Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.01.1962, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.01.1962, Blaðsíða 3
ListtKnfn AlþýXisflmlMinds íslands rr=— - ------- SKRJÁF í SKRÆÐUM A sl. hausti kom út bók, sem nefn- ist „Islenzk bókmenntasaga 874— 1960". Þetta er heilmikill doðrant- ur, 520 bls. í stóru broti. Höfundur- inn er dr. Stefón Einarsson prófessor ' Baltimore. Hér skulu sýndar nokkr- ur perlur úr þessu meistaraverki: UM STEPHAN G. „Þar (í Alberta) hleypti Stephan upp mörgum börnum, tók virkan þótt í sveitarmólum og orti kvæði sín ó andvökunóttum. Þar dó hann gróhærður öldungur sjötíu og fjögra óra--" UM KRISTJÁN ALBERTSSON. „Hann fagnaði mjög hinum nýja stíl í VEFARANUM MIKLA, þvl þar var ekki þeint deilt ó hug- sjónir og fulltrúa borgaranna. Hinsvegar dæmdi hann ELDVÍGSLU Þórbergs hart, því hann só, að hún hallaði ranglega ó betri borg- ara, kaupmenn, lækna og presta. Þegar Laxness reit ATOMSTÖÐ- INA 1956 deildi Kristjón, sem von var, mjög ó hann, bæði vegna róðherrans frænda síns og vegna bess, að hann óleit með meirihluto landsmanna að Island væri bezt komið með vestrænu þjóðunum." UM KRISTMANN. „Hann er óttkvæntur maður, var fyrsta konan hans norsk, hin síð- asta íslenzk," UM ÓLAF JÓH. SIGURÐSSON. ,,Arið 1956 fór ungverska upp- reistin með trú Ólafs ó rússneska kommúnismann." UM GUÐM. FRÍMANN. Blaðinu hefur borist afrit af bréfi frá forseta ASÍ til allra verkalýðsfélaga innan sambands- ins, varðandi fyrirhugað listasafn ASÍ. Verkam. birtir hér á eftir nokkra kafla úr bréfinu, til að vekja athygli lesenda sinna á þessu stórmerka menningarmáli. „Kæru félagar! Eins og yður er kunnugt, ritaði Ragnar Jónsson forstjóri Alþýðu- sambandinu bréf hinn 17. júní síðastliðinn, þar sem hann til- kynnti, að hann gæfi samtökum íslenzkra erfiðismanna — fyrir þeirra liönd Alþýðusambandi ís- lands — dýrmætt málverkasafn sitt, alls um 120 myndir, ef Al- þýðusambandið vildi þiggja. Málverkasafnið var afhent Al- þýðusambandinu við opnun sýn- ingar í Listamannaskálanum hinn 1. júlí síðastliðinn. Skipulagsskrá var samin af lögfræðingunum Arna Guðjóns- syni og Ragnari Olafssyni, og hefur hún verið samþykkt af að- ilum og hlotið forsetastaðfestingu. Verður hún nú birt í B-deild Stjórnartíðinda. Stjórn hefur einnig verið kosin fyrir Listasajn Alþýðusambands íslands (Gjöf Ragnars Jónsson- ar), og skipa hana þessir menn: Hannibal Valdimarsson formað- ur, Eggert G. Þorsteinsson ritari, Árni Guðjónsson gjaldkeri, Bjöm Th. Björnsson listfræðingur, Stef- án Ögmundsson prentari, Hjör- leifur Sigurðsson listmálari. Stjórnin hefur þegar haldið nokkra fundi og unnið að undir- búningi eftirfarandi verkefna: 1. Að athuga um stað fyrir vænt- anlegt safnhús Listasafns Al- þýðusambandsins. 