Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 4
52 SKÖLABLAÐIÐ Mai 1921 góðan stíl. Menn mætti þó reka minni til, hversu suraum málfræðingum vorum lætur og látið hefir illa meðferð móður- máls vors, svo að ekki sje minst á stíl og hugsun ritsmíða þeirra. Sum góð rit- höfundefni hafa fengið að kenna á þessari óviturlegu tilhögun, því að stíl- blindir kennararnir, aðstoðaðir við próf af stílblindum dómöndum, hafa stund- um ekki haft önnur ráð en gefa ein- kunnir eftir stafvillufjölda eða þekk- ingu sinni á námsdugnaði lærisveina sinna og lærimeyja. Enn er það eitt dæmi ranglátlegrar verkaskiftingar, er hlaðið er á sama kennara öllum stílum, er gerðir eru í sama skóla. Og fyrr eða síðar sýpur skólinn og nemendur hans seyðið af slíku ranglæti. Jeg hefi, ef til vill, ekki haldið mjer fyrirmyndarvel við efnið í smágrein þessari. En það er til afsökunar, að fáu mun þar að vikið, er óþarft er að vekja máls á. það er óhentugt fyrirkomulag að skvlda kennara til að kenna á viku til- tekinn stundafjölda í sama skóla,án allr- ar hliðsjónar af kunnáttu hansogáhuga- efnum. það ætti að nægja, að kennarinn veitti hæfilega margar stundir tilsögn í skólum, er styrktir eru af ríkisfje. Og aldrei skyldu stjórnarvöld amast við því, aJð kennarar,er fást við ritstörf, fái rnenn til að kenna ofurlítið í stað sinn, svo að þeim vinnist fremur tími til bóka- gjörðar og ritsmíða. Og ekki fer vel á, að stjórnendur gjöri sig digra í þessum efnum, er fastakennarinn býður í stað sinn mann, er betur kennir en sjálfur hann þá námsgrein, er hann á um sinn að ljetta af honum. J>að græðir enginn á að neyða rithöfunda til að kenna eitt- hvað sjer þvert um geð. þetta sýnir, meðal margs annars, að efsta stjórn allra skóla vorra, bæði unglinga- og iðnskóla og allar götur upp að mentaskóla, að stofnun þeirri sjálfri meðtaldri, þarf að vera í sömu höndum. Og yfirstjóm skólanna þarf að sýna í þeim efnum, er hjer hefir lauslega ver- ið drepið á, meiri árvekni og umhyggju- semi, en vart hefir orðið fram að þess- um tíma. Ef stjóm skólamála vorra sýndi það lítillæti, að taka, eftir megni, til greina framanritaðar athugasemdir, er ekki ör- vænt, að sumt hjer á landi yrði kent með ljúfara geði og glæsilegri árangrl en raun hefir á orðið til þessa. ----o---- Lækniseftirlit með barnaskólum. (Úr skýrslu til landlæknis.) Eftir Steingrím Matthíasson.*) Heilsufar barnanna. Eins og undanfarin ár, síðan 1916, skoðaði jeg í október- og nóvembermán- uðum alla barnaskóla hjeraðsins. Aðeins í öxnadal var enginn skóli í vetur. Skólastofumar eru misjafnar að gæð- um. Utan Akureyrar eru reglulegar skólastofur aðeins í Glæsibæjar- og Arnarnesshreppi. Annars eiga fræðslu- nefndir undir greiðvikni bænda, sem hafa nokkurnveginn húsakynni, að þeir láni stofur til skólahalds. Sumar þessar stofur eru þó notaðar af heimilisfólki þann tíma dags, sem ekki er kent, og er sofið þar inni á nóttunni. Slíkar skóla- stofur geta í raun rjettri varla talist viðunandi, þó svo sje kallað, til að verða aðnjótandi landssjóðsstyrks. Jeg hefi *) Steingrímur læknir sendi Skólablaðinu skýrslu þessa sjerprentaða, og mun hún hafa hirst í norðanblöðunum. Skólablaðið lcyfir sjcr engu síður að birta hana orð- rjetta.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.