Heimskringla - 16.04.1947, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.04.1947, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 16. APRÍL 1947 Ílcimakriítgla (Stofnut ltlt) Xemur út á hverjum miðvikudegi. • Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verfl blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabféf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 £ecocosGGoseo9GGocceoooeso9occðððGoosescocece« Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 16. APRÍL 1947 Gosið alvarlegt Það er nú engum blöðum um það að fletta, að Heklugosið er mikið stórkostlegra og alvarlegra, en margir gerðu sér grein fyrir í fyrstu. Um 20 býli hafa þegar lagst í eyði. En gosið mun í alt hafa náð meira og minna til 130 bæja á Suðurlandsundirlendinu. Veltur á miklu hver reyndin verður og hvort búfénaði verður þar hægt að halda við. Það mun ekki þurfa mikið til að gras og vatn verði skepnum bannvænt. Auk þess er enn ekki hægt að segja, hve lengi gosið varir. Vestur-íslendingum var það mikil harmafrétt, er skeyti fóru að berast um Heklugosið. Menn vissu að þar væri lítils góðs að vænta. Hin meiri eldogs á ættjörðinni hafa öll verið vágestir og harmsögulegustu þættimir í sögu landsins. , Það er bót í máli, hve Islendingar heima horfast djarflega í augu við þetta mikla áfelli. En tjónið af því er ómælt enn og að það verði landinu stórhnekkir, er ekki að efa. Vestur-lslendingar ættu að vera í nánu sambandi við íslend- inga heima og fylgjast með því, sem þar gerist og vera viðbúnir að bjóða alla þá aðstoð, sem þeir gætu veitt, ef illa skyldi fara. Það er venjta orðið um allan heim þegar svona óvænt óhöpp henda, að aðrir veiti því athygli og létti byrðina á herðum þeirra, er hún hefir lagst á. Mér virðist eðlilegt að bræðraþelið, sem hér kemur svo oft fram í orði, ætti nú að gera það einnig í verki. Félagssam- tök okkar og þá ekki sízt Þjóðræknisfélagið, hefðu þar gullvægt verkefni, sem hugum Vestur-íslendinga er náið og alment mundi vel þegið, að haft væri með höndum. UM NÝJA KJÖRDÆMA- SKIPUN Á Manitoba-þinginu hreyfði G. S. Thorvaldson, K.C., kjör- dæmaskipunar málinu, síðast liðna viku. Mun málið áður hafa verið í þingnefnd, en hún hefir Mtið eða ekkert hafst að í því. Það hefir lengi verið fundið til þess, að Winnipeg hafi ekki þá fulltrúatölu á fylkisþinginu, sem henni beri. Það sem Mr. Thorvaldson fer fram á, er að Winnipeg hafi 15 þingmenn í stað þess, sem hún nú hefir 10. Á þinginu hefir Winnipeg einn fulltrúa fyrir hverj'a 15 þúsund kjósendur. En í Rupertsland er 1 fulltrúi fyrir aðeins 1100 kjós- endur. Bn þetta nær ekki ein- göngu til Winnipeg. í St. Boni- face eru 24,000 kjósendur en þaðan er aðeins 1 fulltrúi á þingi. í Fairfield kjördæmi eru aðeins 2,346 kjósendur og einn þingmaður. Þetta sýnir greinilega þörfina á nýrri kjördæmaskipun, sem hér hefir ekki verið hreyft við síðan 1920, en flutningur úr ein- um stað í annan, hefir verið mik- ill á þeim tíma. En það er ekki um þetta atriði, sem deilt verður í þessu máli. Það verður um hitt, sem kapp- rætt verður, hvort eitt þúsund sveitarbúar séu ekki þjóðinni þarfari en 15 þúsund bæjarbúar! Við þessu er í augum margra, aðeins eitt svar. En þeir sem af gömlum réttindum sínum verða að sjá með þessu, benda undir eins á, að einn fulltrúi fyrir tvö óMk