2. Að skipuleggja fjáröflun til stað eru þær, að ca. 50.000 fer- metra lands verði safnið að fá, því umhverfi listasafns þurfi að vera garður, prýddur blóma- og trj ágróðri og höggmyndum. Hér er sem sagt hallazt að þeirri skoð- un gefandans, að listasafn eigi ekki aðeins að vera geymslustað- ur listaverka heldur um leið all- f j ölþætt menningarstofnun al- mennings, þar sem fólk á öllum aldri geti notið ánægjulegra tóm- stunda í fögru og menningarlegu umhverfi. Fjáröflunin til byggingar þess- arar menningarstofnunar, er svo aðalefni þessa bréfs. Því hefur lítt verið á loft hald- ið til þessa, að málverkagjöf Ragnars Jónssonar fylgdi tilkynn- ing um, að ásamt henni væru gef- in 5000 eintök af listaverkabók, er hefði inni að halda yfirlit um sögu íslenzkrar myndlistar og myndir af helztu verkum safnsins — þar af þriðjungur verkanna í litprentun. -—- Bók þessi er í senn hugsuð sem lykill að safninu fyrir eigendur þess og almennt fræðslu- rit um íslenzka málara- og högg- myndalist. Andvirði þessarar bók- ar á að renna til safnhússbygging- ar. Nú hefur verið samið við Björn Th. Björnsson listfræðing um útgáfu þessarar bókar. Þetta verður mikil og vegleg listaverka- bók — í senn bók um Listasafn Alþýðusambandsins (Gjöf Ragn- ars Jónssonar) og saga íslenzkrar myndlistar frá miðbiki 19. aldar, fram á þennan dag. Er Björn þegar byrjaður á verkinu, og mun það koma út 17. júní 1963.“ „Auk nokkuð á annað hundrað mynda af listaverkum verða einn- ig í bókinni ljósmyndir af lista- Frá MIR. — Kvikmyndasýningar á vegum félagsins hefjast í Ásgarði n. k. sunnudag kl. 4 e. h. — Sýndar eru úrvalsmyndir frá Sovétríkjunum. Sjá auglýsingu á 4. síðu. PRENTA? Hringið í Skjaldborg, sími 1024. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. Auglýsið í Verkamanninum. mönnunum. — Verð slíkrar bók- ar höfum vér ákveðið 1500 krón- ur. Þar í má segja, að innifalið sé nokkurt beint framlag frá með- limum verkalýðssamtakanna til stofnunar Listasafns Alþýðusam- bandsins. Þess er og vert að minnast, að bók þessi verður fyrsta íslenzka listasagan, sem út kemur og jafn- framt stærsta listaverkabók, sem hér hefur sézt til þessa. Til þess er ætlazt, að þeir, sem gætu, greiddu þessa upphæð, er þeir gerast á- skrifendur, eða þá þann hluta verðsins, er hver um sig treystist til. Eftirstöðvar verði hins vegar greiddar í smærri afborgunum — allt niður í 100 krónur á mánuði. Með þessum hætti teljum við, að mikið átak megi gera, án þess nokkur verði fátækari eftir. Alþýðusambandi íslands hefur verið sýnd mikil sæmd með hinni einstæðu og stórhöfðinglegu lista- verkagj öf. En þá fyrst hafa verka- lýðssamtökin vaxið af málinu, ef þau sýna það nú í verki, að þau séu um það fær að varðveita og ávaxta slíkan menningarfjársjóð, sem hér um ræðir. Því heitum vér nú á hvert ein- asta sambandsfélag að skipu- leggj a nú þegar öfluga áskrifenda- söfnun listaverkabókarinnar — og á hvern sambandsfélaga að leggja fram krafta sína, til þess að þessi lykill að listasafni al- þýðusamtakanna komist í sem flestra manna hendur. Hvert eintak 1. útgáfu bókar- innar verður tölusett og með árit- uðu nafni kaupandans. Einnig hefur verið ákveðið að prenta nöfn allra áskrifenda, sem lokið hafa greiðslu framlags síns, þeg- ar bókin kemur út, aftan við bók- ina, og skoðast þeir stofnendur safnsins.“ Bréfinu lýkur með þessum hvatningarorðum: „Nú hefur samtökum okkar verið trúað fyrir miklu menning- armáli. Látum það sjást, að það sý í góðum höndum og verði leitt til öruggrar hafnar. — Gerum safn okkar og umhverfi þess að slíkum menningarstað, að athygli veki bœði innan lands og utan.