Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						i7i
ekki í ljóðum? Var þér ekki heitt um
hjartaræturnar á eptir ? Eg vildi bara, að
eg hefði séð þig innan um alla þessa em-
bættismenn og burgeisa! Ja, sei, sei, —
Þeir hefðu átt að vita, í hvaða ástandi
eg hef stundum séð þig! Ef þá hefði
grunað —
Elskan mín góða, gerðu það fyrir mig,
að hætta meðan tíð er til við þennan sjón-
arleik! Farðu að mínum ráðum og hættu
hið bráðasta!
Satt að segja, minn háttvirti, ertu að
ekki að eins dóni; þú ert þar á ofan sauð-
heimskur. Mig langaði að segja þér þetta
og nú skal eg sanna þér, að svo er. —
Einu sínni hélstu að eg elskaði þlg; stend-
ur það ekki heima? Og þú varst svo
sannfærður um það, að síðasta kvöldið,
sem þú varst hjá mér og raukst út i fússi
og þóttist vera vondur, þá var þ&ð hrein
og klár uppgerð; þá snerir þér við og
hélzt að eg færi að dekstra þig! Þú var-
aðir þig ekki á því, greyið, að sá, sem þú
varst hræddur við, stóð þá á hurðarbaki
og heyrði allt saman ! En þú heyrðir ekki
.til okkar á eptir! Eg'get sagt þér eins
og er : við dönsuðum af kætinni, hlógum—
eg ætlaði jafnvel að fá krampa  af hlátri I
En hvað eg var búinn að gabba þig
lengi! Hver hræða í allri Parísarborg
vissi það og talaði um það: menn bara
skemmtu sér við það! Þú varst sá eini.
sem ekkert sást og ekkert skildir; bæði
blindur og heyrnarlaus.....1
Heyrðu nú: Eg hef aldrei kært mig
minnstu vitund um þig sjálfan — en um
gjafirnar frá þér. Eg elska. Jón, eg tilbið
hann og eg dæi af sorg, ef eg kæmist að
því, að hann héldi við aðrar.
— Sérðu ekki hvað þú ert vitlaus?
Kannastu nú við það! Eg ræð þér fast-
lega til þess að koma hvergi fram sem
landsins faðir. Þér fer það svo illa. Og
ef eg á að segja þér eins og er, mundirðu
verða hálfu hlægilegri í þeirri rollu en í
ástarollunni sælu.
Svo óska eg þérog þínum alls hins bezta
og að æfi þín  megi  líða í baráttu  fyrir
fósturjörðina (!).  Berðu þig samt  að sofa
rólega og hafa  stillingu á geðsmununum.
Farðu svo norður og niður!
Klóthildur Dupont.
Þri ðj a b r éf.
fíjartkæri Artúr!
Bréf þitt meðtekið 1 þessu augnabliki,
Sömuleiðis póstávísunin. Hjartans þakkir
fyrir! Þú ert inndæll. Þú kemur þá á
þriðjudaginn. Blessaður komdu! Kærðu
þig ekki um bullið úr mér í síðasta
bréfi. Þú ert. konungurinn og enginn
kemst í hálfkvisti við þig. Svo kyssi eg
þig hundrað kossa, dengsi minn! Þúsund
sinnum þegar við hittumst.
Þín einlæg Klóthildur.
Hval
40 álna langan rak nýlega á Tvískerja-
fjöru í Öræfum.
Slysför.
Aðfaranóttina 4. þ. m. fyrirfór sér gipt
kona frá Hvammi í Lóni Bergljót
J ó n s d ó 11 i r (frá Hofi f Öræfum Þorláks-
sonar). Hafði hún verið nokkra daga til
lækninga á Reynivöllum í Suðursveit, en
gisti á Stapa 1 Nesjum á leiðinni heim til
sfn laugardagskveldið 3. þ. m. Var horf-
in úr rúminu um morguninn og fannst
dauð í Þveitinni, vatni fyrir innan Bjarna-
neshverfið. Hún hafði verið þunglynd
um hríð og heilsubiluð, en myndarkona.
Var komin hátt á fertugsaldur.
hamri Magnússonar á Bakka á Kjalarnesi
(-j- i8i5)Hallgrímssonar áBakka Þorleifs-
sonar Jónssonar Indriðasonar, en móðir
Hallgríms var Guðrún Eyjólfsdóttir Hall-
grímssonar sálmaskálds i Saurbæ Péturs-
sonar. Af börnum Halldóru heit. og
manns hennar lifir að eins eitt: Árni verzl-
unarmaður í Rvík. Annar sonþeirraAs-
mundur að nafni dó í latínuskólanum,
mesti efnispiltur.
