Morgunblaðið - 26.10.1996, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996
FRÉTTIR
Morgunblaöið/Knstinn
Nýr meirihluti í
Kjalameshreppi
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar
um úthafsveiðar
Fj árhagsávinn-
ingfur og ný
reynsla sjómanna
MEIRIHLUTI sveitarstjómar
Kjalarneshrepps klofnaði í gær og
gengu tveir fulltrúar D-lista Sjálf-
stæðisflokks til samstarfs við tvo
fulltrúa F-lista, sem áður voru í
minnihluta. í minnihluta er nú einn
fulltrúi af D-lista. Nýi meirihlutinn
hyggst vinna að endurskipulagn-
ingu fjármála hreppsins og stuðla
að aukinni samvinnu eða samein-
ingu við nágrannasveitarfélög.
Nýja meirihlutann, sem tekur
til starfa á sveitarstjórnarfundi
næstkomandi fimmtudag, skipa
Pétur Friðriksson og Helga Bára
Karlsdóttir af D-lista og Kolbrún
Jónsdóttir og Asgeir Harðarson
af F-lista. Jón Ólafsson, fráfarandi
varaoddviti af D-lista, verður einn
í minnihluta.
sé að því að fínna fé til greiðslu
á afborgunum.
Jón kveðst hafa óskað eftir fundi
D-listans með þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins á Reykjanesi um
málefni hreppsins. Sá fundur var
haldinn síðastliðinn mánudag. Þar
hafi Pétur Friðriksson oddviti haft
framsögu en fyrrverandi sveitar-
stjóri gert athugasemdir við orð
oddvita. „Mér þykir miður að fund-
ur með þingmönnum okkar skyldi
leiða til þessa,“ sagði Jón. „Það
kann að vera að menn hafi greint
á um leiðir, en ég vildi vanda til
þessarar vinnu eins og kostur var.“
Forseta-
hjón skoða
frímerki
NORRÆNA frímerkjasýningin
Nordia 96 var sett á Kjarvals-
stöðum í gær. Sýningin stendur
fram á sunnudag, er öllum opin
og aðgangur ókeypis. Þetta er
umfangsmesta frímerkjasýn-
ing, sem haldin er hér á landi
og eru allir salir Kjarvalsstaða
lagðir undir hana. Hér skoða
forsetahjónin, herra Ólafur
Ragnar Grímsson og frú Guð-
rún Katrín Þorbergsdóttir, sýn-
inguna ásamt Sigurði R. Pét-
urssyni, formanni sýningar-
stjórnar. Að baki þeim stendur
Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri.
VERÐMÆTI úfluttra sjávaraf-
urða af úthafsveiðum íslendinga í
ár er áætlað kringum 10 milljarð-
ar króna. Ávinningurinn af úthafs-
veiðunum er einkum þrenns kon-
ar: Framlag þeirra til landsfram-
leiðslu þjóðarinnar, fjárhagslegur
ávinningur fyrirtækjanna af veið-
unum og óbein áhrif, þ.e. sú
reynsla og þekking sem fæst af
veiðunum auk viðskipta sem orðið
geta vegna nýrra sambanda í öðr-
um heimshlutum.
Þetta kom m.a. fram í máli
Þórðar Friðjónssonar forstjóra
Þjóðhagsstofnunar í erindi hans á
ráðstefnu um úthafsveiðar íslend-
inga sem Málþing stóð fyrir í
gær. Hann sagði galla við ná-
kvæma úttekt á þessum málum
að upplýsingar væru af skornum
skammti.
Þórður Friðjónsson sagði í upp-
hafí máls síns að hægt væri að
skilgreina úthafsveiðar á ýmsan
hátt: Allar veiðar utan Island-
smiða; allar veiðar úr stofnum sem
ekki væru nýttir á Islandsmiðum;
allar veiðar fyrirtækja með eigna-
raðild íslendinga úr stofnum sem
ekki væru nýttir á íslandsmiðum.
Tíu milljarðar króna
Þórður sagði að gera mætti ráð
fyrir að úthafsveiðar íslendinga
væru alls um 270 þúsund tonn.
