Lögberg - 13.06.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.06.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir Iœgsta verÖ sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1918 Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 41T NUMER 24 ..... ................. 1 *\ Lieut. M. S. Kelly Nú fellur marg'ur frækinn sveinn við fölvan hildarleik, er lands síns kalli hlýddi hreinn og hvergi undan veik, Hver getur fengið fegra kvöld og frægri sigurlaun, en sofna rótt með sverð og skjöld í sinnar þjóðar raun? pú ungur gekst á storðu stríðs með styrk að reiða hjör, í þarfir fósturlands og lýðs að leggja tíð og fjör. pér víkingsgöfgi gaf í arf vort gamla móðurfrón, er.ljósi ibrá á lífs þíns starf og lyfti skarpri sjón. Hjá drengjasveit þar dundi blóð þú djarfur veittir lið, í harðri sókn á hjörva slóð og heljar æstum klið. Við ógn og þrautir alt um kring með eld og stál og reik, sem kappi trúr með tökin slyng þú telfdir hinsta leik. Eitt skot! og þú varst liðið lík og lífsins unnin þraut, með farin atvik frægðarrík um fríða vorsins braut. Á fjarri grundu gröfin þín er geisluð ást og þökk og Gunnarshólma gullið skín í gegnum tímans mökk. M. Markússon. CANADA Sagt er að Canadian Northem járabrautarfélagið ætli að verja í ár $2,000,000, til þess að leggja nýjar járnbrautarlínur. Er gert ráð fyrir að allar þessar brautir verði lagðar vestan Port Arthur, og flestar í Alberta og Saskat- ehewan fylkjunum. Kvað hafa verið ákveðið að byrja nú þegar á línunni milli Hanna og Medi- cine Hat. — Hanna er 52 mílur fyrir austan Drumheller. Eldur kom upp á laugardaginn var í byggingu blaðsins “Winni- peg Telegram” á McDermot Ave. Veittist slökkviliði ibæjarins örð- ugt að ráða við eldinn og ónýttist byggingin að miklu leyti, og varð tiltölulega litlu bjargað. Bygg- inguna átti Sir Rodmond P. Rob- lin og sonur hans og var hún vá- trygð fyrir 140,000 dollurum. Afleiðingin af atburði þessum er sú, að “Winnipeg Telegram” er hætt að koma út um óákveðinn tíma. Lágmarkslauna-nefndin — Minimum Wage Board, hefií komist að þeirri niðurstöðu ný verið, eftir að hafa rannsakað kjör kvenna þeirra, er á þvotta- húsum vinna að eigi megi kaup það, sem æfðar stúlkur fá lægra vera, en $9.50 á viku. Nefndin leggur til að ýmsar umbætur verði gerðar hvað vinnu skilyrð- in áhrærir, svo sem styttan vinnutíma, aukið hreinlæti, betra loft og bætt ljósa og hitunará- höld. Nefndin hefir dregið upp eftirfarandi kostnaðaráætlun, sem sýnir ótvírætt að stúlka getur ekki lifað sómasamlegu lífi af lægri launum en þeim, sem nefnd hafa verið, eða $9.48 um vikuna, samtals $493.00 á ári. Fæði og húsnæði $5.50 um vikuna...........$286.00 Skófatnaður og aðgerðir 30.00 Sokkar................... 4.00 Nærföt og náttkjólar .. 10.00 Pilz..................... 4.25 Alfatnaður $25.00 (Pilz og Treyja.sem endist í tvö ár)............ 12.50 Sumarkápa og ef til vill ‘Suit’ $25.00 (sem endist í tvö ár) .... 12.50 Kjólar og Svuntur .... 15.00 Vinnutreyjur............. 6.00 Vasaklútar............... 1.25 Bolir.................... 4.00 Vetlingar................ 2.25 Hálsbúnaður ............. 2.25 Hattar.................. 10.00 Peysa $7.50 (Sweater, sem endist í 3 ár) . . 