Lögberg - 08.01.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.01.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JANÚAR, 1948 --------3Logt)erg---------------------- OefiB öt hvern flmtuda* af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 i'argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utan&akrlft ritstjórana: EDITOR LÓÖBERG Sargent Ave., Wínnipeg, Man • Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verö $3.00 uxn árið—Borgist fyrirfram The "L/ógbersr” ia printed and pubiished by Tha Columbia Prees, Dimited, 695 Sargent Avanus, Winnlpeg, Manitoba, Canada Authorized as-S x’ond Class Mail, Poet Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Vigfús J. Guttormsson: Eldflugur. Kvæði. The Columbia Press Limited, Winnipeg, 1947 Það hefir dregist úr hömlu að minn- ast þessarar nýju ljóðabókar, sem höf- undurinn sendi ritstjóra Lögbergs með alúðarkveðju og eiginhandar áritun rétt eftir að hún kom út. Margir gefa út bækur í gróðaskyni einu, hvort heldur sem þeim tilgangi verður háð eða ekki; í þessu tilfelli er engu slíku til að dreifa; af bók þessari eru aðeins prentuð eitt hundrað tölu- sett eíntök, sem höfundurinn gefur vin- um sínum; bókin er með ágætum vönd- uð að frágangi, pappír í bezta lagi, próf- arkalestur óaðfinnanlegur og bandið einkar snyrtilegt; svona bók prýðir hvaða bókaskáp, sem er. En hvað er um kvæðin sjálf, hvert er gildi þeirra frá listrænu sjónarmiði séð? Þau eru flest dável kveðin, sum nota- lega ljóðræn og auðug af drengilegum hugsunum; maður verður þess skjótt var, að þar er merkur, mætur, heill maður á bak við kvæðin. Það væri synd að segja að kvæði Vigfúsar léti mikið yfir sér; þau eru heldur ekki stórbrot- in og minna hvergi á “arnsúg í flugnum”. Eitt langbezta kvæðið í áminstri bók mun vera Froskar, bls. 81. Fer þar á- gætlega saman snjöll meðferð yrkis- efnis og kliðmjúk hrynjandi, en kvæð- inu lýkur með þessu erindi: Eg gleðst og fagna froskum með og flyt mitt þakkarkvæði, til lífsins herra lof ég kveð, því lífið alt er gæði. Um blessuð vorkvöld björt og löng, sem blíðka mig og hressa, ég hlýði á fagran froskasöng, mér finst það heilög messa. Höfundur Eldflugna hefir lagt gjörva hönd á margt um dagana, hann hefir stundað búskap, rekið verzlun, stjórnað söngflokkum, og hamingjan má vita hvað margt fleira hann hefir fengist við; þessarar fjölbreyttni verður víða vart í vali yrkisefnanna, eins og fram kemur í vísunni á bls. 99, er höfundur kemur þreyttur heim af engjum: Eg er að deyja, svo að segja; seint að heyja gengur mér. Margt vill beygja mig og sveigja, máske þegja réttast er. Smellin er vísan“Borguð skuld”, á blað- síðu 103: Gegnum basl, sem beint er mér brýst ég einhvern veginn. Gróðamönnum geld ég hér, en guði hinum megin. Á bls. 114 er þessi hlýja vísa “Lífsskoð-- un mín”: Láttu brosið Ijóma á vanga, líkstu blómum, sem að anga móti sól á sumartíð. Láttu eld þíns anda þíða allan jökul vetrartíða, orð og róminn ástarblíða endurverma kaldan lýð. i Frá kvæðum Vigfúsar andar fögrum hugsunum, og þess vegna eru þau hollur lestur hverjum sem er; höfund- ur hefir átt annríkt um dagana og þar af leiðandi hafa kvæði hans, eins og reyndar svo margra annara, verið tóm- stundaverk; að slíkum tómstundum hafi verið vel varið, verður eigi um vilst. Prófessor Halldór Hermannsson sjötugur Doktor phil. Halldór Hermannsson, bókavörður og prófessor í Norðurlanda- málum og bókmenntum við Cornell- háskólann í Ithaca, New York, átti sjö- tugsafmæli þ. 6. janúar, en hann hefir um langt skeið verið bæði einn hinn víð- kunnasti og afkastamesti útvörður ís- lenzkra fræða á erlendum vettvangi, og þá sér í lagi vestan hafs, því að hér í álfu hefir hið víðtæka og mikilvæga fræðistarf hans unnið verið. Væri það því hin mesta vanræksla og vanþakk- læti, ef hans væri eigi að verðugu minnst í blöðum vorum hérlendis á þessum merku tímamótum ævi hans, og stendur engum það nær en gömlum nemanda hans, sem auk haldgóðrar fræðslunnar undir leiðsögn hans á skólaárunum, hefir notið traustrar vináttu hans og hollráða í fræðilegum efnum í fullan aldarfjórðung. Halldór Hermannsson er Rangæingur að ætt, og standa að honum góðir stofn- ar; er honum .