Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 4
WtM '4 i ' ‘. - P.P.P.Í í\-,> \1 > \\ \ ■»»••>«< S' yXW)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði Sýning fyrir kortagesti MEIRA FYRIR EYRAÐ - Þórarinn Eldjárn og Jóhann G.Jóhannsson ídag 6/11, lau 13/11 kl.15:00, sun 7/11, sun 14/11, sun 28/11 ki. 21.00 TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney - í kvöld 6/11 uppselt, lau 13/11 örfá sæti laus, GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson - sun 7/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00, uppselt, sun 14/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 21/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 28/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 5/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt. SJÁLFSTÆTT FÓLK - Halldór Kiljan Laxnes Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Síðari sýning: ÁSTA SÓLLILJA -Lífsblómið fös 12/11 kl. 20:00 nokkur sæti laus, lau 20/11 kl. 20:00 uppselt - langur leikhúsdagur - næst síðasta sýning, lau 27/11 - langur leikhúsdagur, síðasta sýn- ing. Fyrri sýning: BJARTUR -Landnámsmaður íslands fim 11/11 kl. 20:00 örfá sæti laus, lau 20/11 kl. 15:00 uppseft - langur leikhúsdagur - næst síðasta sýning, lau 27/11 - langur leikhúsdagur, síðasta sýning. Sýnt á Litla sviði kl. 20:00 ABELSNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt í kvöld 6/11 60 sýn., uppselt, lau 13/11 uppselt, þri 23/11 uppselt. Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20:30 FEDRA sun 7/11, sun 14/11, sun 21/11, fáar sýningar eftir. MEIRA FYRIR EYRAÐ fös 12/11 og fös 17/11 kl. 20:30 Sýnt í Loftkastala kl. 20:30 RENT (Skuld) söngleikur - Jonathan Larson í kvöld 6/11 Aukasýning. allra síðasta sýning. Listaklúbbur leikhúsk- jallarans Mán 8/11, kl. 19:30 HUNDUR í ÓSKILUM Skemmtidagskrá: tónlist, söngur og gamanmál. Flytjendur eru Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen. Mlðasalan er opin mánud,- þrlðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sun- nud. kl. 13-20. Sfmapantanir frá kl. 10 vlrka - LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 Páfinn sem brást Píus tólfti: mætti hræðilegustu fjöldamorðum sögunnar með þögninni einni. Harðar deilur eru á ný risnar um Píus tólfta sem var páfi á árum síðari heimsstyrjaldar- innar og neitaði þá að fordæma útrýmingu þýskra nasista á gyðingum. Tvennt veldur því að maður þessi er aftur kominn í fréttir. Annars vegar mun vera í undirbúningi að taka þennan ömurlega páfa í dýrlinga- tölu. Hins vegar er komin út ný bók sem byggð eru á rannsókn- um í skjalasafni Páfagarðs og sýnir rækilega það sem allir vissu þó sem vildu vita, að Píus tólfti hreyfði hvorki legg né lið til að hamla gegn ógnarverkum nas- ista, jafnvel ekki gegn útrýmingu gyðinga; jrvert á móti átti hann að baki langan feril sem viðsemj- andi ítalskra fasista og þýskra nasista fyrir hönd kaþólsku kirkj- unnar. „Páfi Hitlers" Fyrst aðeins nánar um þann mann sem varð Píus tólfti árið 1939. Hann hét Eugenio Pacelli og fæddist árið 1876. Ungur að árum gekk hann í þjónustu kaþólsku kirkjunnar, varð biskup og komst svo til áhrifa í skrifstofubákninu í Páfagarði. Hann var talsmaður sem mestrar