Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Fyrstu skólar ílandinu Fyrstu formlegu skólar í landinu vóru á veg- um kirkjunnar. Stefán Friðbjarnarson minnir á stólsskóla, þátt klaustra í bókmennt þjóðarinnar og hlut Guðbrandarbiblíu í varð- veizlu móðurmálsins. HÓLAR í Hjaltadal - en Hólahátíð er í dag. | KJÖLFAR kristnitöku komust Islendingar í betri kynni við bóklegar menntir annarra Evr- ópuþjóða. Boðun kenninga kirkjunnar krafðist og lærðra manna, presta og biskupa. Pað heyrði kirkjulegu starfí til að efla ritlist og styrkja lestrar- kunnáttu. Sterkar líkur standa til að fyrstu formlegir skólar í landi okkar hafí verið starfrækt- ir á biskupsstólum, Skálholti og Hólum, auk klausturskóla í Haukadal og Odda. Þó má vera að vísir að skólahaldi hafi verið að Bæ í Borgarfirði áður en stólsskólar komu til sögu. I Is- landssögu Einars Laxnes segir: „Flestir hinna erlendu manna (trúboðsbiskupa) hafa komið frá Bretlandseyjum og Þýzkalandi; meðal þeirra var Hróðólfur (Ru- dolf, enskur), sem dvaldist hér- lendis 1030 til 1049, munkur af Benediktsreglu, er stofnaði kiaustur (munkh'fí) að Bæ í Borgarfirði og að líkindum skóla, fyrsta kierklegt mennta- setur á íslandi..." Hér er að vísu um rökstuddar líkur fremur en vissu að ræða, en það eykur ótvírætt sögulegt giidi Bæjar í Borgarfirði, ef þar hefur verið starfrækt fyrsta klaustur á ís- landi og fyrsta kierklegt menntasetur í landinu. Isleifur Gissurarson, biskup í Skálholti 1056 til 1080, stofnsetti latínuskóla á biskupssetrinu, dómskóla (katedralskóla), sem tíðkuðust við dómkirkjur víða í Evrópu. Þegar Hólar í Hjaltadal urðu bLskupssetur árið 1106 komst einnig á skólahald þar. Þar var ,4-eist fyrsta skólahús, sem getið er um hérlendis", seg- ir Einar Laxnes. Menn vita meira um Hólaskóla en aðra lat- ínuskóla hér á landi á þjóðveld- isöld, því frá honum er sagt í sögu Jóns biskups. Hólar vóru um aldir helzta og nánast eina menntasetur Norðlendinga. Norðlendingar tala enn í dag um að fara „heim til Hóla“, þeg- ar þeir leggja þangað leið sína á vit sögunnar, sem gott er gera. í tilvitnaðri íslands sögu segir m.a.: „í dóm- og klausturskólum Evrópu tíðkaðist á miðöldum að kenna hinnar svonefndu 7 frjálsu listir (septem artes liberales), sem skiptus í þríveg (trivium), þ.e. latínu, rök- og mælskufræði, og fjórveg (qu- adrivium), þ.e. stærð- og flatar- málsfræði, stjömufræði og tón- fræði. Ýmsar þessara greina hafa vafalaust verið kenndar í latínuskólum hérlendis; undir- stöðugreinar hafa a.m.k. verið lestur, skrift, latína, söngur, ver- sagerð, trúarjátning, bænir og Davíðssálmar...“ I lok miðalda vóru starfandi hér á landi níu klaustur, sjö munkaklaustur og tvö nunnu- klaustur, eins og áður hefur ver- ið vikið að í pistlum þessum. I klaustrunum fluttu menn lof- gerð til höfuðsmiðs himins og jarðar, tíðabænir og messur. Þar var og unnið gagnmerkt líknarstarf. I skjóli klaustra dvaldi gjaman aldrað fólk (pró- ventufólk) og þangað leitaði fá- tækt farandfólk. En jafnframt vóra klaustrin miðstöðvar bók- legrar menntar. Þar var ekki einungis frætt og kennt. Þar var skrifað á skinn margt af því sem dýrmætast er talið í íslenzkri bókmennta- og menningararf- leifð. Biskupssetrin og klaustrin vóra bæði hornsteinar trúarlífs í landinu og bóklegra mennta og menningar margs konar. Árið 1550 kemur Nýja testa- mentið út í íslenzkri þýðingu Odds Gottskálkssonar; fyrsta bókin, sem prentuð var á ís- lenzku. Það vóra mikil tíðindi. Fjöratíu áram síðar, 1584, kem- ur biblían í heild sinni út á ís- lenzku, Guðbrandarbiblia Þor- lákssonar biskups. Það vóru mikil og gifturík tímamót í þjóð- arsögunni. Þessar tvær bækur, sem vóra nánast eina lesmál kynslóðanna öldum saman, áttu hvað drýgstan þáttinn í því að íslenzk tunga hefur varðveitzt lítið breytt fram á okkar daga. Það verður seint fullþakkað. Móðurmál okkar og bók- menntir, sem varðveita þetta móðurmál og Islands