Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 5
I I MIÐVIKUDAGUR 1. desember 1965 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvsemdastióri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson .lón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar Tómas Karlsson Aug lýsingastj : Steingrimur Gíslason Ritstj skrifstofur i Bddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusimi 12323 Auglýsingasím) 19523 Aðrai skrtfstofur, sfmi 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán innanlands - f lausasölti kr. 5.00 eint - Prentsmiðjan EDDA b.f Tregur bandamaður í dag eru liðin 47 ár síðan ísland hlaut fullt sjálfstæði. f ■ o er ekki langur tími, en á þessum tíma hafa þó gerzt n i breytingar á íslandi en á mörgum öldum áður. Við- hoi -in, sem nú blasa við, eru um margt gjörólík þeim, sem þjóðin horfðist í augu við fyrir 47 árum. Ein meginbreytingin, sem hefur orðið á þessum tíma, er sú að ísland hefur færzt í alfaraleið, að margvísleg alþjóðasamvinna fer sívaxandi, að skiptin við umheiminn aukast dag frá degi. Einangrunin er íslenzku þjóðemi og íslenzkri menningu ekki sama hlíf og áður. Þetta krefst nýs og öflugs vökustarfs, ef íslendingar ætla sér ekki að týnast í þjóðahafinu fyrr en varir. Hætturnar, sem hér steðja að, eru margvíslegar. Þær stafa frá margvíslegum erlendum menningaráhrifum. Þær stafa frá erlendu fjármagni, sem gæti verið búið að fá hér lykilstöðu áður en þjóðin vissi af, ef hún gætti sín ekki. Þær geta stafað frá erlendum stórveldum, er vilja fá hér varanlegar bækistöðvar. Fleira mætti telja Það er mikill misskilningur, að þessum hættum verði varizt með því að loka sig inni eða með einhvers konar hlutleysi. Engin þjóð getur alveg dregið sig 1 hlé í heimi nútímans. Hjá því verður ekki komizt að fylgjast með í þróuninni. Allt veltur hins vegar á því, hvernig það er gert. Erlendir menn, sem hafa ritað um þátttöku íslands í vissu alþjóðasamstarfi hafa oft sæmt ísland þeirri nafn- bót, að það væri tregur bandamaður. Oftast hefur það fylgt, að Framsóknarflokkurinn bæri öðrum flokkum meiri ábyrgð á þessari tregðu. Við þetta skal fúslega kannazt. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan lagt á- herzlu á, að farið væri að með fyllstu gát í s^amstarfi við erlenda aðila og aldrei væri misst sjónar á hinni algeru sérstöðu íslenzku þjóðarinnar, sem m.a. \felst í smæð hennar- Þegar aðrir flokkar voru búnir að fylla herstöðina hér með erlendum verktökum og verkafólki átti Fram- sóknarflokkurinn meginþátt í því, að því var hætt. þ>egar aðrir flokkar voru búnir að leyfa óheft ferðalög her- manna til Reykjavíkur, kom Framsóknarflokkurinn á miklum takmörkunum í sambandi við þessi ferðalög. Framsóknarflokkurinn fékk og settar reglur um, að erlenda sjónvarpið yrði bundið við herstöðina eina, en illu heilli var því breytt. Framsóknarflokkurinn átti meginþátt í því, að ísland setti sérstök skilyrði fyrir inn- göngu sinni í Nato. Framsóknarflokkurinn réði því, að ekki var gefizt upp fyrir Bretum í hinni fyrri landhelgis- deilu, eins og gert var i hinni síðari Framsóknarflokk- urinn hefur jafnan lagt áherzlu á, að sýnd vrði fyllsta gát í sambandi við erlent einkafjármagn.. Vegna þeirra ástæðna, sem hér hafa verið raktar, og annarra hliðstæðra. hafa þeir útlendingar. sem álíta smá- þjóð eiga að vera þæga i skiptum, 0efið íslendingum nafnið tregir bandamenn Þeir útlendingar sem eru þroskaðri og menntaðri skilia hins vegar. að