Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HVAR og hvenær bar þig í þennan heim, Haraldur? „Ég fædd- ist á Laugavegi 153 árið 1930. Foreldrar mínir voru Guðbergur Kristinsson og Steinunn Kristmundsdóttir. Faðir minn veiktist af berklum og d'ó 1934. Þá hafði ég líka tekið berkla. Ég fékk þá í mjöðmina. Það var til þess, að ég var lagður inn á Landspítalann og steyptur þar í gips. Þarna lá ég í fjölda ára.“ Steyptur í gips? Það er ekki víst, að fólk skilji þetta nú til dags. Hvað þýðir það? „Jú, þetta þýðir það, að þar sem berklar voru komnir í mjaðmalið- inn, þá kunnu læknar ekki önnur ráð á þessum tíma, en að gera lið- inn óvirkan og steypa hann í gips, til þess, að engin hreyfíng kæmi á Vfenn." Varstu lengi í þessum kyrfílegu umbúðum? „Fyrst var ég hafður svona í fjögur ár. Þá fór ég heim. Móðir mín hafði þá gifst aftur, Stefáni Jónssyni frá Asi í Rangárvalla- sýslu. Þau bjuggu í Asum í Asa- hreppi. Það hafði því verið nokkuð langt á milli okkar á þeim tíma, enda samgöngur öðruvísi en nú er. Ég hafði því séð lítið af móður minni. En sem sagt, ég fór heim, átta ára gamall. En ég hafði ekki verið þar lengi, þegar það tók að grafa í öllu saman. Héraðslæknir- inn var því miður upptekinn í kosn- ingabaráttu og hafði því ekki tíma ^51 að sinna mér sem skyldi. Ég var því sendur beint á Land- spítalann aftur. Þar var ég þó nokk- ur ár, þangað til ég fór aftur heim. Þá varð ég fyrir því slysi, að það féll á mig baggi og ég lærbrotnaði. Nú, nú, og ég á aftur spítalann og þurfti þá að brjóta allt upp aftur. Að þessu sinni lá ég a.m.k. ár á spítalanum. Þá fór ég enn heim. En ekki var það til lengdar, því sárið tók sig upp með viðeigandi greftri. Leiðin lá því á spítalann eina ferðina enn. Svona *^ékk þetta sjö sinnum. Vilborg Stefánsdóttir hjúkrunar- kona, sem reynst hafði mér svo vel, að ég kallaði hana fóstru mína, kvaddi mig með þeim orðum, að von- andi sæi hún mig ekki aftur á spítal- anum. Sú ósk rættist, en því miður á dapurlegan hátt. Vilborg fórst með Dettifossi þegar hann var skotinn niður af þýskum kafbáti nokkrum mánuðum fyrir stríðslok. Síðasta skipti sem ég kom heim frá þessari aðgerð, var rétt fyrir fermingu. Ég var bara fermdur upp á Faðir vorið, þvi ég hafði aldrei gengið í neinn skóla. Þó hafði mér verið kennt að lesa á spítalanum og svona helstu greinar. En hvað um t^að! Þegar hér var komið sögu, var önnur löppin á mér svo mikið styttri en hin, að ég þurfti að ganga í sérhönnuðum skóm. Það var erfítt, enda var þetta hálfgerður klumbufótur. En á þessum tíma kom Snorri Hallgrímsson læknir til landsins úr framhaldsnámi. Hann fann það út, að hann gæti lengt á mér löppina. Ég fór í aðgerð hjá honum og það var sko hrollvekja, sú eina sem ég man frá spítalaleg- um mínum. En honum tókst það ótrúlega, svo ég gat farið út í skó- búð og keypt á mig skó, en þurfti ekki að láta sérsmíða þá á mig.