sögu, vóra homsteinar þjóðarvitundar okk- ar, sjálfstæðisbaráttu og full- veldis. Menningararfleifðin rek- ur meðal annars rætur til stóls- skóla að Hólum og í Skálholti, bókmennta og sagnaritunar klaustranna og síðast en ekki sízt þýðingar heilagrar ritningar fyrir móðurmálið, sem hafði óvé- fengjanlega og ómetanlega þýð- ingu fyrir varðveizlu íslenzkunn- ar. Það á ekki og má ekki fara fram hjá neinum Islendingi, hve stóra hlutverki kirkja og kristni gegndu í Islands sögu. Það sem vel hefur gefízt skal og varðveita vel - til langrar framtíðar. Hveravellir eru á Kili VEGNA greinaskrifa í Morgunblaðinu undan- fama mánuði og misseri þar sem komið hefur fram hjá greinahöfundum að Hveravellir séu á Auðkúlu- heiði vill undirritaður koma á framfæri eftirfar- andi: Kjölur þ.e. landsvæð- ið frá Hvitárvatni, Hvítá og Jökulfalli að sunnan milli jökla norður til Seyð- isár og Svörtukvíslar er sérstakt landsvæði sem aldrei hefur verið í nokk- urs manns eign eða jarðar og er eitt skýrasta dæmi um þjóðlendi á miðhálendi Islands og er ekki land- fræðilegur hluti Auðkúlu- heiðar og breytir þar engu um þótt bændur hafi um aldir, eins og sjálfsagt var, haft þar afrétt. Sem dæmi urðu Reyni- staðarbræður úti á Kili skammt frá Hveravöllum en ekki á Auðkúluheiði. Þeim, sem vilja kynna sér málið betur, er bent á eft- irfarandi heimildir. Land- náma, íslendingabók St- urlu Þórðarsonar, Jarða- bók Arna Magnússonar og Ferðabók Eggerts og VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bjarna. Ýmsar heimildir aðrar mætti nefna en verð- ur ekki gert hér. Hafsteinn Hjaltason. Hver hefur ijóma- könnurnar? FYRIR þremur árum, 1996, lánaði ég konu rjómakönnur sem ég átti. Átti að nota þær í boð sem systir hennar hélt. Stuttu seinna fór ég til útlanda og gleymdi þessu þar til seinna. Um síðustu jól ætl- aði ég að nota könnurnar en mundi þá eftir því að ég hafði lánað þær en ég man ekki hverjum. Þannig að einhvers staðar úti í bæ er kona með rjómakönnurnar mínar og man greinilega ekki hvar hún fékk þær lánaðar. Ef viðkomandi kannast við þetta er hún beðin um að hafa samband við Jóhönnu í síma 567 1042. Tapað/fundið Karlmannsúr í óskilum KARLMANNSÚR merkt „Heimir“ fannst í Grafar- vogi. Upplýsingar í síma 586 1399. Kettlingar fást gefins BRANDA, Brúsi og Broddur eru þessir yndislegu 8 vikna, bröndóttu, kassavönu kettlingar. Þeir eru einstak- lega blíðir og kelnir og bráðvantar góð heimili hið allra íyrsta. Upplýsingar í síma 899 6566 og 588 6544. Myndbandsupptökuvél týndist Myndbandsupptökuvél týndist við Glanna 4. ágúst. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 453 6377. Fundarlaun. Ungbarnateppi MARGLITT ungbarna- teppi týndist á Laugavegi eða Háteigsvegi þriðjudag- inn 10. ágúst. Teppið prjónaði móðir handa dótt- ur sinni á meðgöngunni og hefur það mikið tilfinn- ingalegt gildi. Velviljaður finnandi hafi vinsamlega samband í síma 551 0332. (Lilja). Fundarlaun. Kvenmannsúr týndist KVENMANNSÚR með blárri skífu og silfuról týndist í miðbænum í júlí. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 897 9446. ÞETTA er raunar ekki alveg eins og ég hafði séð fyrir mér, LÁTTU þig hverfa. LÖGREGLAN? ÉG verð að biðja ykkur að leita að mann- inum mínum. Ég hef áhyggj- ur af honum, blaðran hans kom ein heim. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er ekki aðeins fjöl- miðlamaður sjálfur, heldur og mikill áhugamaður um fjölmiðla og umfjöllun þeirra á hinum aðskild- ustu efnum. Á þetta líklega við um flesta starfsfélaga Víkverja og gott er að velta reglulega upp því sem vel er gert og einnig því sem hugs- anlegt er að betur mætti fara. Hvert er hlutverk fjölmiðla? Eiga þeir aðeins að miðla upplýsingum og draga fram ólík sjónarmið, eða er aukinheldur skylda þeirra að kafa dýpra í málin, brjóta þau til mergjar og veita lesendum sínum, áhorfendum eða áheyrendum síðan innsýn í niðurstöður rannsókna sinna? XXX UM