Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 4
4 - FÖSTVDAGUR 12. MARS 1999 fDagjtvr VESTURLAND Fjöldi gesta mætti á „Opið hús“ Tónlistarskóla Borgarfjarðar um síðustu helgi. - myndir: ohr. Tónlistarskóli Borgarfjarðar með „Opið hús66 í Þinghamri Hópur gesta naut tónlistarflutnings Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur og er greinilegt að það á vinsældum að nemenda Tónlistarskóla Borgarijarðar fyrir „Opnu húsi“ með þessum hætti fagna. í kaffihúsastemmningu í Þing- hamri Varmalandi um síðustu helgi í tilefni af Degi tónlistarinnar. Það var Tónlistarskóli Borgar- fjarðar sem stóð íyrir „Opnu húsi“ og léku nemendur skólans á hljóð- færi og sungu fyrir gesti og gang- andi. Auk þess tóku gestir þátt í fjöldasöng. Boðið var upp á kaffi eða djús og meðlæti. Dagskráin stóð frá kl. 14 til kl. 17 og vakti athygli að almennt sátu gestir sem fastast allan tímann en segja má að fullsetið hafi verið í salnum. Þetta er annað árið sem Hópur Suzuki-fiðlunemenda undir stjórn Ewu Tosik-Warszawiak fékk mjög góðuar viðtökur hjá gestum. Undirleikari var Zsuzsanna Budai. VESTURLA NDSVIÐ TALIÐ Það er heldur farið að fara xrm „landsbyggðina" á Vesturlandi. Niður- staða prófkjörsins hjá Samfylkingunni var þannig að tveir Skagamenn uróu í tveimur efstu sætum listans, Jóhann Ársælsson og Gísli S. Einarsson. Við það hætist að efsti inaður á lista Framsóknar- flokks, Ingibjörg Pálmadóttir, er Skagamaður og annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Guðmundsson, sömu- leiðis. Verði niðurstaða næstu al- þingiskosninga á þá leið að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi tveimur mönnum, Frainsóknarílokkur- inn tapi manni og Samfylkingin nái tveimur mönnum inn verða þvl fjórir af fimm þingmönnum Vesturlandskjördæmis Skaga- menn, eða sömu Skagamennimir og á þar síðasta kjörtímabili. Bjartasta von „landsbyggðar- hlutans" er því Vinstri hreyfing in - grænt framboð þar sem eng- inn Skagamaður er sjáanlegur í efstu sætum listans samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Bregðist sú von er ekki annað til ráða við breytta kjördæmaskip- an en kljúfa Vesturlandskjör dæmi í tvennt. „Landsbyggðin sameinist vestari hluta Norður- landskjördæmis vestra og Vest- fjörðum, en Akranes sameinist Reykjaneskjördæmi eða jafnvel Reykjavík, þangað standi hugur Skagamanna hvort eð er segja landsbyggðargáruiigamir. Gísli S. Einarsson Guðjón Guðmunds- son Ingibjörg Pálmadóttir Jóhann Ársælsson Halldór Brynjúlfsson stefnirá fyrsta sætiðlijá Vinstri hreyfingu - grænu framboði á Vesturlandi Miðsvæðið er ákaflega af- skipt áAlþingi og þess vegrn erfitt að víkjast und- an því að bjóða sigfram þeg- ar eftir því var leitað. Þmgmajmáhópimim endurspegli samfélagið Tillaga uppstillingarnefndar gerir rúð fyr- ir þér í efsta sætið hjcí Vinstri hreyfingu- grænu framboði « Vesturlandi, ekki rétt? „Jú. Tillaga uppstillingarnefndar lítur svona út í dag og verður lögð fyrir kjördæm- isfund á sunnudaginn. Það hefur síast út með fyrsta sætið en meiningin var að birta ekki þennan lista fyrr en það væri búið að afgreiða hann á félagsfundi. Þannig að ég vil helst ekki segja þér meira af listanum þó ég geti staðfest að gerð er tillaga um míg í fyrsta sætið.“ Hver eru stefnumál framboðsins? „Stefnumál framboðsins hér á Vesturlandi verða þau sömu og framboðsins á landsvísu. Sérmál okkar hér á Vesturlandi er ekki búið að fara yfir nákvæmlega ennþá. En við mun- um leggja megináherslu á byggðamál og reyna að vera þátttakendur í því að stöðva þann flótta sem er frá Iandsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Eg held að það verði þær megináherslur sem við verðum með sem sérmál fyrir kjördæmið. En hópurinn á eftir að marka stefnu í þessu og því ekki tímabært að ég sé að gefa miklar yfirlýsing- ar f þeim efnum." Nú er Jóhann Ársælsson orðinn efstur hjá Samfylkingunni og þú hefur verið stuðn- ingsmaður hans í Alþingiskosningum áður fyrr. „Mikil ósköp.“ Hvemig leggst í þig að fara að keppa við hann? „Eg kvíði ekki samskiptum við hann Jó- hann, hvort sem við göngum hlið við hlið til einhverra verka eða ekki. Jóhann er mikill sóma- og ágætismaður og afstaða mín til hans er blandin hlýhug og góðum tilfinning- um þó við eigum ekki samleið að þessu sinni." Var það erfið ákvörðun að bjóða þigfram í fyrsta sætið? „Vissulega var það svolítið erfið ákvörðun. Eg hef ekki gengið með slíka þanka á Iiðn- um árum að ég ætti erindi í Iandsmálapóli- tíkina. Minn vettvangur í pólitík hafði verið heima í sveitarstjórnarmálunum f gamla daga. Eg taldi að afskiptum mínum af pólit- ík væri lokið nema sem almennur félags- maður. En svona þróuðust mál og því er ekkert að neita að sú staða sem er uppi í framboðum hjá öðrum stjórnmálaöflum hér á svæðinu er þannig að miðsvæðið er ákaf- lega afskipti. Og kannski meðal annars í Ijósi þess var erfitt að víkjast undan því að taka þetta sæti úr því leitað var eftir því við mig. Ég held að það sé mikil þörf á því að þingmannahópur þessa kjördæmis spegli sem best allt þetta samfélag. Miðsvæðið hefur verið ákaflega afskipt í þeim efnum undanfarin ár. Kannski ekki hvað sfst þess vegna lét ég til leiðast að fara í þennan slag.“ Hvernig heyrist þér stemnmingin verafyr- ir framboðinu? „Það er kannski erfitt að segja mikið um það ennþá. Það hefur ekki nema takmarkað frést ennþá hvernig skipan þessara mála 'er. Eg hef þó fengið hvatningu frá mjög mörg- um sem hafa rætt þessi mál við mig hér í þessu samfélagi okkar og ekkert síður frá mönnum sem ekki hafa verið í nágrenni við mig pólitík á liðnum árum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.