Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						. 50 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
EINAR KRISTINN
EINARSSON
+ Einar Kristinn
Einarsson var
fæddur að Húsatóft-
um í Grindavík 4.
júlí 1908. Hann lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 5. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Einar      Jónsson
hreppstjóri f. 5.7.
1864 á Berghyl
Hrunamanna-
hreppi, d. 15.1.
1933, og kona hans
Kristín Þorsteins-
dóttir f. 29.11. 1871
í Haukholtum, Hrunamanna-
hreppi, d. 25.2. 1956. Systkini
Einars voru 1) Guðsteinn, f. 26.
8. 1899, d. 17.1. 1973. 2) Jón f.
5.7. 1901, d. 8.2. 1986. 3) Valdi-
mar, f. 8. 5. 1903, d. 30.1. 1990.
4) Einar, f. 14.5. 1905 en lést af
slysfórum 23.1. 1908. 5) Sólveig
fædd 10.11.1906.6)Þórhallurf.
23.10. 1911, d. 10.4. 1995. Yngst
var stúlkubarn sem lést
skömmu eftir fæðingu. Sólveig
í dag er föðurbróðir minn, Einar
^Kr. Einarsson fyrrverandi skóla-
stjóri, kvaddur hinstu kveðju í Gr-
indavík. Hann var fæddur og uppal-
inn á Húsatóftum í Staðarhverfinu í
Grindavík í stórum og samheldnum
systkinahópi. Alla tíð átti lífið í Stað-
arhverfinu og náttúran sterk ítök í
honum. En byggð í Staðarhverfinu
stóðst ekki breytta atvinnuhætti og
1944 fluttu þau sig um set í Járn-
gerðarstaðahverfið. Þar bjó Einar
fyrst með móður sinni og systkinum,
Jóni og Sólveigu, en síðan systkinin
• - saman. Þau ólu upp bróðurson sinn,
Einar Guðsteinsson, sem lést um
aldur fram 1966 frá ungri fjölskyldu
og varð öllum mikill harmdauði.
Bræður þeirra þrír settust einnig að
í Járngerðarstaðahverfinu með fjöl-
skyldum sínum. Náin samskipti
þeirra allra og samheldni mótaði
bernsku okkar systkinabarnanna og
yngri ættmenna og er þess ljúft að
minnast.
Einar kunni afar vel að nálgast
og umgangast börn og meðal þeirra
átti hann marga vini. I uppvextinum
var ég tíður gestur á heimili systk-
inanna og ömmu minnar. Ein
bernskuminning mín er sú að ég
uppgötvaði að ég kunni ekki að lesa.
Stormaði ég þá að eigin frumkvæði
á fund frænda míns sem greiddi
fljótt og vel götu mína og réð bót á.
Ein skýrastsa bernskuminning okk-
ar Margrétar frænku minnar er frá
því er Einar sagði okkur sögur og
lék þær sjálfur af hjartans lyst og
kom okkur þannig á vit ævintýr-
anna. Einar var eins konar máttar-
stólpi í sínu samfélagi. Hann studdi
okkur og aðra, kenndi okkur og
hvatti áfram til frekara náms. Hann
vann að félagsmálum og kirkjumál-
um. Skólastjóri var hann í rúm 40
ár og tók hann við því starfi 21 árs
gamall. Einar var fróður og gæddur
ríkri frásagnargáfu sem nemendur
hans nutu í rfkum mæli. Til gamans
^jmá nefna að eftir námsdvöl í Dan-
mörku var það fastur liður í skólan-
um um skeið að hann segði nemend-
um frá dvöl sinni þar á laugardög-
um. Nemendur minnast ekki síst
frásagna hans og myndugleika, ag-
ans, vandaðs málfars og gönguferð-
anna með honum á vit náttúrunnar,
á Þorbjörn, í Einisdal og á fjörur
við Grindavík.
Oft var hann fenginn til að segja
frá sögu, örnefnum, atvinnuháttum
og náttúru í Grindavík og Staðar-
hverfinu sérstaklega. í þessu hlut-
verki naut hann sín vel. Frændi
-*minn gat verið harður í horn að
taka en far hans allt einkenndist af
velvild, góðmennsku og réttsýni og
hann hafði gott auga fyrir spaugi-
legum hliðum lífsins. Einar var hár
maður vexti, samsvaraði sér vel og
var hinn gjörvulegasti til sálar og
líkama.
Nú er þessi höfðingi að leggja
""npp í sína síðustu ferð í Staðar-
lifir ein systkinanna
frá Húsatóftum.
