Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 16
16- MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Thgur (AMPlHM Gítarinn hefur fylgt Eyþóri gegn um tíðina. mynd: gva. Hljómsveit Hauks Morthens: Guðmundur Emilsson píanó, Sverrir Sveinsson bassi, Eyþór Þorláksson gítar og Haukur Morthens söngur. EyþórÞorláksson gítar- leikari hejurveríð at- kvæðamikill í íslensku tónlistarlífi um áratuga skeið bæði sem liðsmað- urdans- og djasshljóm- sveita og tónlistarkenn- arí. Núerkappinnorð- inn sjötugurog í tilefhi þess eru haldnirtvennir tónleikarog Ijósmynda- sýning. „Eyþór er mikUl örlagavaldur í lífi mínu og margra annarra sem hann hefur smitað af gítardell- unni,“ segir Pétur Jónasson gít- arleikari en hann er einn þeirra sem koma fram á gítartónleikun- xnn sem haldnir verða Eyþóri til heiðurs í kvöld, 11. október í Há- sölum. Fleiri þekkt nöfn eru á prógramminu, til dæmis Rúnar Þórisson, Símon H. ívarsson og Arnaldur Arnarson. Sjálfur ætlar Eyþór að spara kraftana en kveðst hlakka mikið til. „Þetta eru hressir strákar sem ætla að spila þarna, þetta verður skemmtilegt." Eyþór ætlar hins vegar að koma fram á síðari tón- leikunum sem verða í Hafnar- borg eftir viku, þann 18. október. „Þar verða margir sem ég hef spilað með gegnum árin,“ segir hann og nefnir sem dæmi Ólaf Gauk og Árna ísleifsson. „Þetta verður jam session," segir Eyþór og er kampakátur. Byrjaði á harmóniku Ilann kveðst hafa byrjað að spila á harmómku á unglingsárunum en fljótlega skipt yfir í kontra- bassann. „Kontrabassinn var mitt uppáhaldshljóðfæri um tíma og ég fór til Bretlands til að læra á það, í Royal College of Music í Manchester. Þar kynntist ég fyrst klassískum gítar og heillaðist af honum.“ Eyþór hafði mikinn áhuga á að komast til Spánar þar sem mekka gítartónlistarinnar. „Mað- ur hafði á tilfinningunni að þar væri eitthvað að flnna sem ekki væri annars staðar og það stóðst." Eyþór hóf nám hjá Dani- el Fortea, virtum spænskum gít- arleikara og fékk að búa hjá hon- um um tíma innan um ókjör af nótum og gíturum. Reyndar fór það svo að Fortea veiktist alvar- lega áður en veturinn var úti en Eyþór var kominn á skrið í nám- inu og lét ekkert aftra sér. Meðal kennara hans síðar var tónskáld- ið og gítarsnillingurmn Graciano Tarragó. „Hann var mjög elsku- legur og tók mig oft með sér á fyrirlestra sem hann hélt í skól- anum en hann var prófessor við Conservatorio de Liceo í Barcelona." Eyþórs Combo Eyþór einskorðaði sig ekki við klassíska gítarinn heldur spilaði jöfnum höndum á rafmagnsgítar. Hann var í hinum ýmsu liljóm- sveitum, hvort sem hann bjó hér heima eða erlendis og ljós- myndasýningin sem opnuð verð- ur í Hafnarborg á laugardaginn, 14. október vitnar einmitt um feril hans sem hljómsveitar- manns. Þar birtast myndir af ótal sveitum sem hann var í. Sumar eru kenndar við hann sjálfan, svo sem Hljómsveit Eyþórs Þorláks- sonar og Eyþórs Combo. í öðrum er hann „óbreyttur" liðsmaður. Hawaii kvartett, KK sextett, Orion-kvintett, Hljómsveit Svar- vars Gests og Hljómsveit Hauks Morthens. Einnig getur þar að h'ta hljómsveitir sem Eyþór spil- aði með á Spáni, Hljómsveit Jose Matas og Hljómsveit Pedro