Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ! KÖRFUKNATTLEIKUR TVEIR góftir, Falur Harðarson og K leikjunum og skoraði þá gri KEFLVÍKINGAR slgruðu í öllum mó son, stjórnarmaður, Björg Hafstein son, Guðmundur BJarni Kristinsso Harðarson, Guðjón Skúlason, fyrir Ekki hægt að gera betur „ÞETTA er mjög ljúft,“ var það fyrsta sem Falur Harðarson, leikstjórnandi Keflvíkinga, sagði eftir sigurinn á sunnudaginn. Falur lék mjög vel í úrslitaleikj- unum og skoraði grinimt. „Eg veit ekki hvað skal segja. Mér finnst rosalega gaman að spila svona leiki og ég náði mér vel á strik. Ég lít ekki á hlutverk mitt í liðinu sem einhverrar stór- skyttu, en ég get vel skorað mikið þegar þannig stendur á, þá þarf ég bara að skjóta meira en ég geri venjulega. En þegar ég finn að ég er í stuði, eins og í þessum úrslitaleikjum, tek ég auðvitað af skarið. Hlutverk mitt er að stjórna liðinu og það er alveg nóg að gera það því það er ekki auðvelt að vera bara með einn bolta og allar þessar skytt- ur. Fyrri hálfleikurinn í dag var fremur rólegur. I þeim síðari kom eitthvert bakslag hjá okkur en við komum okkur aftur í gang með nokkrum þriggja stiga körf- um. Þetta var mjög ljúft og vet- urinn er búinn að vera skemmti- Iegur. Það er ekki hægt að gera betur. Við erum bara búnir að tapa fjórum leikjum í vetur, og það er varla hægt að gera miklu betur. Fólk hefur talað um að við séum ekki svona góðir, en ég held við höfum sýnt það núna að í vetur erum við með lang- besta liðið. Það tekur það enginn frá okkur,“ sagði Falur. Fullkomil KEFLVÍKINGAR tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn á heimavelli sínum á sunnudaginn er þeirtóku á móti Grindvíkingum. Kefla- vík sigraði, 106:92, og sigraði því Grindvíkinga í þremur leikjum. Frammistaða Keflvíkinga í vetur hefur verið einstaklega glæsi- leg, liðið tapaði aðeins þremur leikjum í deildarkeppninni og síð- an einum i undanúrslitunum. Það má segja að veturinn hjá Kefl- víkingum sé fullkominn, liðið vann allt sem hægt var að vinna í vetur og ekki er hægt að gera betur. Albert hættur hjá Keflavík ALBERT Óskarsson, vamaij- axl í Keflavíkurliðinu, lék sinn síðasta leik með liðinu á sunnu- daginn, alténd um nokkurt skeið. Albert fer til Bandaríkj- anna í nám næsta vetur og verður því ekki í liði f slands- meiestaranna í haust. Albert hyggur á flugvirkjanám og segist ætla að reyna að Ieika körfuknattleik með náminu í Bandaríkjunum. Ljósasýn- ing og und- irleikur KEFLVÍKINGAR voru með mikla ljósasýningu áður en þeir kynntu leikmenn liðsins á sunnudaginn og tókst hún mjög vel. Einnig var orgelleik- ari á staðnum og lék létt stef öðru hvom á meðan á leik stóð. Samkvæmt reglum FIBA er slíkt bannað en heimamenn höfðu rætt við alla sem málið varðaði fyrir leikinn og fengið skriflegt samþykki Grindvík- inga þannig að litið var fram- hjá reglunum að þessu sinni. Húfurnar tilbúnar ÞEGAR stutt var til leiksloka á sunnudaginn komu forráða- menn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur með nokkra kassa fulla af húfum sem á var letrað að liðið hefði orðið Reykjanes- meistari, bikarmeistari, lengju- bikarsmeistari, deildarmeistari og að sjálfsögðu íslandsmeist- ari. Einhveijir sögðu að húf- umar hefði verið gerðar í haust, en hið rétta er að geng- ið var í verkið fyrir helgina. Óáfengt kampavín Þ AÐ er til siðs hjá meisturum í mörgum íþróttum að fagna sigrinum með því að skála í kampavíni og það gerðu Kefl- víkingar í búningsherbergi sínu á sunnudaginn. Þeir höfðu keypt nokkrar flöskur af óáfengu kampavíni sem notað var til þess arna. „VIÐ vissum að þetta var síðasta tækifærið fyrir Grindvíkinga og byijuðum því rólega. Það tókst sem við ætluðum okkur, að láta boltann ganga vel og fara varlega,“ sagði Keflvíkingurinn Albert Oskarsson sæll með sigurinn. Það er ekki að ósekju að liðið er stundum kallað Keflavíkur- hraðlestin. Þegar Keflvíkingar hefja leik er leikið á fullum hraða mBMH og þvi skora leik- Skúli Unnar menn jafnan mikið Sveinsson enda skoruðu þeir skrifar ^00 stig eða meira í sex af níu leikjum í úrslitakeppn- inni. En það var einhver værð yfír leikmönnum um miðjan dag á sunnudag þegar leikur Keflavíkur og Grindavíkur hófst, og ekki voru áhorfendur betur vakandi en leik- menn. Hraðinn var mikili en leikmenn hittu fremur illa, heimamenn þó heldur