miðstýringar kirkj- unnar; vildi að öll völd væru hjá páfanum og kontóristum hans í Róm. Arið 1929, þegar kaþólska kirkj- an gekk til samninga við fasista- stjómina á Ítalíu, annaðist Pacelli viðræðumar af hálfu Páfagarðs, enda orðinn eins konar utanríkis- ráðherra þar á bæ. Hann átti líka leynilegar samningavið- ræður við Adolf Hitler og nastista sumarið 1933 og gerði við þá „friðarsamn- inga. Hann var því ná- kunnugur einræðisstjórn- um Italíu og Þýskalands Iöngu áður en hann varð páfi. Nýja bókin um jiennan mann nefnist einfaldlega „Páfi Hitlers" - „Hitler’s Pope: The Secret History of Pius XII“ (útgefandi Viking). Hún er eftir breskan höfund, John Cornwell, sem fékk að- gang að skjalasöfnum Páfagarðs - enda reiknaði hann með því íyrirfram að gagnrýnin á páfa þennan væri á misskilningi byggð. Hann komst á aðra skoð- un eftir því sem hann kynnti sér gögnin betur, og er nú þeirrar skoðunar að Píus tólfti hafi með samningum sínum við Nýja bókin um „Páfa Hitlers." Hitler gert að engu andstöðu kaþ- ólikka í Þýskalandi gegn nasiman- um að þar með auðveldað Hitler að treysta sig í valdasessi. Gyðingahatari? Cornwell kemst einnig að þeirri niðurstöðu að Pacelli (Pius) hafi sjálfur haft andúð á gyðingum og það hafi ráðið nokkru um að hann neitaði alla tíð að fordæma útrým- ingu þeirra, líka eftir að fyrir lágu óyggjandi sannanir um að mark- mið Hitlers væri að drepa alla gyð- inga sem handlangarar hans kæmu höndum yfir. Sem dæmi um þessa afstöðu nefnir bókarhöf- undurinn bréf sem Pacelli skrifaði til Páfagarðs árið 1919, en þá gegndi hann stöðu biskups og sendimanns páfa í Munchen í Þýskalandi. Þess ber að geta í þessu sambandi að það var íyrst í valdatíð Jóhannesar tuttugasta og þriðja, sem tók við af Píusi tólfta, að þeirri rótgrónu kenningu kaþólsku kirkjunnar að gyðingar bæru sameigin- lega ábyrgð á dauða Krists var felld niður - en slík viðhorf áttu sinn þátt í trúarlegu ofstæki gegn gj'ðingum öldum saman. „Staðgengillinn" Aðgerðarleysi páfans and- spænis útrýmingu gyð- inga í Þýskalandi hefur auðvitað lengi verið um- deilt. Sumir gagnrýnend- ur benda á að í bók Comwells sé þetta stað- fest enn frekar jiannig að enginn þurfi að efast Iengur. Þeir sem vilja veija Pius tólfta fullyrða hins vegar að höfundurinn dragi of afgerandi ályktan- ir af þeim staðreyndum sem fyrir Iiggja, og trúa því enn að kallinn hafi verið dýrlingur! Rétt er að minna á að annar rit- höfundur tók óbærilega þögn Pi- usar tólfta svo rækilega fyrir að heimsathygli vakti á sínum tíma. Þar er átt við magnþrungið leikrit þýska Ieikskáldsins Rolf Hochhuth um „Staðgengilinn" frá árinu 1963. Það var gefið út á mörgum tungumálum og sett víða á svið. Píus tólfti er þar í reynd ákærður og dæmur fyrir að bregð- ast mannkyninu á örlagastundu með því að mæta hræðilegustu fjöldamorðum sögunnar með Jjögninni einni. BÓKA- HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri Lífsmarkið í sársaukanum Persóna Pitts leiðir Norton I allan sannleika um nautn sársaukans enda eru slagsmálin ekki barátta um sigur heldur snúast þau um að finna lífsmarkið f sársaukanum * * * 1/2 THE FIGHT CLUB byggð á skáld- sögu Chuck Palahniuk sýnd í Regnbog- anum, Laugar- ásbíó, Sam-bíó- unum