þetta stafar af nauðsynlegri varúð smáþjóðar sem finnur nauðsyn þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en vill bó í engu glata sjálfstæði sínu. þjóðerni og menninvu í augum þessara manna hafa íslendingar stækkað við þessa fram- göngu. '\ Aukin margvísleg samskipti við umheiminn verða ekki umflúin Þau skapa íslenzku þjóðerni og íslenzkri menningu margvíslegan vanda Þess vegna má aldrei falla niður það vökustarf. sem í augum skammsvnna og yfirgangssamra útlendinga gera íslendinga að tregum bandamönnum. i' r f' i: i: i: 'iin'iii li' TÍMINN Við lifum einn dag Jakobína Sigurðardóttir: DÆGURVÍSA Skuggsjá gaf út. Ef til vill mun ýmsum þykja það nokkurr; furðu gegna, að íslenzk sveitakona á síðari hluta tuttugustu aldar skuli geta skrif að svo ágæta skáldsögu, sem Dægurvísa er. Og sú skáldsaga er ekki úr sveitajífi, heldur mannlífskviku höfuðborgarinn- ar. Hér sætir þó ekkj jafn mikl um undrum og á yfirborði sýnist. Skilin milli sveitar og kaupstað ar eru ekki eins greinileg og áð ur. Margir eru nú orðið börn beggja þeirra heima. .Þag mun og koma í ljós, að sveitalifið á íslandi er enn gróðurmold skáld skapar. Jakobína Sigurðardóttir er fædd vestur á Homströndum og alin þar upp. En hún verður samt engin afkimaheimótt, held ur kynnist á. æskuárum stærra sviði og fleiri hliðum mannlífs, þar á meðal nýborgarlífi, flyzt síðan til búsetu austur í Mývatns sveit og gerist þar húsmóðir. Vafalaust unir Jakobina mjög við lestur, eftir því, sem annir dags leyfa. og hún fær betri frið til sjálfstæðs mats en þeir, sem ekki standa upp úr iðu borgar- lífs. Að vísu getur slíkt mat og persónuleg viðhorf orðið einhæf ara og einstrengingslegra en það verður ætíð miklu sterkara og hreinna í línum. Jakobína Sigurðardóttir er skáldmælt vél, og ljóð hennar hafa vakið nokkra athygli. Þó er augljóst, að hún er meiri smiður á laust mál og sagnagerð. SmásögUr hennar „Punktur á skökkum stað“, vöktu mikla at- hygli, og áttu skilið þá viður- kenningu, sem þær hlutu. Þar var mest um verð kunnáttan. Jakobína Sigurðardóttir sjálfsaginn, bygging sagnanna, góður málsmekkur og lífsskiln- ingur fremur en umbrotasöm ný sköpun. Skáldsagan Dægurvísa ber flest hin sömu einkenni en er þó miklu þroskaðra skáldverk. Hún er saman sett af miklum hagleik og byggingarlist. .Höf- undurinn gerir nákvæma teikn- ingu af verkinu og fylgir henni síðan í gerð þess mjög ítarlega og með hörðum aga. .Þar er eiginlega hvergi vikið frá bygg- ingarsamþykktinni. Sagan er hús og í þessu húsj skáldsins eru margar vistarverur, og fólkið eigi sérlega samvalið. Eigi ag síð ur er það vel valið og nákvæm- lega í samræmi við teikninguna. Þar búa hreiiw^taðir fuþtrúar þess borgarlífs, sem höfundur- inn ætlar að setja á svið, og leik stjórinn er harðráður. Sagan er leikrit. .Skyldi það ekki hvarfla að Jakobínu að skrifa næst sviðs verk? í þessu húsi skáldsins býr barnið og framtíð þess, öldung- urinn og gröf hans, nýríkisfólkið með nýja bílinn, ungu elskend- urnir í draumheimi, vonsvikna piparmeyjan oo alvarlegi sveim huginn. Þetta fólk lifir lifi sinu bókina á enda í hornum sínum einn eilífðardag. Lífsmyndimar skiptast á, lesandinn gengur á millj góðbúanna og lítur sem snöggvast inn, en hefur jafnan litla viðdvöl. Flest er það trúlegt, sem fyr- ir augu ber, og húsfólkið er yfirlejtt ekkert skrítið, heldur hlýðin börn eðlis síns, tíma og umhverfis. Allt er í samræmi og með vissum hætti samtengt eins og veggir hússins, en samt opn- ast nýr heimur í hverri vistar- veru. .f þessum samleik er mest ur styrkur þessarar skáldsögu fólginn. .Samúð bg andúð höf- undarins eru oftast nær réttu megin, en yfirskyggja þó ekki skynjun eða mat. Það mundangs hóf er höfundi mikilvægast í sambúð við sögufólk sitt. Fyrir bregður þó, að höfundi verður hált á þessu svelli í sögunni. í lýsingunni á fánýtisleik ungu nýríkiskonunnar er ekki gætt nægilegs hófs. .