Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1S 1R . Fimr.itudagur 29. águst 1S63.
HÚSIÐ er auðsjáanlega orðið
gamalt. Það er frekar dimmt,
og lágt til lofts. Umhverfið hef-
ur yfir sér einhvern annarleg-
an blæ, og þessar gömlu vélar,
gróf ir veggirnir og lyktin, minna
einna helzt á enska iðnbylting-
armynd. Einu sinni voru þær
nýjar, og vöktu þá aðdáun og
undrun, eins og arftakar þeirra
gera f dag. En nú er niður þeirra
þagnaður fyrir fullt og allt. —
Tækninni hefur fleygt fram, og
þær orðið úreltar.
Það var töluvert umstang og
nokkuð erfiði að vinna við þess-
ar gömlu vélar.
Þegar ullin hafði verið greidd
var hún fyrst látin í sápulútar-
kar. Síðan var hún látin í ullar
þvottakar, og vandlega skoluð
upp úr volgu vatni. Þá var hún
undin og sett í skápa til þurrk-
unar.                    '
Skáparnir, sem voru hitaðir
með hveravatni, urðu allt að 60
stiga heitir, og þar þornaði ull-
in á um það bil 12 tfmum. Það
þurfti mörg handtök, og margur
svitadropinn hefur fallið f þess-
ari gömlu verksmiðju. En nýjar
vélar taka við af þeim gömlu,
og þá er þeim gömlu fleygt.
Ef við gðngum inn í næsta
sal, þá sjáum við vélarnar, sem
tekið hafa við. Þar er þungur
niður, hróp og köll, og allt ber
vott um annrfki. Hér er hátt til
lofts og vítt til veggja. Salur-
inn er bjartur og allt er gljá-
fægt og hreint. Stórar vélasam-
stæður teygja síg eins og stór
skrfmsli fram eftir gólfinu, og
vinna af fullum krafti. Þær hafa
tekið við af gömlu vélunum í
Iitla salnum.
Það var Björn Þorláksson,
bóndi á Varmá i Mosfellssveit,
sem hóf byggingarframkvæmdir
við Álafoss veturinn 1894—95.
Hann fór til Noregs og keypti
þar tóvinnuvélar, sem settar
voru upp næsta vetur, og byrj-
aði ullarvinnslu þann 1. apríl
1896. Vélarnar voru knúnar
vatnsorku frá Álafossstíflunni,
ullin þvegin up úr volgri ánni
¦og þurrkuð úti til að byrja með.
í apríl 1896 var við Alafoss
lítið verksmiðjuhús úr steini og
Iítið timburhús, þar sem starfs-
fólkið, innan við 10 ínanns, bjó.
En framkvæmdir hafa orðið
miklar og er risið lítið snoturt
þorp, þar sem stórar verksmiðju-
byggingar gnæfa upp úr. Verk-
smiðjan rekur ýmislegt, sem
starfsfólkinu er ómissandi, svo
sém mötuneyti, barnagæzlu,
sundlaug, böð, vélaverkstæði,
frystigeymslu, bifreiðaverkstæði
o. m. fl. Hús eru öll hituð með
hveravatni.
Verksmiðjan tekur við ullinni
beint frá bændunum, og full-
vinnur hana í margvíslega sölu-
vöru, svo sem trefla, teppi, á-
klæði, leista o. fl., og til þess
íoru á s.I. ári 160 tonn af ull,
en búizt er við að nú muni
framleiðslan tvöfaldast.
M YN D I R:
Efsta mynd: Þetta eru nýju vél-
arnar, sem teknar hafa verið í
notkun á Álafossi. Einn starfs-
mannanna stendur við þær.
1 miðju:  Verkstjórinn  Guðjón
Hjartarson við einn gömlu þurrk
skápanna.
Neðst t. v.: Teppum pakkað inn
áður en þau £ara á markaðinn.
Neðst t. h.: Hér stendur einn af
starfsmönnum Álafoss við aðra
gömhi ullarbvottavélina.
Gamli ag nýi tím-
inn á ÁLAFOSSI

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16