Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 1
Högber g; - ^eimsfer ingla Stofnað 14. Jan.. 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 76. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1962 NÚMER 32 Boðið til íslands Ritstjóri Lögbergs - Hei'ms- Frétfir frá íslandi kringlu, frú Ingibjörg Jóns- son, dvelst á íslandi um þess- ar mundir í boði Vestmanna- eyinga. Fór hún tii íslands við upphaf ágústmánaðar ásamt með frú Þórunni Val- gardson systur sinni. Það gladdi mjög vini frú Frú Ingibjörg Jónsson Ingibjargar, að hún skyldi margverðug fá svo virðulegt heimboð og sjá sér fært að Um eitt hundrað og fimm- tíu manns komu saman nú ný- verið í einum af aðalsam- komustöðum Ashernbæjar hér í fylki' til að heiðra sveitar- stjóra Siglunesbyggðar, Bjöm Jónasson, en hann lætur nú af stöfum eftir meira en fjögurra áratuga setu við stjómvöl sveitar sinnar. Landbúnaðar- málaráðherra Manitobafylkis ávarpaði heiðursgestinn fyrir hönd forsætisráðherra, Duff Roblin, og afhenti honum heiðursmerki fyrir frábæra þjónustu. „Slíka viðurkenn- ingu fær enginn keypta, held- ur verða menn að vinna til hennar,“ mælti ráðherrann. Mr. Lawrence Smith, forseti sambands sveitarfélaga, tók einnig til máls og afhenti Birni Jónassyni heiðursmerki, sem var jafnframt tákn þess, að hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi fyrrgréindra samtaka. Kvað ræðumaður Björn vera annan í röðinni, þeirra er slíkan heiður hafa hlotið. Óli Erickson oddvit Siglu- nesbyggðar a f h e n t i Birni hægindastól að gjöf frá íbúum byggðarinnar. Aðrir ræðu- menn voru Stuart Garson, f y r r u m forsætisráðherra Manitoba og dómsmálaráð- herra Kanada, Eiríkur Stef- ánsson sambandsþingmaður Gimlikjördæmis, G. R. Dun- þiggja. Heimboðið er glöggt vitni þess, hversu mikils starf frúarinnar er metið heima á íslandi. Það liggur í augum uppi, að ritnefnd Lögbergs - Heims- kringlu er rétt sem einn höf- uðlaus her um þessar mundir, enda mikill ágreiningur með- al ráðvilltra nefndarmanna um það, hvað setja skuli í blaðið og hvað ekki. Allt um það er nú farið að setja blað- ið, þar sem prentarinn, Gísli Guðmundsson, kom úr sumar- leyfi í morgun (þann 21. ág.). Það ætti ekki að koma að sök, þó að nefndarmenn þurfi nú að leita um sitt heilabú um sinn. Oss þykir öllu máli skipta, að frú Ingibjörg hafi ánægju af íslandsferð sinni, og ékkert efamál er það, að mjög mun ferð hennar styrkja bönd blaðsins við Ísland. Vill ritnefndin grípa þetta tæki- færi til að óska henni til ham- ingju með þann heiður, sem henni hefir hlotnazt og láta í ljósi óskir um, að hún megi búa að hinni skömmu íslands- dvöl um langan aldur. can oddviti frá Eriksdale, Kári Byron oddviti frá Coldwell, Hermann Plohman oddviti Siglunesbyggðar, sem jafn- framt var samkomustjóri og Elman Guttormson fylkis- þingmaður St. George kjör- dæmis. Við háborðið var einn- ig Jónas Jónasson yngri bróðir heiðursgestsins. Ræður manna komu þar niður, er Björn hóf búskap við Silver Bay árið 1908. Var hann einn af fyrStu hvítu frum- byggjurum þess héraðs. Það var og rakið, hversu mjög hann fómaði starfskröftum sínum í þágu framfara í sveit sinni. Hann var forgöngumað- ur um vegalagnir yfir vegleys- ur og hefir hlot'ið opinbera viðurkenningu fyrir. Aldurhnigin kona úr hópi frumbyggja lýsti manngæzku Bjarnar, sem m. a. hefði oft komið fram í hjálp við nauð- stadda granna. Björn Jónasson er fæddur í Mývatnssveit í Suður-Þing- eyjarsýslu 20. október árið 1884. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristrún Pétursdóttir frá Reykjahlíð og Þorlákur Jónasson frá Grænavatni. Björn kom ti‘l Kanada með foreldrum sánum árið 1893, en þau settust að í Argyle byggð í Manitoba. Árið 1908 kvænt- ist Bjöm Kristjönu Sigur- geirsdóttur Pétursson og sama Morgunbl. 27. júlí - 10. ágúst V estmanneyingar fá rafmagn Fyrir skömmu kom vita- skipið Árvakur frá Danmörku til Vestmannaeyja með raf- magnsstreng, sem leggja á milli Vestmannaeyja og lands. Verður rafmagn þetta leitt frá Soginu. Hér er um að ræða mesta rafmagnsstreng, sem lagður hefir verið neðansjáv- ar fyrir ströndum Islands. ☆ Síldarsöliun Þann 1. ágúst var heildar- söltun síldar orðin rúmar 240,- 000-tunnur. ☆ Mannalát Það slys varð nýlega austan við Reykjavík, að hestur féll með aldraðan mann, Magnús Bergsson, Stórholti 18, Rvík. Bæði maður og hestur vom látnir, þegar að var komið. Nýlega em látin Gunnlaugur Blöndal listmálari, Eggert Jónsson bæjarfógeti í Kefla- vík, sonur Jóns Pálmasonar á Akri, fyrrv. alþingisforseta og ráðherra, Bryndís Steingríms- dóttir, kona Magnúsar Blön- dals tónskálds, Gunnlaugur Halldórsson (Bjarnasonar frá Viðfirði)), Björn Arnórsson stórkaupmaður, Jensína Jóns- dóttir, Hjálpræðishemum í Reykjavík, frú Auður Gísla- dóttir, ekkja Árna prófasts á Skútustöðum, Jón Guðbrands- son fyrrum skrifstofustjóri „Eimskiþs“ í Kaupmanna- höfn og Hannes Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóri á Isafirði. ☆ Síldveiði enn Þann 11. ágúst var skýrt svo frá, að síldveiði væri góð. Var þá saltað á öllum söltun- arstöðvum nema á Raufar- höfn. ☆ Dr. Eysteinn Tryggvason Dr. Eysteinn Tryggvason ár réisti hann bú í Silver Bay héraði, eins og fyrr greinir. Frú Kristjana l'ézt í desember- mánuði árið 1958. Þau hjón eignuðust tvö börn, sem bæði em á lífi og búsett í Silver Bay héraði', þau Kristján og Maríu (Mrs. Jón Sigurðsson). Björn Jónasson er mikill mannkostamaður og ná vin- sældir hans langt út fyrir landamörk byggðar hans. Lög- berg - Heimskringla óskar Birni til hamingju með þann heiður, sem hann hefir verð- ugur hlotið og árnar honum heilla um ókomin ár. hefir verið skipaður prófessor í jarðeðlisfræði við háskólann í Tulsa, Oklahoma í Banda- ríkjunum. Dr. Eysteinn, sem er maður kvæntur og á tvö börn, hlaut menntun sína á Islandi og í Noregi. ☆ Hresst upp á Reykjavík Þeir Bjarni Jónsson frá Galtafelli og Guðmundur Jónsson, forstjórar Nýja Bíós í Reykjavík afhentu nýlega borgarstjóm Reykjavíkur 75,- 000 kr. að gjöf. Skal upphæð þeirri varið til fegmnar Reykjavíkurbæjar. ☆ Alþjóðamót skáta á Þingvöllum Alþjóðamót skáta hefir stað- ið yfir að Þingvöllum. Mót Veðurfræðingar í Winnipeg spáðu fremur illa fyrir um veður fyrstu helgi ágústmán- aðar. Var því ekki laust við, að töluverður kvíði gerði vart við sig innan Islendingadags- nefndar. Menn reyndu þó að vona hið bezta, og ensku blöð- in voru bjartsýn og sögðu veg númer 9 verða bráðfæran