Vísir - 21.10.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 21.10.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 21. október 1964. 7 ☆ „Nei, mér finnst ég alls ekki neitt gömul“, segir María Maack hressilega og brosir hin ánægðasta. „Aldurinn hefur engin áhrif á mig. Ég hef feikinóg fyrir stafni, og nú fyrst gefst mér tími til að sinna mín um mörgu hugðarefn- um“. „Og hver eru þau til dæmis?“ „Ja, meðal annars fjallgöngur. Ég hef alltaf elskað öræfin og þetta dásamlega, hreina fjalla- loft, sem læknar mann af öllum meinsemdum“. „Sögðuð þér fjallgöngur?" „Já, því ekki það?“ Hún virðist ekki gera sér grein fyrir, að það sé fremur óalgengt, að hálfáttræðar konur telji fjallgöngur í óbyggðum ís- lands til helztu framtíðaráætlana sinna. Þetta unglega og kröftuga afmælisbarn gneistar af lífsfjöri það segi ég með gleði og þakk læti“. „Fannst yður ekki hálfleiðin- legt að flytja úr Farsóttahúsinu eftir allan þennan tíma þar?“ „Nei, nei, ég var löngu búin að venjast hugsuninni um að breyta til Og þetta hús er mér gamalkunnugt. Hér hef ég verið bæði í sorg og gleði, og mér þyk ir fjarska vænt um að flytja hingað núna. Pétur bróðir minn lét byggja það fyrir sig og sína fjölskyldu forðum, og síðan hef ég alltaf verið mjög tengd því“. Aldrei ein „Ætlið þér að búa hér ein?“ „Ein? Nei, ég er aldrei ein, það er alltaf fólk í kringum mig. Sem stendur er ein af stúlkun- um mínum úr Farsóttahúsinu hjá mér, Þórdís Pálsdóttir frá Hjálmsstöðum, sem vann 20 ár með mér. Og ég á ótrúlegan fjölda af ættingjum og vinum. Frændfólkið mitt hérna í bænum er um 150 manns, og það er innileg vinátta milli okkar allra. Þess utan eru óteljandi vinir, fyrrverandi sjúklingar og börn þeirra. Nei, ég þarf ekki að kvarta um einmanaleik. En ég verð hér aðeins á veturna. Ég er búin að fá prestssetrið á Stað í Grunnavík leigt hjá kirkjumála María Maack á hinu nýja heimill sínu að Ránargötu 30. (Mynd: IM) allgöngur og útreiðar eru meðal framtíðaráætlana hennar og hefuv sízt af öllu í hyggju að setjast. < helgan stein. Einu sinni á ævinni orðið veik „Ég er fílhraust, hef einu sinni orðið veik á ævi minni og batn- aði þá bæði fljótt og vel“, heldur v hún áfram. „En mér finnst samt indælt að hætta núna störfum hjá Farsóttahúsinu. Ég ákvað fyrir löngu, að ég skyldi hætta, þegar ég væri búin að vinna 55 ár við hjúkrun, og hjúkrunar- námið hóf ég 1. október 1909. 46 ár hef ég unnið hjá bænum; ég var ráðin farsóttahjúkrunar- kona bæjarins 8. janúar 1918, fyrst í Franska spítalanum, síð- an Sóttvarnarhúsinu vestur við sjó og loks Farsóttahúsinu, þar scm ég hef verið í 44 ár. Þangað flutti ég 13. febrúar 1920 með tvo taugaveikisjúklinga aftan á vörubíl; þá voru nú sjúkrabilarn ir ekki komnir til sögunnar. En sjúklingarnir hresstust óðum og komust fljótt heim til sín, svo að þeim varð ekki meint af flutn- ingunum. Sama vor voru gerðar ýmsar breytingar á Farsóttahús- inu undir umsjá Jóns Þorláks- sonar verkfræðirgs, síðar ráð-' herra, og það fært í hið endan lega