2.50 Læknishjálp og tann- aðgerðir............. 15.00 Regnhlíf................. 1.00 pvottur ................ 15.00 Fargjöld á strætis- vögnum............... 20.00 Tímarit og frímerki . . 5.00 Gjöld til ýmsra félaga 8.00 Til skemtana og heilsu- hressingar........... 18.00 Samskot til kirkju .. 5.00 önnur útgjöld........... 12.50 Lágmarkslauna ákvæði þetta gildir um stúlkur þær, er í þvottahúsum vinna, sem full- numa eru í verkinu og náð hafa 18 ára aldri; en byrjendur sem eru að læra skulu fá $8. á viku 1 fyrstu 3 mánuðina; $9.00 hina næstu 3, en eftir það fult lá- markskaup, 9.50 um vikuna. Yngri stúlkur — það er að segja frá 15—18 ára, skulu eigi hafa minni laun til að byrja með, en $7. á viku í fyrstu 6 mánuðina; næstu 6 mánuðina 7.50; þriðju 6 mánuðina $8.00, en að þeim tíma loknum fullkomin lágmarks laun. Dr. G. W. Shalmark, hefir ver- ið tilnefndur af hálfu frjálslynda flokksins, til þess að sækja um þingmensku í Saltcoats kjördæm inu, í stað Hon. James A. Calder er sagði af sér þingmensku í því kjördæmi þegar hann gerðist ráðgjafi samsteypustj órnarinnar í Ottawa. Stjórnarformaðurinn í Canada Sir Robert Borden, og tveir aðr- ir ráðgjafar í sambandsstjóm- inni, eru nýkomnir til Englands ásamt forsætisráðgjöfum Vest- urfylkjanna. Ætlar Borden og ráðgjafar hans að mæta þar á hemefndarfundi ríkisins — Im- perial War Council, og segja ensku blöðin hér, að þar muni rætt verða um hugsanlegan frið- argrundvöll. Á föstudaginn var héldu um 2,000 bændur víðsvegar að úr Ontario fund í Toronto, og skor- uðu á stjórnina að breyta her- skyldulögunum í þá átt að ekki yrðu teknir allir vinnufærir menn frá landbúnaðinum í her- inn. Voru flestir ræðumenn all- stórorðir í garð stjómarinnar. BANDARIKIN Forseti hermálanefndarinnar í Washington þinginu lýsti því yfir 22. maí s.l., að fyrstu tíu dagana af þeim mánuði hefðu verið sendar yfir til Evrópu 90 þúsundir hermanna, og þegar lið- ið yrði ár frá því, er fyrstu her- fylkingar Bandaríkjanna stigu á land austan við haf, þá mundu Bandaríkin hafa meira en 1,000- 000 einvalaliðs á franskri grund. Senat Bandaríkjanna, sam- þykti í einu hljóði nýja fjárveit- ingu til sjóflotans, að upphæð $1,620,000,000. Andrew Carnegie hefir nýlega gefið miljón dala í Rauða kross Bandaríkjanna. Á hljómleikasamkomu sem haldinn var í Metropolitan söng- leikahöllinni í New York hinn 24. f. m., í tilefni af því, að þá voru liðin þrjú ár síðan að ítalía fór í stríðið á hlið sambandsþjóðanna, lýsti Baker hermálaritari því yf- ir, að innan skamms, mundi kom ið á vígstöðvar ítalíu, all-mikið af amerísku riddaraliði og stór- skotabyssum. Baker hermálaritari flytur í þinginu frumvarp til laga um að aldurstakmark sjálfboða í þjón- ustu sjóhersins, verði fært frá fjörutíu, upp í f jörutíu og fimm. Hermálanefnd þingsins, fer fram á hér um bil $10,000,000,- 000 fjárveitingu til hersins, og vara fjárveitingu er nemur $2,500,000,000. Enn fremur skýrir sama nefnd frá því, að nú séu í Frakklandi 1,316 amerísk loftför, en í Bandaríkjunum sjálf um séu 3,760 nýtízku loftskip. Gustave Bernhard Kuhlen- kampff, mikill vinur von Papen og von Bemstorffs, fyrv. sendi- herra pjóðverja í