Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2     C     SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1999

MORGUNBLAÐIÐ

+

FERÐALOG

Ein fallegasta borg sem Sigríður Sveinsdóttir

hefur komio til er Kraká í Péllandi

Jaf nvel Ijósa-

krónurnar í

námunni eru úr

saltkristöllum

I OKTOBER sl. fór Sigríður Sveins-

dóttir, tónlistarkennarafulltrúi hjá

Kennarasambandi íslands, til Pól-

lands. Tilgangurinn var að hitta eig-

inmanninn, Guðmund Helga Guð-

mundsson, sem var staddur þar í

hafnarborginni Szczecin vegna

starfs síns. Hún náði sér í tilboðs-

miða á Netinu til Kaupmannahafnar

og hélt þaðan með ferju til Swinou-

jscie sem er við landamæri Póllands

og Þýskalands. Siglingin tók um tólf

tíma og þaðan tók við ferð með rútu

til Szezecin. Sigríður segist alltaf

festa kaup á ferðahandbók áður en

hún fer til útlanda til að fræðast um

land og þjóð. Að þessu sinni var það

Turen gár til Polen. Upphaflega

ætluðu hún og Guðmundur, að

leggja leið sína austur á bóginn, t.d.

til Gdansk en söðluðu um og ákváðu

að heimsækja Kraká. Þau tóku næt-

uriest frá Szczecin og komu að

morgni til Kraká.

Merkar byggingar

„Kraká er óneitanlega ein falleg-

asta borg sem ég hef komið til þó

auðvitað hafi hver borg sín sérk-

enni. Kraká verður ein af menning-

arborgum Evrópu næsta ár.

Við höfðum pantað hótel sem

heitir Cracovia og er nálægt gömlu

borginni. Gamla borgin dregur að

sér ferðamenn en hún var umlukin

varnarmúrum sem nú hafa að mestu

verið rifnir niður og í þeirra stað

komnir fagrir trjágarðar. Þar sem

vegalengdirnar eru ekki miklar er

auðvelt að ganga um hana." Sigríður

segir að borgin hafi sloppið vel frá

eyðileggingu síðari heimsstyrja-

ldarinnar og þar er að finna mjög

fjölbreytilegan byggingarstfl.

„Við höfðum einungis þrjá daga

til að skoða borgina og komumst því

ekki yfir að gera allt sem við vildum.

En minnisstætt er til dæmis torgið

Rynek Glówny sem er í miðri gömlu

borginni. Torgið iðaði af lífi þótt

komið væri fram í október og við

það eru einnig nokkrar mjög merki-

legar byggingar. Veitingastaðir eru

allt í kring og sölutjöld þar sem ver-

ið var að selja minjagripi, handverk

og blóm. Þarna voru listamenn við

vinnu sína, t.d. ung kona að vinna

geysilega falleg myndverk á pappír

og notaði til þess liti í úðabrúsum.

Þarna voru líka hljóðfæraleikarar

sem léku áhugasamir fyrir þá sem

vildu hlusta. Ur stórri ámu á miðju

torgi var verið að selja heita glögg."

Ein stærsta altaristafla í Evrópu

„Við torgið er forkunnarfögur

kirkja, Maríukirkja, sem við skoðuð-

um. Þar er m.a. ein stærsta altaris-

tafla í Evrópu sem er unnin úr tré

og sýnir Maríu mey og sögu hennar.

Taflan er þrískipt og lokuð frá

kvóldi og fram að hádegi. Þá er hún

opnuð og sýnir 12 myndir úr lífi

Maríu meyjar. Handbragðið er ein-

stakt en heiðurinn að því á

tréskurðarmeistarinn Wit Stwosz

frá Niirnberg. Myndirnar í töflunni

eru allt að 2,7 metrar á hæð.

Þar sem við höfðum gluggað í

ferðahandbókina á leiðinni til Kraká

mundum við eftir því að á klukku-

stundar fresti heyrist trompetleikur

frá kirkjuturninum á torginu. Til

forna blésu trompetleikarar í fjórar

höfuðáttirnar til að vara við innrás

tatara. Hefðinni hefur verið haldið

við." Hún segir að á torginu sé einn-

ig ráðhústurn frá 14. óld og mjög

stór og falleg bygging sem kölluð er

markaðshöll í dag. Þar inni eru sölu-

básar og hægt að fá varning eins og

pólskan kristal, fallega trémuni og

fjölbreytt úrval af skartgripum úr

rafi og silfri en raf er unnið úr trjá-

kvoðu af hafsbotni.

