Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 9
</ I S I R . I'riðjudagur 1. desember 1964. 7 Thorvald Stauning var í nærri þrjá áratugi sá stjómmálamaður sem setti mestan svip á danskt stjómmálalíf. — Hann var merkilegur en um leið skrýtinn maður. Um tíma bar hann slíkan ægishjálm yfir danska Jafnaðar- mannaflokknum, sem forustu- maður hans og forsætisráðherra Danmerkur, að síðan er eins og aðrir forustumenn flokksins séu í skugganum af honum. Þeir hafa allir verið hæfir og góð'ir forustumenn, Hans Hedtoft, H. C. Hansen, Viggo Kampmann og Jens Otto Krag, sá fyrsti og sá siðasti í þessari röð t.d. báðir frábærir ræðumenn. Þrátt fyrir það hafa Danir og aðrir sem fylgjast með dönskum stjómmálum það á tilfinning- unni, að enn sé alltaf einhver eyða þarna sem Stauning áður sat, sem ekki hefur tekizt að fylla. Tjað er mjög til fyrirmyndar, að Danir gera nú mikið að því að gefa út bækur um stjómmálaviðburði og sögu síðustu ára og hafa td. margar endurminningar stjómmála- kennilegt, að þegar hann stóð í þinghúsinu og horfði út um gluggana sem forsætisráðherra landsins, þá blasti við beint á móti gamla hrörlega húsið, sem hann var fæddur í. Svo stutt var þá orðið í Danmörku milli hins fátæka hreysis og hinna æðstu metorða. Þá þótti það sérkennilegt við Stauning, hversu alþýðlegur hann var. Hann gekk hikiaust um strætin eins og hver annar almennur borgari, stanzaði á gangstéttinni til að heilsa upp á kunningja sína og í hádeginu gekk hann jafnan yfir Kristjáns- borgartorgið til ■ sinnar föstu matsölu, sem var þar í þröngum kjallara, settist þar við borðið og pantaði sinn fisk eða sínar frikadellur og sterkan bjór með. Á kvöldin gerði hann sér oft glaðan dag á veitingahúsum, lokaði sig á engan hátt inni í skel hins háttsetta embættis. Stundum var jafnvel hægt að segja að hann svallaði og orð- rómur var oft á kreiki um að hann væri kvenhollur. En það var svo undarlegt, að þrátt fyrir allan. slfkan orðróm naut hann fullkomins trausts, sem grand- var maður og stjómmálaforingi sem allir gátu treyst. Það er að vísu ekki vikið mjög að einkalífi hans í þeirri bók, sem hér er um rætt. En stjómmálastarfsemi hans er þeim mun betur rakin og þar fæst skýring á þvl, hvers vegna Stauning bar svo höfuð og herðar yfir alla samtíðar- menn sína. Thorvald Stauning hluta borgaraafianna. Þetta sam starf hefur sett mark sitt á danska stjórnarstefnu allt frá þvi á fyrri stríðsárunum, en 1929 breyttist aðstaðan svo, að þaðan í frá urðu Jafnaðarmenn aðalflokkurinn. Má sjá á frásögn um í bókinni, hve annt Stauning var um það, að þetta samstarf héldist og hörfaði hann oft með glöðu geði frá eigin stefnu- málum til þess að gefa samstarfs flokki sínum tækifærin. Var þetta tveggja flokka samstarf til hinnar mestu fyrirmyndar. Þar sátu menn ekki á svikráð- um hver við annan, þó sjónar- miðin væru í mörgu ólík. Á dögum Staunings var Jafn- aðarmannaflokkurinn í Dan- mörku í nær því stöðugum vexti og átti foringi hans marga gleði stundina, er hann fagnaði kosn- ingaúrslitum. Þó var það mjög fjarri honum að m'iklast yfir sigrum sínum eða hlakka yfir ósigri andstæðinganna. Það var eigínlega aðe'ins einu sinni, sem hann sagði að Vinstri-flokkurinn ætti skilið fylgistap sem hann varð fyrir, en Vinstri-flokkurinn hefur