Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.02.1910, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 21 og Hnappadalssýslu 1853—1855. Bjó hann þau ár í Bjarnarhöfn. 1855 fór hann utan í annað sinn og tók próf í dönskum lög- uni (examinati juris) 28. jan. 1857, og' lifði hann lengst þeirra íslendinga, er það prófhafatek- ið. 1858 var hann seltur sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og gegndi því embætti til vors 1862. Þá (21. jan. 1862) varð hann málailutningsmaður við Landsyfirréttinn, og gegndi því starti til 1886, að hann fékk lausn (5. febr.). Tímakennari í sögu við Reykjavikur lærða skóla var hann 1868—1893. Bjó hann í Reykjavík, þar til hann and- aðist 9. þ. m., og hafði þá lifað 7 vetur hins tíunda tugar og 3 mánuði betur. Varð þórarinn Krlendsson prófastur á Hofi í Alftaíirði (d. 1898) einu ári eldri (f. 1800), og hafa þeir tveir orð- ið elztir allra skólagenginna manna hér á landi síðan 1730, að sira Ólafur Sigfússon á Ref- stað lézt, er talið er að orðið haii 104 ára, þó það sé eigi með fullri vissu. Alþingi 1885 veitti honum 1800 kr. frilaun sem sögukennara; en þegar hann lét kensluna af hendi 1893, veitti þingið honum sömu laun í heiðursskyni fyrir sagn- fræðisstörf hans. 27. sept. 1892 var hann sæmdur riddaramerki dannebrogsorðunnar. Hann kvongaðist í fyrra sinn 30. des. 1840 Jórunni dóttur ís- leifs Einarssonar háyfirdómara á Rrekku og eignuðust þau 5 börn. Tvö þeirra dóu kornung, og Páll sonur þeirra dó rúmlega tvitugur, nýlega útskrifaður úr lærða skólanum, en 2 dætur eru á lifi; Sigríður ógift í Reykjavík og Anna kona Stefáns Stephen- sens Munkaþverár-klausturshald- ara. — Jórunni konu sína inisti Páll Melsteð 21. ágúst 1858, en á 47. ufmælisdegi sinum (13. nóv. 1859) kvongaðist hann Þóru dóttur Gríms amtmanns á Möðru- völlum Jónssonar, og áttu þau engin börn. Lifir hún mann sinn og er nú 86 ára (f. 18. des. 1823). Gullbrúðkaups þeirra var minst 13. nóv. síðastl. Meðan Páll Melsteð dvaldi á Brekku, ritaði hann og gat út »Ágrip af merkisviðburð- um mannkvnssögunnar« (Viðev 1844). En síðan ritaði hann alla Mannkynssöguna, er Bók- mentafélagið gaf út, og kom Fornaldarsagan út 1864, Miðald- arsagan 1866 og Nýja sagan 1868 —1887. Norðurlandasögu rit- aði hann, er télagið gaf út 1891 og »Agrip af almennri veraldar- sögu«, er fyrst var prentuð 1879, og síðan tvisvar og notuð hefir verið til kenslu á ýmsum skól- um hér. — Sögur hans urðu vinsælar, og eru þær ritaðar á sérstaklega góðu máli. Við blaðaútgáfur var liann og nokkuð riðinn. Fyrst við »Reykjavíkurpóstinn« 1846— 1849, síðan varð hann einn af stofnendum þessa blaðs, er hóf göngu sína 5. nóv. 1848, og með- ritstjóri þess um tima. Hann var einn af útgefendum »íslend- ings« 1860—1863 og ábyrgðar- maður »Víkverja« 1873—1874, er var faðir »ísafoldar«. Páll Melsteð var fulltrúi Snæ- fellinga á þjóðfundinum 1851,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.