Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Breišablik

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Breišablik

						BREIÐABLIK
hljóta aS fá við aS lesa öll guðspjöllin,
— nema æskusögurnar. En þetta gat
hneykslaS, og hlaut að hneyksla. Spft-
dómarnir hljóðuðu svo aS Messías ætti að
fæSast í Betlehem (Míka5,,nn). Og hann
hlaut að koma frá Júdeu, sem var kjarn-
inn úr GySingalandi, þar sem sjálf borg
guSs, Jerúsalem, var.
Þessa hneykslunarhellu reynanúæsku-
sögurnar aS nema brott. Báðar vilja þær
sanna að Jesús hafi fæðst í Betlehem.
En þær gera þaS alveg hvor á sinn hátt.
Matteus fer þar enn lengra. Hann lætur
foreldra Jesú eiga þar heima, en aSeins
fyrir sérstök atvik flytja til Galíleu, eins
og sýnt hefír veriS hér að ofan. Lúkas
aftur á móti lætur þau aðeins vera á ferð
í Betlehem þegar Jesús fæðist. En báSir
vilja sýna þaS sama: Jesús gat verið sá
Messías, sem spáS var að fæSast mundi í
Betlehem. Þetta er gjört af trúvarnar-
legum ástæSum.
Því miSur hefir hér vegna rúmsins orS-
ið að fara altof fljótt yfir sögu. En varla
skil eg, að þeim, sem meS sanngirni vill
líta á allar ástæður, geti blandast hug'ur
um, aS hér eru helgisögur, sem síðar
hafa myndast í hugum trúaðra manna,
en ekki sannur sögur af viðburðum, sem
hafi gerst. Og þótt ýmsum, sem hafa
tekið ástfóstri við þessar fögru sögur,
kunni að þykja sárt, að sjá þeim kipt burt
úr veruleikanum, þá getur það og máþað
ómögulega standa í veginum fyrir því, að
hið sanna og- rétta komi í ljós. Sann-
leikurinn er oft bitur og sár, en hann er
altaf affarabestur.
JON ARASON.
Alþýðuerindi flutt í Hafnarfirði 7.   nóv.   1910.
Eftir Einar Hjörleifsson.
Við höldum í dag þriggja stóralda—360
ára—afmæli eins hins áhrifamesta merk-
isatburðar,   sem   gerst hefir í sögu þessa
lands, aftöku Jóns biskups Arasonar og
sona hans. Við minnumst þessa atburð-
ar til þess að rifja upp fyrir okkur og
hugfesta eitt merkilegasta tímabilið í
sögu þjóðarinnar — þaS tímabilið, er
kirkjuvaldið var brotið á bak aftur hér á
landi, en konungsvaldið náði sér niðri,
það tímabilið, er katólska kirkjan er rif-
in niður og lúterska kirkjan reist á rúst-
um hennar. ViS minnumst þess í öSru
lagi til þess að hugfesta okkur manninn
sjálfan — manninn, sem svo mikið kvað
að, aS saga hans er alveg sama sem saga
Islands um eilt skeið, sérstaklega ein tvö
ár. Og við minnumst þessa í þriðja lagi
í því skyni, að reyna aS draga einhverjar
skynsamlegar ályktanir út af hinum sögu-
legu viðburðum.
Eg veit, að ykkur liggur þaS öllum í
augfum uppi, að eg get ekki á þeirri stuttu
stund, sem eg get viS ykkur talað, rakið
nákvæmlega sögu Jóns Arasonar biskups
Það yrSi alt of langt mál. Og mér virð-
ist ekki heldur, að þess sé þörf. Sjálf-
sagt hafiS þiS öll nokkurnveginn Ijósa
hug'inynd um hana, og" sumir eru henni
nákunnugir. Og þeir sem löngun hafa
til þess að fá frekari fræSslu um hana en
þeir kunna að hafa fengið, eig'a tiltölulega
greiðan aðgang að henni í bókum, sér-
staklega Biskupasögunum, Siðbótarsögu
síra Þorkels heitins og bók Jóns Jónsson-
ar sagnfræðings um ísl. þjóðerni. En
sjálfsagt tel eg samt að drepa á nokkur
atriði.
Maðurinn, sem við minnumst í dag, Jón
biskup Arason, var fæddur árið 1484 og
kominn af góðum ættuni en fátækum for-
eldrum. Svo er að sjá, af einni sögu,
sem geymst hefir af foreldrum hans, serr.
stórlyndiS og ofbeldishugurinn hafi legið
nærri honum í ættinni.
FaSir hans var talinn maSur „góSsinn-
aSur og hóglyndur", en móðir hans stór-
sinnuð og ráðrík, enda var ættgöfgin
hennar meg'in. Hún mat bónda sinn lít-
ils, og svaf langt fram á dag, þó aS hann
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32