Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
56. árg. - Laugardagur 17. september 1966. - 212. tbl.
Fjölbýlishúsin í Fossvogi
verksmiBjuframleidd?
Verktaki býbst til ab byggja 'ibúo á dag
Allir þeir, sem hafa fengið út-
hlutað lóöum undir fjölbýlishús í
Helgi  Ámason,  framkvœmdastjóri  Byggingariðjunnar h.f. í verksmiðjunni.
nýja Fossvogshverfinu hafa fengið
send bíéf frá Byggingariðjunni h.f.
sem býðst til að reisa húsin þannig
að sparnaður á hverja Ibúð verði
50-100.000 kr.mi'Safi við u.þ.b. 100
ferm. íbúð, sem reist er með venju
legum byggingaraðferðum Hefur
fyrirtækið í huga að framleiða í
fjöldaframleiðslu húshlutana þann-
ig að hvorki þurfi að múrhúða húsið
að utan né innan. Verða veggirnir
tilbúnir undir málningu að utan,
en fínpússun eða sandspartl að inn
an.
„Við treystum okkur til að fram-
leiða eina slíka íbuð á dag," sagði
Helgi Árnason framkvæmdastjóri
Byggingariöjunnar í viötali við
Vísi í gaer. — Eru framkvæmdirn
ar aðallega miðaðar við 3 hæða
fjölbýlishús með 18 ibúðum í 3
stigagöngum. Talsverður áhugi virð
ist vera um þetta tilboð okkar,
sagði Helgi, en ekki eru allir bún
ir að átta sig alveg á hvernig þeta
Framhaid á bls. 2.
Strákagöng.
spreng-
ingin í nótt?
í nótt átti að sprengja síðustu
sprengingarnar í Strákagöngunum
miklu við Siglufjörð. Þá mun 13
mánaða sprengingum ljúka, en enn-
þá er talsvert verkefni eftir og
göngin  sjálf vart tilbúin til um-
S0ÐAR H0RFUR A SAMK0MU-
LAGIUM LANDBÚNAÐARVERÐ
Fundur Sexmannanefndar og sáttasemjara / nótt
I gær voru góðar horfur,
að samkomulag mundi nást
í Sexmannanefnd um verðlag
landbúnaðarafurða á næsta
verðlagsári. Næturfundur
nefndarinnar stóð til kl. 6 utn
morguninn og siðan var hald
inn aftur fundur kl. 2 síð-
degis og aftur kl. 8.30 um
kvöldið. Stóð sá fundur enn
yfir er blaðið fór í prentun.
Vísir náði í kvöld snöggvast
tali af Gunnari Guöbjartssyni,
bónda að Hjarðarfelli og for-
manni Stéttarsambands bænda.'
Sagði hann, að samkomulags-
horfur mættu teljast frekar væn
legar. Langt væri komiö að ræða
um veröið til bænda og um ýmis
sérákvæði í því sambandi. Hins
vegar væru mörg atriði enn, ó-
rædd í sambandi viö vinnslu-
og drgifingarkostnað og álagn-
ingu í smásölu qg kvaöstGunn
ar teljaað það. mundi taka lang
an tíma í> Sexmannanefnd
að ganga frá þeirn atriöum.
í Sexmannanefnd eiga sæti
af hálfu bænda Gunnar Guö-
bjartsson, Einar Ólafsson í
Lækjarhvammi og Vilhjálmur
Hjálmarsson að Brekku og af
hálfu neytenda Ottó Schopka
jfrá Landssambandi iönaðar-
'manna,   Sæmundur  Ólafsson
frá Sjómannafélagi Reykjavík-
ur og Torfi Á'sgeirssón skrif-
stofustjóri Efnahagsstofríunar-
innar, skipaður af ráöherra i
sæti, sem Alþýðusamband ís-
lands vildi ekki taka. Ef Sex-
mannanefnd kemst ekki aö sam-
komnlagi, fer verðlagningin til
yfimefndar. Hana skipa einn
fulltrúi frá hvorum aðila og
oddamaöur frá Hæstarétti 1
þetta sinn eru ekki horfur á að
til slíks þurfi að koma.
ferðar fyrr en með vorinu, að því
talið er.
Það hefur því verið stór stund
fyrir vinnuflokkinn í göngunum,
alls um 25 menn, sem hafa unnið
í meira en ár á þriskiptum vöktum
svo til nótt sem nýtan dag við
þetta mikla verkefni, sem mun
opna Siglfirðingum greiða leið til
nágrannabyggðanna, en til þessa
hefur Siglufjörður verið mjög af-
skekktur og erfittmeð allar sam-
göngur að og frá bænum, einkum
á veturna.
. Þ'að v'a'r 16. .ágúst í fýrra, sem
sprengingar hófúst, en áöur höfðu
menn sprengt þarna 30 metra lang-
an „helli" til reynslu og til að
kanna jarðlagið. Göngin í heild
verða 783,4 metrar. Göngin eru víð-
ast hvar 5 metra há, en undir lok-
in urðu pau allt upp f 10 metrar á
hæð, en þar var jarðlagið mýkra
í sér og hrundi mikið úr þvi.