því eigi í ætt skotið um hæfileika og fyrirmennsku í framkomu. Að loknu stúdentsprófi í Reykjavfk árið 1898, stundaði hann um skeið laganám í Kaupmannahöfn, en gaf sig brátt allan við fræðimennsku, eftir að hann á Hafn- arárum sínum komst í kynni við íslands- vininn og bókasafnarann Willard Fiske; vann með honum að bókfræðilegum störfum og útgáfum, fyrst í Flórens á ítalíu og síðar í Ithaca, og varð að Fiske látnum (1905) bókavörður við hið mikla safn íslenzkra bóka, sem hann hafði gefið Cornell-háskóla, og jafnframt kennari í norrænum fræðum. Hefir hann gegnt því tvíþætta starfi óslitið síðan, að undanteknu árinu 1925—26 er hann var bókavörður við Árna Magnússonar safnið í Kaupmannahöfn. Hefir hann fyrir nokkuru síðan náð ald- urstakmarki háskólakennara í Cornell, en fyrir þrábeiðni yfirvalda háskólans gegnt bókavarðastarfinu áfram, en mun nú í þann veginn að hverfa með öllu frá þeim starfa, enda hefir hann vel til nokkurrar hvíldar unnið frá skyldustörf- um, þegar litið er yfir hið langa og víð- tæka dagsverk hans. Hitt vita allir, sem til hans þekkja, að eigi muni hann fram- vegis sitja auðum höndum, jafn mikill fræöa-unnandi og hann er og eljumaður að sama skapi. Bókavarðarstarf Halldórs í Cornell hefir verið með afbrigðum, að áliti allra, sem það er kunnugt og dómbærir eru á slíka hluti, enda mun það eigi ófmælt, að sárfáir eru þeir íslendingar að fornu og nýju, sem verið hafa jafn miklir bók- fræðingar og hann er, eins og sjá má ótvírætt af hinum mörgu og vönduðu ritum hans um íslenzka bókfræði, er lengi munu halda nafni hans á lofti, því að hann hefir unnið brautryðjendaverk á því sviði. Hafa bókaskrár hans yfir Fiske-safnið, er út eru komnar í þrem stærðarbindum (1914, 1927 og 1943) réttilega verið til stórvirkja taldar í ís- lenzkri bókfræði. Jafnframt hefir hann í bókavarðarstarfinu sýnt fágæta ár- vekni og hagsýni, svo að safnið hefir drjúgum meir en tvöfaldast að stærð í höndum hans, og hirða þess verið með sömu ágætum. En samhliða bókavörzlunni h e f i r Halldór altaf haft á hendi háskóla- kennslu í íslenzku og öðrum Norður- landamálum og flutt fyrirlestra um norræna menningu, sögu og bókmennt- ir. Nemendur hans í þeim fræðum eru því margir orðnir, og munu þeir hugsa hlýtt til síns gamla kennara í tilefni af sjötugsafmæli hans, því að hann nýtur bæði virðingar þeirra og vináttu. Gegnir sama máli um samverkamenn hans víðsvegar í norrænum fræðum. Þeir kunna hann bæði vel að meta sem lærð an og ágætan fræðimann og eigi síður mannkosti hans, heilsteypta skapgerð, hreinskilni og vinfestu. Eiga þeir og margir hverjir honum beina skuld að gjalda fyrir fræðilega aðstoð í ýmsum greinum, sem jafnan er örlátlega í té látin af hans hálfu. En þó Halldór hafi unnið frábært starf sem bókavörður og verið vel met- inn og vinsæll háskólakennari, þá hefir hann þó orðið víðkunnastur fyrir hin umfangsmiklu ritstörf sín í þágu ís- lenzkra fræða. Auk fyrrnefndra bóka- skrár sinna yfir Fiske-safnið og sér- stakrar skrár yfir rúnasafn þess — 1917 — hefir hann ritað einn saman og gefið út nærri árlega síðan 1908 ritsafnið Islandica, og eru komin út 31 bindi þess, er öll fjalla um ísland og íslenzk fræði og bera fagurt vitni víðfeðmri þekkingu höfundarins í þeim efnum, elju hans og vísindalegri nákvæmni. Er þar meðal annars að finna ítar- legar skrár yfir útgáfur og þýðingar íslenzkra fornrita, yfir rit um Vínlands- ferðirnar, íslenzkar bækur á 16. og 17. öld, og yfir íslenzka rithöfunda vorra