Washington, hefir fyrir skömmu verið tekinn fastur, sem þýskur njósnari; bíð- ur mál hans rannsóknar. James Minotto greifi, tengda- sonur Luis H. Swift, auðugs jötkaupmanns, hefir verið hnept ur í varðhald í Fort Sheridan, og sakaður um landráð. FRAKKLAND Mikið hefir gengið á á Frakk- landi undanfama daga. Hafa pjóðverjar gert hvert stóráhlaup ið á fætur öðru, og brotist áfram hér um bil þrjár mílur á einum stað. Árásirnar hófu þeir á tuttugu mílna svæði, sem liggur á milli Montidier og Noyon, var tilgangurinn sá að komast yfir Oise ána og reyna að ryðjast það- an suður á bóginn, í áttina til Parísar, notuðu pj óðverj ar eitr- að gas og annan óþverra I at- rennum þessum og spöraðu hvergi menn sína, enda varð mannfall á þeirra hlið hið stór- kostlegasta. Voru þeir jafn- harðan hraktir til baka af Bret- um og Frökkum, nema hvað þeir þokuðust dálítið áleiðis, elns og bent hefir verið á, suður af Mon- tidier, og telja foringjar sam- bandsmanna það ekki bæta að- stöðu pjóðverja hið allra minsta frá hernaðarlegu sjónarmiði. Á all-mörgum stöðum hófu sambandsmenn gagnsókn á varn arvirki óvinanna og náðu á vald sitt aftur meginhlutanum af landi því er þeir höfðu mist. Tóku Frakkar meðal annars aftur þorp eitt, sem Mei*y nefnist og liggur því sem næst miðja vegu á milli Noyon og Montidier, höfðu pjóðverjar fórnað miklu til þess að ná því en reyndust all- sendis ómegnugir að verja það gegn Frökkum og urðu að flýja þaðan í hinni mestu óreglu. Síðustu fregnir frá París, segja að pjóðverjar hafi feyki- legan liðsafla á stöðvum þessum og fylli jafnóðum upp skörðin, með nýjum og óþreyttum her- sveitum, en öllum herfræðingum ber saman um það að svo hafi manntjón þeirra orðið gífurlegt i seinni tíð, að lítil líkindi séu á, að þeir muni endast mikið lengur að sinni, til þess að halda áfram áhlaupum þessum. Clemenseau forsætisráðgjafi Frak-ka, heimsótti Foch yfír- hershöfðingja og ýmsa aðra helztu yfirmenn hersins á aðal- herstjórnarskrifstofunni og gaf ráðgjafinn út þá yfirlýsingu, að varnarlínur sambandsmanna væru öruggar og útlitið á vestur- vígstöðvunum í heild sinni gott. Frá London hafa nýlega borist ógurlegar fregnir af níðingsverk um pjóðverja. Samkvæmt skýrslu gefinni út af aðstoðar hermálaritaranum J. I. MacPherson, þá hafa pjóðverj- ar á tímabilinu frá 15. maí til 1. júní gert 7 áhlaup á brezk sjúkra hús í Frakklandi; drepið 11 for- ingja og 318 af öðrum sjúkum og særðum hermönnum, 5 hjúkr- unarkonur, 6 aðra kvennmenn, er að líknarstörfum unnu og sex gesti. Sært á ný 18 foringja, 534 aðra hermenn, 11 hjúkrun- arkonur, 7 kvennmenn, er að öðrum líknarstörfum unnu og 8 gesti. Og hafa því alls 991 kon- ur og menn, ýmist beðið bana eða hlotið meiðsli á þenna níðingslega hátt. Allra nýustufregnir af vestur- vígstöðvunum. Orustan heldur áfram án uppi- halds og kvað vera ein sú grimm- asta, sem háð hefir verið um langan aldur; hafa pjóðverjar sótt áfram í mjóum odda á milli Noyon og Montidier, og þokast áfram um 2(4 mílu, í viðbót við þær þrjár mílur, sem fyr hefir verið getið um. Er mælt að þeir hafi á þessu eina svæði um 300,000 hermanna, og telja þeir sig hafa tekið 18,000 fanga í þessari síðustu atrennu. Aftur