“ Varstu þá laus við sjúkrastofnan- ir, þegar báðar bífurnar voru orðn- at jafnlangar? „Nei, ekki var það svo. Fimmtán ára var ég sendur á Reykjalund. Það var sama árið og vinnuhælið var stofnað þar í bröggum. Þar ríkti mikil frumbýlings- og land- nemastemmning, enda var þarna ekkert annað en ógróinn melur með hermannabröggum og drasli." En áður en við höldum áfram að spjalla um Reykjalund, langar mig til að spyrja þig að einu; nú varstu fóðurlaus og móðir þín fjarri, með- an á spítalalegunum stóð, hafðirðu ^kkert af ættingjum þínum að segja? „Jú, einum og það var svolítið furðulegt atvik sem til þess leiddi. Þannig var, að yfirleitt voru bara langlegusjúklingar á stofunni, sem ég lá á, stofu 14. Þarna voru allir í gipsi og lágu árum saman. Það var þvi sjaldan, sem nýir sjúklingar ímmn er eins og eygjuband Haraldur Guðbergsson myndlistarmaður vakti fyrst verulega athygli fyrir mynda- sögur sína upp úr Eddunum en hann þekk- ir líka ýmsar krókaleiðir tilverunnar, og var hann einn þeirra berklasjúklinga, sem lögðu grunninn að Reykjalundi. Pjetur Hafstein Lárusson tók hann tali og fer samtal þeirra hér á eftir. Morgunblaðið/Ásdís komu inn á stofuna. Þó er það einn dag, að það kemur maður, ansi gal- vaskur. „Hvað á nú að gera við þig?“ spurðum við komumann. Þá svarar hann: „Prófessorinn langar í svið.“ Það sló þögn á mannskapinn, enda skildum við ekki alveg hvað hann var að fara. En hann lét ekki standa á skýringunni. Hún var sú, að það átti að taka af honum fót. Jú, jú, og það er gert. Að taka fótinn var nú bara eins og botlangaskurður miðað við okk- ur þessa langlegusjúklinga. Maður- inn var bara eins og hver annar gestur. En þetta var sem sagt glað- beittur náungi, sem glataði ekki gleði sinni þótt hann yrði að hökta á einum fæti. Auðvitað var hann spurður um lífið í bænum. Og hann var ekkert spar á sögurnar. Segir nú af Steini Steinarr Meðal annarra, sem þessi lífs- glaði sagnamaður sagði okkur frá var Steinn Steinarr. Þá gaspraði ég því út úr mér, að Steinn væri frændi minn, sem satt var, því hann var móðurbróðir minn. „Þú segir ekki,“ segir þá sagnamaðurinn. „Og veit hann að þú ert hérna?“ „Nei,“ segi ég, „hann veit ekki einu sinni neitt um það, að ég sé til.“ Þá sagð- ist maðurinn skyldi láta það verða sitt fyrsta verk, þegar hann útskrif- aðist, að segja Steini, að hann ætti lítinn frænda á spítalanum. Svo líður og bíður uns maðurinn er útskrifaður. Tíminn er langur, en það breytir engu. Hann er eins °g teygjuþand, sem tognar og skreppur saman. Nú, nú, einn góð- an veðurdag eru dyrnar opnaðar og spurt eftir Haraldi Guðbergssyni. „Ég er hér bakvið hurðina," segi ég. Gesturinn kom til mín og spurði hvort ég vissi hver hann væri. „Já,“ segi ég, „þekki þig. Ég hef lesið um þig í Samtíðinni og séð mynd af þér.“ Þarna var sem sagt kominn frændi minn Steinn Stein- arr. Hann sest hjá mér og fer að spjalla við mig. Og þetta varð til þess, að hann varð eini ættingi minn, sem sinnti mér eitthvað, meðan ég lá á spítalanum. Hann fór að bera í mig bækur, sem hann fékk lánaðar. Þegar hann sá, að ég hafði verið að teikna, þá útvegaði hann mér pappír og liti og annað sem til þeirra hluta þurfti. Steinn kom reglulega til mín.