Einar ólst upp í Gr-
indavík. Hann lauk
kennaraprðfi 1929
og varð þá skóla-
sljóri Barna- og
unglingaskólans í
Grindavík til 1970.
Hann sótti kennara-
námskeið í Askov í
Danmörku 1934,
kynnti sér kennslu í
enskum barna- og
framhaldsskólum
1958-1959 og í
norskum skólum
sama ár. Einar átti sæti í
hreppsnefnd     Grindavíkur-
hrepps 1949-1965, í skólanefnd
lengst af 1929-1970; formaður
sóknarnefndar var hann 1947-
1978 og gjaldkeri Sjúkrasam-
lags Grindavíkur 1944-1958.
Einar var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Einars fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
hverfið. Hann sem víða fór, færði
ættingjum tignarlegar gjafir, rækti
frændgarð sinni og vini, lifði sig inn
í sögu og náttúru heimabyggðar
sinnar og vann henni allan sinn
starfsdag. Síðustu æviárin dvaldi
Einar á Hrafnistu í Hafnarfirði og
naut frábærrar umönnunar. Síðustu
orðin sem ég heyrði hann segja
voru „ég elska fólkið". Þau áttu ekki
síst við starfsfólkið á Hrafnistu. Því
eru færðar alúðarþakkir.
Eg kveð þig elsku frændi minn og
þakka þér fyrir allt sem þú gafst
mér og mínum. Sólveigu systur
þinni votta ég samúð mína. Megir
þú ganga á guðs vegum.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir.
Það er alltaf sárt að kveðja vin,
sem í lífi manns hefur verið meira
en vinur, heldur nánast eins og for-
eldri, en svo var Einar Kr. Einars-
son gagnvart mér og fjölskyldu
minni. Tryggðin, vináttan og velvilj-
inn í okkar garð, var slík að þar bar
aldrei skugga á. Réttlætiskenndin
og góðviljinn voru honum í blóð bor-
in, og hafa örugglega orðið mörgum
gott veganesti. Hann gat verið fast-
ur fyrir, sem efalaust stundum hef-
ur þurft á að halda í starfi sem hann
gegndi sem skólastjóri í áratugi. En
ég held að málin hafi alltaf leyst á
farsælan máta og enginn hafi borið
kala hver til annars eftir á. En virð-
ingu og traust hafði hann allstaðar
og á öllum sviðum. Ég átti því láni
að fagna að upplifa og njóta mann-
gæsku hans frá fæðingu og allt hans
líf. Svo varð síðar um syni mína,
nafna hans Helga Einar og Armann
Ásgeir.
Eg var ekki hár í loftinu þegar ég
fór að fylgja honum við skólaakstur
barna sem hann annaðist í mörg ár í
Þórkötlu- og Staðarhverfi og
ógleymanlegar eru minningarnar er
ég fékk að sitja á hné hans er farið
var í Staðarhverfið. Þar held ég að
kviknað hafi sá áhugi sem fylgt mér
hefur alla tíð um bíla. Er synir okk-
ar Sigurbjargar fæddust má segja
að sagan hafi endurtekið sig. Það
leið varla sá dagur að Einar kæmi
ekki í heimsókn og eftir að þeir fóru
að geta bjargað sér sótti hann þá og
var oftast farið út á Bakka eins og
þeir bræður kölluðu Tóftardalinn en
að Tóftum fæddust þau systkinin.
Þeir unnu æskuslóðunum mikið.
Ekki fækkaði þeim stundum eftir að
þeir bræður Jón og hann hættu báð-
ir að vinna, þá leið varla sá dagur að
þeir færu ekki þangað og æði oft
strákarnir með, fyrst Helgi Einar
og síðar Armann Asgeir er hann fór
að stækka. Þar var fjaran heillandi,
Tóftatúnið og hamrarnir þar sem
átti að vera álfabyggð, rekinn og
fleiri ævintýri heilluðu unga stráka.
Síðar komu örnefnin, fjöllin, hólar
og nöfn á víkum, klettum og öðru
sem tilheyrði fjörunni og sjónum.
Ekki var Einar síður spar á að
fræða unga menn á ferðalögum um
landið, einkum um Arnes-, Borgar-
fjarðar- og Gullringusýslu, og oft
fylgdu sögur fyrri tíma með. Ekki
má gleyma veiðinni í Hvítá í landi
Haukholta, þar sem frændfólk Tóft-
arfólksins býr. Þar urðu til margar
unaðsstundir hjá stórum og smáum
í yndislegu umhverfi. Ef við Sigur-
björg þurftum að fara eitthvað, var
Einar alltaf reiðubúinn að vera hjá
strákunum og skipti tími ekki máli
en ég veit að allir höfðu mikla
ánægju af.
