Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 96. tölublaš Helgarblaš 1 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
DAGBLAÐID& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982.
Uíiönd
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Skeljakapparnir
greiddu fyrir
landgöngu
áS-Georgíu
Guðmundur
Pétursson
Aftur blaktir brezki fáninn við hún
á eyjaklasanum, sem gengur undir
hafninu Suður- Georgía. Eða öllu
heldur hann slæst með háum smell-
um, því að vindur hefur verið hvass
síðan brezka herliðið endurheimti
eyjarnar.
Enda er sá timi upp runninn að
allra veðra er von. Vetur er genginn í
garð og það eru engin sérstakir sælu-
dagar framundan hjá brezka gæzlu-
liðinu sem skiliö var eftir þegar flot-
inn hélt áfram í átt til Falklandseyja
Veðurfari á þessum slóðum verður
helzt líkt við heimsskautaveður.
Meðalhitinn er rétt rúm ein gráða, en
á veturna getur kuldinn komizt f þrjá-
tíu gráða frost. Heitasti sumardagur
fer lítið upp fyrir átta gráður.
Að flatarmáli er þessi eyjaklasi
3,85 ferkílómetrar. Stærst er San
Pedro, sem liggur um 1.500 km suð-
austur af Falklandseyjum, um 600
km norður af Sandvíkureyjum.
Þarna þrífst ekki harðgerðasta hrisla
og naumast einu sinni að vaxi þar
mosi, enda hafa eyjarnar verið að
heita má óbyggðar frá því að norskir
og argentinskir hvalfangarar yfirgáfu
hvalstöðvarnar um leið og hvalstofn-
inn í S- Atlantshafi hætti að gefa af
sér. Síðasta hvalstöðin var í
Grytviken, sem enn í dag kallast sínu
norska nafni, eins og höfnin þar,
Larsenhöfn. — Brezkir vísindamenn
hafa þó haft þar áfanga eða bækistöð
fyrir leiðangra sína til Suðurskauts-
landsins.
Grýtuvík og Larsenhöfn er umgirt
tvö þúsund metra háum snæviþökt-
um fjallgarði. Þar er þyrping þrjátíu
hvitmálaðra timburhúsa í næsta ná-
grenni við hvalstöðina gömlu, sem er
nú orðin söguleg. Það var út af henni
sem deilan um Falklandseyjar, er
enginn hafði tekið ýkja alvarlega til
þessa, blossaði upp um mánaðamótin
marzogapríl.
Það var í marz sem fyrirtækið
Davidof fékk leyfi argentískra yfir-
valda til þess að rifa niður hvalstöð-
ina í Grýtuvík í brotajárn og í orði
kveðnu höfðu brotajárnssafnararnir
vilyrði brezkra aðila til þess að hirða
járnið.. Um 40 starfsmenn þeirra
gengu á land i Grýtuvík, en án þess
að hafa svo mikið við að ráðfæra sig
áður við brezk yfirvöld, og sögðust
raunar ekki viðurkenna yfirráð Breta
á eyjunum. Bretar andmæltu og
hótuðu að senda herskip til að stugga
burt brotajárnssöfnurunum. Það
varð Argentínustjórn að tilefni til
þess að hernema Falklandseyjar.
Það kom mönnum nokkuö á óvart
hversu auðvelt Bretum reyndist að
endurheimta S- Georgíu úr höndum
þess 250 manna liðs sem Argentinu-
menn skildu þar eftir. Mátti heita að
það gengi blóðsúthellingalaust.
Bretar þakka það fyrst og fremst
framlagi úrvalshóps úr víkingasveit-
unum, sem er auðkenndur af skamm-
stöfuninniSBS.
Um þessa úrvalssveit ríkir annars
slík leynd, að sagt er að dátarnir í
henni vita ekki einu sinni sjálfir fyrir
hvað síðasta „essið" í skammstöfun-
inni stendur. Hvort það er fyrir
„service", „squadron" eða
„section". — Fyrst tveir stafirnir eru
fyrir, .special boat", en þessir víkíng-
ar eru sérþjálfaðir til ákveðinna verk-
efna, sem mest eru bundin við frosk-
köfun, landtokur á smábátum eða
jafnvel kajökum eða til að ráðast um
borð i skip í skjóli næturmyrkurs.
SBS samsvarar annarri úrvalssveit
Breta, sem tilheyrir flughernum og
auðkennist SAS, en sú hefur komizt í
heimsfréttirnar vegna viðureignar við
hryðjuverkamenn, sem lagt höfðu
undir sig sendiráð í London. Báðar
þessar sveitir þykja afar harðsnúnar
enda miklar kröfur gerðar til dátanna
í þjálfun allri og undirbúningi fyrir
þjónustu.
Daglega sin á milli kalla Bretar
SBS- víkingana „skeljakappana" og
höfða þar til uppáhaldsaðferðar
þeirra til landgöngu. Þeir bókstaflega
skríða í froskbúningum sinum innan
um skeljarnar eftir hafsbotninum og
upp í fjöru. Þannig hafa þeir sjálf-
sagt farið að á S- Georgíu. Næsta lík-
legt þykir að þeim hafi verið flogið
frá aðalbækistöð sinni i floiastöð
inni í Poole og varpað í fallhlífum í S-
Atlantshafið á fyrirfram tilgreindum
stað, þar sem brezkir kafbátar hafa
hirt þá upp og flutt sfðasta spölinn i
grennd við S- Georgíu, þar sem þeir
syntu f gegnum brimgarðinn í land.