“ Nú var Steinn orðlagður fyrir beinskeytt tilsvör og hvassar at- hugasemdir í samræðum við fólk. Hvernig umgekkst hann litla frænda? „Með blíðu. Eingöngu með blíðu og vildi allt fyrir mig gera. Sem dæmi um það má nefna, að þegar ég loksins losnaði úr gipsinu, ef ég var þá laus úr því, fékk hann leyfi læknanna til að láta mig í föt, en annars gengum við sjúklingarnir í bláhvítröndóttum einkennisklæð- um. Hann tekur leigubíl og fer með mig út í bæ og sýnir mér ýmislegt, sem ég hafði aldrei séð. Ég hafði heldur ekki séð mikið, annað en það, sem við blasti út um gluggann á sjúkrastofunni. Stundum notaði ég spegil, til að sjá svolítið meira af heiminum út um þennan glugga. Nema hvað, eitt er mér minnis- stæðast úr þessari ferð með Steini. Hann fór nefnilega með mig á vinnustofu Nínu Tryggvadóttur, sem var þarna einhvers staðar ná- lægt Tjörninni, í litlu húsi. Steinn kynnti okkur Nínu og hún sýndi okkur myndir og spurði mig álits. Ég var svo gáttaður, að mér fannst ég vera kominn í annan heim. En Nína vildi fá að vita, hvaða mynd mér þætti fallegust. Ég benti á mynd af kvenveru. Ég man, að Nínu þótti þetta gott val. Svo líður og bíður. Steinn heldur uppteknum hætti og matar mig á bókum og litum og pappír. En svo er ég útskrifaður. Þá lá leiðin sem sagt austur í sveitir til móður minn- ar og stjúpa og sambandið við Stein rofnaði, eins og gefur að skilja. Jæja, síðan gefst stjúpfaðir minn upp á búskap, aðallega vegna hey- mæði. Hann var þúsund þjala smið- ur og fékk því vinnu við dráttar- brautina í Keflavík. Og þangað fluttum við. Svo líður og bíður og alltaf eru sömu vandræðin með það, hvað eigi að gera með þennan blessaða aum- ingja þarna í Keflavík. En þar sem ég var nokkuð lunkinn við að mála og teikna, þá þótti tilvalið, að setja mig í húsamálun. Hún var reyndar nokkuð öðruvísi þá en nú, enda þurfti þá að læra, að mála allskonar munstur og dót. En þegar ég er kominn á samning hjá málara- meistara, birtist Steinn. „Þetta gengur ekki, drengur,“ segir hann. „Nú ferð þú í Handíða- og myndlistaskólann. Ég sé um það. Þú talar bara við meistara þinn og segir honum eins og er.“ Þegar ég mæti í vinnuna daginn eftir, segi ég meistara mínum, Guðni hét hann, yndislegur maður, hvernig málin standa. Honum þótti miður að þurfa að rifta samningn- um, en segir þó: „Það vill svo til, að það sem þú ætlar að gera, er ná- kvæmlega það sama og ég vildi sjálfur gera þegar ég var ungur, en gat ekki.“ Og hann gaf mér tæki- færið. Listnám í Reykjavík Nú lá leiðin til Reykjavíkur og ég hálfþrítugur maðurinn og ári betur á leið í skóla eins og hver annar unglingur. Ég var einn á báti og þurfti að spyrjast fyrir um það, hvar skólinn væri. Hann var þá á Grundarstíg. Ég fór þangað og bankaði upp. Þar kom til dyra mað- ur, sem ég seinna vissi, að var Sig- urður Sigurðsson yfirkennari. Hann þóttist alls ekki kannast við nokkurn Harald Guðbergsson skráðan í þessa deild. Ég sagðist nú víst vera kominn til að læra þarna. Þá er það, að hann rýkur til, grípur Venusarlíkan, fer með mig niður í kjallara, setur þar upp pappíi' fyrir mig og segir mér að teikna líkanið. Svo fer Sigurður. Ég teikna myndina þarna í kjallaran- um. Gott og vel, eftir dúk og disk kemur hann aftur, lítur á myndina og segir: „Upp með þig og inn í deildina." Nokkrum dögum seinna kom það svo í ljós, að ég hafði aldrei verið ski-áður í þessa deild á Grundarstígnum, heldur í handíða- deild, sem var annars staðar í bæn- um. Þar var fólki kennt eitthvað „praktískara" en það, að verða listamenn. Ekki veit ég í hverju sú kennsla fólst. En þessu varð ekki breytt, því Sigurður neitaði að ég yrði færður til. Þannig leið fyrsta árið mitt þarna í