form, sem enn er á þvl núna. Fyrsta farsóttarsjúkling- ■;1 inn eftir breytinguna fengum við É þann 19, september 1920, og | hann eða réttara sagt hún, því að það var indæl stúlka, Sigríð- | ur Jónsdóttir, er enn á lífi og býr hér í bænum. Við höfum 'í samband hvor við aðra — sjúkl- ingarnir mfnir eru einstaklega tryggir við mig, og það hefur i; oft gerzt, að börnin, sem ég hef hjúkrað, hafa seinna komið til mín og sýnt mér sin eigin börn. Já, Reykjavík hefur verið góð við mig og allir borgarstjór ar hennar, sem ég hef unnið með, sýnt mér sérstaka vinsemd, ráðuneytinu til að búa þar á sumrin, og eitt af mestu áhuga málum mínum er að rækta upp Staðará, setja í hana seiði og reyna að gera hana aftur að góðri veiðiá, en hún hefur verið eyðilögð með ofveiði. Grunnavík er dýrlegur staður" „Þér eruð fædd þar?“ „Já, faðir minn var prestur á Stað, sem nú er í eyði. En hann drukknaði í kaupstaðarferð árið 1892 ásamt átta öðrum mönnum í blóma lífsins. Þá stóð mamma ein uppi með fjórar litl- ar dætur, og Pétur bróðir fædd- ist tveimur mánuðum síðar. Tveimur árum seinna fluttum við að Faxastöðum í Grunnavík, og Friðrik bróðir mömmu var alltaf hjá okkur. Tvær systur mínar, Brynhildur og Áslaug, voru teknar í fóstur, og Elín systir fór 12 ára til föðursystur okkar, en mamma hefði svo sem eins getað haft þær, þvl að hún fékk bara önnur börn til sín f staðinn, sem henni fannst hún verða að hjálpa. Við Pétur ól- umst upp saman og skildum bók staflega aldrei. Það var dásam- legt að vaxa upp í Grunnavík í allri fegurðinni þar með fjöllin í kring, Ég hef verið klifrandi í fjöllum, frá því að ég man eftir mér, og á veturna fórum við á skfðum, sem smíðuð voru úr rekaviði, og á sleða. Þá var Pét- ur alltaf skipstjórinn. Á vetrar- kvöldum las mamma húslestur og söng sálma. Hún hafði ljóm- andi rödd. Það var þroskuð og góð kona, hún mamma, þó að hún færi aldrei í neinn skóla. Hún var dugleg og myndarleg, og ég veit ekki, hvenær hún hef- ur eiginlega sofið, því að hún vann öllum stundum, og þótt við krakkarnir kæmum heim renn- blaut á kvöldin, var allt þvegið og þurrt á morgnana", Læknirinn eins og Guð sjálfur „Hvenær fluttuð þér frá Grunnavík?“ „Þegar ég var seytján ára. Árið 1897 kom amma mín þang- að frá Þýzkalandi og setti upp smábarnaskóla fyrir okkur syst- kinin og börn af fleiri bæjum, og það var minn draumur að geta farið í Menntaskólann og orðið læknir Ég var svo hrifin af Jóni Þorvaldssyni lækni, að mér fannst eins og Guð sjálfur hefði komið inn í baðstofuna, þegar hann var sóttur til veikrar stúlku á heimilinu, og ekkert 1 heiminum þráði ég jafnheitt og að geta sjálf orðið læknir. En mamma var aðeins fátæk ekkja norður í Jökulfjörðum, svo að hún hafði engin tök á að kosta mig í skóla. Það var þegar ég var seytján ára, sem vinkona ömmu, frú María Kristjánsdótt- ir, bauðst til að taka mig á heim- ili sitt, svo að ég gæti farið í skóla. Frú María var rík kona og átti einar 25 jarðir, og þetta var mikið kostaboð. En sá gall- inn var á að hún vildi