Þetta er aðeins brot af þeim
minningum sem við eigum um Ein-
ar, hitt verðum við að geyma með
sjálfum okkur. Þó þykir okkur vænt
um að hafa haft hann á heimili okk-
ar síðustu dagana sem hann dvaldi í
Grindavík áður en hann fór á
sjúkrastofnun, einnig tvö síðustu
aðfangadagskvöldin áður en hann
kvaddi sína heimabyggð er hann
unni af heilum hug.
Hér hafa hvorki verið rakin upp-
runi né ætt Einars. Ég veit að aðrir
munu gera það sem þekkja betur
til. Þetta eru aðeins örfá kveðjuorð
til manns sem við unnum öll af heil-
um hug. Sulla mín, innilegar samúð-
arkveðjur til þín.
Við biðjum algóðan guð að geyma
Einar, og megi hann hvíla í friði.
Hörður Helgason og fjölsk.
í dag er til moldar borinn Einar
Kr. Einarsson fyrrum skólastjóri í
Grindavík. Hann hafði átt við
langvarandi vanheilsu að stríða og
því efalaust hvíldin kær. Einar var
fæddur 4. júlí 1908 að Húsatóftum í
Staðarhverfi í Grindavík, sonur
hjónanna Einars Jónssonar hrepp-
stjóra og Kristínar Þorsteinsdóttur.
Einar fór ungur til náms og lauk
kennaraprófi frá Kennaraskólanum
1929 og tók við skólastjórn við
barnaskólann í Grindavík þá um
haustið og var þar skólastjóri næstu
42 árin. Heimabyggð hans naut því
starfskrafta hans allt hans
starfsæviskeið. Örlögin höguðu því
þannig til að leiðir okkar Einars
lágu saman haustið 1951 er ég réðst
kennari við skólann. Þá var ég nán-
ast nýgræðingur í kennarastarfinu
en Einar löngu þrautreyndur og
hafði fullkomið vald á öllu er að
starfinu laut. Ég held að allir sem til
þekkja geti verið mér sammála um
að Einar var ríkulega búinn mörg-
um þeim kostum sem kennari þarf
helst til að bera. Það hlýtur að vera
nokkurs virði reynslulitlum nýliða
að fá að starfa og þroskast við hlið-
ina á svo reynsluríkum og farsælum
skólamanni sem hann var. Starfið
við skólann var auðvitað alltaf hans
aðalstarf en auk þess gegndi hann
fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir byggðarlag sitt. I hreppsnefnd
var hann í 16 ár frá 1949-1965 og
starfaði á hennar vegum að marg-
víslegum málaflokkum. I skóla-
nefnd mun hann hafa setið að mestu
samfellt allan sinn skólastjóraferil.
Ég hef ekki athugað sérstaklega um
aðrar nefndir en veit að hann starf-
aði mislengi í eftirtöldum nefndum
barnaverndarnefnd, rafveitunefnd,
bókasafnsnefnd, sýslunefnd og auk
þess var hann gjaldkeri sjúkrasam-
lags Grindavíkur á annan áratug og
formaður sóknarnefndar yfir 30 ár.
Þá veit ég að á árum áður tók hann
virkan þátt í leikstarfinu hér í bæ
og starfaði árum saman að skóg-
rækt. Hann var einnig einn af stofn-
endum Lionsklúbbs Grindavíkur og
starfaði í honum um margra ára
skeið. Það sem ég hef nefnt er alls
ekki tæmandi upptalning og vona
ég að aðrir reki pá sögu nákvæmar
en ég hef nú gert. Þetta sýnir þó
glöggt að á mörgum sviðum naut
byggðarlag okkar starfskrafta hans.
Þótt mér hafi ekki verið falið það
sérstaklega þá veit ég að allir þeir
sem láta sig málefni Grindavíkur
varða vilja með mér þakka honum
þau margvíslegu störf sem hann
innti af hendi fyrir byggðarlag sitt
og okkar. Eins og áður er getið var
Einar fæddur og uppalinn hér í
Grindavík og bjó hér alla ævi til árs-
ins 1992 er hann fluttist á Hrafnistu
í Hafnarfirði, þar sem hann andað-
ist 5. október síðastliðinn. Arið 1953
byggði hann myndarlegt tvílyft
steinhús við Hraunbraut aðeins ör-
stutt frá skólanum. Þar bjó hann
ásamt þeim systkinum sínum Jóni
og Sólveigu. Þangað komum við oft
samkennarar hans og áttum þar
ánægjulegar stundir og eru sér-
staklega minnisstæðar margar
stundir sem við áttum þar saman
með honum ég, Halldór og Rúnar.