skólanum, rétt eins og hjá venjulegum ungum listnemum, með viðeigandi ævintýrum og afglöpum. Já, og ætli það þurfi listnema til af- glapanna," segir Haraldur og hlær. Vill spyi-ill vita meira um Handíða- og myndlistaskólann á þessum ár- um? Ja, það væri þá ekki nema fá það uppgefið, hver verið hafi skóla- stjóri. „Lúðvík Guðmundsson var skóla- stjóri. Hann reyndist mér vel. Hann krafði mig ekki mn skólagjald þegar ég kom fyrst. Og þegar ég kom staurblankur næsta haust, bjó hann til stöðu handa mér. Ég átti að sópa og hreinsa og ég veit ekki hvað. Ég gekk að öllu þessu og þarf vist ekki að taka það fram, að ég hvorki sóp- aði, hreinsaði né gerði nokkurn skapaðan hlut af þessu. Og ekki var nú verið að ganga eftir því. En mörgum árum seinna, þegar ég var byrjaður að teikna úr Edd- unni fyrir Lesbók Morgunblaðsins, þá er ég svona á gangi í Austur- stræti. Þá kemur Lúðvík þvert yfir götuna, faðmar mig að sér og þakk- ar mér fyrir Edduteikningarnar. Að hans mati virðist það því hafa verið einhvers virði, að ég fékk námið ókeypis. Mikið gladdi það mig. En heyrðu mig. Aður en lengra er haldið, verð ég að koma að atviki varðandi Stein. Þannig var, að ég dvaldi stundum hjá honum þegar ég var laus frá Landspítalanum eða Reykjalundi. Þegar Magnús As- geirsson dó, voru þau hjónin, Steinn og Ásthildur Bjömsdóttir, búsett í Fossvogi. Steinn hafði komið sér upp hænsnabúi þarna suður frá og stóð til, að ég yrði ráðsmaður þar, þótt aldrei yrði af því. Nú jæja, eftir jarðafór Magn- úsar var erfidrykkja, ekki veit ég hvar. En svo mikið veit ég, að að henni lokinni kom Steinn heim með nokkra félaga sína og héldu þeir drykkjunni áfram. Þeir em að spjalla saman og þá segir Steinn frá því, að hann hafi hitt einhvern eftir að Magnús dó og sá hafi sagt, að Magnús hafí verið útbrunninn. Þetta fékk mjög á Stein og þegar vínið var tekið að síga nokkuð skart á hann, þagnaði hann, en sagði þó af og tÚ: „Nei, hann var ekki útbrunninn." Ég varð vitni að þessu og sá, að þessi ónærgætnislega fullyrðing um Magnús þjakaði Stein mjög. Það var ekki skrýtið, því sannleikurinn er sá, að Steinn þar ekki virðingu fyrir nokkrum manni nema Magn- úsi Asgeirssyni." Aftur vikið að Reykjalundi Svo aftur sé vikið að Reykja- lundi, Hvernig var aðbúnaður þar fyrstu árin? „Nú, þetta var algjör frumbýl- ingsháttur. Þarna voru hlutirnir gerðir fyrir framtak okkar berkla- sjúklinga sjálfra. En við vorum styrktir af alþjóð, bæði með pen- ingum og öðru, því flestar fjölskyld- ur áttu um sárt að binda vegna berkla á þessum áram. En við byrj- uðum þarna í braggarusli, sem mig minnir að hafi verið hersjúkrahús á stríðsáranum og stóð á berum mel- um. Við vorum þarna við slæm skil- yrði, svo slæm, að það var litið á okkur sem pestarsjúklinga. Við fengum ekki einu sinni að ferðast með rútunni eða fara á nokkrar samkomur í sveitinni. Við neydd- umst til að kaupa Rauða krossbíl, til að vistmenn gætu komist í bæ- inn. Fólkið þama leit á okkur eins og við værum að breiða út drepsótt. Þetta breyttist ekki fyrr en Reykjalundur var orðinn glæsileg stofnun og fræg víða um heim. En þá tók líka öll sveitin við sér. Reykjalundur varð stolt Mosfells- sveitar. En það leið langur tími þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.