Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra á Alþingi Efasemdir um sérstak- an réttarfarsdómstól ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segist hafa vissar efa- semdir um að setja eigi á fót sér- stakan dómstól sem fjalla eigi um endurupptöku mála. Hins vegar tel- ur hann fulla ástæða til þess að setja gleggri reglur um málsmeð- ferð þegar mál eru endurupptekin og ennfremur að setja skýrari regl- ur um rétt dómþola sem leggja mál að nýju undir mat dómstóla. Þetta kom m.a. fram í ræðu ráð- herra við umræður á Alþingi í fyrradag um frumvai-p til laga um réttaifarsdómstól, en hlutverk þess dómstóls yrði fyrst og fremst að fjalla um endurupptöku opinberra mála. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, mælti fyrir frum- varpinu og sagði m.a. að þarna væri um nýja og róttæka hugmynd að ræða og mætti ekki seinna vera að Alþingi tæki ákvörðun sem bætti fyrir það réttarfarshneyksli sem margir teldu að hefði átt sér stað í svokölluðu Guðmundar- og Geir- fínnsmáli. Svavar sagði að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að i dómnum ættu sæti þrír menn og að ráðherra skipaði dómara við dómstólinn til fímm ára í senn. Einn þeirra sem sæti ætti að eiga í dómnum skyldi vera Hæstaréttardómarí og væri hann jafnframt forseti dómsins en hinir tveir ættu að vera héraðsdóm- arar. Aðeins mætti skipa sama dómara til setu í dómnum tvisvar í röð. Svavar sagðist í framsögunni ekki sjá fyrir sér að þessi dómstóll yrði „eins og föst stofnun til lengri í i í 3 1 !§§SH il m 1: ALÞINGI tíma,“ eins og hann orðaði það. Hann kvaðst þó reikna með því að talsvert yrði leitað til dómstólsins í byrjun en sagðist jafnframt búast við því að hann myndi fljótlega móta málsmeðferðarreglur þannig að í raun og veru yrði það aðeins í undantekningartilvikum sem Ieitað yi'ði til dómstóls af þessu tagi. Endurupptaka máls varðar mannréttindi Dómsmálaráðherra minntist í ræðu sinni á að á undanfomum ár- um hefði allri löggjöf sem lyti að meðferð mála fyrir dómstólum og lögregluyfírvöldum verið gerbreytt í meginatriðum þannig að ýmislegt af því sem menn hefðu fundið, með talsverðum rétti, að framgangi rétt- vísinnar á sínum tíma ætti nú að heyra sögunni til. Ráðherra sagði jafnframt að það væri rétt sem fram hefði komið hjá flutningsmanni frumvaipsins að þær efnisreglur sem lytu að endur- upptöku mála snerust um mjög mikilvæg mannréttindi. ,Að vísu er það svo að það er meginregla í rétt- arkerfi okkar og víðast hvar í hinum vestræna heimi að málum er lokið í eitt skipti fyrir öll fyrir dómstólum og mikilvægir hagsmunir eru í því fólgnir. Það er meginreglan. En framhjá hinu verður ekki litið að það kunna að vera veruleg mann- réttindi í húfi að geta tekið upp mál þannig að fyrir það sé girt að sak- lausir menn sitji uppi með dóm sem ekki eru rök fyrir.“ Ráðherra kvaðst hins vegar þeirrar skoðunar að það hefði verið rétt ski-ef á sínum tíma að fækka sérdómstólum og ýta þeim reyndar með öllu út úr kerfínu. Því drægi hann í efa réttmæti þess að setja á stofn nýjan dómstól tiþað fjalla um endurupptöku mála. „Ég held [þó] að full ástæða sé til þess að setja gleggri reglur um málsmeðferð og hvers konar athöfn það er þegar mál er endurupptekið og enn frem- ur að setja skýrari reglur um rétt dómþola sem leggur mál að nýju undir mat dómstóla. Hæstiréttur gerði það, í því máli sem hér hefur verið vitnað til, að skipa sérstakan talsmann dómþola við ákvörðun um það hvort mál skyldi endurupptek- ið. Það er ekki skylt að lögum en mér sýnist að það séu mjög gild rök fyrir því að setja alveg sérstakar reglur um slík atriði," sagði hann. I lok umræðunnar þakkaði Svavar ágætar undirtektir við ft-umvaipið og sagði m.a. að ef ríkis- stjórnin vildi flytja annað frumvarp um líkt efni og teldi þannig auðveld- ara að koma málinu í gegnum þing- ið skipti það sig nákvæmlega engu máli. Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingflokki óháðra, og Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræða málin á Alþingi. Þingsályktunartillaga Nýtt starfsheiti fyrir ráðherra LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela forsætis- ráðherra að láta undirbúa breyt- ingar á stjómarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geti borið. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Guðný Guðbjörns- dóttir, þingmaður Kvennalista, en meðflutningsmenn eru Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista og Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi. I greinargerð tillögunnar segir m.a. að sú þróun hafí átt sér stað í hefðbundnum kvennastéttum þegar karlar hafi haslað sé þar völl að starfsheitum hafi verið breytt til þess að bæði kynin geti borið þau. „Þannig urðu hjúkrun- arkonur að hjúkrunarfræðingum [og] fóstrur urðu leikskólakenn- arar,“ segir meðal annars. „Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheit- um í hefðbundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðhemaembætti eiga ekki að vera eymamerkt körlum.“ I tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra, en þar segir að aðalatriðið sé að nota orð sem henti báðum kynj- um. Leita megi eftir tillögum til dæmis hjá íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla íslands, en einnig komi vel til greina að láta fara fram samkeppni um slíkt orð. Þingflokkur óháðra Þjónustugjöld í heilsu- gæslu falli niður ÞINGMENN i þingflokki óháðra hafa lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um að fella niður þjónustugjöld í heilsugæslu. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Ögmundur Jónasson, formaður þingflokksins, og mælti hann fyrir frumvarpinu í gær. „Þau gjöld sem hér um ræðir, þ.e. komugjöld á heilsugæslu- stöðvar, em aðeins hluti af stærri mynd og þau ber að skoða í ljósi óheillaþróunar síð- ustu ára. Vegna þess hve mikil- væg heilsugæslan er sem grunn- ur heilbrigðisþjónustunnar er mikilvægt að einmitt þar verði hafist handa við að snúa til réttrar áttar á ný,“ segir m.a. í greinargerð frumvarpsins. Þar segir einnig að frá og með fjár- lögum fyrir árið 1992 hafi álögur á sjúklinga verið auknar jafnt og þétt og af þeim sökum hafi kjararýrnun orðið mest hjá því fólki sem eigi við sjúkdóma að stríða. Ögmundur sagði auk þess í gær að heilsugæslan ætti að vera algerlega fjármögnuð með skattfé. Rætt um Kyoto-bókunina á Alþingi Mælt fyrir fyrsta þing- máli samfylkingarinnar ÁGÚST Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, mælti í gær fyrir til- lögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjóm- inni að undirrita nú þegar fyrir Is- lands hönd Kyoto-bókunina, bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Meðflutn- ingsmenn tillögunnai' era Ásta R. Jóhannesdóttir, Svanfríður Jónas- dóttir og Össur Skarphéðinsson, þingflokki jafnaðannanna, Guðný Guðbjörnsdóttir, þingflokki Sam- taka um kvennalista, og Svavar Gestsson, Margrét Frímannsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokki Alþýðubandalags. Að sögn Ágústs er því um að ræða sameig- inlega tillögu