Lögberg - 30.10.1919, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.10.1919, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FWÍTUDAGINN 30. OKTÓBER 1919 T t t t t t t T t t ? T' t ‘ Ý T t t t t ti t t t t ❖ ❖ t t t t ♦♦♦: :f t ? t t t ,f lf :f f f f f f: f f ❖ f f f f f f f! m Hvort Heldur Ætlardu ad Hafa? S45. eða $82.50 Eigir þú $ 1 00 á sparibanka, þá gefa þeir af sér 3 per cent í rentu, eöa á fimtán árum $45.00. Ef þ ú tekur þá upphæð út úr sparibankanum, og kaupir fyrir hana Victory Bonds, greiðir Canada þér 5 2 per cent í rentu, sem nemur á sama tímabili $82.50. Þarna er aðeins bent á ein hlunnindin sem því fylgja, að kaupa Victory Bonds Canada-þjóðarinnar, í stað þess að láta pen- ingana liggja óarðberandi, eða því sem næst, með aðeins 3 per cent. rentu á sparibanka. En það er einnig önnur ástæða fyrir því að þér, umfram alt annað, eigið að kaupa Victory Bonds. Þér eruð eigi innfæddir hér. Þér eruð Canadiskir kjörborg- arar. Með þ ví að kaupa Victory Bonds, sýnið þér öðru fremur jljós- ar, hve mikils þér metið forréttindi þau, sem yður er veitt með því að gerast hluti af hinni miklu Dominion of Canada. HAFIÐ ÞETTA HUGFAST ÞEGAR YÐUR VERÐUR B0ÐIÐ AÐ KAUPA VICTORY B0NDS og fáið hærri rentur af peningum yðar. .Gefið út af Canada’s Victory Loan Committee, í samráði við Fjármála ráðgafa Sambandsfstjórnarinnar í Canada f f f f f f f :♦:♦ f f f: f f f f f; f f f ♦;♦: f f f f f f f f f f f f f f f f: f ♦;♦! L 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 4^4 Frá Islandi. (Eftir Vísi, 5.—21. sept.) Af síldveiðum kom í gærkvöldi mk. Faxi. Hann hefir stundað síldveiði frá Siglufirði og fengið 1700 tunnur, og varð hæstur allra báta, sem þaðan gengu. Mk. Bolli kom í morgun; hefir aflað um 800 tunnur; hann var á Siglufirði, meðan aflinn var mestur á Vest- fjörðum, og veiddi þá lítið; ann- ars hafði hann bækistöð sína á Flateyri við önundarfjörð. í Skólavörðuholti mun mjög hráðlega rísa upp mikil bygð. Nær- allar Ióðir við Baldursgötu eru seldar eða leigðar og við Freyju- götu, pórsgötu og Óðinsgötu hefir mikið verið látið úti af leigulóð- um, t.d. undir 8 hús á síðasta bæj- arstjórnarfundi, og var þó mikið leigt áður. Radium stofnunin er nú tekin til starfa undir stjórn Gunnl. Claessens læknis, sem manna mest hefir unnið að því, að koma henni a stofn, með aðstoð margra veg- lyndra manna hér í bæ og víðar. Sá viðburður hefir svo hljótt um sig, að honum er minni gaumur gefinn en vera ætti, en lengi mun það talinn merkilegur viðburður í sögu íslenzkrar læknislistar. Fjórir valir sáust á flugi í einu hér yfir bænum í gærmorgun. — Annars eru þeir orðnir mjög sjald séðir víða um land, en þó einkum hér. Fiskifélagið Haukur hefir feng- ið leyfi bæjarstjórnarinnar til að breyta bryggju sinni í hafskipa- bryggju. Nýjar götur er nú verið að leggja um skólavörðuholt og verða þær nefndar þessum nöfnum: — Freyjugata, framhald af Bjargar- stíg, og pórsgata, framhald af Spítalastíg. Á Grímsstaðaholti er verið að leggja nýja götu, sem heitir Fálkagata. Húsið nr. 15 við Vesturgötu hef- ir nú verið fært frá götunni vegna breikkunar, sem verið var að gera á gangstéttinni. Eigandi hússins Oddur Bjarnason, leyfði flutning- inn án allra bóta. Er