Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 06.10.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 6. október 1962. 9 í annarri grein segir Anna Borg frá list móður sinnar og tilfinningum sínum til íslands er hún fór sem unglingur á slóðir Njálu. ferils hennar. Myndin sýnir lokaatriðið og sjást hér talið frá vinstri: Helgi Helgason, sem Floriot I eiginmaður frú X, Óskar Borg, sem sonurinn Raymond, frú Stefanía sem frú X og Gunnar Kvar- ' an sem Chennel læknir. 1946 eftir hinn langa að- skilnað hernámsáranna spurði ég: — Munið þið nokkurn tíma eftir því að óvinátta kæmi upp í okk- ar hóp? Óskar, minn vitri og góði bróðir sem nú býr í húsinu okk- ar leit undrandi á mig og svar- aði: — Nei, en hvernig dettur þér þetta í hug. Pabbi hafði haft brerinandi löngun á að læra. Hann var því glaður yfir því að geta sent son sinn til náms í háskóla. Pabbi hafði alizt upp f fátækt en tekizt að mennta sig með miklu erfiði og fyrirhöfn. Sú nægjusemi sem hann hafði lært í bernsku fylgdi honum allt lífið. Stundum fannst mömmu hann of nægjusamur. Hún vildi meira og hún jók tekj- ur heimilisins með dansskóla sin- um. Laun bæjargjaldkera voru heldur ekki há og það þurfti að fæða og klæða sex börn og koma þeim til manns. 'É’g fékk tvo aura á viku í vasa- peninga og seinna fimm aura, en fyrir fimm aura var hægt að fá stóran poka af döðl- um hjá kaupmanninum, svo mér fannst þetta álitleg fjárupphæð. Mér leið alltaf illa ef ég þurfti að biðja pabba um aukalega pen- inga til að kaupa saumadót, kennslubækur eða afmælisgjöf. Ég sé pabba enn fyrir mér, þar sem hann dregur veskið upp og telur fram peningana. „Ó, að ég skuli þurfa að vera biðja enn um peninga“, hugsaði ég döpur í huga. „Aumingja pabbi“. Við lifðum spart dags daglega, en okkur skorti aldrei neitt. Og þó okkur vantaði ýmis efnisleg gæði, fundum við aldrei til þess. Við höfðum líka hvert annað. Við áttum okkar fjársjóði í heimilis- og fjölsk'ddulffinu og sá auður vó mik iira en öll þau heims- ins gæu. _em verður að kaupa með peningum. Skemmtanir höfðum við nógar. Það eitt var ævintýri út af fyrir sig, að ganga um götur bæjarins. Við þekktum næstum hvern ein- asta mann í Reykjavík og við heilsuðum og kinkum kolli til þeirra sem við mættum. Svo námum við staðar til að rabba við vini og kunningja sem við hittum. Stundum komu vinir pabba og mömmu í kvöldheim- sókn og það þótti mér varið í, því að þá fengum við að vera lengur á fótum, annars var hátta tíminn kl. 8. d~hft las pabbi upphátt fyrir okk ^ ur, þegar við sátum saman í stofunni að kvöldlagi. Ég varð einu sinni mjög hrifin af því, þeg ar hann las „Víkingana á Hálogalandi" eftir Henrik Ibsen, sérstaklega hreifst ég af hlut- # verkj Hjördísar. Hún var styrk kona, ósvikin sögu- og hetju- aldarkona. „Það er sagt að þeir hafi enga á Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, sem sé fær um að leika hennar hlutverk," sagði pabbi. Þá sagði ég full áhuga: „Ég ætla þá að flýta mér að verða stór og sigla þangað til að leika hana.