Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 10
58 SKÓLABLAÐIÐ Mai 1921 Nú missir ekkja lífeyri, af því að hún hef- ir gifst af nýju, og á hún þá rjett á að fá hinn sama lífeyri, ef hún verður ekkja í annað sinn. 9. gr. Ekkill konu, sem verið hefir í kennarastöðu, hefir sama rjett til lífeyris úr sjóðnum scm ekkja barnakennaia, með öll- um sömu takmörkunum. 10. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög um styrktarsjóð handa bama- kennurum, 9. júlí 1909, og lög um breyting á lögum um styrktarsjóð handa barnakenn- urum, 20. okt. 1913. 11. or. Akvæði þessara laga gilda frá 1. jan. 1921. ----0---- Kennarapróf 1921. Kennarapróf tóku þessir 13 í ár: 1. Anna Jónsdóttir frá Hóli, Suð- ur-Múlasýslu 74 stig 2. Bergur Sigurðsson frá Siglu- firði 76 — 3. Guðrún Bjamadóttir frá Efra- Seli í Hrunamannahreppi 70 — 4. Halldór Guðjónsson frá Sölva- holti í Ámessýslu 84 — 5. Jóhannes Sveinsson frá Flögu í Eyjafirði 85 — 6. Jóhannes Jónasson frá Ljár- skógarseli í Dölum 76 — 7. Jón Sigurðsson frá Hjartarstöð- um í Suður-Múlasýslu 78 — 8. Karl Jónsson frá Melum í Svarf- aðardal 82 — 9. Málfríður Einarsdóttir frá þing- nesi í Borgarfirði 81 — 10. Níels Sigurfinnsson frá Laufási í Stöðvarfirði 78 — 11. Ólafur Pálsson frá Hciði í Vest- ur-Skaftafellssýslu 83 — 12. Sigurður Jónsson frá Stöpum á Vatnsnesi 89 — 13. Valdimar Össurarson frá Kolls- vík í Barðastrandarsýslu 89 — Guðrún tók ekki þátt í handavinnu. Berg- ur, Jóhannes, Níels, Ólafur og Valdimar tóku kennarapróf í leikfimi, en Guðrún, Halldór 'og Ólafur í söng og þóttu öll hæf. Auk þess hefir Jón Kristjánsson, kennari frá Fossum í Blönduhlíð, sótt tíma í skólan- um; tók hann próf í kenslufræðum, munn- lega og verklega. Fylgdu honum úr garði svolátandi ummæli kennara skólans: „Jón Kristjánsson, kennari frá Fossum í Blönduhlíð, hefir stundað nám þennan vetur í kennaraskólanum. Lagði hann sjerstaklega stund á uppeldisfræði og kenslufræði með kensluæfingum og lauk að lyktum prófi í þeim greinum með góðum vitnisburði. En auk þess tók hann af alúð þátt í námi ann- ara greina svo sem framast mátti við koma, einkum íslensku, kristinna fræða og sögu. Sjerstaklega skal þess getið, að í kensluæf- ingum og allri umgengni við börnin sýndi hann fádæma lipurð og lag og barngæði, en að öllu leyti fór hann hjeðan við góðan orðstír og fylgja honum bestu meðmæli vor kennaranna". ----0----- “ SKÓLAR 1= —o— Barnaskóli Reykjaviknr. I fyrrasumar var skipuð hjer í Reykja- vík ný skólanefnd. Formaður hennar er Sig- urður Guðmundsson magister. Setti nefndin í haust tvo menn, þá Stgr. Arason og sr. Olaf frá Hjarðarholti, til að rannsaka skól- ann. Hafa þeir nú skilað skýrslu sinni og er niðurstaðan sú: 1. að börnin hafi tekið litlum framförum á vetrinum; 2. að lítill munur sje á deildum skólans, og 3. að geta barnanna sje þriðj- ungi til helmingi minni en í öðrum skólum þar sem samskonar mælingar hafa farið fram. Orsakir telja þeir þessar: 1. Skólahúsið er helmingi minna en barna- fjöldinn heimtar. 2.Skólatíminn er of stuttur. 3. Iíensluáhöld ónóg. Veggtöflur fyrir böm vantar. Skólaborðin óþægileg. Veggkort, myndir og náttúrugripir af skornum skamti. 4. Börnin hafa of miklar kyrsetur og of lítið að starfa. Leggja til að i. deild sje gerð lík- ari heimili, vinnustofu, með lausum borðum og stólum. 5. Bömin koma illa undirbúin í skólann. Sum 10 ára börn þekkja ekki staf- ina þegar þau koma í skólann. Lcggja til að haldinn sje sumarskóli fyrir 6—10 ára böm,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.