Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 30.08.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Utgefandi: BlaOafltgáfaD VISIR Rftstjöri: Gunnar G. Schrain Aðstoðarritstjörl: Axel rhorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj. Haildór Jónsson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Tóngötu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178 Simi 11660 fS llnur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. i lausasöiu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f Framtíð ibnadarins I dag opna íslenzkir iðnrekendur glæsilegan vettvang sinn. Er það Iðnsýningin í Sýningarhöllinni, hin mesta, sem hér hefur verið haldin. Þegar gengið er um sali og stúkur kemur í ljós,að íslenzkur iðnaður hefurtekið miklum stakkaskiptum og framförum á síðustu ár- um. Varan er vandaðri, smekklegri og fjölbreytilegri en áður var framleidd. Hér hefur vaxandi samkeppni greinilega valdið þáttaskilum, ekki sízt samkeppnin við erlendu vöruna. Er það vissulega þróun, sem er í hag allra viðskiptavina iðnaðarins. Á síðustu miss- erum hafa ýmis iðnfyrirtæki átt örðugt uppdráttar. Er það svo þrátt fyrir það að lánasjóðir iðnaðarins hafa verið margefldir og meira fé lánað til þessarar atvinnugreinar úr almenna bankakerfinu en nokkru sinni fyrr. Hér eru að koma í ljós afleiðingar þess að unnið er að þeirri skynsamlegu fyrirætlun að brjóta smám saman niður hina háu verndartollmúra, sem byggðir voru upp á hafta* og styrjaldarárum og gefa innflutning erlends varnings að mestu frjálsan. Sú þróun hlaut að hafa vandkvæði í för með sér fyrir þann iðnað, sem innan við óeðlilegustu tollmúrana starfaði. Verður hér að hafa i huga að skynsamlegt er að beina fjármagni og vinnuaflinu í þær fram- leiðslugreinar, .sem mestan gefa arðinn, en keppa ekki sífellt við vöru, sem við getum keypt miklu ódýrari og betri erlendis frá. Hins vegar á iðnaðurinn almennt heimtingu á góðum umþóttunartíma og hagræðingar- aðstoð, meðan verið er að mæta frjálsari innflutningi og nýjuna viðhorfum. Og þær ráðstafanir þarf að framkvæma strax, því þær þola ekki bið. En ekkert sýnir betur en Iðnsýningin nýja hverjar hrakspár og harmavæl skrif stjórnarandstöðublaðanna um ís- lenzkan iðnað eru. Þar á allt að hanga á horriminni og ekkert nema bölmóða framundan. Hinar glæsilegu sýningardeildir iðnaðarins afsanna rækilega þá svart- sýni. Er full ástæða til þess að óska iðnaðinum til hamingju með Iðnsýninguna og þann stórhug, sem að baki hennar stendur. Villa varnarleysisins gamtök þeirra manna, sem kalla sig „hernámsand- stæðinga“, hafa lengi sofið vært en rumska nú, er líður að haustnóttum, og hyggjast enn krefjast þess að ísland verði varnarlaust land — eina land Evrópu, er þannig yrði ástatt um. Flestum í þessum hópi manna mun ganga gott eitt til með baráttu sinni og trúa því staðfastlega að þannig verði framtíð landsins bezt tryggð. Mikill meirihluti þjóðarinnar er þó á ann- arri skoðun, eins og kosningaúrslit hafa margsinnis sýnt. Dómur sögunnar sýnir gleggst að í varnarleys- inu er engin stoð í heimi nútíma hernaðartækni. Það var hinn raunalegi lærdómur síðustu heimsstyrjaldar. Þess vegna gengu smáþjóðir Norðurlanda til varnar samvinnu í Atlantshafsbandalaginu. Þess vegna munu þeir, sem ábyrgð bera á sjálfstæði íslands fylgja máls- stað varnanna og hafna varnarleysinu. V IS 1R ■ Þriðjudagur 30. ágiist 1966. Þeyar komið er austur at' Vatnsskarði og haldið er eftir þjóðveginum áleiðis niður f hið gróskumikla og víðáttumikla Skagafjarðarhérað, gefur að líta býli á hægri hönd, talsvert sunn an við veginn. Ókunnugir gefa bænum naumast gaum, enda er hann í of mikilli fjarlægð tii þess, en jjeir sem kunnugri eru, ur sögulegra atburða, mannvíga eða stórorrusta. 