það óvenju leg sanngirni og öðrum til eftir- breytni. Dúkskot og Gróubæ, gömlu torf- bæina, sem standa hvor hjá öðrum við Vesturgötu, ætlar bærinn að kaupa. Dúkskot verður rffið í haust, en Gróubær liklega að sumri. Falla þar einhverjir síð- ustu torfbæir innanbæjar og væri gaman að láta taka ljósmynd af þeim áður en farið verður að hrófla við þeim. Hey er heldur að lækka í verði síðustu dagana, því að mikið hefir borist af því til bæjarins. Listasýningin er fjölsótt hvern dag. Nokkur listaverk hafa þeg- ar verið seld og fer hér á eftir skrá yfir nöf þeirra og verð, ásamt nöfnum höfunda: — Ásgr. Jóns- son: Morgun, 800 kr. Emil Thor- oddsen: Modell, 50 kr., Bryggja, 50 kr. Guðm. Thorsteinsson: Siglufjörður, 700 kr., Kvöld í ver- inu, 300 kr. Jón Helgason, Hrúta- dalur, 75 kr. Jón porleifsson: Kvöld í Hornafirði, 200 kr. Rík- arður Jónsson: Aleiga, 100 kr., Gvendur á ferðalagi, 100 kr., Stú- dent, 2 myndir, 60 kr. Svb. Svein- björnsson, 5 myndir, 150 kr., ppr- arinn porleifsson: Kvöldsól á Skarðsheiði, 800 kr. 8. sept. var hiti í Reykjavík 7.5 st., á ísafirði 6.2 st., Akureyri 6, grímsstöðum 2.8, Seyðisfirði 7.2 og í Vestmannaeyjum 7.6 stig. Á tólfta þúsund tunnur síldar hafa veiðst frá stöð Elíasar Stef- ánssonar í Djúpvík við Reykjar- fjörð. Nokkuð af síldinni hefir veiðst í reknet og alveg nýlega fengust 500 tunnur í lagnet inni í firðinum. Dr. Jón biskup Helgason hefir orðið fyrir þeirri sæmd, að guð- fræðideild Khafnar háskólans hef- ir boðið honum þangað, til þess að halda fyrirlestra um kirkjusögu íslands. Biskup hefir þekst boð- ið og mun innan skamms fara utan. Botnvörpungar Kveldúlfsfélags- ins komu allir í gærmorgun frá Hjalteyri, Snorri goði með 3,200 tunnur, Skallagrímur með 2,500 tn., Egill Skallagrímss með 2,800 tn. og Snorri Sturluson með 2,200 tunur. Skarjatssótt hefir verið að stinga sér niður hér í bænum að undanförnu, en sjúklingar verða ekki einangraðir, því að “yfirvöld- in” leyfa ekki sóttavarnarhúsið. Rosaveður hefir verið hér tvo undanfarna daga og hefir snjóað í Skarðsheiði 17. sept. Laugardaginn 13. þ.m. andaðist á Landakotsspítala ekkjan Mar* grét Guðmundsdóttir, systir Guð- mundar Guðmundssonar frá Vega- mótum. Sjaldan hefir verið jafn síð- sprottið í maturtagörðum sem í sumar. Uppskera verður ekki í rneðallagi, nema þar sem allra bezt er sprottið. Frá Isafirði var símað í gær, að síldveiði væri nú alveg hætt þar. Um 40 þús. tunnur munu vera komnar þar á land. Síra ólafur ólafsson prófastur frá Hjarðarholti kom til bæjarins < gær, alfluttur hingað. Faber flugmaður flaug austur yfir fjall í gær, um Kaldaðarnes til Eyjarbakka. Lenti hann tvisv- Ósjálfbjarga af gigt. PAR TIL HANN TÓK “FRUIT-A- TIVES”, AVAXTA LYFIÐ. R. R. No. 1, Lorne, Ont. “í þrjú ár hafði eg verið rúm- fastur af gigt. Eg leitaði lækna og reyndi næstum öll ráð, án á- rangurs. Loksins reyndi eg “Fruit-a- tives”. Áður en eg hafði lokið úr hálfri öskju, fór mér að batna, verkirnir minkuðu og bólgan þvarr. Eg held áfram að nota þetta ávaxtalyf og hefir batnað það mikið, að nú get eg gengið 2 mílur og unnið talsvert heima.” Alexander Munroe. Hylkið á 50c., 6 fyrir $2.50 og reynsluskamtur 25c., fæst í öllum búðum eða gegn fyrirfram borg- un beint