“ Með félagskveðju. F.h. Alþýðusambands íslands. Hannibal Valdimarsson. Áskriftarlistar að hinni ein- stæðu bók, sem getið er um í bréf- inu, munu hér á Akureyri liggja frammi á skrifstofu verkalýðsfé- laganna í Verkalýðshúsinu og þar gefnar allar frekari upplýsingar. Kringsjó vikunnar Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 nk. sunnudag. Sjómannadagur, helgaffur slysavarnamálum. Sálmar nr.: 68 — 124 — 681 — 660. Ath. breyttan messu- tíma. — P. S. Slysavarnakonur, Akureyri! Fundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu þriðju- dag 30. janúar kl. 8.30 e.h. Takið með kaffi, en ekki kökur. Þá eru konur á- minntar um að afhending kaffipeninga og bazarmuna er í síðasta lagi á föstu- dag. Og síðast, en ekki sízt, munið messuna okkar kl. 5 á sunnudaginn. Akureyringar! Hinn árlegi fjáröfl- unardagur okkar hér er á sunnudaginn, 28. jan. Verða seld merki á götunum. Muna- og kaffisala hefst á Hótel KEA kl. 2.30 e.h. Einnig kaffisala á sama stað um kvöldið. Hljómsveit spilar. AS fenginni reynslu treystum við og vitum, kæru Akureyringar, að þið aðstoSið okkur vel í viðleitninni að leggja slysa- varnamálunum lið. — Slysavarnadeild kvenna. Frá Sjálfsbjörg. Þorrablót verður haldið fyrir félaga og gesti laugardag- inn 3. febrúar kl. 7.30 e.h. að Bjargi. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig í Véla- og raftækjasölunni, Hafnarstr. 100. Arshátíð Iðju, félags verksmiðju- fólks, verður haldin laugardaginn 3. febrúar nk. í Alþýðuhúsinu. Þar verð- ur margt til skemmtunar: Gamanleik- ur, töfrabrögð, gamanvísur, spurninga- þáttur. Gert er ráð fyrir keppni milli starfsfólks verksmiðjanna. Og 1—2 smáþættir. Nánar auglýst í næstu viku. Viðtalstími Baldurs Jónssonar læknis verður framvegis kl. 15—17. Á laugar- dögum kl. 13—14. Sími 2781. I tilefni 50 ára afmælis Iþróttasam- bands íslands 28. janúar nk. hefur stjórn Í.S.Í. látið gera sérstakt hátíðar- merki sem send hafa verið íþróttasam- lökum um land allt. Merkin verða seld til ágóða fyrir íþróttastarfsemina í landinu. Á Akureyri fást merki þessi í verzluninni Drífu og hjá Halldóri 01- afssyni úrsmið, auk þess sem margir íþrótta- og áhugamenn um iþróttir hafa þau til sölu. Akureyringar! KaupiS hátíðamerki f. S. í. og styrkið með því íþróttasam- tökin í landinu. — Stjórn í. B. A. „Hann nam list af Einari Jónssyni höggmyndasmið, en gafst upp við að verða listamaður. Aftur á móti gerðist hann iðnaðarmaður ó Ak- ureyri, en hafði listina og skóld- skapinn í hjóverkum.----------" byggtngar Listasainshuss. 3. Að undirbúa sýningar nokk- urra verka úr safninu utan Reykjavíkur. Hugmyndir safnstjórnar um AÐALFUNDUR IÐJU, félags verksmiðjufólks á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 28. janúar 1962 kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Reglugerð fyrir sjúkrasjóð. 4. Onnur mál. Eélagar mœtið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Þorsteinn Jóna- tansson, heimasími 2654. — Áskriftarverð kr. 80.00 árgangurinn. — Lausasölu- verð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn Eöstudagur 26. janúar 1962 Verkamaðurinn— (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.