“ / Á þeirri stundu ríkti enginn vafi í sál minni, — ég ætlaði að verða leikkona. Ég var llka dótt- ir Ieikkonu og ég hafði vaxið upp í leikhúsheiminum, hafði meira að segja sjálf komið fram á leik- sviði strax og ég hafði lært að ganga. Þá var ekkert raunverlegt Ieikhús til á fslandi, en félag á- hugaleikara hélt le^ksýningar I húsi Handiðnaðarmanna í Reykjavík. Þetta gamla hús, Iðnó, eins og það er kallað hef- ur orðið gróðurreitur mikilla leikhæfileika. f því hefur verið borin fram virkileg list. Upp af þessu áhugaleikhúsi hefur Þjóð- leikhús I’slands síðan vaxið. pabbi var meðal stofnenda Leikfélagsins og starfaði í mörg ár sem ólaunaður gjald- keri og ólaunaður vélameistari leikhússins. Tjöldin voru dregin frá með handafli og það starf tók pabbi einnig að sér. Hann gerði það til þess að geta verið í nánd við mömmu, til að hjálpa henni og styðja. Frá þeim degi sem þau giftust, stóð pabbi alltaf bak við tjöldin og var viðstaddur hverja einustu leiksýningu, sem mamma tók þátt í. Mamma var aðalleikkona félagsins og hún fórnaði því tíma sínum og kröft- um jafn óeigingjarnt eins og pabbi. Hún fórnaði því öllum hin- um miklu hæfileikum sínum, Leikferill mömmu var óvenju- legúr og hæfileikar hennar voru óvenjulegir. „Það er ekki hægt að finna meiri og eðlilegri leik- hæfileika,“ sagði hinn kunni rit- höfundur og leikritahöfundur Einar Kvaran. Hann bjó þá vest- anhafs f Kanada, en sá mömmu á sviðinu er hann kom í heimsókn til Reykjavíkur. Mamma hafði aldrei lært að leika, hún varð sjálf að kenna sér allt, það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, eftir að ég var fædd, sem hún fór út til Konunglega leikhússins og stundaði stuttan tíma nám í leik- list. "pinu sinni sagði mamma mér frá bemskuárum sínum. Hún var aðeins níu ára þegar móðir hennar dó og henni var þá komið fyrir hjá skyldfólki sínu, en faðir hennar og lítill bróðir fluttust til Ameríku. Það var ekki fyrr en ég var uppkomin sem ég kynntist móðurafa mínum og móðurbróð- ur sem flutzt höfðu vestur. Mamma var veikbyggð, inn- hverf og dreymandi telpa, ein- manalegt barn, sem hafði engan til að tala við. Á kvöldin þegar hún var komin í bólið sitt, dró hún sængina upp yfir höfuðið og lá svo þarna í myrkrinu og tal- aði við sjálfa sig. En þegar mamma kom sem kornung stúlka fyrst fram á leik- sviðið í áhugamannasýningu gerðist kraftaverkið, hún losnaði úr viðjum var frjáls. Hin inni- lokaða, þögula stúlka, brauzt út svo full af lífi og fjöri, að allir urðu gagnteknir. Fyrsta hlut- verkið var gamanhlutverk, en eftir að hún hafði einnig leikið sorgarhlutverk varð það ljóst hve miklir og ríkir hæfileikar hennar voru. Ég man ekki sjálf, hvað ég var gömul, þegar ég stóð fyrst á svið inu, sennilega var ég aðeins tveggja ára. 1 hvert sinn sem börn áttu að koma fram i ein- hverju leikriti vorum við systk- inin sjálfkjörin í hlutverkin. Fyrsta endurminning mín úr leik- húsinu var þegar ég var fimm ára. Þá var ég látin leika í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sig- urjónsson. Ég átti að vera Tóta, litla stúlkan sem er kastað í Frh. á bls. 13. Frú Stefanía sem Magda í „Heimilinu“ 1914. \ Anna sem Loulson litla í ímyndunarveikin eftir Moliere. Faðir henna> heldur að hún sé dáin, en hún rfs upp .og segir: — Ég er ekki dáin. í leikhiísheimi nte-' \ lG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.