frá Winnipeg til Gimli og hvöttu menn til þess að leggja leið sína þangað, því að þar yrði margt um dýrðir, tvítyngdir menn í ræðustólum, kveð- skapur, söngur, hljómlist og íslenzkir réttir á borðum, svo sem skyr og vínarterta. Má í því sambandi minnast, að Winnipeg Free Press gaf for- skrift, eftir hverri vínarterta skyldi blandast, hrærast og bakast. Miss Helen Josephson gaf blaðinu forskriftina, og var gotrt til slíks að vita, því að enga konu þekki ég í austri eða vestri, sem býr til betri vínartertu en Halla vinkona mín. Sem ég var að stúdera forskrift Höllu í eldhúsinu heim hjá mér, hringdi dr. Tryggvi Oleson til mín og sagði ekki sínar farir sléttar. Hafði hann verið að rannsaka téða forskrift og líkast til blandað í deig. Kom þá upp úr kafi'nu, að formúlur vant- aði fyrir millilögum. Sem sagt, aðallögin vildu ekki tolla saman, en eins og flestir vita, halda millilögin tertunni sam- an, rétt eins og strengir í klömbruvegg. Vanti' streng- ina í vegginn, hrynur hann óðara. Vanti millilög í vínar- tertu, lendir allt í vandræðum. En þetta var ekki sök höfund- arins. Blaðakonan frá Free Press hafði tekið sér það bessaleyfi að stytta grein sína þetta hefir verið með afbrigð- um fjölsótt, og hefir drifið þangað fólk frá ýmsum lönd- um. ☆ Óblíll veður í Veslmannaeyjum Héldur mun hafa viðrað illa á árshátíð Vestmanney- inga í fyrstu viku ágústmán- aðar. í hátíðarlok var ekki flugfært milli Eyja og lands, og mun því hafa orðið nokkur bið á því að hátíðargestir kæmust heim til sín. Allt um það fóru fram fjölbreyttar skemmtiskrár, meðan á hátíð- inni stóð. Meðal þeirra, sem ræður fluttu, var frú Ingibjörg Jónsson, ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu. um vínartertuna með því að félla brott millilögin. Við Jón Hafliðason lögðum af stað til Gimli um klukkan ellefu f. h. þann 6. ágúst. Daginn áður höfðu haglél dunið á Winnipegborg sunn- anverðri. I norðurhluta borg- arinnar hafði flætt inn í hí- býli fólks. Útlitið virtist þó ékki slæmt og kvaðst Jón spá góðu veðri, en hann er manna gleggstur á skýjafar, enda al- inn upp á Vestfjörðum og í Garðinum, þar sem róið var á hverjum morgni, ef veðurút- lit var válaust. Við Jón ókum norður á númer átta til þess að forðast umferðina á númer níu. Slíkt hið sama gerðu allir aðrir, sem leið áttu norður þennan dag og af sömu ástæðum. Var því ekki að spyrja að um- ferðinni. Á Gimli var sólskin og blíð- skaparveður. Hátíðarsvæði ís- lendingadagsins var fánum skreytt og þar blöstu við hin gullfallegu málverk Árna Sig- urðssonar. Fyrir útidyrum var upphleypt kort af íslandi, fallega gert,- enda þótt Vest- firðir væru vonum minni. „Nú andar suðrið sæla . . .“ barst frá hljómplötu, og átti það vel við, þó að á væri hægur •norðaustan andvari. Við inngainginn hittum við þá Steindór Jakobsson og Jakob Kristjánsson, sem gáfu fólki „prógrömin“ en seldu eigi. Af svip þeirra mátti ráða, að merkur íslendinga- dagur væri í garð genginn, en þessir menn þekkja flestum betur æðaslátt íslenzks félags- skapar hérna megin hafs. Klukkan tvö eftir hádegi Frh. bls. 7. Björn Jónasson heiðraður Þankar fyrir og eftir íslendingadag

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.