Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56     FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIFILSSTAÐASPITALI 90 ARA
Níutíu ár eru liðin frá því að dyr Vífilsstaðaspítala voru í fyrsta sinn opnaðar fyrir sjúklingum
£
Ný von vaknaði
með starfseminni
r Berklaveiki var afar útbreidd á íslandi um
aldamótin 1900 og lækning við vágestinum
virtist víðsfjarri. Ný von vaknaði hjá þjóð-
inni með stofnun berklahælis á Vífílsstöðum
sem hóf starfsemi sína haustið 1910.
Jóhanna K. Jóhannesdóttir fræddist
um sögu spítalans hjá þeim Hrafnkeli
Helgasyni, yfírlækni til 30 ára, og Þórarni
_____Gíslasyni, núverandi yfírlækni._____
B
>¦ ERKLAR hafa að öllum
líkindum verið með ís-
lensku þjóðinni allt frá
landnámstíð en tóku ekki
að breiðast út svo nemi fyrr en um
aldamótin 1900 og eru breytingar á
búháttum taldar ein aðalástæðan.
Byggð þéttist, litlir þorpskjarnar
mynduðust og með aukinni umgengi
jukust líkurnar á smiti. Berklafar-
aldurinn var seint á ferðinni á íslandi
á miðað við nágrannalöndin og færð-
ist hinn svo nefndi „hvíti dauði" í auk-
§*ma hérlendis eftir því sem leið á nýja
öld en minnkaði annars staðar. Fórn-
arlömbin voru aðallega ungt fólk í
blóma lífsins og því voru djúp skörð
höggvin í þjóðina og voru þær fjöl-
skyldur fáar sem sluppu við sorgina.
Sjúkdómstilfellum fjölgaði ört, smit-
leiðir voru með öllu óþekktar, fáfræði
og ótti réði ríkjum.
Árin 1896-1900 voru 167-266
berklasjúklingar skráðir árlega á ís-
landi en næstu tíu árin þar á eftir,
1900-1910, eru skráðir 204-495
berklaveikir ár hvert. Algengasta
dánarorsök Reykvíkinga á árunum
1911-1925 voru berklar og ollu þeir
fimmtungi allra dauðsfalla á lands-
vísu. Dánarhlutfall vegna berkla hér-
Jendis var og eitt það hæsta í Evrópu
^áilri.
Héraðslæknirinn í Reykjavík,
Guðmundur Björnsson, var maður
hugsjóna jafnt sem framkvæmda og
ber heimildum saman um að hann
hafi átt frumkvæðið að baráttu gegn
berklaveiki þegar árið 1898 þegar
hann þýddi og gaf út danskan bækl-
ing, „Um berklasótt". Útgáfan mark-
aði tímamót þar sem þetta var í
fyrsta sinn sem leitast var við að
fræða almenning á íslandi um út-
breiðsluhætti berkla og varnir gegn
þessum skæða sjúkdómi. Þar með
var stigið stórt skref í baráttunni við
hræðslu og fáfræði almennings sem
áður hafði litið svo á að úrskurður um
berklaveíki jafngilti dauðadómi. Al-
"Thenningí hafði áður verið með óllu
ókunnugt um smithættu og -leiðir
sjúkdómsins og heilu fjölskyldurnar
sýktust og létust. Fræðslurit Guð-
mundar vöktu vonir almennings um
að með réttum viðbrögðum yrði
hægt að takmarka útbreiðslu veik-
innar og jafnvel að lækning við tær-
ingunni væri í augsýn.
