Vísir - 12.10.1966, Blaðsíða 2
V í SIR . Miðvikudagur 12. október 1966.
og völlurinn tekur aðeins 25
þús. manns.
— Við vorum heldur tauga-
óstyrkir fyrst og brátt voru tvö
mörk komin á okkur, annað hálf
klaufalegt, langskot sem mark-
maðurinn okkar réði ekki við,
sennilega vegna truflandi áhrifa
frá flóðijósum. Síöan lagaðist
leikur okkar og viö fórum að
ná þokkalegum sóknum, enda
þótt við legðum megináhérzluna
á vörnina. Þriðja mark Frakka
kom rétt undir lok hálfleiksins
og þaö voru víst þreyttir KR-
ingar sem gengu til leikhlés
— f seinni hálfleik var leikur-
inn mjög jafn á báða bóga og
báðir aðilar skoruðu 2 mörk.
Þó urðum við fyrir þeirri ó-
heppni að missa Óskar Sigurðs-
Frh. á bls. 6.
KR-INGAR FENGU GOÐA DÓMA
FYRIR LEIK SINN f NANTES
skeytt og KR í viðureign
við sterka erlenda and-
stæðinga.
Ellert Schram fyrirliði KR-
inga sagði þetta um leikinn í
stuttu símtali í gærkvöldi:
— Ég held að okkur hafi tek-
izt vel upp. Á sama tíma og við
töpuðum 2:5 fyrir Frakklands-
Valur ekki með
í Evrópubikar
► Nei, við getum ekki aftur veitt okkur það að vera með í Evrópubikar-
keppni kvenna“, sagði hinn sfstarfandi formaður handknattleiksdeildar
Vals, Þórarinn Eyþórsson, í samtali í gærkvöldi.
► „Við töpuðum miili 40 og 50 þúsundum króna á þátttökunni síðast
og þorum ekki að svo komnu máli að tilkynna þátttöku. Það er aldrei
að vita iivaða lið dragast á móti okkur og fari eins og i fyrra, að það
verði lið frá fjarlægum löndum, þá getur þaö þýtt algjörlegt fjárhags-
iegt hrun hjá okkur, jafnvel þótt viö stöndum í viöamikilli auglýsipga-
söfnun í „prógram“ eins og í fyrra.
► Valsmenn búa sig af kappi undir veturinn. — Þeir hafa haft æf-
ingasalinn lengur en mörg hlnna félaganna, sem verða að notfæra sér
Hálogaland og fþróttahöllina f Laugardal, sem hafa enn ekki opnað
dyr sínar fyrir bráðlátu íþróttafólki.
Franski miðherjinn Magny brýtur þarna á Óskari Sigurðssyni, en Guðmundur Pétursson nær boltan-
um. Lengst til vinstri fylgist Ellert Schram með hvað verða vill. Mjög mikið birtist í blöðunum í
Frakklandi um KR-ingana bæði fyrir og eftir leikinn og m. a. teiknimyndin sér hér fylgir á síðunni.
FRAM-
RLAÐIÐ
Dregið / undanúrslitin:
Eins og skýrt var frá í blaðinu í
gær er blað Knattspymufélagsins
Fram nýkomið út. Hefur ritstjóm
blaðsins beðið að koma því á
framfæri að blaðið fæst afhent
ókeypis til Framara á eftirtöldum
stöðum: Verzluninni Straumnesi á
Nesvegi, Bólstrun Harðar, Lauga-1'
vegi 68 og í Rakarastofu Austur-
bæjar. Fyrir aðra, sem vilj^ kynna
sér efni blaðsins fæst það í bóka-
búðum Lárusar Blöndals í Vestur-
veri og á Skólavörðustíg 2 og kost-
ar 20 krónur.
------------------------------------<®,
VALUR-ÞROTTUR
KEFLAVÍK - KR
... og allir fulltrúar félaganna virtust ánægðir
Dregið í gær.
Einn af öðrum birtust full-
trúar félaganna fjögurra, Kefla-
vfkur, Vals, Þróttar og KR i
efri sal Caffi Hallar við Austur-
stræti í gærdag um hálf-fjögur-
leytið. Það var töluveröur spenn
ingur í loftinu. Ástæðan: Það
átti að draga um leiki undan-
úrslita bikarkeppninnar, sem
fram fara um helgina.
Eftir einn kaffibolla og tertu-
bita með mótanefnd KSI og
fulltrúum félaganna ásamt ræöu
formanns nefndarinnar, Jóns
Magnússonar, sem eyddi eigi
litlu púðri á undirritaðan vegna
smápistils hér á síðunni i fyrra-
dag, var gengið að drætti í leiki
helgarinnar. Hattur formannsins
var settur á eitt borðanna og
vandlega samanbrotnum miðum
komiö fyrir í honum.
Og nú var dregið ....
„Valur“, las formaðurinn af
fyrsta miðanum og stakk hend-
inni á nýjan leik ofan í hattinn.
„Þróttur“. Þá var vitað, hverjir
leika mundu saman, og áður var
búið að tilkynna að Keflvíking-
ar fengju heimaleik á Njarðvíkur
velli.
Þróttur og Valur leika á laug-
ardaginn á Melavelli kl. 14.30,
en Keflavík og KR á sunnudag-
inn kl. 15. Fulltrúar félaganna
voru að því er virðist ánægðir.
„Valsmenn verða líklega ekki
heppnir öðru sinni“, var álit
Steinþórs Ingvarssonar úr Þrótti
en svipurinn á Bimi Carlssyni
úr Val leyndi ekki ánægjunni.
Hafsteinn Guðmundsson úr
Keflavík sagði ekki margt, en
hans lið á greinilega sterkan
leik á heimavelli gegn KR. Ekki
vottaði þó fyrir kvíða hjá Sig-
urði Halldórssyni, sem mætti
þarna fyrir hönd KR-inga.
Sem sagt um helgina eiga að
fást úrslit f undanúrslitum og
um þar næstu helgi fer fram
úrslitaleikur bikarkeppninnar í
knattspyrnu á Melavellinum í
Reykjavík.
Rabbnð við Ellert
KR itnt leikinn
Schrnm, fyrirliðn
meisturunum var Esbjerg að
tapa fyrir einhverju austur-
Evrópuliði með stórri tölu, Lúx-
emborgarmeistaramir Spora
sömuleiðis og Storting Club frá
Portúgal, það fræga lið varð að
láta sér nægja 5:0 gegn Vasas,
ungversku meisturunum.
— Leikurinn hófst kl. hálf-
níu um kvöldið á döggvuðum
velli og fljóðljósin höfðu verið
sett á. Tíu þúsund manns höfðu
komið að horfa á leikinn, en
það var mun meira en Nantes-
menn höfðu búizt við, þvi aö
aðsókn þar er ekki sérlega góö
KR-ingum var tekið með
kostum og kynjum, þeg-
ar þeir léku Evrópubik-
arleik sinn í Frakklandi
á dögunum við Frakk-
landsmeistarana NANT-
ES. — Árangur KR var
líka langbezti saman-
lagður árangur íslenzks
liðs og sannar enn einu
sinni, að ekkert íslenzkt
lið virðist eins harð-