Fjallkonan


Fjallkonan - 31.05.1892, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 31.05.1892, Blaðsíða 4
88 FJALLKONAN. IX, 22. Tíðarfar. Sami kuldi helst og sífeit norðanrok öðru hvoru. Lengi ekki komið skúr úr loffci fyr enn 27. þ. m. Gróðr er því lítill enn. í bókaverslun Sigf. Eynmndssonar fæst: Salmonsen’s Store illustrerede Konversationslexikon Hafísinn. Ferð varð norðan úr Húnavatnssýslu í gær. Liggr haf- ís þar úti fyrir öllu landi og kuld- inn óvanamikill, og írost á nótt- um. Fénaðarhöld. Af því að hey- birgðir eru viðast nægar, hafa ekki orðið mikil vanhöld á fé í vor neinstaðar, sem til hefir spurst. for Norden, sem nú er að koma út. Bók þessi verðr mjög ódýr eftir stærð og ákafiega vonduð; áætlun er gerð um að hún verði 240 hefti á 50 aura og komi út á 12 árum. Nálægt 5,000 myndir, landkort og uppdrættir af bæjum verða í bókinni. í hana rita 200 bestu fræði- menn Dana og Norðmanna, þar á meðal þrír íslendingar. Bókin er ómissandi fyrir hvern mann, því í henni verðr alt sem maðr þarf að vita; tvö hefti af henni koma í hverjum mánuði, og mun 12 krónum á ári vart verða varið til annara betri bókakaupa. Bret Harte’s Skrifter, Strandferðaskipið Thyra kom til Reykjavíkr 27. þ. m. sunnan um land. Komst á Seyðisfjörð, | enn síðan eigi lengra enn að Langanesi vegna hafísa, og lá þar fast í ísnum nær 6 daga. Far- [ þegar fóru á land við Vopnafjörð. j Lá við að skipið brotnaði í ísnum j og var tvivegis hætt komið, enn komst þó að mestu óskemt austr j um aftr. Stúlka týmlist fj'rir skömmu frá Kálfholti í Holtum, vhmu- ! kona prests, og hefir ekki fundist. | Haldið að hún hafi drekt sér. Dáiun fyrir skömmu Guðmnndr bóndi | Vigfússon í Seljatungu í Plóa, „dugandi j maðr, gestrisinn og hjálpsamr, lætr eftir j sig mannvænleg og veluppalin börn“. Nýdáin er ekkjan Helga Bjarnadóttir í Sólheimatungu í Hýrasýslu, 74 ára, ættuð frá Bjargi í Miðfirði, enn maðr hennar var Guðmundr bóndi Eggertsson í Sólheima- l tungu, Guðmundssonar sýslumanns Ketils- j sonar. Hán átti engan erfingja, enn hafði arfleittStafholtstnngnahrepp að eignum sín- um. 26. maí 1892. Hátíð slík, hún segir sex, svelgir víni digna; drottinn Krist og Kristján rex keppast menn að tigna. Afmælið með háum hljóm haldið er og skrúði. Kristur tók sinn konungdóm, Kristján sína brúði. Athugavert þó er það (þreytumst ei að vona): Kristur nýtur Kristjáns að; komið er nú svona. B. Iverslnn Magnúsar Einarssonar úr- ' smiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1 fást ágæt vasaúr og margskonar vand- aðar vörur með mjög gúðu verði. sem dú ei* verið að gefa út í vandaðri danskri þýðingu, fást og i sömu bókaverslun. Sú bók verðr 15 bindi á 2 kr.; hvert bindi 20 arkir að stærð. — Bret Harte er einn af hinum merkustu skáldum fyrir veStan haf, frægr um allan heim. í Reykjavíkr Apóteki fæst: Champagne flaskan 5,00 — 4,00 Komið með „Thyra“ í verslun Eyþórs Felixsonar Austrstræti 1. Ymisleg kramvara. ---járnvara, svo sem: Hefiltannir. Axir. Sporjárn. Kom- móðuskrár. Naglbítar. Fílklær. Eldtangir. Þjalir. Múrhamrar. Múrskeiðar o. fl., o. fi. Kvenskór og karla. Einnig drengjastígvél. M. J. Chr. Jensen: Bókbandsverkstofa. Þinglioltsstræti 18. („FjallkonaH hefir afgreiðslu og ritstjórn í sama húsi), Tekr bækr til bands og heft- ingar. Vandaðasta band og inn- hefting, sem fæst hér á landi, og ödýrari enn dœmi eru til. Hin ágætu vín og vindlar frá Kjær & Sommerfeldt fást hjá Stgr. Johnsen. "\7"innumaðr, lipr, ráðvandr og reglusamr, ungr að aldri, getr fengið vinnumensku hjá kaup- manni hér í bænum. Ritstj. vis- ar á. Helgi Jónsson, Aðalstr. 3, selr: brúnspón í hrifutinda. Þá sem skulda við norsku verzlanina, sern var í Hafnafirði og í Reykjavík, ogvið mínafyrver- andi verzlun hér í bænúm, læt ég ekki hjá líða einu sinni enn með góðu að minna á, að þeir verða að borga eða semja um borgufi á skuld sinni við mig í ár. Eg tek peninga, innskrift og allskoflar kaupstaðarvöfu upp í skuldina, meðal annars blautan fislc af öllum tegundum og borga hann vél. M. Johannessen. Helgi Jónsson, Adalstr. 3, selr: KlaUstrost. Hindbersaft. Kirsiber- saft. Sardínur. Humra. Ansjósur. Te rtí. m. Tapast hefir rauð pluss-budda, með 90 aurum í, 2'i. þ. m. á götum bæjarins. Finnandi er beðinn að skila á afgreiðslu- stofu Fjallk. gegn fundarlautium. Helgi Jónsson, Aðalstr. 3, selr: Kaffi. Kandís. Exportkaffi. Rjól. Reyktóbak m. m. Helgi Jónsson, Aðalstræti 8, kaupir: Tuskur úr ull helst prjón- aðar. Tuskur úr hvítu lérefti. Segldúk gamian. Kaðal gamlan. Kopar. Eir. Látún. Zink. Neta- slöngur brúkaðar. Hrosshár. Tóu- skinn. Kattarskinn. Hundsskinn. Kálfskinn. Folaldsskinn. Sjó- vetlinga. Sauðargærur svartar. Tog og ullarhnat. Álftarfjaðrir. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. Félag9prentsmiöjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.