Mynd eftir Leonardo da Vinci

Sigríður og Guðmundur Helgi

lögðu leið sína á safnið Czartoryski í

Kraká, ekki síst til að sjá með eigin

augum mjög fræga mynd eftir

Leonardo da Vinci, sem heitir

„Kona með hreysikött." „Við náðum

því miður ekki að skoða Þjóðlista-

safnið sem er í markaðshöll-

inni á torginu en þar er

m.a. að finna ýmsar af

myndum   Jans   Matejkos

Segovío er lítil borg ó Spóni

Grillaðir grísir

og ævintýrið

um Þyrnirós

KLUKKAN er að nálgast miðnætti í

borginni Segovíu á Spáni. Upp-

lýstar hallir, kirkjur og klaustur

gefa borginni ævintýraljóma og ef

maður lokar augunum þéttingsfast

sést jafnvel til Þyrnirósar á slaginu

tólf hiaupa niður tröppur miðalda-

kastalans Alcázar sem gnæfír yfír

borgina og minnir óneitanlega á

Disney-ævintýri.

Segovía er lítil borg með um

60.000 íbúa í Kastillu og León-

heraði skammt frá Madríd. Þar er

margt að sjá og skoða, meðal ann-

ars vopnasafh í Alcázar-kastalanum

ög dómkirkjuna sem var síðasta

gotneska kirkjan sem vígð var á

Spáni árið 1678. Auk þess er þar

fjöldi fallegra bygginga frá miðöld-

um sem gaman er að skoða, ekki

síst í mánaskini.

Vinsælt er meðal höfuðborgar-

búa að skjótast til Segovíu um helg-

ar og fá sér snæðing en þangaðer

ríflega klukkustundar akstur. Á

næstunni stendur til að koma á

hraðlestarsamgöngum þar á milli.

Vatnsveita frá tímum Rómverja

Borgin Segovía er meðal annars

fræg fyrir þær sakir að við borgar-

mörkin stendur vatnsveita, vel

Sigríður Sveinsdóttir stendur hér við markaðshöilina á torginu Rynek Gl

Torgið er í miðri gömlu borginni og þar er mannlífið fjölskrúðugt.

AUSTURR.

'¦iíorgfc^p^//   j;

\\>\v\\

Gamli

miðbærinn í Kraká

sem er einn þekktasti málari Pól-

verja."

Þau skoðuðu Wawel sem er gömul

konungshöll og virki í syðsta hluta

bæjarins. „Þetta er 25 metra há

kalksteinshöll og það sem vakti að-

allega athygli okkar þar voru mjög

stór og falleg góbelínteppi á veggj-

um. Konungshöllinn er við ána

Wisla og þar er mannlífið líka mjög

skemmtilegt. Meðfram ánni er t.d.

búið að koma fyrir borðum þar sem

fólk situr og teflir í góðu veðri."

Saltnámurnar stórkostlegar

„Það fara lfklega fáir til Kraká

öðruvísi en heimsækja saltnámurn-

ar Wieliczka. Þær eru í um 13 km

fjarlægð frá Kraká og við tókum

þann kost að taka leigubíl aðra leið-

ina og rútu til baka að lestarstöð-

inni.


varðveittur minnisvarði frá tímum

Rómverja. El Puente kallast vatns-

veitan á spænsku, hún var reist á

fyrstu öld og var í notkun langt

fram á þá nítjándu.

Mikil bflaumferð hefur verið við

þetta gífurlega mannvirki en ný-

lega var skipulaginu breytt þannig

að nú er þar göngusvæði; torg og

göngugata. Ef ætlunin er að sækja

Segovíu heim er því upplagt að

leggja farartækinu skammt frá

vatnsveitunni og virða hana fyrir

sér úr orlítilli fjarlægð áður en

gengið er inn í gamla bæinn.

Grísir eru stolt kokkanna

Göngugatan í gamla bænum iðar

af lífí þetta laugardagskvöld, ungt

fólk, gamalmenni og foreldrar með

					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4