Hinn 18. þ. m. andaðist hér í bænum
eptir þunga og langa legu Armann
J ó n s s o n , sonur Jóns Arasonar og Ingi-
bjargar Sigurðardóttur, er lengi var í Skál-
holtskoti. Hann var rúmlega fimmtugur
að aldri. Kvæntur var hann eitt ár Á-
gústu Eiríksdóttur, systur frú Guðrlðar
Thorsteinsson. Hún dó mislingasumarið
1882 af barnsförum. Ármann heit. var
stillingarmaður og að öllu hinn vandaðasti
og bezti drengur. Hann var mállauseða
þv( sem næst frá unga aldri, en kunnugir
menn gátu skilið hann furðanlega vel án
fingramáls.
Sumarið
sem er að kveðja í dag hefur verið svo
einmuna gott hér á Suðurlandi frá upphafi
.til enda, að lengi mun í minnum haft,
hver dagurinn svo að segja öðrum betri
til sumarloka. I hinum fjórðungunum hef-
ur þetta sumar apt'ur á móti verið eitt-
hvert hið lakasta, og í sumlim héruðum
svo, að naumast nokkur heytugga hefur
náðst óskemmd. Einna lakast er látið af
ástandinu í Strandasýslu norðanverðri. I
Trékyllisvík er t. d. sagt, að bændurhafi
borið töðuna af túnunum í sjóinn, svo ger-
skemmd var hún orðin. En bót er það
mikil í máli, að kaupfélag Strandamanna,
er á töluverðan sjóð, og er eitthvert hið
bezt stadda kaupfélag landsins, mun hafa
allmiklar kornbirgðir aflögu til fóðrunar
búpenings þar f sýslu í vetur.
Réttdæmis-mælivog bæjarfóget-
ans  hérna  reyndist með sömu annmörk-
unum  sem  áður  við yfirréttinn  nýja  á
mánudaginn var í »títuprjónamáli« Krist-
jáns Jónssonar  assessors gegn  útgefanda
þessa blaðs, — sektin færð niður um helm-
ing (niður í 50 kr.). — Heyrzt hefur, að
einhverjar umleitanir séu í hinum yfirrétt-
ardómaranum, Landvarnar-sendiherranum
nafnkunna, að láta títuprjónana sína sigla
og láta skoða þá í hæstarétti(!). En hann
kvað ekki vilja kosta neitttil þess úrsfn-
um vasa, og er því allhætt við, að hann
fái hryggbrot,  og verði sagt, að hann sé
ekki  ofgóður að kosta þetta  sjálfur,  ef
hann langar til að halda þessu barnaspili
lengur áfram.  Reykvíkingar hafa líka ver-
ið svo hugulsamir, að hvíla manninn frá
þingstörfum  sjálfsagt fyrir  fullt  og allt,
svo að hann getur haft því betra næði til
að þjóna sinni eigin lund.  En hvað sem
þessum vísu herrum J. J. og Kr. J. þókn-
ast að gera frekar í þessu hlægilega mála-
vastri  þeirra, munu fiestir álíta, að  lítið
hafi orðið úr því högginu, er svo háttvar
reitt hjá  þeim,  og að orðstír þeirra hafi
lítt aukizt við þetta vesaldarlega þakkará-
varp(!) til Þjóðólfs fyrir athugasemdirhans
um  pólitiska starfsemi þessara herra, því
að ekki  er mála-hégómi  þessi  af  öðru
sprottinn.
Mannalát.
Hinn 7. þ. m. andaðist hér 1 bænum
Halldóra Á r na dót ti r ekkja Eiríks
Ásmundssonar, er lengi bjó í Grjóta hér
í bænum. Hún var dóttir Árna, sem bjó
í  Brautarholti  Magnússonar  á  Útskála-
SilfurbrúOkaups
landshöfðingjansogfrúarhansvarminnst
hér í bænum 18. þ. m. með veifum á
hverri stöng. Nokkrir bæjarbúar færðu
þeim hjónum að gjöf standskál úr silfri,
hinn bezta grip, er kostað hafði 800 kr.