á móti hafa Frakkar hafið gagnsókn á svæðinu milli St. Maur og Rubescourt og tekið á annað þúsund þýzkra fanga og allmikið af vopnaforða. Ennig hafa Bandaríkjamenn háð harða hildi í héraðinu kringum Chatew Thierry, sem liggur við ána Marne og náð á vald sitt öllum Belleau skóginum, sem tekur yf- ir stórt flæmi og tóku þeir í við- ureign þeirra um 500 fanga. Sömuleiðis hafa Bandamenn gert stöðugar árásir með loft- flota sínum á kafbátastöðvar pjóðverja við Zeebrugge og orðið mikið ágengt. Sunnudagsskóla-skemtun. Fólk er beðið að athuga vel til- kynninguna hér í blaðinu um árshátíð sunnudagsskóla Fyrstu lút. kirkjunnar sem haldin verð- ur i Keenora Park. — pangað ættu menn að fjölmenna, því skemtistaðurinn er hinn ákjós- anlegasti. Eins ættu menn al- ment að kaupa aðgöngumiðana af kennurum sunnudagaskólans og bömunum, áður en á skipið kemur, því það verður sunnu- dagsskólanum til dálítils hagnað- ar. Skemtiför þessi verður áreið- anlega ánægjuleg. Costa Rica. pær fregnir hafa borist nýlega frá San Juan, Nicaragua, að stjórnin í Costa Rica hafi ákveð- ið að slíta fulltrúasamböndum við pýzkaland og hin Miðveldin. Mexico. Sú frétt birtist fyrir skömmu, að Mexico hafi slitið fulltrúa- sambandi við Cuba. Danmörk. Seinni part Aprilmánaöar voru 150 fjölskyldur húsnæðislausar í Kaup- mannahöfn. Borgarstjómin hefir af þeirri ástæSu ákvefSiö afS láta byggja allmargar fjölskyldu íbúöir. Ennfremur hefir borgarstjórnin sam- þykt að veita 2/2 miljón króna til að koma á fót fátækra-sjúkrahúsi. Skrásetningin 22. Júní. Eins og sjá má af auglýsingu hér í blaðinu, þá hefir stjórn landsins ákveðið að fram skuli fara almenn skrásetning hinn 22. þ. m., á öllu fólki, konum sem körlum, er náð hefir sex- tán ára aldri og yfir. Vér birt- um á öðrum stað í blaðinu all- ar þær spurningar, sem lagðar verða fyrir fólk á skrásetning- ardaginn í þeirri röð, sem þær verða bornar fram, og viljum vér ráðleggja lesendum vorum að kynna sér þær sem vandleg- ast. Menn verða að svara öll- um spurningunum samvizku- samlega, eins og þeir vita sannast og bezt. Afarströng refsing liggur við því að vanrækja skrásetn- inguna, eða gefa villandi upp- lýsingar við spurningum þeim, sem f ram verða bornar og næg- ir í því efni að vísa til auglýs: ingarinnar frá skrásetningar- nefndinni—Registration Board Eins og spurningarnar sjálf- ar benda ótvírætt til, þá er að- altilgangurinn með skrásetn- ingunni sá, að afla ábyggilegra upplýsinga um vinnukraft þann í landinu, sem líklegastur kann að þykja, til þéss að geta orðið að liði við framleiðsluna í landinu. Það er því engum vafa bundið, að skrásetning þessi er hið mesta nauðsynja- mál, eins og nú standa sakir og hrein og bein þjóðræknis- skylda. Islendingar! Látið allir skrá- setja vður 22. þ. m. Það er mikið í húfi, ef út af er brugðið! Noregur. Björn Björnson, leikhússtjóri og rithöfundur, sonur skáldsins fræga Björnstjerne Björnsons, er staddur í Kristjaníu um þessar mundir, þar sem nióöir hans liggur hættulega veik. Hann hefir all-lengi aö undanförnu veriS að skrifa Minningar úr sínu eigin lífi, frá þvi aö hann'v’ar barn og fyrst fór að muna eftir sér, og sagt er að muni verða stóreflis ritsafn. Nú