sveitakjördæmi, hafi meiru að sinna, en hver einn fulltrúi bæja hefir. Þeim þykir tilgangurinn ekki helga eins meðalið hjá bæjar- búum og sveitabúum og telja á gamla viísu allan frumiðnað rétt- hærri annars flokksiðnaði bæja. Eins og iðnaði stórra bæja er nú háttað, aflar hann fylkisbú- um svo mikillar atvinnu, fjár og markaðar, *að á þennan mun fyrsta- og annars-flokksiðnaðar, er nú naumast litið sem áður. Maðurinn er auðvitað gullið, þrátt fyrir alt, en ef hann er ekki metinn það með skipun kjör- dæma, er það samt ekki í eina ISkjfitð, sem hann talar ekki hærra, en t. d. dollarinn! FRÁ LIÐNUM ÁRUM FRÍMANN ANDERSON I bréfi heiman af Akureyri frá skáldinu Friðrik H. Berg, ásamt kvæði til Fnímans Andersonar, stofnanda Heiihskringlu, segir meðal annars: “Mér var hlýtt til þessa aldna manns, sem kvæði þetta er um og sem ekki er eins gott og hann á skilið. En eg vona að þið Heimskringlungar bæti það upp með þvi að fylgja því úr garði með nkokrum orðum um Frímann, sem svo frægt spor steig hjá ykkur Vestur-lslend- ingum með stofnun Heims- kringlu. Það er hverju orði sannara, að Frímann Anderson eigi skilið, að á hann sé mins!. Það hefir leg- ið í láginni fyrir samtaðarmönn- um hans að gera það, svo vel væri, Mklegast af þeim ástæðum, að hann virðist hafa verið á und- an samtíð sinni og af því, ef til vill, talist í hópi þeirra, sem ein- rænir kallast. Af mönnum hon- um persónulega ókunnugum, er ekki eins auðvelt um þetta að dæma. En það er stundum að verkin tala. Og í fyrstu blöðum Heimskringlu lýsa þau Frí- manni æði vel. Við það er að minsta kosti hægt að styðjast, í því, sem hér verður um hann sagt. Arngrímur Frímann Bjarna- son Anderson, en svo hét hann fullu nafni, var fæcjdur 17. okt. 1855 að Sörlatungu í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Bjarni Arngrímsson, prests, á Bægisá Halldórssonar og Helga Guðrún Jónsdóttir, bónda á Krakavöll- um í Fljótum, Guðmundssonar. Dvaldi hann fyrst með móður sinni, en var í Fljótum norður frá tveggj a ára aldri þar til hann var rnu ára. Því næst var hann á Vöglum á Þelamörk með föður sínum til 1873, nema veturinn 1870-71, er hann var við nám hjá séra Jónasi Bjarnasyni á Ríp. Vestur um haf fór hann 1874 frá Akureyri í 365 manna hópi (vesturfara). Þegar vestur Með vaxandi þroska og fjöl breytni í störfum fylkiSbúsins j kom, stundaði hann nám í Lind- og sí-fullkomnari samvinnu, say High School í Victoria Coun- mun að því koma, fyr eða síðar, j ty í Ontario í Canada frá 1875- að skipun kjördæma verði bygð, 77. Lauk hann þar kennara- algerlega á mannfjölda, þannig,1 prófi og var kennari næstu tvö að atkvæði manna verði öll jöfn.árin (1878-80) í Ontario. Hærra taMn, hvort sem í bæ eða sveit er. kennaraprófi lauk hann einnig Við þá breytingu *sem fram á 1879 í Ottawa. Eftir það var er farið, eru sveitirnar eftir sem hann tvö ár (1881 og 1882) í æðri áður í meirihluta, eða munu hafa skólum. Námi hélt hann áfram 4 fulltrúa á móti hverjum 3 úr unz hann tók próf í tölvísi og bæjum. Hér er því engin hætta náttúruvísindum við háskólann á ferðum um að bæirnir taki a' Tomoto 1884. Varð hann því vald af sveitunum. fyrstur Islendinga til að afla sér Enn sem komið er, hefir ekki háskólamentunar í Canada. — frá þessu máli verið gengið. Út- Eftir það flutti hann til Mani- litið er, að óháð nefnd verði