Skólablaðið - 01.06.1911, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.06.1911, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ ---------- FIMTI ÁRGANGUR Reykjavík, 1. júni. , 7. tbl. Garðrækt við barnaskólana. Brot tír erindi fluttu fyrir nemendum kennaraskólans 4. febr. 1911. .... Eg veit ekki, hvar ætti að tala um garðyrkju, ef ekki hér, fyrir þessum hóp af ungu fólki, konum og körlum, sem ætla að gera fræðslustarfið að aðalstarfi sínu. Jafnframt því að kennarar munu skoða það skyldu sína aö vinna að fram- gangi garðyrkjunnar, eins og öðrum menningarmálum, munu þeir og finna hjá sér löngun til að láta sem mest gott af sér leiða í þessu efni, og þeir eru svo lánsamir, að þeir eiga tiltölu- lega hægt með það Það er þá tvent, sem fyrir ykkur liggur í þessu máli: 1. Það, að afla ykkur nauðsynlegrar þekkingar í garðræktinni og 2. það, að kenna það síðar ykkar nemendum. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, þá er um ýmsar leiðirað velja. Fyrst og fremst það, að nota það, sem skrifað hefur verið á íslensku um garðrækt. í öðru lagi að veita eftirtekt því, sem gert hefir verið og gert er í þessum efnum víðsvegar um land. Og sfðast en ekki síst er ráðið það, að þið byrjið sjálf að fást við plöntur. Það verður heppilegasta aðferðin, og þið ættuð að byrja strax í vor. Tíminn líður og við eldumst öll. Nú skal eg minnast á þau ráð, sem menningarþjóðirnar telja heppilegust að því ertil framkvæmdanna kemur, og það eru þá fyrst Skólagarðarnir. Með orðinu skólagarðar á eg við barnaskólagarða, sem notað- ir eru sem kenslustaðir og kensluáhöld fyrir börnin. Þessi hug- roynd er nær því 100 ára gömul meðal Dana, og á Þýskalandi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.