Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.05.2002, Blaðsíða 8
Universal Alþjóðlegur miðlari með hógæða nómsefni Ebba Þóra Hvannberg, Sigrún Gunnarsdóttir og Sæmundur E. Þorsteinsson Verkefnið miðar að því að hanna miðlara sem veitir aðgang að hágæða námsefni S grein þessari er fjallað um verkefnið Universal sem er hluti af upplýsinga- tækniáætlun Evrópusambandsins (IST) og nýtur styrkja þaðan. Verkefnið fjallar um „E-learning“ sem mætti þýða með orðinu vefnám. Verkefnið miðar að því að hanna miðlara sem veitir aðgang að hágæða námsefni, viðskiptavinirnir eru kennarar í háskólum. Hugmyndin að baki þessum miðlara hefur hlotið allmikla at- hygli og sjá menn fyrir sér að hugmynd- irnar geti vel nýst á öðrum skólastigum. Markmið verkefnisins er að byggja upp vettvang fyrir háskóla til að versla með námsefni fyrir dreifnám1 og nýta til þess fjarskipti, einkum um internetið. Verkefn- isaðilar eru frá þekktum háskólum og rannsóknarstofnunum ásamt nokkrum há- tæknifyrirtækjum í Evrópu. Verslun með námsefni í Universal er sett upp aðstaða fyrir há- skóla til þess að versla með námsefni sem nota má við dreifnám. Þetta felur í sér að skrifa þarf hugbúnað sem gerir kleift að stunda slíka verslun og jafnframt að prófa hann rækilega, bæði með sérstökum próf- unum og með raunverulegri notkun Einblínt er á við- skipti milli háskóla og notendur kerfisins verða kennarar en ekki nemendur. Flest önnur kerfi af þessu tagi hafa miðast við nemendur en ekki kennara. Miðlarinn sem er nefndur UBP2 eða Universal Brokerage Platform er miðpunktur verk- efnisins, mynd 1. Miðlarinn geymir svonefndar námsein- ingar en þær eru hlut- ar úr námskeiðum sem kennari raðar saman til að mynda þá heild sem hann vill bjóða sínum nem- endum. Námseiningarnar geta komið hvaðanæva að og geta t.d. verið á formi fyrirlestra, kvikmynda eða texta. Miðlar- inn heldur skrá um allar námseiningar í boði ásamt upplýsingum um markmið hverrar einingar, hvers konar búnað, að- stöðu, bækur eða leiðbeinendur þurfi til að nýta sér eininguna og fleiri upplýsingar. Námseiningarnar sjálfar er hægt að geyma á öðrum miðlurum. UBP-miðlarinn mun einnig sjá um samningaferlið rnilli skól- anna sem felur m.a. í sér samninga um verð námseininga, ábyrgð og höfundarrétt. Flóknasti hluti miðlarans er stjórnunar- hlutinn þ.e. urnsjón með notkun, geymslu- stað, réttindamálum og greiðslum. Einnig er matskerfi byggt inn í miðlarann. Þar eru notendur beðnir að meta námseiningamar. Með innleiðingu matsferlisins er vonast til að gæðamat myndist sem verður grund- völlur að samkeppni um framboð náms- eininga. Staðlar - gagnaskráning Universal nýtir tvö megin hugtök til þess að lýsa safni námsefnis á miðlaranum, námskeið og námseiningu. Reyndar er allt UBP miðlarinn Gagnaskxáning í Þýskalandi Aðgangur kennara að skráningu námseininga ingU; inga , Mynd 1: Miðlari Universal Þjónn í Þýskalandi Þjónn í Háskóla íslands Kennari við HÍ 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.