BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 10
Heilbrigt líf - án áfengis: Sextíu svör sem ýmislegt má lesa úr í síðustu fimm tölublöðum hafa birst svör sex- tíu karla og kvenna við spurningum um bind- indi og áfengisvarnir. Arni Einarsson, sem hefur starfað að þessum málum síðustu ár, hefur litið á svörin og dregur hér fram það sem honum finnst einkenna þau og sérstaka athygli vekur. Kenningar um ánauð áfengisneyslu Lengi hafa menn leitað skýringa á því hvers vegna sumir ánetjast áfengi og missa tökin á neyslu þess en aðrir virðast hafa stjórn á henni að svo miklu leyti sem félagslegt um- hverfi og menning veitir fólki svigrúm til sjálfstæðis í þeim efnum. Ýmsar skýringar hafa komið fram á þessu, s.s. að þeir sem ánetjast áfengi séu „öðruvísi“ líffræðilega en hinir sem halda hlut sínum gagnvart Bakkusi og að um sé að ræða sjúk- dóm. Til eru félagslegar skýringar sem gera ráð fyrir að áfengi og önnur vímuefni séu hugar- svölun vonsvikinna, kúgaðra eða firrtra ein- staklinga og/eða hópa sem leiti sér lífsfylling- ar eða flýi á náðir vímunnar er geri veruleik- ann bærilegri eða deyfi tilfinninguna fyrir honum. Nátengd þessari skýringu er sú að sálræn svörun fólks við vímunni sé mismunandi. Sumum finnist víman þægilegri og eftirsókn- arverðari en öðrum. Þeir séu líklegri til að ánetjast henni. Hér má m.a. nefna þá skýr- ingu að fólk neyti áfengis til að breiða yfir feimni sína og aðra vanmetakennd. Þá er ónefnd sú skýring að framboð áfengis skipti mestu. Því sé líklegra að þeir sem eigi auðvelt með að komast yfir áfengi ánetjist því fremur en aðrir sem þurfa meira fyrir því að hafa. Lágt verð á áfengi ýti undir neyslu, svo og fjöldi dreifingarstaða. Þá ráði hið almenna viðhorf miklu. Sé neyslan útbreidd og almenn og áfengi notað við mörg tækifæri missi ein- faldlega fleiri tökin en annars. Bent er á að margir ánetjist áfengi tímabundið en segi skilið við það vegna breyttra aðstæðna; taka 10 t.d. saman við nýjan maka, flytjast búferlum eða takast á hendur ný viðfangsefni. í samfé- lagi okkar er mikil hvatning til neyslu, m.a. frá þeim sem græða beint á áfengissölu en taka ekki þátt í að greiða niður þann kostnað sem neyslunni fylgir. Að segja nei Miklu minna púðri hefur verið eytt í að leita skýringa á því hvers vegna margir, þrátt fyrir útbreiðslu áfengis og þrýsting til neyslu, hafna notkun þess. Hvað mótar afstöðu þessa fólks til áfengisneyslu? Liggur einhver með- vituð ákvörðun að baki því að það neytir ekki áfengis eða gerist það ómeðvitað „af sjálfu sér“ fyrir tilverknað uppeldis og umhverfis? Á tímum, þegar forvarnir eru efst á baugi og réttara þykir að koma í veg fyrir skaða en að plástra sárin þegar í óefni er komið, hlýtur að vera nokkurs um vert að kanna þessa hlið Heilbrigt líf - án áfengis Lífsstfll margra þekktra íslendinga I könnunum hefur komið fram afi um fímmtungur fullorfiinna si'KÍHt ekki nota áfengi, eða allt að 35 þúnund manna. Afieine Iftill hluti þeiwa hópa er f bindindisfé- Ritnefnd BFÖ-blaðeinn fannst áatœða til að vekja athygli les- enda ó þekktum lalendingum, nem velja heilbrigt Iff ón ófengis. Vifi lögðum tvnr npurningar fyrir þetta fólk og birtum avörin f þesau blafii og þeim meetu. 1. Hver er afrlaOa þln til áfengis ng HvaO ræOur hennif 2. HvaOfinnstþérbrýnastaOgera I áfengisvOrnum 1 Arni Slgfússon, fram- kvnmdastjóri Stjórnunar- félagslns og borgarfulltrúi: 1. Ég hef komifi þvf svo fyrir að tryggt er að ég verð ekki f höpi þeirra Qölmörgu lalendinga sem munu eyðileggja mismunandi mörg ór af Iffí afnu, eða fjölga mistökum efnum, vegna misnotk- unar á áfengi. Lauanin var fólgin f móltœkinu og stjómunartœkn- inni: „I upphafí skyldi endirinn Til þens var aðeina ein trygg leið, ég nota ekki ófengi. Ég hef löngun til að vakna alla morgna einn allagóður og upplag mitt gefur tilefni til - sofna alls- gófiur - og nýt hverrar mfnútu f svefni sem vöku. 2. Menn verða að fá að velja sér Iffsstfl sjólfír. Só sem hafnar ófengi á uð gera það vegna þess að hann velur það. Frœðela og upp- lýsingar um ófengisvandann og þó staðreynd að maður nýtur Iffs- ins best allsgóður eru bestu ófengisvarnirnar. Menn þurfa að öðlast skilning ó þvf hvernig þeir áorka mun meiru en t.d. sá sem kfkir f glas um hverja helgi, reyn- ast betri uppalendur bama sinna, betri fjölskyldumenn, traustari vinir og sannari sjólfum sér. Þá munu menn einfaldlega hafna þessum vökva. Elfa-BJÖrk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Rfkls- utvarpslns/útvarps: 1-2. Ég neyti ekki ófengis. Mikið vantar ó að jafnrétti rfki milli þeirra, sem þess neyta og okkar hinna, sem ekki gerum það. Rœtur hefðarinnar standa djúpt og afstaðan gagnvart ófengis- neyslu er mjög skýr. Hún er ein- faldlega sú að hið efililega atferli sé að neyta ófengis og þeir, sem það gera ekki, eru stöðugt f vöm. Þetta er ón vafa ein af óstœðunum fyrir þvf að ófengisneysla er svo útbreidd. Það er ekki auðvelt að synda ó móti straumnum. Mig langar að taka sem dæmi veitingar f móttökum ýmiss konar. Miklu fé er eytt f áfengis- kaup og virðist metnaður gest- gjafanna beinast fyrst og fremst að þvf að ófengisneytendum sé veitt sem best þjónusta. öðra máli gegnir þjónustan vifi þá gesti, sem ekki neyta áfengra drykkja. Þar er hugmyndaflugið af mjög skornum skammti og stundum gleymast þessir gestir Þegar þeir gleymast ekki, er oflast kók eða djús ó bakkanum. Kók er dfsætur drykkur. Djús er hversdagsdrykkur Það er þvf engin tilbreyting að fó slfkt við hátfðleg tækifæri, þegar aðrir njóta fjölbreyttra drykkjarfanga. Ég mæli með að úr þessu verði bætt. Æskilegt er að veittir séu góðir ávaxtadrykkir og óófengar vfntegundir. Þessa drykki ó að bera fram f fallegum glösum, þvf glösin era hluti ánægjunnar. Þörf er ó hugarfarsbreytingu hjó okkur öllum. Við sem vfnu- laus eram eigum að gera meiri kröfúr. Við þegjum alltaf rétt eins og var með reykingarnar fyrir nokkram árum. Við eigum að

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.