Nú á eftir að steypa innan í
göngin, þar sem þess þarf vegna
hruns og vatnsleka, ekki sfzt við
inngangana.
Unnið er að vegagerð báðum megin
ganganna, en sem fyrr segir má
búast við að umferð verö hleypt á
einhvern tíma næsta vor. Verður
Framhald á bls. 2.
m»®~
401 hvalur lcominn
á land í Hvalfirði
Nú er 401 hvalur kominn á land
í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Er Vísir
StXÍ tal viö Þórí Þorsteinsson verk
stjóra við Hvalstöðina í gær sagöi
hann, aö allir hvalbátarnir, fjórir
aö tölu, væru á leiðinni eða þá ný-
komnir með hval, samtals 7 stykki.
Blaðjð í dag
Vélin, sem prentar Vísi,
er enn biluð, og þvi kem
ur Vísir út í dag í tvennu
lagi, 8 síöur hvor hluti.
Eru lesendur blaðsins
beðnir að taka sífiara blafi
ið (sem byrjar á myndsjá
frá Iðnþingi) og leggja
það inn f opnuna á aðal
blaðinu, þannig afi úr
verðf heiít 16 síðna blað
eins og venjulega.
FRJÁLST VAL NÁMSGREINA
VIÐ V0GASKÓLA I VETUR?
Talað v/'ð, Helga Þorláksson skólastjóra
í
i
| Aldrei hefur verið eins margt
I um manninn viö. innritun. í Voga-
í skólann og í gær, en þá var al-
| mennur innritunardagur nemenda
í gagnfræðadeildir skóla borgar-
innar. Stafar þessi mikla aðsókn
vafalitið af þvi að um það hefur
verið rætt að laka upp, í tilrauna-
skyni, nýja kennsluhætti við skól-
ann í vetur í framhaldsdeildum
gagnfræðastigsins; Hefur skóla:
stjóri Helgi Þorláksson unnið að til
lögu um frjáist val nemienda á
námsgreinum til gagnfræðaprófs,
sem Fræðsluráð hefur að sínu leyti
samþykkt og sömuleiðis borgarráð.
Er aðeins beðið samþykkis mennta-
málaráðherra til þess að af tilraun
inni  verði.
i viðtali við blaðið í gær sagði
skólastjóri, að ef tilraunin kæm-
ist til framkvæmda þá kostaði han
mikla vinnu.
— í vor, sagði Helgi, voru nem-
endur látnir svara þ'ví hvort þeir
hygðust leggja stund á fram-
haldsnám að skyldunámi loknu og
uröu 100% heimtur þár á,'að fiem
endur sétluðu sér í framhaldsnám.
pr nú allt yfirfullt í skólanUm,
120 sóttu um landsprófsdeild, sém
veröur skipt í fjórar bekkjardeild-
ir og verður það dálítið glæfra-
legt að hafa 30 nemendur i bekk.
í gagnfræðastiginu verða fimm
deildir valfrjálsar og hafa borist á
milli 140 og 150 umsóknir um þær.
Til gagnfræöaprófs eru 120 um-
sóknir. Ef tilraunin um valgrein-
arnar kemst í framkvæmd verður
um valfrelsi að ræða til gagn-
fræöaprófsins þar sem nemendur,
sem eiga aö gangast undir það að
vori hafa eihdregið óskað þess eft-
ir könnun', sem var framkvæmd
s.l. vor og verður því nýja kerfið
látið gilda um alla.
Eftir riýja kerfiríu verður um yf-
ir 20 námsgreinar að velja, til
prófs. en ekki er búið aö vinna úr
umsóknunum erínpá þannig að
ekki er vitaö hvaða nárnsgreinar
verða kenndar. Við þessa breyt-
ingu verður námsgreinum fjölgað.
Verða þau skilyrði sett nemendum
aö samtals tímafjöldi þeirra á viku
verði 30—36. Að einhverju leyti
munum við hverfa frá þeirri til-
högun prófa, sem hingað til hef-
ur tíðkazt.
Mínar tillögur byggjast á því
sem ég hef kynnt mér erlendis
en ég hef lagað þær að aðstæð-
unum hérna. Við höfum ekki að-
stööu t. d. til þess aö hafa 6—8
nemendur í flokki, sem yröi of
fjárfrekt og er því ekki víst að
kennt veröi í öllum námsgréinun-
um, sem óskað er eftir. Að ööru
íeyti er nýja kerfið líkt þvf sem
hefur nú verið lögboöiö í Svíþjóð
I tólf ár og hefur rikt f Banda-
rfkjunum um margra ára skeið og
t.d. í Danmörku í nokkur ár.
Þetta er allt saman ævintýri eins
og er — óskadraumur, en eitthvað
þessu likt kemur fyrr eða síðar.
Tilraunaskólar sjá um 'þessa
hluti erlendis en hér verða skól-
arnir, sem fyrir hendi eru aö
nægja og veröur þá þröngur húsa-
kóstur til baga.
Að lokum sagði Helgi að fundir
hefðu veriðiialdnir með kennurum
foreldram og hemendum um mál-
ið og það rætt fram og aftur og
hefðu allir veriö blvsstíir nýju
skipuninni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16