Sanchez. Nótur á Netrnu Þess má geta að Tríó Eyþórs leik- ur við opnun sýningarinnar kl. 16. á laugardaginn. Hann kveðst þó að mestu hættur að spila x hljómsveitum. Hans helstu við- fangsefxú nú er útgáfa nótna á netinu. „Ég byrjað að gefa út nót- ur í smáum stíl, einkum fyrir xm'na nemendur en það jókst með túkomu tölvunnar," segir hann. Hann segir Svein son sinn hafa verið ötiúan við að setja kennsluefiú og nótur inn á Netið á undanförnum árum. Þar er meðal annars um að ræða verk og útsetningar eftir Eyþór sjálfan og einnig verk eftir aðra höf- unda. „Þetta hefur fengið rosa- lega góðar viðtökur úti um aúan heim. Við erum búnir að fá yfir 40.000 heimsóknir á síðuna og ég fæ svo mikið af þakkarbréfum að ég kemst ekki yfir að svara þeim öllum.“ Aðspurður segist hann ekki hagnast á þessu pen- ingalega en hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. „Ef við hefðum ekki gert þetta hefði þetta bara legið ofan í kössum, engum tú gagns,“ segir hann. GUN. Spakstundir í Hlaðvarpanum Heimspekinemarefna vikulega til urnræðu- fundaríKajfileikhús- inu. Þema októbermán- aðar er „Þríðji heimur- inn ogíslendingurí góðærí“. Ekkert lát virðist vera á þeim vinsældum sem heimspekin hef- ur notið hér á landi undanfarin ár. Félag heimspekinema við Há- skóla íslands, Sofíi'a, hefur frá því í byrjun september staðið fyrir svonefndum spakstundum í Hlaðvarpanum, þar sem áhuga- menn um heimspeki hafa komið saman tU þess að ræða þetta áhugamál sitt. „Kvöldin eru þannig upp- byggð að klukkan átta hefjast þau með fyrirlestri og eftir ca. hálftúna er gert hlé og það er opinn bar og eftir hléið eru síðan umræður og fyrirspurnir. Þetta hafa yfirleitt orðið u.þ.b. tveggja klukkutíma uppákomur,“ segir Haukur Már Helgason, heim- spekinemi og formaður Soffi'u. „Við reynum að fá bæði kennara og nema og fólk utan háskólans tU þess að halda erindin.“ Meiningin er að halda þessu áfram í aUan vetur, og reyna að vera með eina spakstund á viku. Hver mánuður hefur ákveðna þemayfirskrift. í september voru bókmenntir teknar fyrir, en yfir- skrift októbermánaðar er „Þriðji heimurinn og íslendingur í góð- æri“. Þar verður athyglinni beint að þriðja heiminum sem sið- fræðUegu vandamáli. Hugmyndin að þessum Spak- stundum er komin frá Hauki Má. Hann segist hafa boðið sig fram tU formanns SoflTu gagngert tU þess að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Með því að halda þessar spakstundir í Hlaðvarp- anum frekar en á háskólasvæð- inu er vonast tU þess að fleira fólk utan Háskólans mæti. Haukur Már segir að vel hafi verið mætt á þær ijórar spak- stundir, sem þegar hafa verið haldnar. Þrír heimspekinemar hafa haldið erindi, og svo Róbert Haraldsson prófessor í heim- speki. „Það var íjölmennast á Róbert eins og gefur að skUja,“ segir Haukur Már. „En það hafa komið frá 20 og upp í 60 tU 70 manns.“ f kvöld verður Þórunn Svein- bjarnardóttir stjórnmálafræðing- ur með fyrirlestur, sem hefst kl. átta í Hlaðvarpanum og fjallar um þriðja heiminn. Ásamt Þór- unni verður Þóra Arnórsdóttir með stutta framsögu, og þær svara síðan sameiginlega spurn- ingum utan úr sal. -GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.