með ýmsum hætti gegnt liku hlutverk'i í Danmörku og Framsóknarflokkurinn hér. Tfn í kosningunum 1939 varð ^ flokkur Staunings fyrir fylgistapi. Það var að vísu ekki mikið, en kunn’ingjar Staunings segja að hann hafi aldrei náð sér eftir það. Að honum sló grunsemd og ótta um að öldu- toppinum hefði verið náð. Nú væri flokkurinn á niðurleið. manna frá þvi fyrir og á stríðs- árunum komið út. Nú i vetur hefur kom'ið út hjá bókaforlag- inu Fremad mikil bók sem er minningar ýmissa stjómmála- manna um Stauning. Þessi bók getur einnig vakið athygli hér heima, vegna þess, að Stauning var íslendingum kunnur og liklega alltaf að góðu. Hann var I því sem öðru sanngjarn maður og honum kom aldrei neitt annað til hug- ar en að sjálfsákvörðunarréttur hverrar þjóðar skyldi ráða. Þann’ig er nú vitað að á árunum kringum 1930, lét hann íslend- inga vita, að Sambandslaga- samningurinn þyrfti ekkert að standa í veginum fyrir fullum aðsk'ilnaði við Danmörku, hve- nær sem íslendingar æsktu þess. Vildi svo til að Gísli Johnsen úr Vestmannaeyjum var viðstaddur boð f Kaup- mannahöfn, þar sem Stauning lýsti þessu yfir og hefur Gísli sagt kunningjum sínum frá því. Er það merkileg upplýsing og gefur þá sömu mannlegu og skemmtilegu mynd af Stauning og fleiri kynntust hér á landi, þegar hann heimsótti fsland og var hrókur alls fagnaðar I sam- kvæmum og ferðum hér á landi. gtauning var mjög skemmti- Ieg persóna. Hann var af bláfátæku fólki kom'inn og var faðir hans m. a. um tfma götu- sópari. Hann er fæddur í húsi einu við Hólmsins Kanal, gamía hverfinu, sem var sambland af fátækrahverfi og gömlum kaup- mannahúsum. Það þótti sér- TTann var sem fyrr segir af fátækum kominn. Það var lýlega búið að ferma hann í Hólmsins kirkju, þegar hann fékk atvinnu í vindlaverk- smiðju. Skólaganga hans var aðeins þrjú ár í bamaskóla, en á unglingsárum sinum gekk hann á kvöldskóla, og bráðlega fór hann að hafa afskipti af stjór-málum. Honum var það Iagið að Vinna hugi manna, var ljúfur maður, viðræðugóður og traustvekjandi. Svo bauð hann sig fram I Faxa-kjördæmi og komu hæfileikar hans þá f ljós, hvað hann átti auðvelt með að vlnna sér fylgi. Um líkt leyti upp sjálfkrafa fyrir eigin verð- leika. Þessi saga er öll rakin í Iangri grein eftir Peder Tabor, sem segja má að sé uppistaða bókarinnar, en síðan rita ýmsir höfundar um ákveðna þætti, m. a. Jens Otto Krag núverandi forsætisráðherra. Tjegar Stauning kemur i Jafn- aðarmannaflokkin er hann hreinn byltingarflokkur, en smám saman breyttist stefna hans og það var fyrst og fremst verk Staunings. Á flokksþingi 1909 var því lýst yfir, að flokk- urinn get'i ekki starfað með landi þrýstu á, þá varð það úr að þjóðernislegir öfgamenn, að- allega Vinstri flokkurinn fram- kvæmdu valdatöku með til- styrks Kristjáns ^tíunda kon- ungs, sem fékkst jafnvel til að reka ráðuneyti Zahles á ó- stjórnskipulegan hátt. Stauning neyddist til að svara þessu með því að hóta allsherj- arverkfalli. En það einkennilega var að hann vildi alls ekki verk fallið og þó hann yrði að beita þessari hótum vann enginn meira að því en hann að reyna að forða verkfallinu. Þá stóð Danmörk á barmi borgarastyrj- aldar og er hætt við, að eins Sagt frá nýútkominni bók um Stauning safnaði hann sfnu fræga skeggi, sem sfðar