Af úthafskarfa veiddust kringum
50 þúsund tonn, 25 þúsund af
þorski í Barentshafi, 20 þúsund
af rækju og um 173 þúsund tonn
af norsk- íslensku síldinnf. Áætlað
verð þessa afla miðað við meðal-
verð á síðasta ári væri kringum
10 milljarðar króna og væri þar
átt við útflutningsverðmæti af-
lans. Sagði hann það samsvara
10,5% af heildarútflutningsverð-
mæti sjávarafurða og um 5,7%
af áætluðum heildarútflutningi á
vöru og þjónustu landsmanna.
Af þessum 10 miiljörðum taldi
hann hlut þorsks og rækju vera
um 6 milljarða. Framlag þessara
veiða til landsframleiðslunnar
taldi hann vera á bilinu 5 til 6
milljarða króna og sagði forstjóri
Þjóðhagsstofnunar ljóst að af út-
hafsveiðum væri verulegur ávinn-
ingur.
Um fjárhagslegan ávinning
fyrirtækjanna sagði hann að erf-
itt væri að fá um hann upplýs-
ingar, ljóst væri að menn teldu
það atvinnuleyndarmál þegar vel
gengi og vildu heldur ekki upp-
lýsa of mikið ef illa áraði. Sagðist
hann þó geta sagt að afkoman í
þessum veiðum væri að jafnaði
ekki síðri en meðaltalsafkoman í
öðrum veiðum.
Þá sagði forstjóri Þjóðhags-
stofnunar að óbein áhrif af þess-
um veiðum væru margvísleg.
Bent hefði verið á hin félagslegu
og sálrænu áhrif þeirra sem veið-
arnar stundi og ljóst væri einnig
að orðstír landsmanna hefði orðið
fyrir hnjaski vegna slíkra veiða
og hefðu einkum Norðmenn ýtt
undir það. Kvaðst hann telja að
það myndi lagast þegar að því
kæmi að samið yrði um veiðar á
slíkum svæðum. Um önnur óbein
áhrif sagði hann að reynsla, tækni
og þekking manna ykist og oft
hefði sýnt sig að viðskipti ykjust
einnig þegar Islendingar störfuðu
í fjarlægum löndum og í sjávarút-
vegi mætti búast við að í kjölfar-
ið fylgdu aukin umsvif varðandi
veiðarfæri og búnað til veiða og
vinnslu á sjávarafla.
Samkomulag Islands og ESA í vörugj aldamálinu
Þrenn
markmið
Að sögn Péturs Friðrikssonar,
sem áfram verður oddviti, var
óeining í fráfarandi meirihluta um
aðgerðir í fjármálum sveitarfé-
lagsins og mögulega sameiningu
við Reykjavík. Hann sagði nýja
meirihlutann hafa sett sér þrjú
markmið.
í fyrsta lagi að Ijúka vinnu við
endurskipulagningu á rekstri og
fjármálum hreppsins, en skulda-
staða hans hefur verið erfið. í
öðru lagi að ljúka viðræðum við
Reykjavíkurborg um möguleika á
sameiningu sveitarfélaganna. Að
sögn Péturs áttu fulltrúar Kjalnes-
inga fund með fulltrúum Reykja-
víkur í gær. Þar var ákveðið að
skipa viðræðuhóp sem mun fara
yfir einstaka málaflokka varðandi
sameiningu. í þriðja lagi hyggst
nýi meirihlutinn ljúka viðræðum
við fulltrúa Mosfellsbæjar um
möguleika á auknu samstarfi um
ýmislegt er lýtur að rekstri sveitar-
félaganna.
„Við ætlum að klára þessi mál
og leggja þau síðan í dóm kjós-
enda,“ sagði Pétur Friðriksson.
Fundur með
þingmönnum
Jón Ólafsson segir að vinna fjár-
málanefndar hreppsins vegna fjár-
hagsáætlunar næsta árs hafi verið
komin vel á veg en henni hafi
ekki verið lokið. Búið hafi verið
að leysa vaxtagreiðslur og unnið
ísland viðurkennir brot
á EES-samningnum
ISLENZKA ríkið og Eftirlitsstofnun EFTA
(ESA) í Brussel undirrituðu á fimmtudag sam-
komulag um að ESA drægi til baka mál, sem
höfðað hefur verið á hendur íslandi fyrir EFTA-
dómstólnum vegna innheimtu og álagningar
vörugjalds hér á landi. Samkomulagið felur í sér
að ísland viðurkennir að hafa brotið EES-samn-
inginn.