1 þeim efnum koma aðrir staðir í Skagafirði meir við sögu. II. Það voru 3 höfðingjar, sem hæst ber á Víðimýri, allir á 13. öld, en þeir voru KolbeinnTuma son, Amór bróðir hans og Kol- talið sig til þess hæfan, og færzt mjög undan. „Mæl þú allra manna heilastur" varö Kolbeini að orði, er hann hafði knúið Guðmund til þess að láta að vilja sínum. Þá vissi hinn skag- firzki höfðingi ekki að með þessu var hans eigin bani ráðinn. Þótt vinátta væri mikil meö Kolbeini og Guðmundi á þess- VÍÐIMÝRI renna þangað augum og sakna þess að vegurinn liggur ekki framhjá túninu á bænum eins og hann gerði áður. Bærinn heit- ir Víðimýri. Mikill f jöldi ferðamanna kann ast viö Víöimýri. Margir hafa séö ljósmynd eða póstkort af gam- alli torfkirkju — einni af ör- fáum sinnar tegundar hér á landi — en aðrir hafa gert sér ferð þangað heim til að skoða kirkjuna með eigin augum. Hún er líka vissulega vel þess verð því hún er sannkallaður skart- gripur og jafnframt sýnishorn íslenzkrar byggingarlistar, sem ríkt hefur gegnum aldimar, en er nú sem næst horfin. . Víðimýrarkirkja er torfhlaðin með torfþaki en timburgöflum og er rúmlega fimm aldarfjórð- unga gömul. Hún er þiljuð að innan með skarsúð eins og áð- ur tíðkaðist ekki aðeins f kirkj- _m heldur og líka í baðstofum torfbæjanna. Kirkjunni er vel við haldið, enda er hún í umsjá þjóðminja- varðar. I. Það er langt frá því að frægð Víðimýrar sé bundin við kirkj- una eina, þótt fögur sé og merki leg. Víðimýri var frægt höfuð- ból til foma, aösetur voldugustu höfðingjaættar Norðlendinga á Sturlungaöld — Ásbiminga — og skipaði sama sess í Norð- lendingafjórðungi, sem Hauka- dalur og Oddi, ættarsetur Hauk- dæla og Oddaverja á Suður- landi. Á Víðimýri voru á 13. öjd teknar örlagaríkari ákvarö- anir en á nokkru öðru býli norðanlands, enda þótt Víðimýri sjálf hafi aldrei oröið vettvang- beinn ungi, fyrirmenn Ásbim- inga og allir í röð allra mestu manná landsins um sína daga. Þeir áttu sammerkt í því að þeir komust allir ungir til mannafor- ráða og dóu allir fyrir aldur fram, eða á bezta skeiði lífsins. Kolbeinn Tumason var fyrst- ur Ásbirninga, sem nokkuð kvað að af þeim Víðimýrar- höfðingjum enda varð heima- hérað hans fljótt að vettvangi sögulegra atburða og atburða- rásin í senn hröð og örlagarík. Allt bendir til aö Kolbeinn hafi verið miklum hæfileikum gædd- ur, vitur, stjómsamur og eitt helzta öndvegisskáld sem þá var uppi. Hann veitti Guðmundi dýra að málum og tók með hon um þátt í Lönguhlíðarbruna, en sá atburður var upphaf óaldar, fiokkadrátta og mannvfga um Eyjafjörð og víðar. í upphafi 13. aldar, á meðan Kolbeinn hafði enn naumast slitið bamsskónum, var vald hans meira, en nokkurs annars manns á Norðurlandi. Og á þeim ámm dró til kynna hans og þess mannsins sem varð Ás- bimingum erfiðastur Ijár í þúfu allra einstaklinga á Norðurlandi, en það var Guðmundur Arason, síðar biskup á Hólum. Guðmund ur réðist til veturvistar til Kol- beins að Víðimýri og lagði Kol- beinn á hann meiri virðingu en alla aðra menn og kallaði hann sannhelgan. Á Víðimýri varð það endan lega til lykta leitt fyrir tilstuðl- an Kolbeins Tumasonar, að Guö mundur Arason tæki við bisk- upsvígslu. Gerði Guðmundur það fyrir orð vinar síns, Kol- beins, að játast undir þennan nauða, en áður hafði hann ekki um árum, mun þó annað hafd valdið þeirri ákvörðun Kolbeins að fá Guðm. valinn til biskups, mun þar mestu hafa um ráðið valdafíkn Kolbeins og metnað- ur því hann taldi Guðmund mundu verða sér auðsveipan í embættissýslan og fengi Kol- beinn ráöið til lykta jafnt and- legum málum í héraðinu sem veraldlegum. Tók Kolbeinn þeg- ar öll völd og alla sýslan Hóla- stóls í eigin hendur, sem væri hann sjálfur biskup, en þá skaut öðrum persónuleika upp í Guð- mundi Arasyni en Kol- beini hafði órað fyrir. Spunn- ust fljótlega hatramar deilur á milli þeirra, sem lyktaoi með beinu hatri, ofbeldisverkum, bannfæringu og loks bana Kol- beins í VíÖinesbardága, er hann var lostinn með steini í höfuð- ið. Brast þá flótti í lið Kolbeins, enda eitt af fáiun skiptum í sögu Guðmundar góða, sem hann fór með sigur af hólmi. III. Amór Tumason tók við mannaforráðum í Skagafirði af bróður sínum og bjó að Víði- mýri. Eins og að líkum lætur og eftir þeim tíðaranda sem þá var ríkjandi í landinu, taldi Arnór sig eiga í aö hefna við Guð- mund biskup Arason. Safnaði hann liði miklu haustið 1218 og fór með það til Hóla án þess biskup bærist njósn. Lét haxm draga Guðmund fáklæddan úr rekkju svo hrottalega að við stórmeiðslum lá, hrakyrti hann og smánaði og lét að svo búnu flytja hann í eins konar stofu- fangelsi. Seinna ætlaði Arnór að flytja biskup nauðugan úr landi, K

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.