daga fram til 1913, er ritið kom út. Þá eru í safninu vandaðar útgáfur ýmsra íslenzkra fornsagna og annara ís- lenzkra rita frá fyrri öldum, merkisrit um íslenzka kortafræði og jafn merk rit og fróðlegt um einstaka menn og ritstörf þeirra, svo sem Eggert Ólafs- son, Sir Joseph Banks og ísland og Sæ- mund Sigfússon og Oddaverja. En sam- fara fróðleiknum hafa rit þessi, eins og önnur rit höfundar, margvíslegar merkilegar athuganir að geyma, því að hann er maður hugkvæmur og gjör- hugull. Er og þetta ritsafn hans löngu orðið ómissandi öllum, sem fást við norræn og íslenzk fræði, og hefir borið hróður íslands víða um lönd. 4 Að ótöldum ritgerðum og ritdómum um íslenzk efni í íslenzkum og erlend- um tímaritum — einkum amerískum — og í alfræðiritum, hefir Halldór á síðari árum, utan Islandica-safnsins, annast útgáfur ýmsra íslenzkra merkisrita. — Má þar sérstaklega nefna útgáfu hans af Fríssbók — 1932 — og hið mikla og fagra rit hans um skrautlist íslenzkra handrita, lcelandic llluminated Manu- scripts of the Middle Ages — 1935 — sem báðar komu út í hinu glæsilega safni Ejnars Munksgaards bókaútgef- anda af Ijósprentuðum útgáfum ís- lenzkra skinnbóka. Inngangsritgerðir Halldórs að útgáfum þessum eru hinar merkilegustu. En rannsóknum sínum í íslenzkri handritafræði hefir hann haldið áfram í Islandica-safni sínu, svo sem með riti sínu llluminated Manu- scripts of the Jónsbók — 1940 — sem lýsir bókaskrauti í handritum þeirrar frægu lögbókar. Hér hefir að sönnu verið farið fljótt yfir sögu, en nóg sagt til þess, að öll- um má ljóst verða, hver afreks- og af- kastamaður Halldór Hermannsson hef- ir verið á sviði íslenzkra fræða, og er það þeim mun aðdáunarverðara, þegar í minni er borið, að hjá honum haldast afkastasemin og vandvirknin stöðugt í hendur. Með þessu fræðistarfi sínu á ensku — því að mest hefir hann, góðu heilli, á því máli ritað — hefir hann einnig innt af hendi hið mikilvægasta landkynningarstarf í þágu íslands og íslenzkrar menningar, svo að það verð- ur seint fullmetið eða þakkað. Sem gamall nemandi hans vil ég með greinarkorni þessu rétta honum, yfir hálfa álfuna,»hlýja hönd til þakkar fyrir fræðistarfið, fræðsluna og trygga vin- áttu. Sitji hann heill í sínum heiðurs- sessi í hópi fræðafrömuða vorra, verði sem bjartast um hann nú, er halla tek- ur degi, og megi hans sem lengst við njóta! Veit ég, að landar hans hér í álfu taka almennt og heilhuga undir þær afmæliskveðjur og óskir. Richard Beck. ÞINGM AL: Réttindi íslendinga á Grænlandi Hvað gerir Alþingi? Tillaga til þingsályktunar sem Pétur Ottesen hefir borið fram á Alþingi um réttindi íslendinga í Grænlandi virðist hafa vakið talsverðan óróa í Danmörku. Er ekki ólíklegt að mál þetta eigi eftir að valda miklum deilum, ef fslendingar ætla ekki að gefa upp þegjandi og hljóðalaust for'n rétt- indi sín í Grænlandi, og án þess að fá úr því skorið fyrir alþjóða- dómstóli hver réttindi þeir hafa í þessu efni. í þessu sambandi þykir rétt að birta greinargerð f y r i r ofan- greindri tillögu sem komin er fram á Alþingi. Greinargerð: Enn hefir ekki verið gerð gang- skör að því af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar, að viðurkenndur verði réttur íslendinga til at- vinnurekstrar á Grænlandi og við strendur þess. Við svo búið má ekki sitja lengur. Verður nú án tafar að taka upp mál þetta með festu og röggsemi og leggja það fyrir gerðardóm á alþjóða- vettvangi, ef Danir, sem nú sitja yfir rétti íslendinga í Grænlandi, verða ekki refjalaust við þessari kröfu vorri. Tillögu um þetta efni, samhljóða þeirri, er hér birtist, flutti eg á Alþingi 1945. Fylgdi henni þá svohljóðandi greinargerð: “Það má allt til síðustu ára virða íslendigum það til vork- unnar, þótt þeir hafi ekki gert gangskör að því að krefjast ósk- oraðs réttar til atvinnurekstrar á Grænlandi og við