stuðlaði að þvf að gera hann Iandsföður eða afa- legan. Og rétt rúmlega þrítugur var hann kosinn formaður Jafn aðarmanna flokksins. Það var gert með samþykki eldri manna f flokknum, en segja má, að þeir hafi aðeins ætlað honum að sjá um skipulagningarmálin. T. d. þóttist hinn gamli upphafs- maður flokksins mælskusnilling urinn Borgbjerg viss um að geta haldið áfram hinni pólitísku forustu flokksins. En það fór á aðra leið. Eftir fá ár var Staun- ing orðið óumdeildur foringi. ’ að var eins og af sjálfu sér i meðferð h'inna erfiðustu vanda- mála. Hann þurfti aldrei að ýta neinum keppinautum til hliðar með undirferli, heldur reis hann neinum öðrum stjórnmála- flokki. Annaðhvort vilji hann öll völd eða engin. En strax 1916 tekst Stauning að fá þess- ari stefnu svo hnikað til að honum var falið að sitja sem ráðherra í stjórn Radikalans Zahle. Sterkastur kom Stauning út úr atburðunum 1920, þegar Slésvíkurmálið var á döfinni. Þá höfðu stjórnarflokkarnir Radi- kalir og Jafnaðarmenn markað stefnuna þannig, að eftir ósigur Þjóðverja skyldi aðeins sá hluti Slésvíkur sameinaður Danmörku, þar sem danskir menn væru í meirihluta. Stjórn- in hafði samt mjög nauman meirihluta á þingi og þar sem æsingar voru miklar í málinu og danskir menn í Suður-Jót- hefði farið í Danmörku og í bylt ingarinnar Þýzkalandi á þessum árum, ef allsherjarverkfallið hefði skollið á. Loks bugaðist Kristján kon- ungur, þegar fjöldafundur var haldinn fyrir utan Amalien- borg og múgurinn hrópaði: „Lýð veldi, lýðveldi". En það hjálp- aði honum að Stauning lét hann vita það í trúnaði, að hann teldi ekkert unnið með afnámi konungdæmisins. gtauning byggði stefnu sína á þingræðislegu starfi. „Það kemur ekki til mála“, sagði hann, „að koma á sósíalista- byltingu án vilja meirihluta þjóðarinnar" Og . -n byggði stefnu sína upp á samstarfi við Radikala-flokkinn, róttækasta Hann var sár og bitur yfir þessu og talaði um vanþakklæti þjóðarinnar. Nú var samt kominn tími til að hugsa um annað, styrjöldin skall á og sjö mánuð'—.i eftir að hún hófst hernámu Þjóð- verjar Danmörku. Allt frá því að Hitler komst til valda hafði Stauning beitt sér fyrir því ,að dönsku þjóðinni væri sagður sannleikurinn um ógnarstjórn nasismans. Bjóst hann því ekki við að það yrði talið heppilegt, að hann veitti rfkisstjórninni á- fram forstöðu. En þegar hann lét f ljós, að líklega væri bezt að hann segði af sér, urðu við brögðin einkennileg. Forustu- menn allra flokka komu til hans, vottuðu honum traust og báðu hann um að vera áfram, því að hann væri ein'i maðurinn, sem öll þjóðin gæti treyst. Tjað verður að telja einhverja A merkustu kaflana í Stauning bókinni þá sem fjalla um styrj- aldarárin og um starf og stefnu hins þýzksinnaða Scaveniusar, sem Danir voru neyddir til að taka í stjórnina sem utanrfkis- ráðherra. Iíemur margt nýtt þar fram um þægð Scaveniusar við Þjóðverja og um deilur f ríkis- stjórninni um aðgerðir hans. At hyglisverðar4 er þó, að ekki þykir höfundum rétt að for- dæma Scavenius, vegna þess að þrátt fyrir allt varð Dönum nokk ur vörn úr honum. Ef hann hefði ekki verið f stjórninni, má ætla að Þjóðverjar hefðu Framh. á bls. 6 urinn sem setti svip sinn á dönsk stjórnmál í þrjá áratugi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.