Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 1
VÍSIR 54. árg. — Laugardagur 27. júní 1964. 144. tbl. BLÓMASÝNING í dag. klukkan tvö, verður opnuB fjölbreytt blómasýning í Listamannaskálanum. Sjö garð- yrkjubændur úr Hveragerði taka þátt í sýningunni, og hafa þeir allir sérstakt sýningarsvæði, en garðyrkjubændur í Mosfellssveit sýna sameiginlega. Blómaverzl- animar í Reykjavik hafa sér- stakt sýningarsvæði á miðiu góifi, og skiptast þær á að sýna þar blómaskreytingar. Nú eru liðin 12 ár frá þvi siðasta al- menna blóinasýningin var haid- in. 1 sambandi við sýninguna verður efnt til blómahlutaveltu. Tilgangur blómasýningarinnar er að kynna alþjóð fegurð og töframátt jurta, sem gróðrar- stöðvarnar ala upp og blóma verzlanirnar hafa á boðstólum Framh. á bls. 6 Myndin er tekin í Listamannaskáianum í gær. Blómarósin á myndinni' heitir Kolbrún Þorkelsdóttir, en hún vann við uppsetningu á sýningarsvæði Braga Einarssonar, sem rekur Garðyrkjustöðina Eden i Hveragerði. Ljósmynd Vfsis I. M. WO tonn af smjörí á leið til BRETLAMDS Eitt hundrað tonn af smjöri eru nú i þann veginn að fara héðan áleiðis til Bretiands. Smjörið verður sent með m.s. Goðafossi og það eru Bret- ar sem kaupa það af okkur. Auk smjörsins er alitaf nokk- ur sala á öðrum íslenzkum mjólkurafurðum til útlanda eins og osti og mjólkurdufti. Sigurður Benediktsson for- stjóri Osta- og smjölsölunnar, sagði Vísi í gær, að fyrir 4 árum hefðu íslendingar flutt inn um 100 tonn af smjöri frá Dan- mörku vegna smjörskorts í landinu. En nú er. hlutverkun- um snúið við þannig, að það erum við sem fiytjum smjör til útlanda. En þangað til höfum við ekki selt smjör úr Iandi. Það skeði eiginlega með ár- inu 1962 að mjólkurframleiðsl- an vex í þvílíkum mæli að all- mikil umframframleiðsla verður á mjólk og mjólkurafurðum. Þessi þróun hefur haldið áfram í vaxandi mæli síðan. Auk þess hefur það undar- lega skeð að þrátt fyrir síaukna fólksfjölgun hefur dregið — einkum í ár — úr sölu smjörs í landinu. Orsakirnar geta ver- ið einkum tvær. Annars veg- ar hækkað verð á smjöri og hins vegar áróður hjarta- og æðasjúkdómafélaga sem hvetja til minnkandi smjörneyzlu. En hvort heldur sem er — eða Frh. á 6. síðu Ragnar Jónsson fréttaritari Vísis á Siglufirði símaði í gær, að Siglfirðingar væru orðnir mjög óþolinmóðír að bíða eftir söltunarleyfi Síldarútvegsnefnd- ar. Segir hann að menn þar fyr- ir norðan fái ekki skilið hvað þcssi dráttur eigi að þýða, þar sem sildin sé orðin feit og eins og hún bezt getur orðið iil söltunar. í fyrradag tók ein söltunar- stöðin á Siglufirði, sem Vigfús Friðjónsson útgerðarmaður rek- ur, að salta síld í trássi við Sild arútvegsnefnd. Er þar um alger- lega ólögmæta söltun að ræða sem getur varðað sektum, sam- kvæmt þeim reglum sem gilda. Ragnar Jónsson fréttaritari Vísis á Siglufirði segir að þessi óleyfilega söltun hafi vakið mikla athygli á Siglufirðiogfólk hafi hópazt að til að horfa á. Mæltist þessi söltun í ólevfi BLAÐID í DAG Síldarútvegsnefndar undantekn- ingarlaust vel fyrir á Siglufirði. Síldin var flutt ískæld af Aust- urlandsmiðum og gafst sú til- raun vel, síldin reyndist 22% feit, af fullri stærð, en töluvert misjöfn svo að allmiklu varð að kasta úr. Siglfirðingar minnast þess r’rá þvi í fyrra, að þá virtist þeim að bezta söltunarsíldin hefðiver Framh. á bls. 5. S1 þriðjudagsmorgun hófst vinna við malbikun á Háaleltis- braut, en það er fyrsta gatan sem verður malbikuð í sumar. Á Háaleitisbraut verða malbik- aðir um 500 m. en í gær var lokið við að maibika um 450 metra. Ekki verður lokið við að malbika yztu hluta götunnar núna, vegna þess að umferð er hleypt á hana á meðan á malbik un stendur, en því verður lok ið, þegar malbikað hefur verið í Álftamýri. Þessar tvær ný- legu götur eru malbikaðar nú í sumar vegna þess að þær eru tilbúnar undir malbik. Áfkastageta malbikunarstöðv arinnar við Elliðaárvog er um 60 tonn á klukkustund, en malbik- unarútlagningarvélin getur lagt út um 100 tonn á klukkustund. S Á næstunni verður byrjað í I Hlíðunum og verða þá Hlíðarn- | ar sunnan Miklubrautar malbik g aðar fyrst. Við malbikunarút- g' lagninguna vinng 16 menn auk | þeirra sem starfa inni í Maibik- | unarstöð. “

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.