strendur þess. Stöðu íslands var svo háttað til ársins 1918, að vér höfum fyrst þurft að leita réttar sjálfra vor og fullra yfirráða í landi voru. Viðurkenning sú, sem íslending- ar fengu fyrir fullveldi sínu 1918, gerði oss í þessu efni hægra um vik til að ná nokkuru færi á að leita annars réttar vors, er oss var áður með öllu fyrirmunað og í salti hefir legið um ár og aldir. Eftir lýðvelisstofnunina 1944 höf- um vér að fullu öðlazt aðstöðu til þess að krefjast hér réttar vors og fá úr málinu skorið að alþjóða- lögum, ef lyktir á því takast ekki með öðrum hætti. Þegar svo er komið, er það íslendingum engan veginn vannsalaust að láta aðra þjóð þegjandi og átölulaust sitja yfir rétti vorum til hagnýtingar á auðlindum Grænlands á landi og í sjó. Engan veginn er því þannig varið, að eigi hafi áður verið um það uppi raddir á íslandi, að ís- lendingar ættu ríkan rétt til at- vinnurekstrar á Grænlandi og yfirráða þar. Skáldið og hug- sjónamaðurinn Einar Benedikts- son ritaði fjölda þróttmikilla og rökfastra blaðagreina um rétt vorn á Grænlandi. Á síðustu ár- um hefir kunnur mennta og fræðimaður, Jón Dúason, dr. phil., varið til þess drjúgum hluta af ævistarfi sínu að viða að heim- ildum, sem hann hefir notað sem efnivið í merkar bækur um þetta mál, þar sem réttur vor til Græn- lands, þessarar fornu íslezku ný- lendu, er studdur sterkum rök- um. Hefir Alþingi viðurkennt þetta merka starf Jóns Dúasonar með því að veita nú um nokkurt árabil fé úr rikisstjóði á fjárlög- um til útgáfu þessara rita. I fornritum vorum og samtíma ritum annarra Norðurlanda- þjóða fyrirfinnst fjöldamargt, sem skýtur sterkum stoðum und- ir réttarkröfu vora til Græn- lands. Grænland liggur næst Islandi allra Norðurálfulanda. Þá leikur það eigi á tveim tungum, að Grænland fanst og byggðist frá Islandi af íslenzkum þegnum eingöngu. íslenzk nýlenda stóð þar um 500 ár. Þótt torsótt væri löngum sigling milli Grænlands og íslands í þann tíma, var ö- slitið viðskiptasamband milli landanna um langan aldur. — Þingið í Görðum í Einarsfirði samsvaraði að sumu leyti vor- þingum hér á landi, og á Græn- landi gengu íslenzk lög. Þessu til sönnunar eru ýmsir staðir í Grágas, þar sem ákvæði eru um (Frh. á bls. 5) Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man............ B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. ................ Backoo, N. Dakota ........... Joe Sigurdson Árborg, Man ............ K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. ................... M. Eínarsson Baldur, Man. .................. O. Anderson Bellingham, Wash........... Árni Símonarson Blaine, Wash. ............. Árni Sím.onarson Boston, Mass. ..............Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak....................... Joe Sigurdson Bachoo, N. D. Cypress River, Man. ........... O. Anderson Churchbridge, Sask ..... S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask.......Mrs. J. H Goodmundson Garðar, N. Dak...... Gerald, Sask. Geysir, Man. ....... Gimli, Man. .....v.. Glenboro, Man Hallson, N. Dak. Hnausa, Man. ....... Husavick, Man. Langruth, Man. Leslie, Sask........ Lundar, Man. Mountain, N. Dak. Point Roberts, Wash. Riverton, Man. Seattle, Wash. 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. ........... Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St, Vancouver, B.C. Víðir, Man............ K. N. S. Friðfinnson Westbourne. Man.......... Jón Valdimarson Winninog Beach. Man......... O. N. Kárdai Walhalla, N. D. ............. Joe Sigurdson Bachoo, N. D. Páll B. Olafson C. Paulson K. N. S. Friðfinnson O. N. Kárdal O. Anderson Páll B. Olafson K. N. S. Fridfinnson .... O. N. Kárdal John Valdimarson Jon Ólafsson Dan. Lindal Páll B. Olafson S. J. Mýrdal K. N S. Friðfinnson J. J. Middal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.