Um morguninn snemma lék lúðrafélagið
nokkur lög á horn úti fyrir landshöfð-
ingjahúsinu, og um daginn færðu ýmsir
bæjarbúar þeim *hjónum heillaóskir.
henni kom frá ísafirði Hannes Hafstein
sýslum. og bæjarfógeti, Lárus Snorrason
kaupm. o. fl. »Laura« brá sér til Kefia-
víkur á leiðinni hingað og selti þar á
land nýja Útskálaprestinn, séra Kristinn
Daníelsson frá Söndum, með skylduliði
sfnu öllu og öðrum flutningi.
Málarlnn Ásgrimup Jónsson
úr Arnesssýslu, er styrk fékk af þinginu
í sumar, er nýkominn hingað til bæjar-
ins, en siglir til Hafhar með »Laura« á
morgun. Hann hefur í sumar dvalið lengst
í Hreppunum í Arnessýslu, óg ferðast
austur á Rangárvöllu. Hann hefur og
verið uppi í Borgarfirði. Hefurhannmeð
sér allmörg málverk af ýmsum stöðum,
þar sem hann hefur verið í sumar, og
eru flest þeirra ágætlega vel gerð. Sum-
ar myndirnar eru ekki fullbúnar, að eins
frumdrættir (skitser). Hann hefur og
málað andlitsmynd af séra Valdimar Briem
mjög góða. Málverk þessi voru til sýnis
í gær, og eru það einnig í dag 1 Melsteðs-
húsi (húsi Kristilegs unglingafélags). Með-
al þeirra |ru mörg frá Vestmannaeyjum,
er Asgrímur málaði þar í vor. Virðist
hann vera mjög gott efni í listamann, og
fé því vera vel varið, sem honum hefur
veitt verið til að æfa sig frekar í málara-
listinni, enda heyrðust engin mótmæli frá
nokkrum þingmanni gegn þeirri fjárveit-
ingu, og er það þó sjaldgæft, er um styrk-
veitingar til einstakra manna er að ræða.
Ásgrimur gerir ráð fyrir að koma hingað
aptur að sumri.
Ávarp til konungs vors
á 40 ára ríkisstjórnarafmæli hans 15.
nóv. næstk., hefur verið samið af nefnd
mannaúr bæjarstjórninni (J. Magn., Þórh.
Bj. og Kr. J.) og verður sent héðan nú
með »Laura«. Það liggur frammi til undir-
skripta í landsbankanum í dag og fyrri
hluta dags á morgun.
„Laura"
kom af Vesttjörðum í fyrra kvöld. Með
Eptirmœli.
Hinn 28. f. m. andaðist Hannes Magnús-
son bóndi í Deildartungu; hann var fæddur
að  Vllmundarstöðum  í  Reykholtsdal,  17.
nóv. 1839.  Faðir  hans var hinn nafnkunni
merkisbóndi Magnús Jónsson á Vilmundar-
stöðum,  en  faðir Magnúsar var Jón bóndi
á Þorvaldsstöðum  í Hvítársíðu,  hreppstjóri
Síðumanna, sonur Auðuns bónda í Hrísum
í Flókadal, Þorleifssonar hins auðga, bónda
á Hofsstöðum f Hálsasveit, Ásmundarsonar
á  Bjarnastöðum  (  Hvítársíðu,  Ólafssonar
bónda á  Bjarnastöðum,  sonar Jökla-Helga,
Ólafssonar, Sveinssonar.   Það  er göfug og
fjölmenn bóndaætt í Hvítársíðu og víða um
Borgarfjörð.   Móðir  Hannesar  bónda var
Ástríður dóttir Hannesar á Steinþórsstöðum,
Jónssonar  frá  Höfða, Jónssonar (  Kvíum
Brandssonar.   Þau  Magnús bóndi og Ást-
ríður giptust 23. júlí 1838.   Móðir Hannes-
ar á Steinþórsstöðum  var Sigríður Hjálms-
dóttir bónda í Norðtungu (d. c. 1745), Guð-
mundssonar  á  Hafþórsstöðum  (d.  1707),
Hjálmssonar  (Hamra-Hjálms)  á   Skarðs-
hömrum  (d.  eptir  1681),  Guðmundssonar
bónda  á  Merkigili  í  Skagafirði,  lögréttu-
manns í Hegranesþingi (d. 1681), Kolbeins-
sonar  á  Merkigili  (bartskera  Guðbrands
biskups,  1594—d. 1616),  Hjálmssonar [lög-
réttumanns í Eyjafirði (d. eptir 1579) Sveins-
sonar].  Þegar Hannes Magnússon kvæntist,
reisti  hann  bú ( Deildartungu,  og gerðist
brátt hreppstjóri Reykdæla.   Því starfi hélt
hann til dauðadags, og var það eigi öðrum
