Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.03.1911, Blaðsíða 1
OÐINN 13. BLAl) MARS 1»11. VI. ÁR Frú Kristín Krabbe. Góð lieimili eru sólskinsblettir í þjóðlífinu. Þau stafa frá sjer yl, er vermir og glæðir. Þau hrekja skuggana úr sál hvers þess manns, er auðn- ast það lán að dvelja innan vjebanda þeirra, og gera hann hæfari til að verða liamingjusmiður sjálfs sín og annara. Eitt göfugt heiinili getur af sjer mörg önnur í samtíð og framtíð. Og því íleiri sem slík heimili eru, þar sem mannkærleiki, sanngirni og bjartsjm trú á mátt hins góða á sjer óðöl, því traust- ari grunnur er þjóðþroskan- um búinn og því bjartara er yfir brautunum fram- undan. Menn eru vanir að segja að það sjeu mikilmennin, er hrindi mest áfram þjóð- þroskanum, þeir mennirnir sem mikilvirkastir eru í listum, vísindum og stjórn- málum. Jeg skal ekki bera neina hrigð á það. En hitt er víst, að orsakirnar til framkomu þeirra manna kvíslast eins og þjetlir þræð- ir inn í skaut liðna tímans. Og jeg hygg, að það sjeu ekki þrótlminslu rætur þjóðkostanna, sem runnar eru frá lífsslarfi göfugra kvenna, er borið hafa gæfu til þess að vera góð- englar heimila sinna og göfgendur barna sinna og annara þeirra manna, er þær kyntust. Tilvera þeirra er hljóðlátari en þjóðskörunganna og því sjaldnast að ágætum höfð í ræðum og ritum, enda þótt niðjarnir eigi þeim löngum fult eins mikið að þakka. Nöfn þeirra gleymast allfiestra, nema í hjörtum nánustu ættmenna, óðar en grös eru gróin á moldum þeirra. En gróðurinn, er óx í sporum þeirra, dafnar á brautum niðjanna. FUU KHISTIN KRABBE. Ein þessara göfugu kvenna, er dreifa birtu og blessun umhverfis sig, var frú Kristín Krabbe, kona Haralds prófessors Krabbe. Hún Ijest að heimili sínu í Kaupmannahöfn 14. ág. í sumar sem leið. Frú K. var dóttir þjóðmálaskörungsins nafn- kunna Jóns alþingismanns Gnðmundssonar og konu hans Hólmfríðar Þor- valdsdóttur Böðvarssonar, en systir þeirra Þorvalds lækn- is Jónssonar á Isafirði og Sigurðar lieitins fangavarðar. Öll voru þau systkin fædd að Kirkjubæ á Síðu meðan faðir þeirra hafði umboð klaustursins, og var Kristín þeirra yngst, fædd 25. maí 1841. Sex ára gömul flutt- ist hún til Reykjavíkur með foreldrum sínum, þá er faðir liennar varð að láta klaust- urumboðið fvrir sakir djarf- mannlegrar framgöngu í stjórnfrelsisbaráttu þjóðar sinnar. Hún var og með þeim vetrarlangt í Kaup- mannahöfn 1850—’51. Þá um vorið lauk faðir hennar prófi í dönskum lögum. Upp frá því dvaldi liún jafnan í foreldrahúsum í Reykjavík, þar til er hún giftist 1871 og fór alfarin af landi burt með manni sínum. Þau höfðu kynst fyrst 1863, þá er prófessor Krabbe ferðaðist hjer um land i vísindaerindum og gerði hina merkilegu uppgötvun sína um orsök sullaveikinnar; varhann þá löngum gestur á heimili Jóns Guðmundssonar. Er svo að sjá sem honum hafi getist þar vel að og fest þar hugi, þótt lítt Ijeti liann það uppi, sem hans var jafnan vandi. Því sjö árum síðar kom hann aftur og mælti þá til ráðahags við Kristínu. Árið eftir giflust þau. Þegar að afloknu brúð- kaupinu hjeldu þau til Kaupmannahafnar og sellusl

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.