endilega láta mig fara í Kvennaskólann og læra að sauma, af því að hún áleit, að það væri mér fyrir beztu, og henni fannst það eins og hver önnur fjarstæða, að ég færi í Menntaskólann. ‘Stelpur eiga ekki að fara í menntaskóla', sagði hún, og þar með var það útrætt mál. Hún var góð við mig hún frú María, en vildi ráða — kannske hef ég lært ráðríkið af henni? Nei annars, það hefur áreiðanlega alltaf verið i eðli mínu. En ég hataði saumaskap og hef alltaf gert, týni hverri nál, sem ég snerti á enn j>ann dag í dag“. Sættir sig við það óhjákvæmilega „Hún hefur þó viljað sam- þykkja, að þér lærðuð hjúkrun?" . „Hm, hún var ekki aðspurð. Þannig var mál með vexti, að hún var alveg búin að ákveða, hvað ég ætti að gera — fara fyrst sem gangastúlka á Laugar nesspítalann fram að slætti, ger ast sfðan kaupakona yfir sum- arið og byrja svo f Kvennaskól- anum um haustið. Ég fór og tal- aði við frk, Kjær yfirhjúkrunar konu, og hún lofaði að taka mig sem lærling f hjúkrunarnám, ef ég viidi ráða mig til haustsins sem gangastúlka. Á þeim tíma var ekki auðhlaupið að því að komast í hjúkrun, svo að ég þóttist hafa himin höndum tekið. Og þegar frú Marfa spurði, hvort ég væri nú búin að ráða mig fram að slætti, svaraði ég, að ég væri búin að ráða mig fyrir tvö og hálft ár. ,Ég ætla að láta frúna vita það, að ég læri al- drei að sauma', bætti ég við. Við vissum báðar, hvað við vildum, en hún var góð við mig, og leyfði mér að heimsækja sig, hvenær sem ég kærði mig um. Seinna átti ég eftir að hjúkra henni í hálft ár, og þá viður- kenndi hún, að sér hefði skjátl- azt, þegar hún vildi ómögulega hjálpa mér til að fara í Mennta- skólann. En það var of seint séð.“ „Fannst yður ekki verra að fara út í hjúkrun, þegar yður hafði langað svona mikið til að verða læknir?" „Nei, ég sætti mig alltef við það sem verða vill í lffínu. Það er hvort eð er ekki um annað að ræða, svo að það er öllum fyrir beztu." Aldrei smitazt af neinni farsótt „Þetta hefur verið erfið vinna um sumarið?" „Ja, ég var þrælsterk og hraust og vön allri sveitavinnu, og mig munaði ekkert um að bursta himinháa ofna, skrúbba gólf o.s.frv. Það var líka yndis- legt að vinna hjá frk. Kjær og prófessor Sæmundi Bjarnhéðins- syni. Um haustið byrjaði ég á hjúkrunarnáminu, sem þá tók tvö ár. Ég var vakin kl. 5.30 á morgnana, þvf að vinnan byrj- aði kl. 6, og svo hamaðist maður allan daginn til kl. 8 á kvöldin og settist rétt niður til að borða. Það var aldrei frí, ekki einu sinni á sunnudögum, en hálfs mánað- ar sumarfrf fengum við, og ef við báðum frk. Kjær sérstaklega um það, fengum við stundum frí frá kl. 4, annað hvort á sunnu- degi eða rúmhelgum degi. Mér leiö vel í Laugarnesi, þótt mikið væri að gera — ég hafði bara gott af því — og úr því að ég komst ekki f Menntaskólann, Framh. á bls. 10. IIDaaDDDDaDDDDaDOIIDaDDDDaDDaDDDaOaDDQanDaDD Samtal við Mariu Maack, hið siunga sjötiu og fimm ára afmælisbarn iDDDDDaDaDDDDaDDaDDDaDDDDDDDDDDDanDDDDDDDDD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.