Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimskringla

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimskringla

						2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. APRÍL 1945
TVÖ ÁR Á BAFFIN-EYJU
Eftir Jón J. Bíldfell
Framh.
IV.
Innúítar á Baffin eyjunni
Þó að eg geri Innúíta á^Baffin
eyjunni að aðal umtalsefni mínu,
þá má ekki skilja það svo, að
þeir séu að nokkru verulegu leyti
frábrugðnir þjóðbræðrum sín-
um, eða Innúítum eins og þeir
eru nú, heldur er það sökum
þess, að eg kyntist þeim, en öðr-
um flokkum þjóðbræðra þeirra
ekki. En það er óhætt að ganga
út frá því, ,að aðalkjarni lífs-
skoðana þeirra og mannfélags
fyrirkomulags, sé af sömu rót
sprottin, og því í aðal atriðum
sá sami, þó að hann sé með dá-
lítið mismunahdi blæ, eins og
ávalt er þegar menn byggja mis-
munandi héruð og ekki sízt, þeg-
ar vegalengdir aðskilja bygðirn-
ar. Siðiir og venjur taka á sig
mynd lands og lagar. Hugsunar-
hátturinn verður einrænni og
málið sveigist að aðstöðu og um-
hverfi, þótt stofninn sé sá sami,
en um þau héraðaeinkenni, siði
og venjur, er ekki ætlun mín
að tala, heldur um Innúítana eins
og þeir komu mér fyrir sjónir,
og að eg lærði að þekkja þá, upp-
lag þeirra og einkenni.
Það er svo undur margt, sem
segja má um Innúítana og því
óhugsandi fyrir mig að ræða ítar-
lega um skapgerð þeirra eða lífs-
skoðun, en ef eg væri spurður að,
hvað það væri í fari þeirra, sem
mér fyndist mest áberandi, þá
mundi eg svara góðvild; og þó
mætti það virðast furðulegt, að
slíkt fólk, sem á við svo margt
mótdrægt að búa, bæði á sjó og
landi, skuli geta átt svo mikið af
hlýhug, hver til annars og til
annara manna, eins og mér
reyndust Innúítarnir á Baffin-
eyjunni eiga og sýna.
Maður furðar sig nokkuð á
þessu við fyrstu athugun, en
maður kemst fljótt að þeirri
sannreynd, að sá eiginleiki þeirra
er ekkert lauslegt hald, heldur
lífsskoðun, sem á rót sína í dýrt
keyptri reynslu. Þeir hafa lært
og reynt, að góðvildin styttir
skammdegið og mildar vetrar-
frostin, að hún lýsir og vermir
snjóhúsin, léttir sporið á löng-
um og ströngum fierðalögum,
tengir hug við huga og hjarta
við hjarta og er einnig sterkasta
aflið til samúðar og samvinnu
þegar að hún er éinlæg eins og
hún er hjá Innúítum. Ósam-
lyndi og erjur gæti fólk þetta
ekki þolað ofan á alla aðra erfið-
leika, sem það hefir átt við að
etja og á enn. Það lögmál lífsins
hafa Innúítar skilið og það siem
meir er, að þeir hafa samið sig
og þjálfað í samræmi við það.
Góðvildin er langt frá því að
vera eina lyndiseinkennið sem
Innúítar hafa þroskað hjá sér í
gegnum árin og aldirnar. Þeir
eru margir skapmiklir menn en
fáa hefi eg vitað hafa meira vald
á skapi sínu en þá. í því sam-
bandi minnist eg atburðar eins,
sem skeði í Dorset haustið 1939.
Það var vani verzlunarstjóra
Hudson's flóa félagsins að gera
út tvo vélbáta til rostungs veiða.
Hann gerði það og þetta haust.j
Fyrir öðrum bátnum réði verzl-
unarþjónn hans, en fyrir hinum
Innúíti, myndarlegur maður, vel
gefinn og einn af beztu veiði-
mönnum í Dorset-héraðinu.
Báðir bátarnir héldu út að
eyju teinni all stórri, sem liggur
í Hudson's flóa sundinu, en þang-v
að koma rostungarnir, norðan úr
Fox sundinu síðari part sumars,
eða snemma hausts. Þegar þang-
að kom voru rostungarnir enn
ókomnir. Biðu veiðimenniirnir
þar í viku svo að segja árangurs-
laust. Þá fór verzlunarþjónninn
heim með bát sinn, en Innúítarn-
ir héldu bát sínum úti í aðra viku
og komu svo til Dorset með að-
eins þrjá rostunga, nesti sitt upp-
étið og skotfæri öll eydd — er
það ástríða hjá Innúítum að
skjóta á allar skepnur á sjó og
landi á meðan skotfærin endast
hvort sem þeir hafa nokkurn
hagnað af því sem á er skotið eða
ekki.
