Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 128
128
skoðun Laplace’s um myndun jarðarinnar og sólkerfisins
sé á réttum rökum byggð.
Tveir náttúrufræðingar, II. Fol og Ed. Sarasin, hafa
gjört ýmsar tilraunir til þess að komast að því, hve
djúpt sólarljósið kemst niður í sjó og vötn. Nýlega hafa
þeir ritað um rannsóknir sínar í Miðjarðarhafinu. Til
þess að 3koða áhrif ljóssins, höfðu þeir sjerstakt verk-
færi, sem þeir sökktu niður í sjóinn, og í því ljósmynda-
gler mjög næm (brómsilfur-gelatín-plötur); var svo um bú-
ið, að opna mátti plöturnar á vissri dýpt og loka þeim
aptur, því annars hefði eigi með vissu verið hægt að sjá,
hver áhrif ljósið hafði á hverju dýpi. Til þess sjórinn
eigi gerði kemiskar breytingar á efnum þeim, sem plat-
an var þakin með, þá var dregin yfir þau þunn asfalt-
skán og varð ljósið að falla gegnum glerið áður en það
verkaði á brómsilfrið. Eannsóknir þeirra hafa sýnt, að
fyrir neðan 1300 feta dýpi er eigi minnsta ljós-skíma,
heldur sífellt svartnætti. A 11—1200 feta dýpi er birtan
um hádaginn í glaða sólskini varla eins mikil eins og birtan
af stjörnunum hjá oss á vetrarnóttu, þegar hvorki sér til
tungls né norðurljósa.
Framfarirnar í Japan eru meiri en menn geta gert sér
í hugarlund hér í Európu; menntunin er alltaf aðverða
yfirgripsmeiri og öll menning þjóðarinnar vex að því skapi.
Tímaritum er alltaf að fjölga í Japan; þar eru gefin út
37 tímarit, sem eingöngu fást við uppeldisfræði og það
er snertir skólamenntun, 7 tímarit í læknisfræði, 9 um
almenna heilbrigðisfræði, 2 um skógarækt, 2 um meðala-
fræði, 7 vísindaleg tímarit í náttúrufræði og 29 tímarit í
náttúruvísindum alþýðlega skráð.