og Nýja bíói á Akureyri Leikstjóri: Dav- id Fincher (Seven) Handritshöfundur: Jim Uhls Aðalhlutverk: Edward Norton, Brad Pitt og Helena Bonham Carter. Ef þig býður við ofbeldismynd- um er rétt að hunsa The Fight Club. Rösklega tveggja tíma löng og þar af taka slagsmál (með blóði, slapandi munnvik- um, glóðaraugum, krömdum fésum svo reglulega glittir í kjöt) sennilega um klukkustund þegar allt er talið. Myndin er einn allsherjar óður til bar- smíða og slagsmála en gegndar- laust ofbeldið hér er hvorki til- gangslaust né knúið áfram af skemmdarfýsn, markmiðið er ekki að snúa andstæðinginn niður svo sigurvegarinn geti rekið hné í kvið aumingjans og steytt hróðugur hnefann. Hér ganga slagsmálin út á að finna Iífsmarkið í sársaukanum... Engin afþreying Þetta er ekki afþreyingarmynd (það er hæpið að jafnvel testó- steróndrukknir karlmenn sem pumpa og boxa daglega hafi gam- an af að sjá menn smyija hvern annan blóði og fletja út fés trekk í trekk í einhveiju tilgangsleysi) og það verður Ijóst strax í byijun að þessari mynd var ekki ætlað að fylla víðáttustóran flokk búmm- bang mynda með vel skornum vöðvafjöllum í aðalhlutverkum. Byijun myndarinnar er afspymu flott, okkur er rennt í gegnum kynningu á ógnarhraða, skírskotað er til tækja- og hlutaástar nútíma- mannsins en aðalpersónan, sem Edward Norton (American Hi- story X) leikur, er ofurseldur IKEA-maníunni, er bærilega sátt- ur við tilveruna - eina sem háir honum verulega er að hann getur ómögulega fest blund. I leit að svefnmeðali og lífstil- gangi tekur hann að mæta í hóp- meðferðir hjá hinum ýmsustu samtökum dauðvona fólks, þar sem fólk fær að grenja örlög sín feimnislaust á öxl hvers annars. Meðferðarsenunum er reyndar hleypt upp í óþarfan afkáraskap en hvað um það, Norton verður háður hópmeðferðunum - þar til hann hittir undarlegan fýr að nafni Tyler Durden (Brad Pitt) og flytur inn á hann, í lekandi gisið stórhýsi í niðurníðslu. Skratti góð Tyler gerir 9-5 gæjanum hans Nortons ljóst að hann er illa far- inn af firringu nútímans og þá fyrst fara nú frasarnir að Hjúga (Hlutir sem jrú átt enda með að eiga þig - Lífið er afrit af afriti af afriti o.s.frv. -„You’re not your fucking khakis"). Pitt leiðir svo Norton í allan sannleika um nautn sársaukans og smám saman tekst tvíeykinu að sölsa undir sig huga karlmanna um öll Bandarík- in. SUM SÉ: Sjálfstæð, utanflokka mynd sem gerir augljósa tilraun til að verða „költ“-mynd og sprengja sig inn að kjarna tíðarandans með látum. Verandi kvenmaður (ólíkt 99% leikara myndarinnar) þá sprengdi hún ekki hjarta mitt í tætlur en hún skildi þó eftir óhugnað og hélt manni pikkföst- um við efnið. Tilgangsleysi ofbeld- isins hefur verið líkt við Kubrick- stykkið A Clockwork Orange en kaldlyndið er ekki hið sama. Hér finna persónurnar til frumstæðrar nautnar í sársaukanum en ofbeld- ið snertir ekki, maður léttkipptist til í sætinu svona rétt til að verða ekki fyrir höggi, en slagsmálin koma manni ekki til að skjálfa af eftirvæntingu, spennu eða bræði. Myndin er eiginlega fyrst og fremst, þótt það hljómi asnalega, vitsmunaleg, handritið er þétt og gengur bara nokkurn veginn upp. Skratti góð mynd. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.