Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góður árangur fslendinga í samkeppni ungra evrópskra vísindamanna Vetrarbrautar- þyrping verðlaunuð Páll Marvin Jónsson fararstjóri hópsins, Páll Melsted og Sverrir Guðmundsson, en þeir hlutu fyrstu verðlaun í keppni ungra evr- ópskra vísindamanna ásamt Tryggva Þorgeirssyni, sem stundar nám í Þýskalandi og kom ekki heim á sunnudaginn með félög- um si'num. UNGUM íslenskum vísinda- mönnum voru á sunnudag af- hent fyrstu verðlaun í sam- keppni ungra evrópskra vís- indamanna, sem fram fór í Þessalóníku á Grikklandi. Keppnin er haldin á vegum mannauðsáætlunar ESB og voru lögð fram 57 verkefni frá meira en 30 löndum. Þeir sem kepptu fyrir íslands hönd voru Páll Melsted, Sverrir Guðmundsson og Tryggvi Þor- geirsson, en Páll er nemandi í 6. bekk í Menntaskóianum í Reykjavík og Sverrir og Tryggvi eru stúdentar þaðan frá því í vor. Verkefnið var unn- ið undir handleiðslu stjörnu- og eðlisfræðikennara þeirra þaðan, Vilhelms Sigfúsar Sigmunds- sonar. Þeir tóku þátt í keppn- inni í kjölfar sigurs í Hugvísis- keppninni í vor, en það er keppni ungra vísindamanna á íslandi. Sýna hvemig hægt er að nýta fyrirliggjandi upplýsingar Verkefni þeirra nefnist „The Galaxy Cluster MS1621 +2640“ og fjallar um vetrarbrautar- þyrpinguna MS1621 +2640. „Islenskir stjörnufræðingar, þeirra á meðal Vilhelm leiðbein- andinn okkar, höfðu verið að skoða þessa vetrarbrautarþyrp- ingu með Norræna stjörnu- sjónaukanum á Kanaríeyjum," sagði Páll Melsted í samtali við Morgunblaðið. „Kanadískir vísindamenn höfðu verið að skoða sömu þyrpingu og við fundum gögn frá þeim á Netinu og notuðum þau ásamt þeim gögnum sem Einar H. Guðmundsson prófess- or og forsvarsmaður íslenska hópsins hafði látið okkur fá. Stjörnufræðingar safna gífur- lega miklum upplýsingum við rannsóknir með stjörnukíkjum, sem þeir nota svo ekki allar. Þessar upplýsingar eru samt fyrir hendi og verkefnið okkar sýndi hvernig hægt er að nýta þær. Þær er að finna á Netinu og er mjög áhugavert fyrir nemendur eða þá sem hafa stjörnufræði að áhugamáli að fá að komast inn í ferli þar sem hægt er að vinna með gögn úr stórum sjónaukum án þess að þurfa að komast sjálfír í slíkan sjónauka, því það er bæði dýrt og fíókið að fá aðgang að þeim.“ I niðurstöðu dómnefndar um verkefnið segir meðal annars: „Hópurinn sýndi frábæran skilning á stjarneðlisfræðileg- um gögnum og greiningarað- ferðum þeirra auk hinna grund- vallandi stjarneðlisfræðilegu spurninga sem þeir varpa fram. Vinna þéirra sýnir hina miklu möguleika nýjustu gagna- vinnsluaðferða og Netsins.“ Páll segir keppnina og ferð- ina í heild hafa verið stór- skemmtilega. „Við erum mjög ánægðir með ferðina og það er mikill heiður að fá þessi verð- laun. Þetta er góð hvatning og kemur sér örugglega vel fyrir okkur, til dæmis þegar við för- um að sækja um háskóla erlend- is.“ Sigríður Dúna hitti Hillary Clinton í Washington Strobe Talbott kem- ur í stað Albright Aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Strobe Talbott, kemur hingað til lands á ráðstefnuna um konur og lýðræði við árþúsunda- mót sem haldin verður í Borgar- leikhúsinu í Reykjavík hinn 8. til 10. október nk. að sögn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, formanns framkvæmdanefndar ráðstefnunn- ar. Mun Talbott flytja ávarp í upp- hafi ráðstefnunnar á föstudeginum í stað Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandai-íkjanna. „Ég fékk skilaboð um það að Al- bright þætti ákafiega leiðinlegt að geta ekki komið á ráðstefnuna en að hún hefði mikinn áhuga á henni og þeim málefnum sem hún ætti að fjalla um,“ segir Sigríður Dúna, en Albright verður á ferðalagi með Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, á meðan ráðstefnan stendur yfir í Reykjavík. Stuðningur við kvennabaráttu Hillary Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, tilkynnti hins vegar komu sína til Islands í ræðu á samkomu The National Democratic Institute, frjálsra fé- lagasamtaka sem tengjast Demókrataflokknum og fjalla um mannréttindi og lýðræði, á fimmtu- dagskvöld í Washington. „Á samkomunni tók hún við við- urkenningu samtakanna fyrir framlag sitt til kvennabaráttu og notaði tækifærið í leiðinni til að segja frá ráðstefnunni í Reykjavík. Hún sagðist fara til íslands eftir tvær vikur og tók fram að hún hlakkaði mjög til.