Næstu árin beitti Guðmundur sér
fyrir því innan Oddfellowstúkunnar
Ingólfs að koma upp félagsskap sem
skyldi bera veg og vanda af því verk-
efni að reisa fullkomið heilsuhæli fyr-

jr berklasjúklinga. Málið féll í góðan
járðveg enda lét reglan líknarmál
mjög til sín taka. 13. nóvember 1906
var stofnfundur sk.Heilsuhælisfé-
lags. Klemenz Jónsson landritari var
kosinn formaður, Björn Jónsson rit-
stjóri kjörinn ritari og Sighvatur
Bjarnason bankastjóri valinn gjald-
keri félagsins. Félagið starfaði af
fcrafti og setti á laggirnar deildir inn-
an Heilsuhælisfélagsins víða um land
og efndi til söfnunar tO byggingar
heilsuhælis. Þjóðin tók þátt í verk-
efninu og mikið fé safnaðist á
skömmum tíma. Söfnunin barst m.a.
út fyrir landsteinana þar sem jafnvel
brottfluttir íslendingar í Vestur-
heimi lögðu sitt af mörkunum til að
gera drauminn að veruleika.
Innan tveggja ára frá félagsstofn-
un var hafist handa við frekari undir-
búning verkefnisins og var hælinu
valinn staður á Vífilsstöðum. Menn
hugsuðu stórt - hælið skyldi verða
stærsta sjúkrastofnun íslands.
Sumarið 1909 var hafist handa og
hornsteinninn að nýbyggingunni
lagður 31. maí sama ár.
Rögnvaldur Ólafsson var ráðinn
arkitekt og byggingarmeistari húss-
ins en Rögnvaldur hefur oft verið
nefndur fyrsti arkitekt íslands þótt
hann lyki í raun aldrei námi þar sem
hann var sjálfur berklaveikur. Tók
húsbyggingin aðeins átján mánuði og
var hælið tekið til starfa þegar 5.
september 1910 með rúm fyrir 80
sjúklinga. Fullbúið öllum tækjum og
húsgögnum kostaði húsið 300.000
krónur.
Þegar húsið var risið þótti ýmsum
sem ráðist hefði verið í of miklar
framkvæmdir og raddir efasemdar-
manna sögðu hið nýja heilsuhæli allt
óþarflega stórt og rekstrarkostnaður
yðri óbærilegur. Þessar raddir þögn-
uðu fljótt þar sem hvert einasta
sjúkrarúm var setið. Nýja heilsuhæl-
ið þótti svo stórt og glæsilegt að fólk
gerði sér ferð út fyrir bæjarmörkin
Gegnumlýsingu var mikið beitt til að athuga berklasmit.
Sjúklingar á Heilsuhælinu á Vífilsstöðum gistu í tjöldum yfir
sumartúnann, heilsunnar vegna, en einnig út af plássleysi.
til að berja báknið augum - en þorði
ekki mjóg nálægt af ótta við berkla-
smit.
Hælið var síðar stækkað og
sjúkrarúmum fjölgað og voru sjúkl-
ingar um og yfir 200 þegar mest var.
„í dag fyllist brjóstið stolti þegar
manni verður hugsað til dugnaðar
þessara manna sem höfðu hugsjón-
irnar og kraftinn til að koma þessu
húsi upp. Bláfátæk þjóð byggði stórt
og byggði vel og dugnaður og atorka
manna sem störfuðu hér eins og
Helga Ingvarssonar yfirlæknis (yfir-
læknir frá 1. janúar 1939-31. desem-
ber 1967) skiluðu gífurlegu dags-
verki til samfélagsins," segir
Þórarinn.
Allir gluggar opnir upp á gátt
Fyrsti yfiriæknir hælisins, Sigurð-
ur Magnússon, hafði lagt sérstaka
Afmælisrit Vífílsstaða 1935
Vörn snúið í sókn í
baráttunni við sjúkdóma
„FIMMTA september 1935 var 25
ára afmælis Heilsuhælisins á Víf'iis-
stöðum minnzt þar á staðnum að
viðstöddum heilbrigðismálar-
áðherra, starfsmönnum og sjúkl-
ingum hælisins og fjölda gesta, og
tóku til máls heilbrigðismálar-
áðherra Haraldur Guðmundsson
og yfirlæknir hælisins, Sigurður
Magnússon."