segist Björnson hafa ákveðiS að setjast að í Múnchen fyrir fult og fast. og valdi þar nokkru um. hús- næðisleysið í Kaupmannahöfn, en þar hefði hann þó helzt kosið sér að eiga heimili. Um þessar mundir er norska stjórnin að ráðgera að kaupa “Trold- haugen”, bústað Edward Griegs, tónsnillingsins fræga. Norska þjóð- in fagnar vel þessari uppástungu, enda munu minningar fárra manna standa hjarta hennar nær, en Griegs. Fiskiveiðarnar viö Lofoten hafa aldrei áður í síðastliðin fjörutíu ár, mishepnast eins hraparlega og í þetta sinn, og veldur þar mestu um oliu- skortur. Hefir þetta. sem von er slegiö óhug miklum á þjóðina, því víða var þröngt í búi' fyrir. Óhapp þetta veldur sérstaklega mjög alvar- legum afleiðingum fyrir Norðurhluta Noregs, þar sem hundrað þúsunda lifa því nær einvöröungu af fiskiveið- um; er mælt að þar horfi til veru- legra vandræða hvað matbjörg snert- ir. Timburv'erzlunarfélagið Arthur Mathieson & Co. í Fredriksstad, hef- ir gefið 40,000 krónur í peningum, til þess að kaupa fyrir matbjörg handa nauölíðandi fólki i bygðum þeim, er félagið hefir bækistöðvar sínar. Verzlunarráðið i Bergen er að byrja á að láta reisa stórbyggingu þar i bænum. Alls hafa komið inn 875,000 krónur, sumt í samskotum frá Ameríku. Enn vantar þó nokkurt fé, því ráðgert er aö húsið muni kosta eitthvað á aðra miljón. Danmörk. Kennimanna skortur er allmikill t Danmörku um þessar mundir; þrjá- tíu prestaköll laus i landinu, sem eigi geta fengið nokkra prests-þjónustu. Skógareldar ailmiklir hafa geysaö nýlega á Suður Jótlandi og gert stór- kostlegt tjón. Tóbaksiðnaður í Danmörku fer mjög þverrandi, sökum þesis hve örðugt er orðið að fá hráefni—óunn- ið tóbak. Danir hafa hingað til fengið mestan hluta tóbaks frá Hol- landi, en nú er það stigið svo geysi- lega i verði, að venjulegtir vindla- kassi, úr tóbaki þaðan, mundi kosta tuttugu krónur eða vel það. Ný tillaga til þess að fá harðkol. Eftirfylgjandi grein stóð í blaðinu “Winnipeg Telegram” á mánudaginn var: “Járnbrautarfélögin geta ekki ráðið fram úr örðugleikunum, ef vér eigum að reiða oss á vestan námumar, og námurnar geta það heldur ekki sjálfar, að því er snertir Winnipegborg”, fullyrti bæjarfulltrúi J. J. Vopni í morg- un á ráðhúsi borgarinnar. Mr. Vopni kvaðst ætla að bera fram uppástungu á bæjarstjórn- arfundi í kveld, þess efnis, að skora á bæjarstjómina að senda nefnd til Ottawa, er eigi slaki til fyr en trygður sé nægilegur f orði af harðkolum fyrir Winnipeg. “]?að getur verið að Wallace og Brerton falli það þungt”, sagði Mr. Vopni, “og eg vil vissu- lega hvorugan þeirra hafa í slíkri nefnd; færi svo að þeir yrðu kosnir, mundi eg gefa málið frá mér. Eg ætla að stinga upp á í kveld, að Davidson borgarstjóri og einn eða tveir aðrir menn verði sendir tafarlaust til Ottawa til þess að skýra stjóminni frá að hér horfi til verulegra vandræða, ef vér fáum eigi harðkol. Vér getum fengið þau ef vel er að því unnið. Og það er sannarlega kominn tími til þess að hefjast handa í máli þessu”. Mr. Vopni óttast uppistand í vestannámunum, þar sem vinna því nær eingöngu Austurríkis- menn og aðrir útlendingar. “peir gera áreiðanlega verkfall í júlí eða ágúst”, sagði