“ ísland kjörinn vettvangur fyrir ráðstefnuna Sigríður Dúna kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa talað við Hillary Clinton dágóða stund á fimmtudagskvöld og sagði það hafa verið skemmtilegt að hitta hana. „Hillaty Clinton taldi að ísland væri kjörinn vettvangur fyrir ráð- stefnuna um konur og lýðræði við árþúsundamót af mörgum ástæð- um en fyrst og fremst nefndi hún Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, forsetafrú. „Síðan átti ég fund með starfs- mannastjóra hennar og öðrum sem koma að skipulagningu ráðstefn- unnar. Það er ljóst að enn er eftir að hnýta dálítið af lausum endum og við sem erum að leggja loka- hönd á ráðstefnuna á Islandi get- um búist við breytingum á dagskrá fram á síðustu stundu.“ Eins og sakir standa er gert ráð fyrir því að Hillary Clinton komi til Islands á föstudeginum 8. október en haldi af stað heim snemma á sunnudeginum hinn 10. október. F1 Stækkaft svæði Stykkishólmur Fyrirhuguð leið - um Vatnaheiði Strobe Talbott, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. að það væri vegna langrar lýðræð- ishefðar Islendinga, sögu kvenrétt- inda á íslandi og góðrar stöðu kvenna í íslensku þjóðfélagi," segir Sigríður Dúna. Undirbúningur gengur vel Sigríður Dúna segir að lokum að undirbúningur ráðstefnunnar gangi vel og kveðst vera búin að fara til allra þeirra landa sem senda fulltrúa á ráðstefnuna og tala þar við formenn vinnuhópa, ráðherra sem koma að ráðstefn- unni og fleiri. „Undirbúningsvinna þeirra er í fullum gangi,“ segir hún. „Við er- um hins vegar enn að finna fram- kvæmdaaðila að verkefnum ráð- stefnunnar, þ.e. aðila sem geta lagt fram fjármagn og þekkingu til að fjármagna verkefnin í þátttöku- löndunum.“ 10 km Fallist á lagn- ingu vegar yfír Vatnaheiði SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á gerð nýs vegar yfir Vatna- heiði og endurbætts vegar yfir Kerlingaskarð á Snæfellsnesi eftir að hafa metið umhverfisáhrif þess- ara fyrirhuguðu framkvæmda. Það er nú í höndum sveitarstjóma á svæðinu að velja annan hvom kost- inn, en vegurinn verður lagður bundnu slitlagi og er áætlað að framkvæmdir hefjist fyrri hluta ársins 2000 og að þeim ljúki árið 2002. Skipulagsstjóri ríkisins tók málið fyrst fyrir í vor en úrskurðaði þá að nauðsynlegt væri að ráðast í frekara mat á umhverfisáhrifum þar sem ekki væri ljóst hvor kostur- inn væri fýsilegri. I niðurstöðu skipulagsstjóra nú segir að báðir framkvæmdakostimir, þ.e. nýr 16,5 km vegur yfir Vatnaheiði og endur- bættur 17,4 km langur vegur yfir Kerlingaskarð, muni hafa jákvæð áhrif á samgöngur um norðanvert Snæfellsnes. Stofnunin setur hinsvegar þau skilyrði fyrir framkvæmdunum að það votlendi sem raskist við fram- kvæmdimar verði endurheimt og Iokið verði við fornleifakönnun á áhrifasvæði Kerlingaskarðsvegar. Að mati skipulagsstjóra munu framkvæmdimar ekki hafa í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfi, náttúruauðlindir eða samfé- lag ef farið verður eftir þessu skil- yrðum og öðrum tilmælum. Verkið boðið út í lok ársins eða byrjun næsta árs Vegurinn yfir Vatnaheiði verður 90 metram neðar miðað við hæð yfir sjó en endurbættur vegur yfir Kerl- ingaskarð. í niðurstöðu skipulags- stjóra segir að vegurinn yfir Vatna- heiði verði vegtæknilega öraggari og ódýrari í framkvæmd en vegur yfir Kerlingaskarð, sem sé hinsveg- ar betri kostur með tilliti til áhrifa á náttúrafar. Áætlaður kostnaður við gerð vegar yfir Vatnaheiði er um 460 milljónir króna, en 525 milljónir við Kerlingaskarð. Að sögn Birgis Guðmundssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi, leggur Vegagerðin til að leiðin yfir Vatnaheiði verði valin. Hann sagðist ánægður með að búið væri að fella úrskurð í málinu og næsta skref væri að fá framkvæmd- arleyfi hjá viðkomandi sveitarfélög- um. Hann sagði að ekki væri búið að fastsetja hvenær verkið yrði boð- ið út, en taldi líklegt að það yrði í lok þessa árs eða byrjun þess næsta, en ef úrskurðurinn yrði kærður þyrfti að bíða eftir úrskurði ráðherra áður en nokkuð yrði gert. Kærafrestur vegna úrskurðar skipulagsstjóra rennur út 3. nóvem- ber nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.