Þar er ofleikið. Sama má segja um ástaleik ung linganna á skýi draumsins, sem orðinn er harður veruliekj án þess áð þau vakni. En þetta eru undantekningar, sem ná ekki að spilla byggingarlist sögunnar svo að teljandi sé. Hitt er svo miklu stærra, s-em vel tekst. Bezt tekst að lýsa börpum sögunnar. drengnum og öldungnum. Rótleysisblærinn, sem yfir sögunni hvílir, er tímanna tákn. Allt er á hverfanda hveli, og eng in úrslit verða, nema dauðinn hreppir sitt. Það er við hæfi. Framtiali~ 3 nis 15 Maurildaskógur Jóns úr Vör Jón úr Vör: MAURILDASKÓGUR Menningarsjóður gaf út. Jón úr Vör er velvirkt skáld og sjálfstæður túlkandj nýs ljóð forms af erlendu bergi. Hann erj ar sama garð og ræktar sömu blómin alla ævi, leggur i það alúð sína og ástúð með nostri og þolinmæði. Orðin eru valin- steinar, sem hann fágar og rað- ar án ríms, en þó eftir enn harð ara lögmáli oft og einatt. Jón hefur þegar unnið sér fastan sess í ljóðasögu íslendinga, og þaðan verður honum ekki vikið þótt eitthvað hnjaskist annað og nýir menn með nýja siði kom' til sögu. Lítill vaf; er á því, að Jón hef ur mestar fyrirmyndir sótt til sænskra ljóðskálda, sem brutu vakir á ís gamallar ljóðhefðar um 1930 Engu að síður eru Ijóð Jóns rammíslenzk, bæði að máli, myndum og efnistökum Þessi litla bók, sem gerð er af sérstakri smekkvísi Harðar Ágústssonar skiptist i þrjá kafla Fyrst eru nokkur frum samin ljóð Sum þeirra eru fagur dregnar málmyndir með lífslit önnur bua yfir launhæðinni á deilu eins og Hátíðarræðan og enn önnur rpinnj gagnrýni eins og Þegar drottningarmaðurinn kemur Skernmtilegt finnst mér þetta litla Ijóð um Akureyri: Jón úr Vör Mjúkum höndum hefur morgunregnið strokið rykið af túnum og þökum þessarar fallegu borgar Nú speglar hún sig snöggvast i í sólfáðum polli, lítil stúlka. Ætlar hún suður ? Vaðlaheiðin brosir, ennþá dálítið þingeysk. Annar kaflinn er þýðingar á ljóðum eftir Harry Martinson. Jón er augsýnilega heimagangur í ljóðum hans og skilur þau nærri eins vel og mál sjálfs sín. Að vísu virðist alúðin við orð- fágunina ekki vera eins mikil og í eigin ljóðum, en engu að síð ur finnst mér þarna ákaflega vel á verki tekið. Þriðji hlutinn er þýðingar á ijóðum eftir sænska skáldið Olof Lagercrantz. .Þetta eru eiginlega þrír ljóðabálkar, j sem nefnast Nokkrar línur, Lokadansinn og Fuglinn er trúr. í síðasta bálkin um erljóðnafnið Maurildaskógur sem Jón gerir að bókarheiti. Skil ég ekki, hvað honum gengur til nema líta beri á það sem skreyt ingu í upphafsstaf og annað ekki. Eg skal ekki dæma um þýðing ar Jóns á Lagercrantz. Til þess er mér skáldskapur hans of fram andi. ,E.n margt er þama hag- lega og skemmtilega sagt.. Þeim sem yrkja órímað mynda mál hættir til þess að sínota hljómfögur eða litrík orð, svo að þau koma aftur og aftur ai- veg eins og þægileg rímorð hjá öðrum. Þessa gætir stundum hjá Jóni. Eg mah ekki. hve orðið sóþ fáður kemur oft fyrir í þessari bók, en það verður þar heimarík ur kunningi. A&.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.