Þessar stundir veit ég að honum
voru mjög kærar. Þegar maður leið-
ir hugann til baka er gott að finna
að fyrst og fremst tengjast minn-
ingarnar góðu og ánægjulegu sam-
starfi sem ég vil að lokum þakka
fyrrum starfsfélaga og yfirmanni og
kveð hann með ljóðlínum úr Eddu-
kvæðum.
Helgir englar
kómu ór himnum ofan
ok tóku sál hans til sín,
í hreinu lífi
hon skal lifa
æ meó almáttkum guói
Bogi G. Hallgrímsson.
Þeim fækkar nú óðum sem fædd-
ust um aldamótin og í upphafi 19.
aldar. Já, kynslóðir koma og kyn-
slóðir hverfa til feðranna, það er lífs-
ins saga og einn af þeim sem hverfa
er mágur minn er ég kveð nú.
Einar, fyrrverandi skólastjóri í
Grindavík, lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands vorið 1929 og
tók þá við kennslu og skólastjórn í
barnaskóla Grindavíkur til ársins
1971. Hann fór til Danmerkur sum-
arið 1934 á kennaranámskeið í
Askov og eitt ár fékk hann orlof frá
kennslu, þá hélt hann til Englands
og dvaldi mest í Bristol en ferðaðist
víðar um og kynnti sér kennslu og
starfshætti í barnaskólum þar.
Einar tók virkan þátt í störfum
og félagsmálum hér í Grindavík.
Hann var formaður og gjaldkeri
sóknarnefndar frá 1947 og lét sér
einkar annt um kirkjunnar mál. I
skólanefnd og hreppsnefnd var
hann 1949 og gjaldkeri sjúkrasam-
lags Grindavíkur frá 1944.
Fyrstu kynni mín af Einari voru
er ég 13 ára kom í skóla til hans árið
1929 er hann hóf hér kennslu. Við
nemendur hans fundum fljótt hve
gott var að nema undir hans leið-
sögu. Hann var virtur og dáður af
nemendum sínum og samstarfsfólki
og hélt uppi góðum aga. Þegar hann
byrjaði hér kennslu var erfitt fyrir
börn frá fátækum heimilum að fara í
frekara nám að fermingu lokinni,
þótt námsgeta og áhugi væri til
staðar. Einar studdi við bakið á
þeim fáu sem gerðu það, með áfram-
haldandi leiðsögu og hjálp að kom-
ast í framhaldsskóla. Þar á meðal
var ég. Einar sótti um inngöngu fyr-
ir mig í Kennaraskólann, en eftir út-
skrift þaðan fékk ég kennarastöðu
hér við barnaskólann. Aldrei man ég
til að skuggi félli á samstarf okkar
meðan skólastjórn hans varði hér og
hygg ég að fleiri samstarfsfélagar
mínir segi slíkt hið sama.
Sundaðstaða hér var engin og
sagt var að enginn væri hér syndur
nema sóknarpresturinn okkar sr.
Brynjólfur Magnússon og Einar
skólastjóri, ekki var það nú björgu-
legt í slíku útgerðarplássi. Auðvitað
hafði Einar áhuga á að börnin lærðu
sund og hann dó ekki ráðalaus. Úti
á Reykjanesi eru hverir og þar fann
hann smáhellisskúta með rennandi
volgu vatni eða sjó í. Jú, þar var
hægt að taka nokkur sundtök, þótt
botninn væri ekki vel sléttur. Eftir
skólaslit á vorin tók Einar sig til,
setti þar upp tjöld, fékk tvær konur
með sér að annast matseld fyrir
börnin er voru fermd og dvaldi þar í
1-2 vikur við að kenna þeim sund.
Þetta var fyrsta sundkennsla Grind-
víkinga. Seinna meir fór hann með
börnin til dvalar að Laugarvatni í
10-14 daga. Þar lærðu þau sund
undir leiðsögn sundkennara staðar-
ins. En nú er komin hér góð og full-
komin sundlaug og börnum frá 6
ára kennt sund.
Ingibjörg Jónsdóttir, fyrrverandi
barnakennari hér, sem Einar nam
hjá í skólanum, heiðurskona hin
mesta og náttúruunnandi, kom hér
upp vísi að skógrækt, bakatil við
fjallið Þorbjörn og setti fram þau
skilyrði að skólastjóri staðarins hér
færi með börnin að námi loknu til að
planta út og gróðursetja nýjar
skógarplöntur þar. Einar vann ötul-
lega að þeim málum, svo lengi sem
hann hafði heilsu og þrek til. Nú er
þarna orðinn fallegur reitur með
háum trjám, reitur um þau fyrrver-
andi kennara Ingibörgu og Einar
sem báru bæði hag barnanna og
byggðarlagsins fyrir brjósti.