Þegar heim kom reiddist verzl-
unarstjórinn þessu tiltæki þeirra
og lenti í irimmu á milli hans og
Innúítans sem fyrir bátnum réði
svo róttækri, að eg hélt að í
handalögmál mundi lenda og dá-
ist eg enn að, hve Innúítinn stilti
sig, sem þó var svo reiður að
hann skalf á fótunum. Við slíka
skapstillingu varð eg oftar var
hjá þeim.
Þriðja eðliseinkenni þeirra,
sem mikið ber á, er glaðlyndi.
Lífsglaðara fólki hefi eg aldrei
kynst og kom það mér nýkomn-
um norður til þess, næsta kyn-
lega fyrir sjónir. Það var frjáls
legt í framgöngu og glaðara
viðmóti, en fólk það sem eg hafði
áður kynst vanalega var. Hvern-
ig stóð á því? Hvað var það,
sem vakti lífsgleðina á meðal
þess? Eg leit í kringum mig og
sá aðeins gróðurlausa og hrika-
lega náttúru óvinveitta öllum
þeim lífsvonum manna, sem eg
hafði þekt. Eg sá dvalarstaði
fólksins eins óvistlega og fátæk-
lega, eins og frekast var hægt að
hugsa sér. Klæðnað þess í flest-
um tilfellum óásjálegan og frá-
hrindandi. Fæði þess svo van-
höndlað frá mínu sjónarmiði, að
eg gat ekki hugsað til þess að
leggja mér það munns og þar
ofan í kaupið tekjur oft af mjög
skornum skamti. Skammdegið
lagðist yfir það með öllum sín-
um lamandi rökkurþunga. Vetr-
arstormarnir ískruðu um snjó-
húsin, og vetrarfrostin lögðu sjó-
inn,  aðalbjargvætt  fólksins
C-I-L VEX S0KUM ÞESS AÐ CANADA
ÞARFNAST KEMISKRA EFNA
I
. *£z

ðnaður í Canada hafði mikla
vaxtarverki frá 1915 til 1939.
Það var starfsamur f jórðungur
aldar. Á því tímabili vorum
við að byggja iðnaðarhallir og
afla þekkingar á þeim hlutum
er þjóðin þarfnaðist.

[_ 'vmmæM
y -,
Verð í Can-
ada íðnaðar-
vörur—1939
$3.475 miljón
~>
Verð í Can-
rada iðnaðar-
vörur—1915
'Sl.381 nxiljófcj
Jæja, segir þú, hvað hefir það að gera við efnafræði? Bara þetta — að
efnablöndun framleiðir efni eins of klór og brennisteinssýrur og samsetning
ammóniku — efni sem annar iðnaður má til að hafa sem undirstöðu fram-
leiðslunnar.
4 Sem dœmi: Verð á dagblaðapappír
' ¦ búnum til í Canada meir en þre-
faldaðist frá 1915 til 1939. Þeir sem
framleiða dagblaðapappír — sem er ein
staersta framleiðsla Canada — þurftu
klór svo rnögulegt vœri að gera trjá-
kvoðuna hvita. C-I-L býr til klór úr
saltvatni.
O Annað dœmi: Tilbúningur á vefn-
" aðarvörum i Canada hafði vaxið
1939 nær þvi um 12% af allri vöru-
framleiðslu Canada. C-I-L framleiddi
klór til hvítunar, litarefni er festu litina
og sóta samband er þurfa til að fram-
leiða rayon.
Q Og svo biíreiðor: 89,944 mótor-
vagnar í Canada 1915 röku upp í
1,439,245 árið 1939. C-I-L kunngerðu
"Duco" og "Dulux" fráganginn, sem
hjálpaði til að lœkka póleringartimann
frá 24 dögum í 4 tíma. Önnur efna-
sambönd hjálpuðu til að auka ending
gúmmíhringa 10 sinnur lengur en áður,
og önnur efnasambönd settu meiri
kraft í gasolíuna!
Efnablöndun er hinn duglegi vinnumaður framleiðslunnar, er hjálpar henni
að vaxa og skapár meiri atvinnu, hjálpar til að auka auðlegð þjóðarinnar,
hjálpar til að smíða betri hluti fyrir þægilegra líf.