frá Fruit-a-tives, Limit- ed, Ottawa, Ont. ai í Kaldaðarnesi en ekki á Eyr- arbakka. í ferð þessari var Faber rúman klukkutíma. Síðan fór hann til pingvalla en lenti þar ekki. Farþegar voru með honum báðar þessar ferðir; Ernst Peter- sen heildsali fór aðra og Friðþjóf- ur Thorsteinsson hina. í dag ætl- ar Faber til Vestmannaeyja, en lendir þar ekki. Ljóðmæli Jóns Thoroddsens koma út á aldarafmæli hans 5. okt. n.k. TJtgefandi er prófessor por- valdur Thoroddsen. Allur frá- gangur bókarinnar verður hinn vandaðasti. iMynd höfundarins verður fyrir framan kvæðin og æfiisaga eftir Jón Sigurðsson, sú er prentuð er í 1. útgáfu kvæð- anna. COPEMHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu. elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er Þetta er tóbaks-askjan sem ábyrgst að vera hefir að innibalda heimsin algJÖrlega hremt bezta munntóbek Hjá öllum tóbaksíölum LÆRID VJELFRŒDl VULCANIZING BATTERIES og WELDING Lærðir bifreiðamenn, gas-dráttvélastjórar, tire aðgerð- armenn og oxy-welders, fá hátt kaup fyrir vinnu sína Eft- irsurn eftir slíkum mönnum er margfalt meiri en nemur þeim fjölda, sem læra slíkar handiðnir. Vér kennum þær til fullnustu á hinum ágæta skóla vorum. Bezti og fulíkomn- asti skólinn í Canada. Vér höfum komið öllum vorum $25, 000 útbúnaði fyrir í einu lagi í stað þess að láta þá upphæð dreifast á sjö eða átta skóla. Engin stofnun í Canada jafn- ast á við skóla vorn eins og hann nú er. Kensluaðferðirnar hinar beztu sem þekkjast og eftir kröfum tímans. — Hjá oss má greiða kenslugjald út í hönd eða með afborgunum. Skrifið til Dept. X. GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED City Public Market Bldg. CALGARY, ALTA. Frá Kristjaníu er símað, að verksmiðja hafi brunnið þar og er skaðinn metinn 10 miljónir kr. Capt. Faber flaug austur að Kaldaðarnesi í gær á 20 mín., og þaðan til Vestmannaelja, en sett- ist þar ekki og flaug aftur til Kaldaðarness. Var 1 klt. og 15 mín. fram og aftur. Frá Kaldað- arnesi og hingað hrepti hann and- viðri og var 45 mín. Skrifari flug- félagsins, cand. Halldór Jónas- son, flaug með Faber til Eyja, en vélameistarinn kom austan frá Kaldaðarnesi með honum. Jónatan porsteinsson, kaupm., hefir fengið leigða 2,000 fermetra lóð við Laugaveg ofanverðan, inn- an við Mjölni, til að koma þar upp geymslu undir bifreiðar, bensín, olíur o. fl. þ. h. par verður einn- ig viðgerðarstöð bifreiða. Gasverð verður ekki lækkað að svo stöddu. pað hafði kchnið til mála, en var felt á bæjarstjórar- fundi í gær. Frú Guðrún Pálsdóttir, móðir séra Friðriks Friðrikssonar, var áttræð í gær. Sonur hennar er nú á leið hingað með “íslandi”. Með- limir K. F. U. M. buðu henni til veizlu í gærkveldi og voru þar haldnar margar ræður og frúnni afhentar 600 kr. að gjöf. Fisklítið hefir verið undan- farna daga, en von að rætist út því með kvöldinu, því að bátar eru rú ó sj. Frá Alþingi.