Fram eftir miðri 19. öld herjaði
hinn skæði sjúkdómur (hvíti dauði)
eða berklarnir á landsmenn, ekki
síst yngsta fólk. Einar fékk þann
skæða sjúkdóm og fór á berklahæl-
ið Vífilsstaði og varð það honum
mikið áfall að þurfa að glíma við
þann sjúkdóm af og til fram eftir
aldri.
Þegar faðir Einars og þeirra
systkina dó úr sykursýki 1933,
bjuggu þau Jón og Sólveig með
móður sinni áfram að Húsatóftum í
Staðarhverfi, en Einar dvaldi hér í
Járngerðarstaðahverfinu. Síðar
fluttu þau hingað og seinna meir
byggðu þeir bræður Einar og Jón
sér myndarlegt einbýlishús vestan
til við barnaskólann og nefndu það
Staðarhól og þar bjuggu þau systk-
inin saman eftir lát móður sinnar
þar til Jón var látinn og þau Einar
og Sólveig fluttust á Hrafnistu í
Hafnarfirði um 1991. Einar orðinn
ellimóður og einmana, þar við bætt-
ist að minnistap var farið að hrjá
hann mikið.
Er Einar lét af störfum 1971, þá
63 ára og búinn að starfa hér í 42 ár,
nokkuð hraustur, sneri hann sér að
einkaáhugamálum, lestri góðra
bóka, ferðalögum og veiðiskap. Ein-
ar og Jón fóru til margra landa Evr-
ópu og höfðu mikla ánægju af. Auk
þess ferðuðumst við Guðsteinn, Jón
og Einar mikið hér innanlands. Þeir
bræður allir unnu íslenskri náttúru,
voru víðlesnir, minnugir á staðar-
nöfn og atburði er tengdust þeim og
einnig höfðu þeir mikla ánægju og
áhuga á veiði í ám og vötnum. Þeir
gátu dundað sér við að flengja ár og
vötn heilu tímana einsog veiði-
manna er háttur, þótt afraksturinn
yrði oft rýr. Að vera úti í kyrrð nátt-
úrunnar, losna úr spennu hins dag-
lega lífs er yndi veiðimannsins.
Einar var mikill barnavinur og
alltaf tilbúinn að hjálpa og hlúa að
börnum og barnabörnum bræðra
sinna og vinafólks ef með þurfti,
sagði þeim sögur og ævintýr.
Þau systkini voru með eindæm-
um samrýnd. Það rfktu með þeim
sérstök tengsl og bjuggu þau í ná-
lægð hvert við annað. Þegar þeir
bræður tóku að eldast, þurftu þeir
að hittast flest kvöld, svo sterk voru
bræðraböndin. Upp úr kl. 10 á
kvöldin fóru þeir Guðsteinn, Valdi-
mar og Þórhallur að ókyrrast heima
fyrir, skunduðu út að Staðarhól að
hitta piparsveinana Einar og Jón.
Þá voru rædd málin, teflt og spilað
á spil, Sólveig hellti upp á könnuna
og kl. 12 komu þeir heim, glaðir og
hressir, streita daglegs lífs horfin.
Ég bið guð að styrkja Sólveigu
sem dvelur á Hrafnistu og sér eftir
síðasta bróðurnum og bíður með
óþreyju eftir förinni sem allir eiga
að lokum að fara.
Kæri mágur minn, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Sigrún Rakel Guðmundsdðttir.
Er ég hugsa til baka til sumarfrí-
anna hjá afa og ömmu í Grindavík
minnist ég ferðanna sem ég fór á
rekann með Einari og Nonna. Þeir
bræður voru óþreytandi við að taka
strákinn með í Staðarhverfi, þar var
rekinn genginn og ungviðið upp-
frætt um sðgu og náttúru landsins.
Það var til að mynda forviða dreng-
ur sem lærði sögu rekadrumbanna
sem bárust á land í Staðarhverfinu,
þeir komu víst úr þykkum skógum í
fjarlægum löndum þar sem þeim
var fleytt niður stórfíjót til að verða
sagaðir niður í sögunarmyllu við
ströndina en alltaf sluppu einhverjir
og bárust alla leið til íslands. Stað-
arhverfi var þeim bræðrum hjart-
fólginn staður, þar ólust þeir upp og
þangað héldu þeir hvenær sem
tækifæri gafst. Takk fyrir allar
góðu samverustundirnar, hvíl í friði.
Einar Jóhannsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76