skip- ioba. En ekki var námsferill hans uð til þess, að leggja tillögur fyr- húinn með þessu. Árið 1884-5 ir næsta þing um breytingu kjör- stundaði hann nám í stærðfræði dæma. Þingmenn í sMkri nefnd,1 Qg náttúruvísindum við Miani- ekki sízt þeir, er væru úr sveita- toba háskóla og lauk þar prófi. kjördæmunum, sem lögð yrðu niður, stæðu illa að vígi með að starfa í henni og mundu fá skömm í hattinn hjá kjósendum sínum. Síðast liðinn sunnudag, var Thomas Jeffersons, þriðja for- seta Bandaríkjanna, minst í fl^stum untariskum kirkjum. — Dagurinn, 13. apríl, var fæðing- ardagur Jeffersons, en hann unni Að námi loknu annaðist Frí- mann ritstörf fyrir stjórn Can- ada. Reit hann bæklinga er voru I lýsingar af landinu og komu þeir *út á mörgum tungumálum til upplýsingar hinum mörgu að- komandi þjóðabrotum, er hing- að fluttu til þess að gerast cana- diskir brogarar á þeim árum. — Ferðaðist hann nokkuð um til að skoða látt þekt landsvæði jafnve! eftir að hann hafði byrjað útgáfu frelsi i trumialum sem oðrum . __ , , . ,,, , „ . , . iHeimskrmglu. Voru helztu ís m'alum og í forsetakosnmgum ö , einum, snerust málin mjög um þetta atriði og hvort manni meo trúarskoðun Jefferson’s ætti að leyfast að sækja um forseta- stöðu. Jefferson hafði verið einn þeirra er undir sjálfstæðis-yfir- lýsingu Bandaríkjanna skrifaði og var í hvívetna mikilsmetinn maður. En það sem andstæðing- ar hans óttuðust, var að Banda- ríkin snerust kenske öll til uni- taratrúar, ef hann væri kosinn forseti. En Jefferson sigraði ög hefir trúfrelsi ekki verið nokkr- um haft um fætur síðan er um opiniberar stöður sækir. j lenzkar bygðir hér þá myndaðar, en Álftavatnsbygð er sögð ein þeirra, er bygðist Islendingum eftir bendingum hans. En nú víkur sögunni að Heims- kringlu. Á þeim tíma er hann stofnaði hana, 9. sept. 1886, var ihér ekkert íslenzkt blað gefið út. Þau tvö blöð er byrjuð höfðu verið, Framfari norður við Is- lendingafljót 1877-9 og Leifur 1883-6 í Winnipeg, höfðu hnokk- ið upp af klakknum vegna fjár- skorts og skulda. Reynslan með útgáfu íslenzkra blaða hér vat því ekki glæsileg, fremur en hún má heita enn. Á fyrstu árun- um voru Islendingar að vásu Frímann B. Anderson sólgnir í lestur blaðanna. En þau áttu þá eins og nú erfitt upp- dráttar með áskriftagjöldunum einum. Nú er reynslian sú, að á- skriftir greiða ekki nema helm- ing útgáfukostnaðar þeirra. Þau eru að vísu tvefalt stærri en þau voru í fyrstu, en alt um það mun reynslan hafa verið svipuð með fyrstu blöðin. En Frímann var of stórhuga til þess að setja þetta fyrir sig. Blaðið fór af stað, stærra en eldri blöðin voru og ágætlega úr gafði gert í alla staði. Má og af bréfum í þvá sjá, að því var fagn- að. Frímann hafði og úrvals- menn sér til aðstoðar, þar sem voru þeir Einar Hjofleifsson Kvaran, einn af ritfærustu mönnum íslenzkrar þjóðar og Eggert Jóhannsson, sem áður var við Leif og var enginn við- vaningur í starfinu. En þrátt fyrir það, kom brátt fram og sannaðist á Heimskringlu, að reynslan er ólygnust. Frímann, sem því litla sem hann hafði inn- unnið sér með starfi sínu fyrir stjórnina og lagði í þetta nýja blaðafyrirtæki, átti eftir að borga fyrir reynsluna eins og aðrir. Skjótast sagt, var blaðið með útkomu 14. tölublaðs þess. komið í þær skuldir, að það ga* ekki lengur haldið áfram og varð