CANADIAN  INDUSTRIES  LIMITED
Þjónar Canada (^öíjE) með efnafræði
og sagt hefir verið, þá er sela-
kjötið aðal kjarnfæða Innúít-
anna og meðal fjölskylda þarf
tvo seli á dag fyrir sig og til að
fæða hunda þá sem allar fjöl-
skyldur hafa, leða eiga til ferða-
laga. Það gerir 14 seli á viku,
56 um mánuðinn, eða 672 seli á
ári. Á Baffin eyjunni eru í kring-
um 2,000 Innúítar, eða um 400
f jölskyldur, og þurf a þeir því að
veiða hátt á þriðja hundrað þus-
und seli á ári, til þess að afkoma
þeirra geti kallast bærileg.
Það er líka önnur hvöt, aukj
þarfarinnar sem knýr Innúítana
áfram til "veiðinnar, virðing
þeirra sjálfra er í veði, ef þeir
reynast ónýtir veiðimenn, ekki
aðeins á meðal bygðarbúa þeirra,
heldur líka flokksmanna og hjá
þeim eins og víðar, þá er al-
menningsálitið þungur refsi-
vöndur.
Sela tegundirnar sem Innúít-
arnir veiða aðalfega eru tvær,
Silfur Jar, eða silfurskinni, svo-
nefndir fyrir háralit hans, er ber
á sér silfurblæ. Hárið er dekkra
á baki, en lýsist þegar ofan á
síðumar kemur og nokkuð ljóst
á kviðnum. Se.látegund sú er
smá vexti, en mikið af henni, er
stundum nefnd íslús.
Hin  ælategundin,  sem mest
ber á þar norðurfrá, er nefnd
"Hair Seal", á íslenzku kampa-
í selur; er hann stærri og frálags-
fjötra ólgu og ísa framundan bú-
stöðum þess, en samt ljómaði
gleði lífsins í ásjónu þess og bros
hennar lék um varir þess. Eg
skildi ekki þetta, og eg ímynda
mér að enginn skilji það, fyrri
en menn kynnast landinu og
fólkinu og Skilja í gegnum sína
eigin reynslu, að glaðværðin og
góðvildin eru varnarmúrar gegn
andstæðum og erfiðleikum heim-
skautalandanna sem lífslögmálið
hefir opinberað og þroskað með
fólkinu í aldaraðir og að án
þeirra varna, gæti það ekki hald-
ist þar við.
Innúítarnir leru farþjóð, það
er, að þeir eiga enga varanlega
samastaði, eða heimili, heldur
færa þeir sig úr einum stað í
annan, eftir því sem veiði að-
staðan er, því þeir eru fyrst og
síðast veiðimenn. Heimili þeirra
eru snjóhús á veturna, en tjöld
á sumrin. Tjöld þau eru nú vana-
leg strigatjöld, en áður en verzl-
unarmenn komu til þeirra reistu
þeir upp grindur úr rekavið
sem þeir fundu meðfram strönd-
um lands og eyja og festu á þær
hreindýraskinn til að halda úti
regni og vindi. Skinnin tóku
þeir af á haustin og geymdu, en
grindina létu þeir standa árið
um kring, nema þegar þeir fluttu
sig langair leiðir, þá tóku þeir
grindurnar í sundur og fluttu
þær með sér.
Bygðir þeirra eru f f æstum til-
fellum stórar, eða fjölmennar,
þetta frá 40—60 manns og eru
þær því nokkuð dreifðar með-
fram ströndum landsins, eða eyj-
anna og vilja þeir með því strjál-
býlis fyrirkomulagi tryggja öll-
um veiðina sem er eina, eða að
minsta kosti aðal lífsframfærslu
möguleiki þeirra. Selirnir eru
aðal veiðifang þeirra. Þeir gefa
þeim klæðnað, selskinnin. Sela-
spikið er f eitmeti þeirra og ljós-
meti, og kjötið aðal kjarnfæða
þeirra. Á sumrin róa þeir á
skinnJbátum sínum út á voga og
víkur og skjóta selina með kúlu-
rifflum og eru þeir skyttur góð-
ar. En á veturna sitja þeir fram
á ísum, við selholur — holur
sem selirnir halda opnum allan
veturinn til þess að fá ferskt loft
í gegnum, og þegar selurinn
kemur upp í holurnar til að
anda, þá skutla Innúítarnir hann
svo hann kemst ekki í burtu, irota
hann svo, eða skjóta, og er það
kalt verk og karlmannlegt að
sitja marga klukkutíma í hörku
kuldum á veturna við þessar
selaholur, og máske fleiri daga
samflytt, á stundum, þvi ekki
dugir að gefast upp.
Kröfurnar daglegu krefjast
þess að veiðin sé vel sótt.  Eins
meiri en silfurskinnin og bezta
selakjötið, sem eg smakkaði þar
norður frá, var af ungum kampa-
sel.
