Skólablaðið - 15.03.1910, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 15.03.1910, Blaðsíða 10
42 SKÓLABLAÐIÐ meinið. Menn treysta alment ekki nóg á sjalfa sig til að framkvæma heillarík störf frambúðartrygg; land vort er þó frjótt og þjóðin gáfum gædd og sæmilegu þreki búin; en alt spillist og týnist, sem ekki er háð nægilegri áreynslu, með gott áform fyrir augum. — Því er nú ver, að menn geta ekki alment sagt eins og Ketill úr Hrafnistu: „hugfult hjarta veit ek hlífa mét“. Margur hlýtur aldursspell af dáðleysi, af því hann vantar „hugfult hjarta". — Eg heyrði einu sinni unga stúlku segja, „að ungt fólk hefði ekkert að gera með trú“. Það hefi ég heyrt heimsku- legast mælt a æfi minni. Án trúar á guð, föðurlandið og sjálfan sig, er maðurinn orkulaus eintrjáningur, ekki til neins nýtur. „Erfiði og ástundun eru farsældar foreldrar", segir gam- alt orðtæki. Segðu það við barnið þitt. Brynleifur Tobiasson. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Giiðmund Hjaltason). II. örðheldni við börn. Slæmt er að skrökva að börnum, en verra er að svíkja þau. Illa falla þeim að vísu ósannindin, en mest sárnar þeim sé þau prettuð í nokkru. Það er því heilög skylda, að halda loforð sín við öll börn. Þá skyldu má aldrei afrækja. Sáir þú niður svikum og táli við bórn, svo uppsker þú gremju, virðingarleysi og óhlýðni. Og það er líka mátulegt handa þér. En ekki er alténd búið með því. Þú kennir börnunum að svíkja og tæla. Þú gerir mörg þeirra að óreiðumönnum. Alveg eins og sá, sem leggur það í vana sinn, að Ijúga að börnum, gerir mörg þeirra, að ósannindamönnum. Það eru ekki öll börn, sem forðast lesti þeirra manna, sem þau lítils- virða. Öll fá þau óbeit á þeim, sem svíkur, en ekki öll fá fyrir þá sök óbeit á að svíkja.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.