Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 22.01.1917, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 22.01.1917, Blaðsíða 4
HÖ*UÐSTAÐURINN Smælki. Frá Washington er sagt að forði þjóðbankans þar sé nú um 494 miijónir og 400 þúsund eða 37 milj. meira en nokkru sinni fyr. —o— Austurrfkismenn hafa oannað innflutning á ölium óþarfavörum, og skrautgripum ttl þess að koma í veg fyrir að fé fyrir það gangi út úr iandinu. Meðal þess sem ekki má flytja inn eru ostrur, á- vextir, kampavín, kavfar, knipl- ingar, silki, gimsteinar, ieikhús- kíkirar, úr, ilmvötn og hverskonar hljóðfæri. —o— Sagt er að þýskii sendimenn hafi verið komnir til Haag til þess að útvega húsnæði og aðrar nauð- synjar handa þeim Pjóðverjum, sem sækja áttu þangað friðar- fundinn, sem þeir voru alvarlega sannfærðir um að yrði haldinn þar bráðlega mjög. —o— Frá Petrograd er sagt að vegna sykureklu þar, sé bakaríum og brjóstsykursgerðum og öðrum slfkum stöðum bannað með öllu að gera nokkur sætindi. —o— Fangi frá Austurríki sem hafði verið heima hjá sér í heimfarar- leyfi skömmu áður en ítalirtóku I hann höndum, segir svo frá að fimta herián Austurrikismanna I hafi í raun réttu fremur verið fengið með valdi en veitt af fús- um vilja. í því þorpi sem hann átti heima í voru um 200 fjöl- skyldur, en þær voru neyddartil að láta af hendi 25000 austurrísk- ar krónur, sem er svipað og 23500 krónur. —o— Sem stendur er verið að ræða um það að koma á föstu flug- vélapóstsambandi milli New York og Chicago. Vegalengdin er 720 enskar mílur og mundi því taka 7 stundir að fljúga þessa leið. En hraðfærustu járnbrautir þurfa 20 stundir til þess, að komast milli borga þessara- — o— Mercier kardináli hefir enn rit- að general von Bissing og mót- mælt brottflutningi Belga og beð- ið Þjóðverja »að muna eftir vor- um óverðskulduðu þjáningum, fyrirdæming hins mentaða heims, dómi sögunnar og refsinguguðs*. Barnavetlingur fundinn. Vitjist á Laugaveg 37 B. Cornet í góðu standi til söiu. Afgr. v. á. FjaUkonuútgáfan Nýútkomið: Lög islands, 10. hefti. H.f. Eimskipafél. Islands. Sú breyting hefir orðið á ferð e.s, OULLFOSS í mars að skipipið fer ekki til Kaupmannahafnar, heldur aðeinstilLeith og snýr þar aftur til Reykjavíkur. Skipið fer væntanlega héð- an fyrst í mars. * Kaupmenn, sem búnir voru að biðja um pláss í skipinu frá Kaupmannahöfn í þessari ferð, eru beðnir að athuga þetta. Rvík, 20. janúar 1917. H.f. Eimskipafélag Islands. hænsnafóðrið góða Ut Jóns Hjartarsonar & Co. Stúlka sem vill taka að sér tétt skrifstofustörf getur fengið góða atvinnu nú þegar. Eiginhandar umsóknir séu komnar á skrifstofu vora fyrir annað kvöld. Sé þar greint heimili umsækjanda og verður síðan samið um kaup og starfið að ööru leyti. Hjólhestar sem eiga að gljá-lakkérast. eru menn beðnir um að koma með í þessum mánuði. Hjólliestaverksmiðjan Fálkinn Laugaveg z*. 27 það minni umsjá. En eins verð eg að biðja þig, Niison, að nefna þetta ekki við nokkurn mann í kvðid. Á morgun tala eg við greif- ann um þetta og þá fær öll fjölskyldan og fólkið sem hér er að vita um það, en í kvðld, þyrftum við, ef mögulegt er, að varðveita vel leyndarmál okkar. — J*. þegja skal eg! Ó, náðuga greifafrú, guð blessi yður fyrir, að taka litia angann að yður! Nú verður það hvorki svangt né kalt og kerling mín þarf ekki aö gruna mig um neitt misjafnt, og hann strauk hendinni um augun og sneri til dyra. — Farðu fram í eldhúsið, Nilson, og segðu að þú eigir að fá þér eitthvað heitt, og mat eins og þú vilt! Greifafrúin kvaddi hann vingjarnlega og Nil- son tautaði fyrir munni sér, um leið og hann fór út úr dyrunum: Brit-Stlna má segja það sem hún vill um grautinn fyrir mér, eg skal ekki ónáöa hana í kvöld, það verður séð fyrir mér, hérna í eldhúsinu og hann veröur ekki lakari. kvöldmaturinn sá. 28 III. Þegar greifafrúin var ein oröin, varð henni það fyrst fyrir, að loka að sér, síðan gekk hún aftur að borðinu, þar sem skrínið stóö, gaf barninu að drekka úr pelanum og lagði þaö síðan í rúmið og hlúði vandlega að því, og tók svo að rannsaka skrínið. Það sem fyrst vakti athygli greifafrúarinnar, var, rósrauður dúkur, fóðraður með vatti, hafði hann verið breiddur yfir barnið í sængur stað. Mátti sjá það á svip hennar, að hún var æði óróleg og það virtist að hún gæti ekki haft augun af þessum óvenjufagra dúk. f skríninu voru enn fremur tveir littir svæfl- ar, sem barnið hafði haft undir höföinu, voru svæflarnir skreyttir fögrum útsaum. Þar var og ýmislegt tleira svo sem hið nauðsynlegatas af klæðnaði barnsins og neðst á botninum lá bréf og skrifað utan á til greifafrúarinnar. Hún tók bréfið upp með skjálfandi hendi og hneig niður í legubekkinn og misti bréfið á gólfiö. Hún starði á það, eins og væri það einhver undrasýn, og virtist sem hana vantáði þrek til að opna bréfið. Gamla klukkan á arinhyllunni, verðmætur ættargripur frá þrjátfu ára stríðinu, sló níu, og 29 silfurskær ómurinn barst að eyrum greifafrúar- innar og vakti hana. Hún spratt á fætur, og nú mintist hún húsmóðurskyldu sinnar. Karl- mennirnir ætluðu að hætta að spila klukkan hálf tíu og þá átti að bera á borð kvöldverð- inn. Hún flýtti sér að opna bréfið og varð þá fyrir henni skírnarseðill barnsins, svo hljóðandi: »Meybarnið Sigríður Axelína, fædd hinn 10. dag ágústmánaöar, árið 175, skírt 20. sama mánaðar. Foteldrar ókunnir. Stockholm St. NicoIai-í:öfuuöi, hinn 20. ágúst 175 — Hendur frúarinnar titruðu, þegar hún tók sjálft sendibréfið. Augu henuar fyltust af tár- um, svo hún sá ekki stafa skil um stund. — Loks byrjnöi hún og las bréfið: — Náðuga greifafrú! Ólánssöm og örvilnuð móðir, sem svfvirði- lega hefir verið á tálardregin, leitar nú á náðir greifafrúarinnar og hinnar alkunnu hjartagæzku hennar og kristilega kærleika og grátbænir haná í undirgefni og auðmýkt, að taka að sér og fóstra litla, umkomulausa, yfirgefna og föðurlausa barnið, Móöirin mun þá blessa greifafrúna og senda brennandi bænir í hæð- irnar og biðja um blessun og frið yfir hana

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.