ÞETTA hafa vitaskuld margir fjallað í ræðu og riti í gegnum árin, en Víkverji rakst ný- verið á skoðun menntamálaráð- herra á þessum málum á vafri sínu um veraldarvefinn. Öflug heimasíða ráðherrans á Netinu hefur oftsinnis orðið tilefni rökræðna, en grípum niður í það sem Bjöm Bjamason hafði að segja: „Þá daga, sem ég var í New York fyrir skömmu, var leit- að að flugvél Johns Kennedys yngra. Var að sjálfsögðu mikið efni um þann sorglega atburð í blöðun- um. Las ég meðal annars áberandi rammagrein í New York Times, þar sem blaðið tók sér fyrir hendur að sýna fram á, að Bill Clinton forseti færi með rangt mál, þegar hann hélt því fram, að hann hefði verið fyrsti forsetinn til að fara með Kennedy yngra um Hvíta húsið, eft- ir að hann fluttist þaðan. Dró blaðið saman efni og staðreyndir, sem gerðu þessi ummæli forsetans að engu. Var þetta gert áreitnislaust og aðeins í þeim tilgangi að upplýsa lesendur um það, sem sannara reyndist." xxx SÍÐAN skrifar Bjöm: „Sjaldan eða aldrei bregðast íslenskir fjölmiðlar við með þessum hætti. Hér komast menn upp með að segja alls konar órökstudda hluti um menn og málefni. Síðan er hringt í einhvem annan til að fá hans hlið. Er stundum unnt að halda lífi í mál- um, ef þannig má að orði komast, í marga daga eða marga fréttatíma með því að leiða fram ólík sjónar- mið. Skilgreina menn óhlutdrægni fjölmiðla sinna oft með þeim hætti, að hún byggist á því, að öll sjónar- mið komi fram að lokum. Fyrir les- endur, áheyrendur eða áhorfendur getur hins vegar verið erfitt að halda þræðinum. Því miður er sjald- gæft, að fjölmiðlar taki sjálfir af skarið og sýni fram á brotalöm í málstað viðmælenda þeirra með því að setja hann í eðlilegt samhengi." xxx ETTA er athyglisverð ádrepa að mati Víkverja og þótt hann geti ekki verið sammála því að öllu leyti að íslenskir fjölmiðlar bregðist sjaldan eða aldrei við með þeim hætti sem hann tekur sem dæmi, þá er jafnljóst að slík efnistök eru of sjaldgæf í íslenskum fjölmiðlum. Að mati Víkverja finnast aðeins slíkar fréttaskýringar í Morgunblaðinu og stöku sinnum á fjölmiðlum ríkisins. í öðram miðlum era þær hverfandi og mætti nefna mýmörg dæmi af áhugaverðum málum sem kveðin era í kútinn á öldum ljósvakans á mettíma með stuttum viðtölum við aðeins tvo aðila, annan með ein- hverju tilteknu efni, hinn þá vænt- anlega á móti. Tvær ítarlegar fréttaskýr- ingaraðir Morgunblaðsins mætti nefna sem dæmi í þessu tilliti. Ann- ars vegar umfjöllun blaðsins um rannsóknir á sviði erfðavísinda og hins vegar umfjöllun um hálendi Is- lands og þá stórbrotnu náttúra sem þar er að finna. I báðum tilvikum var ekki einasta leitað umsagnar og álits fjölmargra aðila, einnig leitað- ist blaðið við að greina kjarnann í málinu og fjalla þannig á hlutlausan og heiðarlegan hátt um viðkvæm deilumál í þjóðfélaginu. í báðum til- vikum var það gert „áreitnislaust og aðeins í þeim tilgangi að upplýsa lesendur um það, sem sannara reyndist“, svo vitnað sé í orð ráð- herrans á heimasíðu sinni. XXX HITT er svo annað, að forvitni- legt hlýtur að vera fyrir áhugamenn um fjölmiðlun að velta því fyrir sér hvers vegna rannsókn- arblaðamennska hefur ekki náð frekari fótfestu á Islandi en raun ber vitni. Sá leiði misskilningur að alvöru rannsóknarblaðamennska eigi aðeins heima á síðum gulu pressunnar hefur oft bægt mönnum af hinum rétta vegi í þessum efn- um, en er ekki tími tii kominn að leggja til hliðar afsakanir um skort á fjármagni og vinnuafli og hætta að tala um nauðsyn slíkrar frétta- mennsku og framkvæma þess í stað? Víkverji telur að þá væri lýðræðinu í landinu betur borgið. En um leið er ástæða til að undirstrika orð ráð- herrans, því allar líkur era á því að einstakir aðilar, t.d. stjómmála- menn, muni hafa sínar skoðanir á slíkri rannsóknarblaðamennsku þegar fram líða stundir, ekki síst ef umfjöllunin snertir þá sjálfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.