Lög um vörugjald voru kærð til ESA af hálfu
Verzlunarráðs íslands skömmu eftir að samning-
urinn um evrópskt efnahagssvæði tók gildi í
ársbyijun 1994. ESA taldi eftir skoðun á málinu
að tvö atriði í löggjöfinni brytu samninginn;
annars vegar að finna grundvöll vörugjalds með
því að áætla 25% heildsöluálagningu á innfluttar
vörur, í stað þess að miða við raunverð eins og
þegar um innlenda framleiðslu er að ræða, og
hins vegar að innlendum framleiðendum hafi
verið veittur frestur á greiðslu gjaldsins, en ekki
erlendum.
Eftir að hingað höfðu borist óformleg bréf,
formleg athugasemd og loks rökstutt álit af
hálfu ESA, án þess að lögunum væri breytt,
höfðaði stofnunin mál fyrir EFTA-dómstólnum.
Lögunum var ekki breytt fyrr en í júlí síðastliðn-
um, tveimur og hálfu ári eftir gildistöku EES.
í samkomulaginu, sem undirritað var á
fimmtudag, kemur fram að með lagabreyting-
unni í júlí hafi þau ákvæði laga sem ágreiningur
var um verið felld brott og því sé ekki lengur
lagalegur ágreiningur milli aðila.
„ísland hefur því, með þessu samkomulagi,
fallizt á skilning ESÁ þess efnis, að ákvæði laga
um vörugjald hafi á sínum tíma ekki samrýmst
EES-samningnum, að því leyti að það hefði ver-
ið mögulegt að mismuna erlendum framleiðend-
um gagnvart innlendum," segir Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra. „Hins vegar fól málshöfð-
un ESA ekki í sér, að samningurinn hafi verið
brotinn með þeim hætti, að slík mismunum hafi
átt sér stað í reynd.“
Stórkaupmenn
íhuga málshöfðun
Björn Friðfinnsson segir að ESA hafi skrifað
EFTA-dómstólnum og beðið um að málið verði
dregið til baka. Að öllum líkindum þurfi fulltrúi
Islands ekki að mæta fyrir dóminn vegna þess,
en málflutningur átti að verða í næsta mánuði.
„ísland hefur viðurkennt brot á 14. grein EES-
samningsins og ég vona að málinu sé þar með
lokið af okkar hálfu," segir Björn. Hann segist
ekki gera ráð fyrir að EFTA-dómstóllinn myndi
dæma einstaklingum eða fyrirtækjum, sem teldu
sig hafa orðið fyrir tjóni vegna hinna umdeildu
lagaákvæða, skaðabætur. „Hins vegar er annað
mál hvað íslenzkir dómstólar gera,“ segir Björn.
Fram hefur komið að ýmsir af félagsmönnum
Verzlunarráðs hafi íhugað að höfða mál á hend-
ur ríkinu og krefja það um skaðabætur vegna
tjóns af umræddum lagaákvæðum.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzl-
unarráðs, segist ekki hafa heyrt frá stjórnendum
fyrirtækja, sem hafi verið í þessum hugleiðing-
um, eftir að samkomulag íslands og ESA var
gert og honum sé ekki ljóst hvaða gildi það
hafi fyrir dómstólum að Island hafi nú viður-
kennt brot á EES.
Vilhjálmur segir að núverandi vörugjaldslögg-
jöf standist greinilega kröfur ESA, en eftir standi
sú pólitíska og efnahagslega spurning, hvort
innheimta vörugjaldsins sem slíks sé réttmæt,
þar sem hún mismuni vörutegundum. „Við mun-
um halda áfram með það mál á innanlandsvett-
vangi,“ segir Vilhjálmur.
Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags
stórkaupmanna, segir til alvarlegrar skoðunar
hjá félagsmönnum að höfða skaðabótamál vegna
ofgreiðslu vörugjalds þann tíma, sem fyrri lög
voru í gildi. Stefán segir einnig að FIS muni
senda nýja kæru til ESA, þar sem það telji sjálfa
gjaldtökuna bijóta í bága við EES og að breyt-
ingarnar, sem gerðar voru í lögunum í sumar,
gangi ekki upp í framkvæmd.