram- bjóðendur repúblikana virðast eiga harðan slag fyrir höndum í prófkjör- um næstu vikurnar og ekki víst að sigurvegarinn komi óskaddaður úr þeim leik. Dole þykir ekki hafa tekist vel upp síðustu mánuðina, hann er 72 ára gamall og andstæðingar hans segja að tími hans sé liðinn. Hann hafi hvorki nægilegan eldmóð til að beij- ast til sigurs og sé auk þess allt of rótfastur í valdakerfinu í Washington London. Thc Daily Telegraph. HALASTJARNA, sem uppgötv- aðist nýlega, mun fara framhjá jörðu seint í næsta mánuði. Búist er við, að hún sjáist vel á nætur- himninum og einkum ef fólk kem- ur sér burt úr ljósaflóðinu í bæjum og borgum. Það var japanskur áhugamaður um stjarnfræði, Yuji Hyakutake, sem kom auga á halastjörnuna en hún á að verða sýnileg berum augum í annarri viku mars. Birtist hún þá eins og móðukennd stjarna í Vogarmerkinu. Verður hún næst jörðu í 26 miljjón mílna fjarlægð 26. mars. Þótt Hyakutake-halastjarnan fari með gífurlegum hraða mun hún virðast kyrrstæð á hiinninum en unnt verður að gi-eina hreyf- ingu frá einum klukkutíma til ann- til að geta höfðað til kjósenda sem séu í uppreisnarhug gegn kerfinu og hefðbundnum stjórnmálaleiðtogum. Skortur á framtíðarsýn „Repúblikanar vilja ekki stefnu gærdagsins. Flokkurinn vill framtíð- arsýn. Og með allri virðingu fyrir vini mír.um Bob Dole þá býður hann ekki slíka framtíðarsýn," sagði' Pat Buchanan í sjónvarpsviðtali í gær og bætti við að Dole gæti aðeins boðið kjósendum eitt; hann væri ekki Bill Clinton. Buchanan er fyrrverandi ráðgjafi forsetanna Richards Nixons og Ron- alds Reagans en hefur síðustu árin vakið athygli sem fréttaskýrandi og spyrill í sjónvarpsþáttum. Fylgi Buc- hanans í Iowa reyndist mun meira en spáð hafði verið. Hann hefur sótt hart að Dole að undanförnu í skoð- anakönnunum og leggur mikla áherslu á siðferðisgildi og kristindóm í málflutningi sínum. Einnig er hann andvígur frelsi í alþjóðaviðskiptum. Aköf hægristefna hans í mörgum efnum er talin útiloka að hann verði forsetaframbjóðandi flokksins en hann getur velgt helstu keppinautum undir uggum og haft mikil, óbein áhrif á prófkjörsbaráttuna. Stjórnmálaskýrendur segja að þriðjungur repúblikana í Iowa setji ars. Þegar best sést til hennar verður hún næstum jafnbjört og björtustu stjörnurnar. Halastjörnur eru úr ís, gasteg- undum og ryki, sem þyrlast af kjarnanum og getur halinn verið margra milljón km langur. Þær verða fyrst sýnilegar þegar þær nálgast sólu en þær eru taldar eiga upptök sín í Oort-þokunni, í 6.000 milljarða mílna fjarlægð frá sólinni. CFullmarkD • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Urvals verð. J. ÓSTVflLDSSON HF. Skipholti 33, 105 Reykjovik, sími 552 3580. trúmál á oddinn og geti þetta skýrt fylgi Buchanans. Of snemmt sé að fullyrða mikið um. stöðu frambjóð- enda fyrr en nokkur prófkjör hafa farið fram í öðrum ríkjum; oft hafi kjörfundurinn í Iowa reynst léleg vísbending. Alexander bætir stöðuna Um 100.000 repúblikanar greiddu atkvæði í Iowa, mun færri en búist hafði verið við. Þriðji varð Lamar Alexander, fyrrverandi ríkisstjóri í Tennesse, með 18% og var að vonum ánægður með árangurinn en honum hefur gengið illa að vekja athygli á sér. Alexander er talinn hófsamur og fullyrti hann að kjósendur hefðu með stuðningi við sig m.a. sýnt and- úð sína á öfgafullum aðferðum og árásum sem aðrir frambjóðendur hefðu notað. Niðurstaðan var áfall fyrir auðkýfinginn Steve Forbes sem eyddi miklu fé í kosningabaráttuna en uppskar aðeins 10% og öldunga- deildarþingmanninn Phil Gramm frá Texas er fékk 9%. Forbes hefur komið vel út í könnunum síðustu vikurnar og bar sig vel í gær þrátt fyrir niðurstöðuna. Hann álítur til- lögur sínar um flatan tekjuskatt geta tryggt sér meiri stuðning í New Hamsphire. /' : : STANDIX Álinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Halastjarna á himni í mars Nýr lítill GSM á kynningarverði Audiovox GSM - 650 263 g með rafhlöðunni sem fylgir símanum • Rafhlaða endist í 70 mín. samtal eða 18 klst. bið • Tekur stórt kort PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Þjónustumiöstöö í Kirkjustræti, sími 550 6670 l Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 \ Póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.