að taka sér hvíld frá 9. des. 1886 til 7. apríl 1887, að það hóf aftui göngu sína, fyrir atbeina fjögra manna, er útgáfuna keyptu að nafninu til, en þeir voru Eggert Jóhannsson, Þorsteinn Péturs- son, Jón V. Dalmann og Eyjólfur Eyjólfssosn. En undir lok ársins (27. des.) selja þeir Frímanni B. Andersyni blaðið aftur, er gefur það út til 15. nóvembers 1888, en selur þá aftur hinum fyr- nOfndu þremur mönnum. Hefir blaðið síðan haldið áfram þó uir. eigendur hafi oft skift eða nú alls í full 60 ár, sem og minst var með sérstakri stórri útgáfu (fimmfaldri) af blaðinu á síðast liðnu hausti. Árið 1888 er Frímann alfarinn frá blaðinu. En þá er það orðið nærri tveggja ára. Mun hann þá hafa sannfærst um að meiri á- taka en eins manns fátæks, eins og allir voru hér þá, þyrfti til að tryggja framtíð þess. En stefnu iþess mótaði hann eigi að síður, svo greinilega, að blaðið má heita að hafi fylgt henni síðan, iþó það viíanlega hafi lagað sig eftir samtíð sinni um leið. 1 fám orðum sagt virðast hug- sjónirnar ?em fyrir Frímann vöktu með útgáfu blaðsins, hafa verið mentun og félagsmál Is- lendinga. Eftir að hann tekur við blaðinu aftur í desember 1887, má lesa hugsanir hans úr Mnunum, sem hann þá skrifar í blaðið. Fagnar hann því þá, að hafa getað keypt betri prentá- höld til blaðsins en áður, með þessum orðum: “Eg hefi pantað nýja stíla í íslenzku og öðrum málum í viðbót við þá, er eg hefi og er nú í útvegun með að fá mér nýja hraðpressu. Áform mitt er að hafa hér innan fárra daga góða og fullfeomnari prent- smiðju, þar sem gefa má út blöð, bækur og hvað annað, ekki að- eins á íslenzku, heldur einnig öðrum Niorðurlandamálum og ensku. Verður þessi prentsmiðja ihin fyrsta þess konar hér og Is- lendingar hinir fyrstu af útlend- um þjóðflokkum er hafa komið þesskonar mentastofnun á fót.” -----“Stefna blaðsins”, segir hann ennfremur, “verður sem hingað til, að efla verklega, vís- indalega og siðgæðislega ment- un; í einu orði þjóðmenning. Hér eftir sem hingað til, mun blaðið hafa meðferðis greinar um ®t- vinnumál, félagsmál og menta- mál.” Alt kemur þetta mjög skýrt fram í greinum hans. ís- lendinga telur hann ófélags- lynda af því að þeir hafi ekki átt nema Mtinn kost á samstartfi; það varð að ýta undir þá og gera þá framtakssamari. Ef þeir vildu sem heild og sjálfstæðir menn koma hér fram, yrðu þeir að ráða bætur á þessu í fari sínu. Þetta sýndi hann í verki með því að skrifa um samtök verkamanna og stofna sMkt félag hér. Vís- indalega þekkingu yrðu þeir einnig að afla sér, tímamir hér krefðust þess. Og skóla vill hann hér *að Islendingar stofni, er rækt leggi við íslenzka menn- ingu efli hvers konar þekk- ingu hjá þeim á þe'irra nýja þjóðMfi hér. Þannig skrifar hann ennfrem- ur: “Ritgerðir eru ljósmyndir hugsana vorra og hugsanirnar eru geislaibrot sálarinnar, því ættu þær að vera fagrar og góð- ar. Ennfremur á meðan eins er lítið ritað á meðal vor, ættum vér almennings vegna og sér í lagi ungdómsins vegna, að láta alt það sem prentað er, vera fræðandi og betrandi.” Frímann minnist oft á fóstr- una og í fyrsta blaðinu flytur hann Vínlandi kvæði; er það þannig: Vínland fríða, Vánland góða, Vestur heimur, kveðju bezta! Heimur frelsis, heimur frama, heimur fríðra kappalýða. Ennlþá strendur aldnar standa, áður þar sem hetjur fóru. Ljómar tign