Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Tólf æf ing-
ar á viku
LEIKMENN BCJ Hamborg
æfa tólf si 111 iu in í viku. Æft
er á hverju kvöldi, nema hvað
menn eiga frí á sunnudags-
kvöldum. Skotæfingar eru
þrisvar í viku og svo er ætl-
ast til að menn fari í lyftinga-
salinn þrisvar í viku og ráða
menn hvenær það er gert.
„Það er alveg nóg að gera
en samt gæti maður vel verið
í skóla eða vinnu hálfan dag-
inn," segir Guðmundur, en
hann og Sirrý eru tvo tíma
á dag í þýskunámi.
Áratug í
lands-
liðinu
GUÐMUNDUR Bragason á
130 landsleiki að baki en
fyrsta landsleikinn lék hann
3. janúar 1987 við Svía í
Stokkhólmi og tapaði ísland
honum með einu stigi 71:72.
íslenska landsliðið hefur alls
leikið 325 landsleiki og eftir
að Guðmundur lék sinn
fyrsta leik í upphafi árs 1987
hefur hann aðeins misst af
13 leikjum. Hann er í fjórða
sæti hvað fjölda landsleikja
varðar en á miðvikudaginn
kemst hann að hlið Torfa
Magnússonar, fyrrum lands-
liðsþjálfara úr Val, með 131
leik. Landsliðsþjálfarinn, Jón
Kr. Gíslason, er í öðru sæti
með 158 landsleiki og Valur
Ingimundarson hefur leikið
164 landsleiki.
Nógað
gera hjá
Stefáníu
STEFANÍA Ásmundsdóttir,
„au pair" stúlka hjá Guð-
mundi og Sirrý, hefur nóg
að gera. Hún gætir Jóns Ax-
els þegar foreldrarnir eru að
læra þýskuna og æfir og
keppir með meistaraflokki
Bergerdorf ásamt Sirrý, og
einnig unglingaliði félagsins.
Það er því nóg að gera hjá
hinni hávöxnu körfubolta-
konu.
Sjaldan
fellur
eplið...
ÞAÐ sannast hjá Guðmundi
og Sirrý að sjaldan fellur
eplið langt frá eikinni. Sonur
þeirra, Jón Axel sem er eins
árs, er „gjörsamlega sjúkur
í körfubolta," eins og Stefan-
ía „au-pair" stúlka orðaði
það. Hún sagði að hann væri
aldrei stilltari en þegar hann
sæti í kerrunni sinni í íþrótta-
húsinu og horfði á leik eða
æfingu. Blaðamaður Morg-
unblaðsins fékk lítillega að
kynnast þessu því snáðinn
linnti ekki látunum fyrr en
við vorum komnir í körfu-
bolta, bæði í eldhúsinu og í
stofunni. Og hann, þ.e.a.s Jón
Axel, er greinilega mikið
efni.
Snemma beygist krókurinn
Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson
JÓN Axel hefur mikinn áhuga á körfubolta og á ekki langt aö sœkja þann áhuga. Hér undlrbýr þessl elns árs körfuboltamaður
skot af stuttu fœri enda boltinn bæði stór og þungur.
Gaman að kljást
við þá stóru
Guðmundur Bragason, fyrirliði
íslenska landsliðsins í körfu-
knattleik, er á öðru ári sínu sem
atvinnumaður í íþróttinni. Hann
leikur með Hamborg í Þýskalandi,
eða BC Johanneum Hamborg Tig-
ers eins og liðið heitir fullu nafni,
og er einn af burðarásum liðsins.
Það kemur þeim sem þekkja Guð-
mund ekki á óvart því hann er mik-
ill baráttumaður og stendur jafn-
framt fyrir sínu þó að hann þurfi
stöðugt að eiga við sér talsvert
stærri menn.
Guðmundur hefur komið sér
þægilega fyrir ásamt eiginkonu
sinni, Stefaníu Jónsdóttur eða Sirrý
eins og hún er kölluð, í einu út-
hverfi Hamborgar, skammt frá
íþróttahúsinu. Þar una þau sér vel
ásamt syninum Jóni Axeli, sem
varð eins árs 27. október þegar
Morgunblaðið heimsótti þau. Á
heimilinu býr einnig „au-pair"
stúlkan Stefanía Ásmundsdóttir,
sem er nýorðin 17 ára, en þær nöfn-
ur léku körfuknattleik með Grinda-
Guðmundur Bragason er fyrirliði íslenska lands-
liðsins í körfuknattleik og varafyrirliði hjá BCJ
Hamborg í Þýskalandi bar sem hann er á sínu
öðru ári sem atvinnumaður. Hann sagði í viðtali
við Skúla Unnar Sveinsson á dögunum að fjöl-
skyldunni liði vel í Hamborg og að talsvert væri
upp úr atvinnumennskunni að hafa þó að hann
yrði enginn milljónamæringur.
vík áður en haldið var til Hamborg-
ar og leika nú báðar með Berger-
dorf í 3. deildinni í Þýskalandi.
Áður en Guðmundur hélt til
Hamborgar í atvinnumennskuna
hafði hann alla tíð leikið með Grind-
víkingum og verið fyrirliði liðsins í
nokkur ár og tók sem slíkur við
íslandsbikarnum á vordögum 1996.
„Það  hafði   alltaf verið  draumur
minn að spreyta sig í atvinnu-
mennskunni og þegar reglunum var
breytt í kjölfar Bosman-málsins sá
maður tækifærið og ákvað að
prófa," segir Guðmundur.
Á f lakki í rúman mánuð
Hann er menntaður rafeindavirki
og vann í eigin fyrirtæki í Grinda-
vík og gerði þar við siglingatæki
skipa og ýmis heimilistæki með.
„Þetta var dálítið erfitt því það
gekk vel í fyrirtækinu, en ég gat
leigt það þannig að við ákváðum
að slá til eftir miklar vangaveltur.
Tómas Tómasson í Keflavík og Sig-
urður Hjörleifsson [umboðsmenn
körfuknattleiksmanna] töluðu við
mig og töldu líklegt að hægt væri
að koma mér að. Þá fór ég að velta
þessu fyrir mér fyrir alvöru og við
hjónin ákváðum að slá til.
Ég fékk ágætt tilboð frá London
Towers í Englandi og æfði með
þeim í þrjár vikurog fór síðan í
viku æfingaferð til ítalíu. Samning-
urinn var tilbúinn til undirritunar
og það var búið að komast að sam-
komulagi um ákveðin laun eftir
skatta og annað en síðan vildu þeir
breyta því þannig að ég ætti að
borga skatt af laununum og þá
lækkaði upphæðin um 35%. Ég var
ekki alveg sáttur við það auk þess
sem   Englendingar  heimila  fimm
SJÁ BLS. 18
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64