Með þessum orðum hefst afmæl-
isrit Vífilsstaða sem gefið var út
árið 1936.
í ritinu er m.a. birt ræða Haralds
Guðmundssonar heilbrigðis-
ráðherra þar sem segir:
„Baráttan við sjúkdóma og mein-
semdir er einn höfuðþátturinn í
menningarviðleitni þjóðanna. Nú
sætta menn sig ekki lengur við að
telja sjúkdóma verðskuldaða refs-
ingu æðri máttarvalda, sem skylt
aé að þola með auðmýkt og undir-
gefni. Nú er snúizt til varnar, reynt
að grafast fyrir rætur þeirra og or-
sakir, reynt að lækna meinin og í
færa í lag það, sem úr skorðum er
gengið. Og vörninni er jafhvel
snúið í sókn, reynt að nema burtu
orsakir meinsemdanna.
Báráttan við sjúkdómana er tví-
þætt: Annar þátturinn er að líkna
þeim sjúku og veita þeim lækningu
og meinabtít eftir föngum, en hinn
að verja þá sem eru enn heilbrigð-
ir, því að betra er heilt en vel gróið.
Berklaveikinn, „Hvíti dauðinn",
hefir um langan aldur verið einn
ægilegasti sjúkdómurinn hérlendis
og hefir enginn einn sjúkdómur
heimtað jafn gífurlegan skatt sem
hann.
Fyrir 25 árum var fyrst verulega
hafizt handa gegn berklaveikinni
hér á landi, fyrir atbeina glögg-
skyggnra og áhugasamra manna
og kvenna. Fyrir 25 árum var þetta
hæli fyrst opnað til afnota fyrir þá
sem berklaveikin hafði þjakað. Með
stofnun þess var sttírt spor stigið til
framfara, nýtt tímabil hafið, ekki
aðeins í baráttunni við berklaveiki,
heldur gegn sjúkdómum og van-
heilsu yfírleitt. Vífílsstaðir voru
fyrsta íslenzka sjúkrahúsið sem
nokkuð verulega kvað að.
Þrjú siðustu árin lítur úr fyrir að
árangur sé farinn að sjást af þess-
ari baráttu, því að dauðsföllum af
völdum berkla hefur fækkað all-
verulega. Er fróðlegt að sjá hvern-
ig framhaldið verður, og bíða
menn þess nú inilli vonar og ótta.
Vel sé þeim er reistu þetta hæli
og fremstir hafa staðið í baráttunni
við „Hvíta dauða". Vel öllum þeim,
sem berjast gegn sjúkdómum og
orsökum þeirra. Ég, við 611, þökk-
um þeim."
stund á berklalækningar og kynnt
sér mál þeim viðkomandi víða. Yfir-
hjúkrunarkonan var dönsk, dugnað-
arforkur að nafni Karen Christensen
sem starfaði á Vífilsstöðum fyrstu
tvö starfsárin. Þrjár íslenskar hjúkr-
unarkonur voru einnig ráðnar til
starfans, þær Sigríður Magnúsdótt-
ir, Þuríður Jónsdóttir og Sigríður
Sigurðardóttir. Fyrsta íslenska yfir-
hjúkrunarkonan var Magdalena
Guðjónsdóttir sem tók til starfa 1.
september 1924.
