Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-'9Itmmrt Þriðjudagur 11. febrúar 1997 -15 KÓLALÍF I Ð í LANDINU Brekkuskóli er ljótt Nemendurnir hérna á síðunni eru aldeilis ekki ánœgðir með tillögu skólanejhdar Akureyrar um að sameina Barnaskóla Akureyrar og Gagnfrœðaskóla Akureyrar í einn hverfisskóla, Brekkuskóla. Þeim finnst nafnið á nýja skólanum fyrir það fyrsta Ijótt en það er ýmislegt fleira sem þau setja fyrir sig. Spurt í Gagnfræðaskóla Akureyrar . Vaka Halldórsdóttir, 10. bekk Geir Hirlekar, 10. bekk Að stokka vina- „Við erum ekki búin að fá nein rök fyrir því af hverju er verið að sameina skólana. Mér flnnst að það ætti að vera annar skóli fyrir eldri krakka, það er miklu skemmtilegra að byrja í nýjum skóla. Þegar maður er alltaf í sama skólanum er maður alltaf með sömu kennarana og kynn- ist ekki nýjum krökkum.“ Hrafnheiður Valdís Olgeirsdóttir, 10. bekk „Það var æðislega skemmtilegt að koma hingað, maður var svo spenntur að maður gat næstum ekki sofið. Svo kom maður í skólann og sá fullt af nýjum og sætum strákum. Mér finnst al- veg ömurlegt ef það á að taka það frá krökkum að fara yfir í Gaggann. Það er viss gleði sem fylgir því að breyta um skóla í stað þess að vera alltaf á sama stað.“ Og Hrafnheiður Valdís er með lausina: „Það ætti bara að stækka Barnaskólann og þá væri þetta komið í stað þess að stækka Lundarskóla og Oddeyr- arskóla. Þetta finnast mér ágætis rök. Ég held að ef maður hefði alltaf verið í sama skólan- um ætti maður kannski tvo vini í dag í staðinn fyrir 30.“ „Manni finnst maður meiri maður þegar maður fer yfir í annan skóla og það var ógeðs- lega gaman að koma hingað. Það gengur líka ekki að hafa sömu reglur fyrir okkur og sex ára krakka sem mega ekki hafa tyggjó í tímum og verða að koma með hollt og gott nesti. Hér er selt kók og svoleiðis sem litlu krakkarnir myndu ábyggi- lega ekki mega kaupa. Ég held líka að það yrði rosaleg breyt- ing að fara úr grunnskóla yfir í menntakóla ef maður færi ekki fyrst í Gaggann." hópinn upp Gangaverðirnir í Gagnfræðaskóla Akureyrar, Kolbrún Friðgeirs- dóttir og Sigríður Ólafsdóttir, sem nota reyndar starfsheitið blönd- ur sbr. starfsfólk í blönduðum störfum, eru sammála um að það hafi góð áhrif á krakkana að breyta um skóla, fá nýja kennara og eignast nýja vini. „Ég á tvö börn sem hafa verið hér í skólanum og verið mjög ánægð og ég held að börnin hafi mjög gott af því að skipta um skóla. Þau stokka upp í vinahópnum og félagslífið verður öðruvísi. Breytingin er heilmikil og ég held að þau séu þá líka betur undir það búin að fara í framhaldsskóla," segir Kolbrún og Sigríður bætir við: „Krökkunum finnst þau svo stór og mikil þegar þau eru komin hingað þótt þau séu kannski lítil í sér fyrstu vikurnar og ég held að þetta þroski þau.“ Vinir saman Haíþór Úlfarsson og Ásta Arnardóttir, 8. bekk komu full spennu í Gagnfræðaskólann í haust. „Það er miklu betra að hafa 8., 9. og 10. bekk saman, ég held það sé líka skemmtilegra. Mér fannst skemmtilegt að koma hingað,“ segir Ásta og Úlfar er sammála: „Mér fannst fínt að koma hingað, maður var byrjaður að hlakka til að fara í 8. bekk þegar maður var í 5. bekk. Hér getur maður verið með öllum vinum sínum." En hvað segja 7-bekkingar? Birgir Ólafur Konráðsson „Mér finnst það algjört rugl að sameina þessa aldurshópa. Ég vil hafa þetta eins og þetta hef- ur verið.“ Enda var Birgir far- inn að hlakka til að fara yfir í hinn skólann. nafn Guðrún Fanney Einarsdóttir „Mér finnst nafnið ljótt og að þetta eigi að vera eins og það er. Mig langar að kynnast krökkum frá Lundarskóla og Oddeyrarskóla, maður nennir ekki alltaf að vera í sömu bekkjunum.“ Einar Guðmundsson „Mér er svo sem alveg sama en vil ekki hafa sama skólastjór- ann og sömu kennarana. Ég vil líka að það verði leyfður vanga- dans, skólastjórinn bannar það hérna í Barnaskólanum og ég skil ekki hvað er svona ótíma- bært við það að vanga.“ Sveinn Hjörleifsson „Núna eru 600 nemendur í Síðuskóla og það eru næg vandamál þar og ef það koma 800 nemendin- í þennan Brekkuskóla þá myndu vanda- málin verða enn meiri. Ég var farinn að hlakka til að fara yfir í hinn skólann áður en ég frétti þetta, bróðir minn er þar og hann á vini sem ég þekki líka. Nafnið er líka fáránlegt.“ -mar

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.