Sela kjötið er mjög dökt á lit,
nokkuð væmið, en er að því er
mér hefir verið sagt, hollara og
næringarríkara en flestur, ef
ekki allur, annar kjötmatur.
Auk selveiðanna stifnda Innú-
ítarnir rostungsveiði, helzt að
haustinu til, því þá kemur hann
í stórhópum, líklega frá æsku-
stöðvum sínum og heldur sig á
vissum stöðvum við strendur
Baffin-eyjunnar um tveggja til
þriggja vikna tíma. Hvernig að
á því ferðalagi stendur, vita
menn ekki með vissu, þeir vita
aðeins að hann kemur og að
hann fer og að slíkar ferðir voru
reglubundnar og ábyggilegar
framan af. Nú upp á síðkastið
hafa þær breyst nokkuð á þann l
veg, að rostungarnir koma síðar
á haustinu og að hóparnir sem
áður töldu þúsundir fara sífelt
minkandi, sem bendir til þess að
rostungunum fari sífelt fækk-
andi og er það alvarlegt spuirs-
mál fyrir Innúítana, ef þeir
skyldu hverfa úr sögunni með
öllu eins og hvalirnir eftir að
hvalfangararnir frá Englandi,
Skotlandi og Bandaríkjunum
höfðu strádrepið þá og fælt.
Rostungurinn er umsvifamik-
ill og mikill fyrir sér. Fullvax-
inn rostungur vigtar um og yf ir
2000 pund og því ekkert áhlaupa
verk fyrir Innúítana sem hafa
alt fram á síðustu tíð, sótt rost-
unga veiðina á opnum róðrar-
bátum, að eiga við þá. Aðferð
Innúítanna var sú að komast svo
nærri rostungunum, að þeir gætu
skutlað þá. I skutul þeirra er
löng ól úr selskinni fest, og við
endan á ól þeirri er uppblásinn
selskinnsbelgur festur sem ekki
getur sokkið. Svo kasta þeir
skutlinum sem á er oddur og
stórt agnhald og þegar þeir hittu
rostunginn stendur skutullinn
f astur í honum. Ólinni og belgn-
um var varpað í sjóinn og rost-
ungurinn látinn dansa þar t.il
hann mæddist svo, að hann varð
viðráðanlegur. En ekki var rost-
ungaveiðin hættulaus, því oft
kom þáð fyrir, að þegar að
rostungarnir særðust, eða þeim
þótti of nærri sér gengið, þá
réðust þeir á bátana og
hjuggu gat á þá með högg-
tönnum sínum, er standa fram
og niður úr efri skolti þeirra, eða
þá að þeir veltu bátunum með
öllu sem í þeim var, ef að þeir
gátu ekki komist undan, á með-
an mesti ofsinn var í rostung-
unum.
Rostungakjötið notuðu Innúít-
ar og nota enn til manneldis og
til hundafæðu, en oft þarf sterk-
ar og berttar tönnur til að vinna
á því. Síðan að Innúítar fengu
vélbáta og kúluriffla er hættan
minni, eða engin, því þeir skjóta
rostungana nú áður en þeir
skutla þá og vélbatarnir eru
fljótari í snúningum, og hrað-
skreiðari, en róðrairbátarnir
voru, enda þarf nú lengra að
Frh. á 7. bls.
BREZKIR FLUGMENN ÆFA SIG 1 BANDARIKJUNUM
FYRIR STRIÐ GEGN JÖPUNUM
Mörg hundruð af brezkum flughermönnum eru við!
æfingar hlið við hlið Bandaríkjamanna þar í landi, fyrir .
þátttöku í stríðinu á móti Jöpunum á Kyrra- og Indlandshöf-
um. Þeir byrja æfingar í Bunker Hill, Indiana, og halda þaðan
til Pensacola, Jacksonville og Fort Lauderdale, sem alt er í
Florida-ríkinu. Að þessu loknu fara þeir til tveggja bæja í
Maine-ríkinu, Brunswick og Lewiston, þar eru þeim kendar
brezkar aðferðir og læra skipslendingar, fyrst á landi, en síðar
á þar til gerðum skipum á sjó úti. Myndin hér að ofan er ein
af mörgum er teknar hafa verið af æfingum þeirra. — Myndin
sýnir sex Corsair flugvélar, smíðaðar í Bandaríkjunum, með
brezka flugmenn innanborðs, er eru að fljúga í röðum yfir
Maine-ríkinu. Skipin bera öll brezk merki. Bráðum fara
þessir menn frá Lewiston, þar sem þeir eru að æfa sig, og
halda annarstaðar áfram æfingum í lendingaraðferðunum á
dekkum skipa á höfum úti.                      /
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8