Hlutverk þeirra hefur veriö að
kanna vígstöðuna, njósna um vig-
hreiöur og varðhöld óvinanna og
senda upplýsingar sínar til land-
gönguliðanna, sem biðu utan skot-
máls um borð í herskipunum úti fyr-
ir. Þær upplýsingar hafa verið
þungar á metunum þegar hinir völdu
sér staði til landtöku og umkringdu
Argentfnumennina án mannfórna á
meðan herskipin héldu athygli
hernámsliðsins bundinni með stór-
skotahríð. Engan sakaði. utan einn
argentískan hermann, sem missti fót-
inn.
Undanfarar    þessara     nýju
sævfkinga eru strandhöggssveitirnar
frægu, og einkanlega froskmanna-
flokkarnir, sem i síðari heims-
styrjöldinni  unnu  sér  ódauðlegan
Kortið er yfir San Pedro, stærstu eyju S- Georgiu. Hvíta örin sýnir hvar brezki
flotinn gekk á land, eins og mönnum hafði áður þótt Ifklegt.
Larsenhöfn f Grýtuvfk á S- Georgfu.
orðstír með þvi að róa á kajökum inn
í höfn á meginlandinu og festa segul-
sprengjur undir botninn á þýzkum
herskipum. Skeljakapparnir hafa að-
eins einu sinni komizt í heimsfréttirn-
ar á seinni árum og það var árið 1972
þegar hópur hryðjuverkamanna
hafði hertekið farþegaskipið „Queen
Elisabeth II" og sagðist hafa komið
sprengjum fyrir undir botni skipsins.
Hótuðu þeir að sprengja þetta flagg-
skip brezka kaupskipaflotans ! loft
upp með manni og mús ef kröfum
þeirra yrði ekki fullnægt. f skjóli
nætur var skeljaköppunum varpað í
fallhlífum í sjóinn í grennd við far-
þegaskipið og syntu þeir í kafi að því.
Annað hvort fjarlægðu þeir
sprengjurnar eða gengu úr skugga um
að þær voru uppspuni hryðjuverka-
mannanna. Um það vita menn ekki,
því að þessi víkingasveit er mjög
fámál um gjörðir sínar og unnin af-
rek.
SBS hefur aðalbækistöð sfna i
flotastöðinni í Poole. Þeir hafa haft
það verkefni að vernda olfuborpall-
Skeljakappar eru þeir kallaðir, strandhöggsmenn vfkingasveitanna brezku, þvf að þeir skrfða innan um skeljarnar á hafs-
botninum innfyrir varnir óvinanna til þess að greiða götu landgönguliðsins.
ana í Norðursjónum gegn hryðju-
verkamönnum. Auk þess starfa þeir,
með kafbátaeftirlitinu á íslandsálum.
Foringi þeirra er einhver „Storrie"
ofursti, sem aldrei svarar símahring-
ingum blaðamanna. í flotastöðinni
halda þeir sig afsíðis frá öðrum sjó-
liðum. Einkennisbúningavalið er
þeim í sjálfsvald sett að mestu og
sjaldan bera þeir SBS- merkið innan
um aðra. Þeir eiga sér sitt skjaldar-
merki og vígorð, sem sést sjaldan
utan veggja messans þeirra. Skjaldar-
merkið er froskur með krosslagða
fætur og vígorðið gæti útlagzt: Meira
vinnurvit enstrit!
Þeir starfa í tvenndum en þegar
meiri liðsafla er þörf hefur sá stjórn-
ina, sem mest veit um verkefnið. AUir
eru dús og foringjarígur fyrirfinnst
ekki. Þetta er sagt vera um 400
manna lið. Þeir eru sjálfboðaUðar,
valdir úr úrvalsmannskap. Einn af
hverjum fimmtíu þrautþjálfuðum
strandhöggsmönnum, sem sækir um
inntöku i liðið, kemst i gegnum þjálf-
unina klakklaust. Afburðaleikni i
vopnameðferð er jafn sjálfsögð krafa
áður en umsókn er tekin til athugun-
ar, eins og sirkusmaður getur hent á
loft allar keilur sinar í einu.
Þrátt fyrir fyrri þjálfun þurfa þeir
að gangast undir eins árs þjálfun til
viðbðtar að minnsta kosti, áður en til
greina kemur aðþeirþyki hæfir. FaU-
hlffarstökk er eitt af þvf og þeir byrja
þar sem áhugamenn í íþróttinni
hætta. NefnUega í þriggja kUómetra
hæð. Undir lok þjálfunarinnar hafa
þeir stokkið úr átta kílómetra hæð og
látið sig faUa i heila mfnútu að
minnsta kosti (með 160 km hraða),
án þess að opna fallhlífína.
Þeir eru þjálfaðir í að
opna ekki faUhlífina fyrr en í 400
m hæð og lenda f ísköldu hafrótinu,
þar sem þeir losa sig úr faUhlífar-
böndunum, blása upp gúmbáta sína
og damla sér til strandar eða skips.
Nema þeir syndi þa neðansjávar í
land, en samt hlaðnir skotvopnum
sfnum, nætursjónaukum, sendi-
tækjum og þviumlíkum útbúnaði.
Auðvitað eru þeir í froskmannsbún-
ingum, með sundgleraugu og frosk-
mannslungu, sem eru sérhönnuð, svo
að loftbólur komi ekki upp um þá.
Minna þeir helzt á ímynd kvikmynd-
anna um verur frá öðrum hnöttum
þegar þeir eru komnir i fullan stríðs-
skrúða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48