—Frv. um vatnorku sérleyfi, sem vatnamálanefnd þingsins flutti, var felt í n. d. í , gær með rökstuddri dagskrá frá séra Sigurði Stefánssyni og stjórn- inni falið að leggja fyrir næsta þing frv. til samfeldra vatnalaga. Með dagskránni Voru greidd 17 atkv. en 4 á móti: Bjarni frá Vogi, Ben. Sv., Jón Jónsson og ólafur Briem. — Umræðunni um tillög- una um atkvæðagreiðslu um bann- ið varð ekki lokið. •— í e. d. var lokið 2. umræðu um fjárlögin. Feldi deildin niður 15 þús. kr. fjár veitingu til flugfélagsins, en setti inn í hennar stað jafnháa fjár- veitingu til kolanáms í Bolungar- vík. Samþyktur var 12. þús. kr. styrkur til Olympiufarar. Ungur lifa og deyja. Yfir húm og harma Harpan mín skal óma, par sem vorið varma Vekur gleði hljóma. Inn með alt hið bjarta, Árdags fjör og varma. Út með alt hið svarta, Efa, víl og harma. Gegn um kóf og klungur Knátt skal stríðið heyja, Óðinn syngja ungur, Ungur lifa’ og deyja. Ljósið æsku ára, Engill minn á brautum, Gaf við tökin tára Táp 'í öllum þrautum. Pegar síðsta sinni Svellur dauðans boði, Ljómar andans inni, * Æsku minnar roði. M. Markússon. [Jér eroð VTSS með að fá meira brauð betra brauð með því að brúka Skrifið oss um upplýsingu Westeru Canada Flour Mills Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmouton. Ceral Llcense No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17, 18 Vísur Til heimkominna hermanna og hjúkrunarkvenna, fluttar á sam- komu í Winnipeg, 3. okt. ’19. I. Heiðra og þakka hetjufjöld, af hreinum kærleiks anda endurtaka enn í kvöld ættmenn Norðurlanda. Hetjur eruð þið okkur hjá, eins og fyr á tímum, — bragna val, sem bent er á í Bernódusar nímum. Leiðir hvar sem liggja’ um storð lífstíð það skal muna: fest er við ykkur frægðarorð fyrir hergönguna. II. Hermeyjar með hetjum tel, sem hjúkruðu’ á storðum nauða og gengu fram í verki vel á vegum Krossins Rauða, Líknarndi með dáð og dug hjá dauða’ og neyðar báli, Bergþóru þær beittu hug,— sem brenna hlaut með Njáli. Loks þá komið hér er heim, hrelling dvín og kvíði, góða hjálp skal þakka þeim í þessu alheims stríði. Sagan geymist ykkur af öllum, vinir góðir, sem fóruð yfir Atlanzhaf og austur um Heljarslóðir. » G. H. Hjaltalín. pakkarorð. Mismunandi sagnir hafa borist út um bygðir, af hinu mikla slysi er mig henti í sumar; finn eg mér því skylt að geta hins sanna. — pegar mótorvagninn, sem eg var keyrð í, féll ekki að stjórn sökum bilunaV, rann hann með geysi- hraða af brautinni, nam staðar í akri þá reiddi mig til falls, kom niður á trjástofn, með þeim af- leiðingum, að í mér brotnuðu sex rif. pað varð ljóst að uppskurð- ur, er læknar á Edinburg gjörðu, bjargaði lífi mínu. Með þakklæti og hrærðu hjarta minnist eg hinna mörgu, sem tóku innilega hlutdeild tí kjörum mín- um. Mig bresta orð til að þakka þeim sem verðugt er, og tvísýnt er um það, að eg hefði getað hald- ið áfram námi mínu við Park River háskólann, hefði eg ekki notið göfuglyndis þeirra. Mr. Kristján Indriðason og Thorlákur Thorfinnsson gengust fyrir gjöf- um Goodtemplara á Mountain, Miss María Einarsson gekst og fyrir gjöfum Rauðakross fé- lagsins, kvenfélagið á Eyford tók ríflegan þátt í gjöfinni, og Miss Leifur á Mountain, sem ekki til- heyrir nefndum félögum, afhenti mér $25; alls námu gjafir þessar yfir $150. Allar þessar gjafir og allan þann kærleik, sem bakvið þær felast, þökkum við gefendun- um innilega og biðjum guð að Iauna þeim, nær sem hann sér þeim hentast. Guðrún Thorsteinsson, Kr. Thorsteinsson. Mrs. Kr. Thorsteinsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.