Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.06.1922, Blaðsíða 7
1. blað 1922 SKÓLABLAÐIÐ 7 e eru sitt í hvoru atkvæði, t. d. byrjend- u r o. s. frv. þetta er samkvæmt Blaða- mannastáfsetningunni. 2. Að rita f á undan samatkvæðu t í þeim samstöfum, þar sem svo á að vera eftir uppruna, svo sem aftur, eftir o. s. frv. Einnig þetta er samkvæmt Blaðamanna- stafsetningunni. 3. Að rita jafnan einfaldan samhljóð á undan d og t, og ennfremur á undan hljóða- samböndunum sl, sk og st, t. d. k e n d i, k e n t, k e n s 1 a, g r y n s t u r, f y 1 s t u r, f i n s k a o. s. frv. þetta er samkvæmt framburði og fremur til fegurðarauka. En í öllum öðrum tilfellum ber nauðsyn til og skal líka láta uppruna ráða einföldun og tvöföldun. 4. Að rita z eins og venja hefir verið, nema i persónuendingum fleirtölu af mið- mynd i öllum háttum beggja tiða. þetta er heldur til léttis við kenslu og er líka auð- velt að rökstyðja, þótt ritháttur i þessum endingum skifti eigi miklu máli. Með þossu myndi máli þessu, sem gcrt hefir verið að vandræðamáli, verða vel borgið um langa tið. þetta er sem sé atór- um mikilsverðara mál en sumir halda. En auðskilið er þó hverjum manni, að varla gæti það tilætlaðan árangur borið, ef t. d. rikisstjórnin i páfatrúarlandi skipaði lút- erskum presti að kenna katólskan kristin- dóm i cinhverjum ungmennaskóla. Hann ætti þar að innræta nemendum ýmsa þá lærdóma, sem hann sjálfur væri sann- færður um að væri stórlega rangir; má þá nærri geta, að slíkt myndi ilt af sér leiða. En nokkuð svipað er það, þegar kenslustjórnin hjá oss skipar málfróðum mönnum og vel vitandi um þessa hluti (hinum má auðvitað alt skipa, því þeir hlýða i blindri vanþekkingu, og kennir þarna ekkert til) að kenna i ríkisskólun- um þær reglur, sem þeir fyrir guði og samvizkunni vita að eru snarvitlausar og sitt á hvað. Slíkt lamar alt andaafl til að sannfæra nemendur um sannleik og rétt- leik þeirra fræðisetninga, sem skylt er að kenna þeim. Enda sýna allmargar ritsmíð- ar fjöldans af mönnutn, er á síðari árum hafa úr skólunum komið, að þeir kunna hvorki að stafsetja móðunnál sitt né rita það að öðru leyti lýtalaust. þetta er mjög ólikt því er áður var. þarna verður að bæta bráðlega úr, ef vel á að fara; og hér á undan hefi eg bent á eitt afarhandhægt ráð, til þess að losna við ritháttar-glund- roðann, er nú rikir of mjög bæði í kenslu og bókum. -----0---- Frá Alþingi. i. Á engu þingi munu hafa orðið þvilíkar skærur út af mentamálum sem í ár. Margt af því helsta er þegar hljóðbært fyrir löngu, en þó er ekki úr vegi að rifja sumt upp enn, en geta annars, sem lítt liefir verið minst á. Stjórnin (Jón Magnússon kenslumálaráð- herra) lagði fyrir þingið þrjú mentamála- frumvörp, öll fyrir neðri deild: 1. U m k e n n a r a s k ó 1 a. það var frum- varp mentamálanefndarinnar, milliþinga, því nær óbreytt. Eftir þessu frumvarpi eru höfuðbreytingar á kennaraskólanum frá þvi sem nú er þessar: námstiminn verður 4 ár (i stað 3), og á hverju ári frá 1. okt. til 14. mai, cða 7y2 mán. (i stað 6 nú); við skól- ann bætist fullkominn æfingaskóli í 6 árs- deildum; námsefni aukast auðvitað hlut- fallslega, t. d. bætt ensku eða þýsku, eftir vali nemenda. Frumv. var visað til mentamálanefndar Nd., en í henni sátu þessir: þorst. Jónsson (form.), Gunnar Sigurðsson, Sveinn Ólafs- son, Sigurður Stefánsson og Jón þorláks- son (fundaskr.). Nefndin lagði til, að mál- inu yrði að sinni visað frá með rökstuddri dagskrá „með því að ekki þykir tímahært, vegna yfirstandandi dýrtíðar og þröngs fjárhags", að gera þessar breytingar á skól- anum. Dagskráin var, svo sem vænta mátti, samþykt mótmælalaust. 2. Um fræðslu barna. það var og frumv. milliþinganefndarinnar, með þeim breytingum frá stjórnarinnar hálfu, að prestar skyldu vera prófdómarar, hver í sinu kalli, án sjerstakrar þóknunar, og að formaður skólanefndar skyldi engin ómaks- laun fá, svo sem mentamálanefndin hafði

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.