hann, “og það stendur alveg á sama hvað sendi- maður Alberta stjórnarinnar segir í þessu efni. Og ef þeir gera verkfail, og vér fáum þar að auki engin harðkol, þá geta þeir lagt svo og svo miklar hömlur á hluttöku Canada í stríðinu. J‘Sendimaður Albertastjórnar- innar segir að þeir geti byrgt oss upp með kol, og að þeir muni hafa nægan vinnukraft. En mér voru gefnar þær upplýsingar í dag af háttstandandi manni við C. P. R., að flutningur frá vest- annámunum sé óviðráðanlegur eins og sakir standa. Og er skortur á vinnukrafti þar mest- ur þrándur í götu. C.P.R. með alla sína stórfeldu útvegi til þess að fá menn alla leiðina á milli Kina til Mexico, vantar í einni deild að eins í Alberta 1.500 al- genga verkamenn. Ef C.P.R. getur ekki fengið al- genga verkamenn, þá getur Al- bertastjórnin ekki heldur fengið næga námumenn, og þótt nám- urnar væru jafnvel unnar, af eins miklu afli og við* væri hægt að koma, gætu þær samt ekki full- nægt þörfinni, að því er þessi C.P.R. embættismaður segir. Vér verðum að fá harðkolin, og eg ætla að flyta tillögu á bæj- arstjórnarfundinum, um að hefj- ast handa þegar í stað”. Á fundi sínum á mánudags- kveldið samþykti bæjarstjórnin að senda Dvidson borgarstjóra og lögmann borgarinnar, Mr. Hunt, til þess að reyna að fá því framgengt við stjórnina að Winnipeg fái nægan forða af harðkolum á ári þessu eins og að undanförnu. Og á nefnd þessi að fara til Washington í sömu erindum ef þörf gerist. Frá íslandi. Úr Strandasýslu er skrifað 8. april: “Héðan er úr noröurparti sýslunnar fátt markvert að frétta, nema ótíðina, sem verið hefir óslitin í allan vetur og meira til, þvi veturinn byrjaði á leituní með fannkomu og frostum, sem síðan hefir mátt heita, að haldist hefir óslitið alt fram á þennan d«g. Kýr komu á fulla gjöf strax á leitum, sauðfé um og fvrir veturnætnr, og hross litlu siðar. Hev þau sent úti voru á leitum — og J>au voru tölu- verð, — spiltust að stórum mun, og sumt náðist aldrei inn, J>ó heim á tún væri komið fyrir leitir, því á mörgum bæjum hér við sjóinn hefir aldrei tekið upp snjó á túnum síðan á leit- um. Gjafatíminn er þvi orðinn afar- langur, enda er nú fariö að ganga á heyin hjá öllum almenningi, og út- litið alt annað en glæsilegt, ef ekki rætist þvi betur úr inttan skarnms, og telja gamlir menn þennan vetur einn með allra verstu vetrum. sent kotnið hefir nú um fjölda ára, að minsta kosti síðan frostaveturinn mikla 1881. Um jólin kom hláka og hélst fram yfir nýár, og kom þá jörð upp, en lítið gagnaði það til frambúðar, þvi 5. jan. gerði noröan garð með feikna frosti og samdægurs rak inn hafisinn, sem alt fylti, svo hvergi sá út yfir og fra.us svo alt saman og varð að einni hellu. Voru þá um tíma hin mestu frost, sem komiö hafa síöan 1881. ef ekki meiri, og hélst þessi mikli frostakafli um J>að bil i 3 vikur, þá fór að frostlina aftur, en J>ó hefir aldrei komið hláka, og aldrei kotnið nokkur snöp síðan g nýári. Vana- lege er hér víða góð fjörubeit á vetruni, en i vetur ltefir hún alger- lega brugðist vegna ísa og frosta. því bæði áður en ísinn kom og eins eftir að hann fór, hefir sjávarkuldi verið svo afskaplegur, að fjörurnar hafa alt af verið ísaðar. Isinn