betur fengið.  Hannes var jafhan stoð sveit-
ar sinnar og sannnefndur.   Hann bjó hinu
. bezta búi, og lagði þó ærið í kostnað, bæði
við  uppeldi  hinna  mörgu barna sinna og
fósturbarna,  og  eigi  síður  vegna  hinnar
miklu gestrisni, er heimili hans sýndi hverj-
um, sem  þar bar að garði.   Hannes  var
gætinn maður og vitur,  fáskiptinn um ann-
ara mál,  en  ráðdrjúgur  og ráðheppinn, ef
hans  var  leitað,  sem  opt þurfti við.  Má
segja  að  hann væri maður bæði djúpvitur
og góðgjarn í ráðum,  og öll var framkoma
hans  svo  prúð,  að  fá dæmi finnast slíks
heimilisföður, sem hann var. Og þótt hann
sýndist fremur fáskiptinn hversdagslega, var
hann þó síglaðúr og skemmtandi, hver sem
við hann mælti, svo að allir, er hann þekktu,
hlutu að líta hann með virðingu og vinar-
hug. Hann var sístarfandi á heimili sínu,
og hélt þar öllu í reglu með frábærri elju
og stillingu. Mun jörðin Deildartunga lengi
bera menjar þessa merkismanns. Hannes
var kvæntur Vigdísi Jónsdóttur bónda í
Deildartungu (Jónssonar, Þorvaldssonar). Þau
hjón voru mjög samvalin, og mátti það sjá á
heimili þeirra, sem jafhan var fyrir flestum
öðrum, að rausn og reglusemi. Þau hjón
eignuðust 7 börn, er til aldurs komust, en
eitt barna sinna misstu þau á þroskaskeiði,
það var sonur, er Magnús hét, hið líklegasta
mannsetni. Sex börn þeirra ,eru á lífi, og
þegar komin úr æsku: Jón, Ástrfður, Guð-
rún, Helga, Vigdís og Hallfríður. Öll eru
þau vel mennt. Auk barna sinna tóku þau
hjón mörg fósturbörn og ólu önn fyrir þeim,
eigi síður en eigin börnum sínum.
Allir, sem þekktu Hannes, sakna hans á
margan hátt, því að hann var hið mesta
göfugmenni í hvívetna, og væri óskandi að
víða fyndust hans jafningjar. Jarðarför hans
fór fram að Reykholti, miðvikudaginn 7.
þessa mánaðar, og var þar mikill fjöldi
manna til kominn, sem sýndi maklega vin-
sæld hins látna merkismanns, er margur
vildi úr helju heimt hafa.      (J).
Peningabudda hefurtapaztáLauga-
vegi. Skilvís finnandi skili henni á afgr.-
stofu Þjóðólfs gegn fundarlaunum.
Frá hinu konunglega
sjókortasafni í Kaupm.höfn
hef eg nú til sölu mikið af
,parta-kortum'
yfir strendur landsins.
Kort þessi, sem eru ómissandi fyrir
fiskiskip, eru þau allra nýjustu endur-
bættu og flest á lérefti.
Sigf. Eymundsson.
Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins.
10 fyrirlestrar
um líf og heilbrigði
heldur Guðm. Bjórnsson ( barnaskól-
anum, á miðvikudögum  og laugardögum
kl. 8^/2—91/2 e- h-> f fysta sinni miðviku-
daginn 4. nóvember.
Aðgöngumiðar á 1 kr. fást  hjá Sigf.
Eymundssyni, meðan rúm vinnst.
Vel skotna fálka
kaupir  Július  Jörgensen  Hotel
ísland.  -
Ljósmyndir
stækkaðar betur en víða
erlendis hjá
Sigf, Eymundssyni.
Landbúnaðarblaðið
,Plógur'
ritstj.:  Sig. Þórólfsson,
kostar  að  eins  1  krönu  árgangur-
inn 12  tölubl.   Flytur margar góðar
og þarflegar bendingar.  Ætti að vera
á hverju sveitaheimili.
Borgun  fyrir  blaðið sendist undir-
rituðum, er annast útsendingu þess.
Allar eldri skuldir blaðsins greiðist
og mér einum.
Rvík 22.  okt.  1903.
Hannes Þorsteinsson.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theel.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 169
Blašsķša 169
Blašsķša 170
Blašsķša 170
Blašsķša 171
Blašsķša 171
Blašsķša 172
Blašsķša 172