þeirra flokka sem nú vinna að sameiginlegu framboði til næstu Alþingiskosninga. „Efni þessarar tillögu um að Kyoto-bók- unin verði staðfest er meðal efnis- atriða í nýlega birtri málefnaski’á þessara þriggja flokka. Þannig má segja að þetta sé fyrsta þingmálið sem samfylkingin leggur hér fram á hinu háa Alþingi sem hefur beina skýrskotun í málefnagrunn,“ sagði hann. Ágúst benti á að íslendingar væru aðilar að samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en bókunin sem kennd er við borgina Kyoto í Japan er gerð við þann samning. Hann skýrði frá því að að minnsta kosti 55 ríki þyrftu að stað- festa samninginn til þess að hann öðlist gildi og að í þeirra hópi þyrftu að vera iðnríki sem bæru ábyrgð á að minnsta kosti 55% af útblæstri í öllum iðnríkjunum. „ís- lenska ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörðun að undirrita ekki Kyoto- bókunina sem er þvert á stefnu ná- grannalanda. Nú hafa flest ríki Evrópu undimtað samninginn, meðal annars öll Evrópusambands- ríkin og Norðmenn svo nokkur séu nefnd auk fjölmargra annarra ríkja. Þessi stefna íslensku ríkis- stjórnarinnar að undii'rita ekki Kyoto-bókunina heldur bíða fram- haldssráðstefnu sem verður haldin í Buenos Aires nú í haust er að mati okkar flutningsmanna algerlega röng. Islendingar eiga að axla ábyrgð í umhverfismálum með öðr- um þjóðum og laga stefnu sína inn- anlands að þessum breyttu viðhorf- um,“ sagði Ágúst m.a. í framsögu- ræðu sinni. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðhen-a ítrekaði að hann teldi að Islendingar ættu að undin-ita Kyoto-bókunina en sagðist ósam- mála því að íslendingar ættu að undirrita bókunina nú þegar. Hann minnti á sérstöðu íslands og að hann teldi að sú undanþága sem gæfi íslendingum kost á að auka losun gróðurhúsalofttegunda um 10% frá því sem var árið 1990 væri ekki nægjanleg. Ráðherra sagði ennfremur að á fundi undirnefnda loftslagssamningsins í Bonn í júní sl. hefði vandi lítilla hagkerfa sér- staklega verið ræddur og að full- tráar Islendinga hefðu þar lagt fram hugmyndir sem miðuðu að viðunandi niðurstöðu. Þær hug- myndir byggðu á því að einstökum framkvæmdum mætti halda utan losunarbókhalds ef þær myndu auka losun um fimm prósent eða meira, byggja á endumýjanlegum orkugjöfum og notast við bestu fá- anlegu tækni. „Gert er ráð fyrir því að þessi heimild nái einungis til ríkja sem losa minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna árið 1990.“ Sagði ráðherra það vera von sína að lausn fyndist á málinu á fundinum í Buenos Aires í nóvember og því teldi hann óeðlilegt að rita undii' bókunina núna. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Að lokinni atkvæða- gi-eiðslu um ýmis mál verða eftirfar- andi þingmál á dagskrá. 1. Undirritun Kyoto-bókunarinn- ar. Frh. fyrri umr. 2. Tekjuskattur og eignarskattur. 1. umr. 3. Húsaleigubætur. 1. umr. 4. Sjálfbær orkustefna. Fyrri umr. 5. Mat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Fyri'i umr. 6. Almannatryggingar. 1. umr. 7. Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. 1. umr. 8. Brottfór hersins og yfirtaka ís- lendinga á rekstri Keflavíkurflug- vallar. Fyrri umr. 9. Þjóðgarðar á miðhálendinu. Fyri'i umr. 10. Endurskoðun reglna um sjúk- lingatryggingu. Fyrri umr. 11. Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður. 1. umr. 12. Afnám laga um gjald af kvik- myndasýningum. 1. umr. 13. Virðisaukaskattur. 1. umr. 14. Stjómarskipunarlög. 1. umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.