Á upphafsárum heilsuhælisins
þekktust enn engin lyf til lækningar
berklum. Grundvallaratriði í með-
ferð sjúklingana voru útiloft, kjarn-
góð fæða og hvíld með hæfilegri
hreyfingu. Sjúklingar og starfsmenn
segjast aldrei muna til þess að glugg-
ar hússins hafi nokkru sinni verið
lokaðir heldur stóðu þeir allir ævin-
lega upp á gátt - að undanskildu ár-
inu 1918 þegar öskufall úr Kötlugosi
gerði slíkt illmögulegt. Þröskulda
var hvergi að finna innanhúss þar
sem þeir hömluðu loftstreymi og
skrifuðu læknar upp á sérstaka úti-
vist í sk. Leguskáía sem var vestan
við Hælið rétt eins og um lyfseðla
væri að ræða. Þar sem hæfilegur
kuldi var talinn herða sjúklingana
var hverjum sjúklingi þannig
„skömmtuð" útivera og var tekið inn
í reikninginn hvort sjúklingurinn
væri nógu heilsuhraustur til að bera
sjálfur teppi eða poka með sér sem
yfirbreiðslu eða þyrfti á aðstoð
hjúkrunarkonu að halda.
Sérstök barnadeild var rekin við
Hælið sem og skóli þar sem þau
fengu ekM að ganga í skóla með heil-
brigðum börnum vegna smithættu.
Heilsuhælisfélagið sá um rekstur
Vífilsstaða til 1916, með nokkrum
styrk úr landssjóði, en eftir þann
tíma tók hið opinbera við öllum
rekstri sjukrahússins.
Gífurleg þrengsli voru á hælinu
þegar mest var og aukarúm sett inn á
allar stofur. Á sumrin var gripið til
þess ráðs að láta sjúklinga gista í
tjöldum úti í hrauninu. Fyrir siðsem-
issakir voru það aðeins karlsjúkling-
ar sem gistu tjöldin og fengu mat og
þjónustu frá Hælinu.
Gjörbreyting verður á allri með-
ferð berklasjúklinga þegar berkla-
lyfin koma til sögunnar. Árið 1944
finnur danskur læknir upp lyfíð
PAS-streptomycin sem ölli straum-
hvörfum í berklalækningum. Hrafn-
kell segir yfirlækninn á berklahælinu
hafa klökknað þegar hann lýsti
fyrsta skiptinu sem hann gaf dauð-
vona sjúklingum sínum lyfið sem af-
stýrði áður vísum dauða. „Gömlu
berklalæknarnir voru einstakir
menn - mikil góðmenni með sérstakt
fas enda hafði starfið mótað þá. Þeir
þurftu árum saman að horfa hjálpar-
vana upp á kornunga sjúklinga sína
deyja og úrræði voru fá eða engin."
Öflugasta lyfið í baráttunni, Isoni-
azid, kom svo árið 1952 og með réttri
blöndu lyfjanna var fyrst hægt að
lækna alla berkla.
Blásinn - brenndur - höggvinn
Löngu áður en lyfin komu til sög-
unnar var öðrum aðferðum beitt til
að reyna að sigrast á sjúkdómnum. í
byrjun aldarinnar fann ítalskur vís-
indamaður, Forlanini, upp á sk.
blásningu þar sem lofti var blásið inn
í brjósthol sjúklings til að fá lungað
til að falla saman. Þessir sjúklingar
voru með berklaígerð og -holur á
lunga. Aðferðin var árangursrík og
batahorfur sjúklinga jukust. Aðferð
þessi ruddi sér til rúms i Evrópu og
var fyrst notuð á Heilsuhælinu árið
1912. „Fólk gekk oft mánuðum og
jafnvel árum saman með þetta loft-
brjóst, sem svo var kallað. Sjúklingar
komu reglulega í eftirlit þar sem loft-
þrýstingur var mældur og fyllt á loft-
ið eftir þörfum," sagði Hrafnkell og
taldi ekki ósennilegt að blásningar-
tækið væri enn til á Vífilsstöðum.
Blásningin reyndist ekki duga öll-
um sjúklingum þar sem stundum
komu í ljós samvextir frá lunga yfir í
brjóst þannig að lungað gat ekki fall-
ið saman.
„Þessir samvextir voru oft einmitt
þar sem berklaholan var og þá var
siður að brenna. Brennslan var fólgin
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
44-45
44-45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 86
Blašsķša 86