betur framan af en síðan náðu gestirnir átta stigum í röð og náðu eins stigs forystu. Keflvíking- ar voru ekki sáttir við þetta og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ekki ánægður með að tapa fyrir Keflvíkingum en hann var ekki sammála því að leikurinn hefði ver- ið daufur. „Ég er ekki alveg sam- mála því að leikurinn hafi verið daufur. Mér fannst þessi leikur og leikurinn í Grindavík á fimmtudag- inn virkilega góðir og sigurinn gat lent hvorum megin sem var í þeim báðum. Við töpum með fjórtán stig- um en það kom mest í lokin,“ sagði Friðrik. „Við vorum komnir sex til átta „Ég neita því ekki að það fór aðeins um mann þegar þeir voru komnir yfir, en þá kom góður kafli hjá okkur og nokkur þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og við tókum fráköstin í vörninni,“ sagði Albert. Aðspurður hvort þetta væri besta gerðu 19 stig gegn fjórum Grind- víkinga og staðan því 33:22 er 11 mínútur voru til leikhlés, en gestun- um tókst að minnka muninn fyrir hlé og munaði þar mest um 10 stig í röð frá Herman Myers sem lék best Grindvíkinga. Heldur lifnaði yfir leikmönnum í síðari hálfleik og eftir rúmar tvær mínútur voru Grindvíkingar komnir 66:64 yfir og þegar rúmar 11 mín- útur voru eftir var munurinn orðinn sjö stig, 70:77. Skömmu áður en það gerðist kom tveggja og hálfrar mínútu kafli þar sem liðunum tókst ekki að gera eina einustu körfu og sýnir það ef til vill best hvers kon- ar taugastríð var háð í Keflavík. Nú loks kom kafli þar sem leik- menn börðust af fullum krafti, nokkuð sem vantaði fram að þessu. stig yfir í síðari hálfleiknum en fór- um þá að hlaupa með þeim á ný og gerðum „taktísk" mistök. Við lögðum upp með að hjálpa ekki náunganum í vörninni þannig að það losnaði ekki um skyttur þeirra. Við vildum frekar að Damon skor- aði tvö stig en að fá þriggja stiga skyttur þeirra í gang. Þetta gekk ekki alveg eins og hugmyndin var. Ég held að munurinn á liðunum liggi fyrst og fremst í því að þeir hitta úr þriggja stiga skotum sínum en við ekki. Mínir strákar gætu hugsanlega verið gagnrýndir fyrir leiktímabil hans sagði hann: „Það verða aðrir að dæma um.“ Þegar hann var síðan spurður hvað honum fyndist sjálfum, sagði hann: „Jú, ég held að þetta sé besta tímabilið mitt. Ég er alténd ánægður með hvernig ég hef leikið í vetur." Grindvíkingum tókst að halda fengnum hlut en þegar staðan var 81:86 kom slæmur kafii hjá þeim og Kefivíkingar gerðu 12 stig á þriggja mínútna kafla en gestirnir ekkert og þar með var Islands- meistaratitilinn í höfn. Sem fyrr einbeittu Keflvíkingar sér að því að trufla skyttur Grind- víkinga og tókst það vel. Skytturn- ar fengu þó ágætis skot á stundum en fundu sig ekki frekar en í fyrri leikjunum tveimur. Myers fékk að leika nokkuð lausum hala undir körfunni, menn gættu hans að sjálfsögðu en reyndu ekki mikið að stöðva hann, enda sjálfsagt ekki heiglum hent þar sem hann er frá- bær leikmaður. Jón Kr. lék einnig vel en aðrir ekki. Hjá Keflvíkingum áttu Damon Johnson, Falur Harðarson og Guð- jón Skúlason allir mjög góðan dag og þeir Kristinn og Albert stóðu vel fyrir sínu, en athygli vakti að aðeins tvö stig voru gerð af leik- manni sem ekki var í byrjunarliði Keflvíkinga, Birgir Örn Birgisson gerði tvö stig. að skjóta úr lokuðum færum, en ég er ekki sammála því. Þeir fengu mörg frí skot en þau rötuðu bara ekki rétta leið. Lykilmenn hjá okkur hafa ekki fundið sig í úrslitaleikjun- um, en það er engu að kvíða í Grindavík. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér,“ sagði Friðrik. Var þetta ekki í upphafi vonlaust verk? Eru Kefivíkingar ekki einfald- iega langbestir? „Nei, það færðu mig aldrei til að viðurkenna - aldrei nokkurn tímann. Ef eitthvað hefði verið okk- ur í hag, nokkur þriggja stiga skot ratað rétta leið, hefði staðan getað verið 2:1 fyrir annaðhvort liðið. Keflavíkurliðið er vissulega mjög gott lið pg skemmtilega samansett. Albert Óskarsson er að mínu viti besti leikmaður Islandsmótsins og það er engum blöðum um það að fletta að Damon Johnson er frábær leikmaður og ég óska Keflvíkingum til hamingju. Þeir áttu þetta skilið og voru bestir í vetur,“ sagði Frið- rik Ingi. Anægður með veturinn Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkurliðsins Keflvíkingar em bestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.