Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Síða 2
2 DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. Hlutar af brotlentu geimfari sem komið hefur verið fyrir ínýja hrauninu. DV-myndir Guðmundur Sigfússon. Kvikmyndataka við Enesny mine hef st í Vestmannaeyjum í dag: Brotlent geimfar í hrauninu Kvikmyndataka myndarinnar Enemy mine, sem 20th Century Fox gerir aö hluta til hérlendis, hefst í Vestmannaeyjum í dag, mánudag, en mikill viöbúnaður hefur verið af hálfu þeirra sem sjá um töku síöustu dagaog vikur. Síðasti hópur þessa fólks kom til landsins nú um helgina með Boeing vél Flugleiða frá London en hópurinn var svo selfluttur frá Keflavíkurflug- velli til Vestmannaeyja með einni Fokker-vél Flugleiða sem raunar bUaði eftir fyrstu ferðina, þannig að Brosmildur Lou Gossett á flug- vellinum i Vestmannaeyjum. ná varð í minni vél sem var í þessum flutningum alla helgina en áætlaö hafði veriö að með Fokkemum þyrfti aðeins 3 ferðir. I síöasta hópnum voru leikstjórinn Richard Longman, leikarar og kvik- myndatökumenn ásamt útbúnaði sínum en DV náði tali af einum aðal- leikaranum Lou Gossett sem sumir muna ef til vill eftlr úr myndinni An officer and a gentleman. Fyrir þá mynd hlaut Gossett óskarsverð- launin eftirsóttu. ,íig hef verið á kaldari stöðum en hér. Ein af mínum fyrstu myndum var tekin í aðeins 200 km fjarlægð frá norðurpólnum,” sagði Lou Gossett í samtaÚ við DV. Hann sagöi að undanfarið hefði hann unniö í tveimur kvikmyndum sem veriö væri að gera í Kanada, The guardianogFinders, keepersen þeirri síðarnefndu leikstýrir Richard Lester. Þá hefur hann einnig verið aö vinna við myndina The story of AnwarSadat. Aðspurður um hlutverk sitt í myndinni sagði Gossett að þetta væri vísindaskáldskaparmynd (Science fiction): ,,en meðmiklumraunveru- leika”. Hann léki hlutverk hermanns frá annarri plánetu, Dracon, en sú pláneta og jöröin ættu í striöi. „Dracon-búar hafa aöeins eitt kyn, þannig að ég á mitt eigið bam,” sagði hann. Annað aðalhlutverkiö á móti Goss- ett leikur Dennis Quaid sem fór m.a. meö eitt af hlutverkunum í mynd Walter Hill, The Long Riders. Hann leikur jarðarbúa sem berst viö Goss- ett en á endanum verða þeir vinir. „ Vestmannaeyjar aftur á landakortið" Hópurinn sem nú er í Eyjum vegna kvikmyndatökunar telur um 100 manns og er viðbúnaður hans og tækjakostur mjög mikill eins og aö framan greinir. Fyrir utan flutninga með flugvél um helgina hefur ferjan Herjólfur farið 3 aukaferðir meö búnaö milli lands og Eyja að undan- förnu. Vestmannaeyingar eru almennt mjög ánægðir með veru útlending- anna í Eyjum því fyrir utan beinan fjárhagslegan ávinning af dvöl þeirra, áætlaö er að þeir eyði um 6—8 milljónum kr. í Eyjum, hefur kvik- myndatakan að þeirra mati leitt til þess að „Vestmannaeyjar eru komnar aftur á landakortið,” eins og einn viðmælenda DV orðaði það. Hinir erlendu gestir eru aftur á móti mjög ánægðir með lífið í Eyjum. . . „Yndislegt fólk og skemmtilegur staður,” sagði einn þeirra í samtali við DV. Geimskipi brotlent , Kvikmyndatökurnar sem hefjast í dag fara fram í nýja hrauninu í Eyjum og hefur Fox-hópurinn m.a. byggt þar sérstakt lón auk þess sem á einum stað í hrauninu má s já geim- skip sem brotlent hefur og er dreift um stórt svæði. Lónið hefur valdið þeim nokkrum höfuðverkjum vegna þess að sjógangur hefur skemmt það og hefur þurft að lagfæra skemmdir á því þrisvar sinnum. Auk þessa hafa þeir byggt annað geimskip í húsnæöi sem þeir hafa í Eyjum en enginn fær að skoða það. Áætlað er að Fox-hópurinn verði í Eyjum fram til 2. maí nk. en þaöan verður svo farið upp á Skógasand og síðan í Námaskarö þar sem einnig veröa teknir hlutar af myndinni. Leikstjórinn Richard Longman barðist mjög fyrir því að Island yrði valið sem tökustaður vegna hinnar sérstæðu birtu hér en forráðamenn 20th Century Fox fyrirtækisins settu sig á móti því vegna kostnaðarins. Heyrði DV þá sögu í Eyjum um, helgina að Longman hefði hótað að segja upp ef ekki heföi veriö fariö að óskum hans og að raunar hefði verið búiö að halda honum kveðju- partí er Fox skipti um skoðun. -FRI. Hluti af Fox-hópnum i móttökunni i Gestgjafanum i Vestmannaeyjum þar sem aðalbækistöðvarnar eru. Menn að störfum við einn kvikmyndatökustaðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.