fór seint í febrúar og v’onuðust menn þá eftir að tíöin niundi fara að batna, en sú hefir þó eigi orðið reyndin, og i dag er noröan bylur með fannkomu mikilli og frosti, og hvergi björg að fá fyrir nokkra skepnu. Sumir eru hræddir um að ís sé nálægur, og draga það af hinum mikla sjávar- kulda, sem alt af er, en samt er von- andi og óskandi aö sá vágestur eigi ekki eftir að koma úr þessu í vor, því ef J>að vrði þá er enginn efi á því, að hér yrði almennur skepnufellir. Matarbirgðir hafa verið sæmilega miklar í hreppnum, og munu vera til eitthvað fram á vorið, og er það mest og bezt ,að þakka ötulli fram- göngu sýslumanns okkar, því hann gekst fvrir því að útvega hreppnum vörttr hjá landstjórninni, og mega hreppsbúar vera honum þakklátir fyr- ir ötulleik hans og framtakssemi í þessu, því hefði vara J>essi ekki komið, hefðti áreiðanlega orðið bág- indi hér hjá fólki með bjargræði. Afli af sjó enginn enn þá, og bregð- ur mönnunt við það. því vanalega fara hrognkelsi að Veiðast hér i marzmánuði og hefir mörgum orðið sú björg að miklu liði undanfarandi ár, en í vetur hefir ekkert veiðst, enn sem komið er, og hefði fólki þó sann- arlega ekki veitt af aö eitthvað hefði fengist úr sjó. — Hér á dögunum kom hingað áaetlun Sterlings, og J>ótti mönnum gott að eiga von' á þeim ferðum, en útlit er fyrir, að Jxer ætli ekki að verða vel ábgggilegar fyrir fólk, ferðirnar J>ær, eftir því að dæma. sem nú er framkomið, þar sem stjórnin lætur skipið fara fyrstu ferðina löngu á undan áætlun án þess að almenningur úti um landið hafi minstu vitund um, og er slíkt tilfinn- anlegur bagi fyrir menn. ekki sízt kaupmenn, sem munu hafa reitt sig mjög á þessa fyrstu ferð. en hún bregst þeim algerlega, án þess þeir xhafi hugmynd um, fvr en skipið er komið.” Úr Fáskrúðsfirði er skrifað 13. apríl: .... “í hinu afskaplega norð- anroki þann 27. f. m. vildi það hörmulega slys til á vélabáti, er fór til fiskjar kvöldið áður, að einn há- setinn fótbotnaði svo illa að hann beið bana af. Slysið vildi þannig til, að vélin i bátnum bilaði. Ætlaöi J>á annar bátur, sem þar var nær stadd- ur. að draga hinn bilaða bát til lands, en varð að hverfa frá því vegna roksins; náði J>ó, með naumindum, mönnunum, og vildi ]>á svo illa til að inaöurinn varð með fótinn milli bátanna og molaðist hann í sundur. Maður þessi var Björn Benediktsson útvegsbóndi. Hann lætur eftir sig ekkju og þrjú börn. Björn sál. var maður á bezta aldri, einn með allra duglegustu og efnflegustu mönnum hér, og hvers manns hugljúfi, hans er því sárt saknað af öllum sem hann þektu. — 1 sama rokinu hraktist bát- ur frá Eskifirði til hafs og náði ekki landi fyr en veðrið lægði; vortt menn irnir orðnir þjakaðir mjög og að sögn eitthvað kaldir, sumir. Sérstak- lega kvað formaðurinn, Valdimar Sigurðsson, ekki vera orðinn jafn- góSur enn. enda kvað hann hafa stað- ið uppi samfleytt 19 klukkustundir, og er það karlmannlega gert í öðrtt eins roki, með 15 stiga frosti, á kænu, sem sjórintt gengur stöðugt yfir. Er það ekki í fyrsta sinn, sem hinir íslenzku sjómenn eiga “harða nótt og langa" á hinum alt of smáu fiskiflevtum sínum ....”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.