og svipur sami, sem þá stund er Vínland fundu. Frítt er láð og himinn héiður, háreist fjöll yfir grænum völl- um; geislar standa á glæstum tind- um, glóa vötn og hlægja skógar. Undra sléttur ómælandi afar-miklu Mkar hafi M'ða fram í breiðum boðum, blikar sól á öldum kvikum. / Skógar mynda marar strendur, mærir lundir falda grundir; bylgj^ elfur, bráðið silfur; bakkar móti sólu hlakka. ---------------j------------ Skógar glymja, elfur óma, undur-svásir vindar blása, byltist voldug áfram alda, æstir vogar geislum loga. Gr^ptur bára gullnum tárum, geislar leika á öldum bleikum, sefur blóm í sælu draumi, syngur fugl í berjialyngi. Jörð af móki myrku vakin magni ítra, þjóðalýtur; byggjast fríðum, frjálsum þjóð- um fögur grund og bjartir lundir. Hetjur ytfir hauðri lifa; heróp snjallir lúðrar gjalla, fram til sennu frelsis vinir; framsókn nýja skulum heyja. Þegar Fnímnan fer héðan árið 1888, fær hann atvinnu hjá verk- fræðingadeild rafmagnsfélagsins The General Electric Co., í Lynn, bæ nálægt Boston, við kenslu, ritstörf og fleira. Var hann þar um 6 ár, en hélt þá (1894) til kaupmannalhafnar og Reykja- víkur, með tilboð frá nefndu fé- lagi um að selja Reykjavík raf- orkutæki til að lýsa upp höfuð- borgina og höfnina fyrir 2500 gulldollara. En því boði var hafnað. Fór hann þá í desember 1894 til Skotlands og vann þar á efnarannsóknarstofu um skeið. Haustið 1895 fór hann aftur til Reykjavíkur með tilboð frá tveimur brezkum rafmagnsfé- lögum um að lýsa bæinn og höfnnia fyrir 3000 sterl. pund. En því var einnig hafnað. Fór hann enn utan og nam staðar í London; dvaldist hann þar rúmt ár. Þaðan fór hann til Parísar 1897 og dvaldi þar til ársins 1914. Fékst hann þar við ritstöitf og ýmislega vinnu aðra. Loks hélt hann þaðan til Islands 22. sept. 1914 og settist að á Akur- eyri. Átti hann þar heima til æfiloka. Barðist hann þar fyrir raflýsingu og rafhitun bæjarins og fékst nokkuð við ritstörf. Um rafhitun 'Akureyrar og annara kauptúna í grendinni reit hann bækling 1915. Ennfremur byrj- aði hann að gefa út tímaritið Fylkir 1916 og hélt því úti í mörg ár. Kenslu stundaði hann á frönsku á Akureyri og varð brátt álitinn einn færustu kenn- ara í því máli. Hann skritfaði og fjölda blaðagreina, mest um raf- magnsmál í íslenzk blöð og tímarit og eitthvað jafnvel eftir að heim kom einnig í erlend blöð. Hann dó 6. nóv. 1936 á Akur- eyri 81 árs að aldri. Frímann kvæntist aldrei og líf hans mun hafa verið einmana- legt lengst af æfinni, ekki sázt í ellinni. Samt var hann félags- lyndur í verunni, að mér er sagt af þeim, sem hamn þektu hér og hugljúfur í viðkynningu. Hann var ekki beint hrókur alls fagn- aðar á mannamótum, enda yfir- leitt stiltur og gætinn, en and- leysi leið hann ekki lengi í hópi manna eða á mannfundum; ihann hafði ærið um að tala hvar og hvenær sem var, og vakti með hugarflugi sínu og athugasemd- um alla til að hugsa. F. H. Berg: FRÍMANN B. ARN- GRIMSSON Ungur fórstu út í heim, álfu nýja að kanna. Viti og höndum treystir tveim, og tölunum, mál að sanna. Þar, sem meðal manni er stætt, mörgu óskabami, á vetrardegi villuhætt, verður á beru hjarni. Þín var aldrei gata greið; gráa yfir breða; þreyttur ókstu langa leið, lífsins þunga sleða. Er það hrekkur eða gys, örlaganorna vorra,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.